Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 41
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 41 Á DÖGUNUM fór fram vegleg tón- listarhátíð á Ísa- firði. Hátíðin bar yfirskriftina Við Djúpið en það voru Guðrún Birg- isdóttir flautuleik- ari og Pétur Jón- asson gítarleikari sem höfðu veg og vanda af henni. Auk þeirra tóku m.a. þátt í hátíð- inni þeir Jónas Ingimundarson pí- anóleikari og Ólafur Kjartan Sig- urðarson baritónsöngari, en öll komu þau fram á hátíðartónleikum sem haldnir voru á laugardags- kvöldið í Víkurbæ í Bolungarvík. Þar frumfluttu Guðrún og Pétur m.a. verkið „Stökur“ („Allt fram streymir“ og „Enginn grætur Ís- lending“) sem höfundurinn Pál Torfa Önundarson, lækni í Reykja- vík, tileinkaði hátíðinni. Á tónlistarhátíðinni var blandað saman kennslu, tónleikum og öðr- um uppákomum. Guðrún kenndi á flautu, Pétur á gítar og Ólafur Kjartan og Jónas leiðbeindu söng- nemum. Samkvæmt vestfirska netmiðl- inum Bæjarins besta féll hátíðin vel í kramið hjá heimamönnum og var aðsókn góð að tónlistarupp- ákomum. Standa vonir til að hægt verði að gera þetta að árlegum við- burði. Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Lokahóf var haldið í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað. Þar léku gítarnem- endur lag hljómsveitarinnar Nirvana, „Come As You Are“, ásamt bassa- leikaranum Tómasi R. Einarssyni. Tónlistarhátíðin Við Djúpið Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Ólafi Kjartani Sigurðssyni, Pétri Jónassyni, Guðrúnu Birgisdóttur og Jónasi Ingimundarsyni var klappað lof í lófa að loknum hátíðartónleikunum í Víkurbæ. Ísafirði. Morgunblaðið. HÖFUNDUR handrits Símaklef- ans leikur sér að gamalli hugmynd um spennuþrungna atburðarás í þröngu rými og er árangurinn yfir höfuð nokkuð góður. Hann á í erf- iðleikum með að halda áhorfendum við efnið um miðbikið en upphaf og lokakafli þessarar óvenjulegu has- armyndar er grípandi. Stílæfingu sem Símaklefann er vissara að skoða úr nokkurri fjarlægð og láta ekki raunsæið flækjast fyrir, það á fátt skylt við afþreyingu af þessu tagi. Því reynir á að leikstjóranum takist að láta mann fljóta með þennan tiltölulega stutta sýningar- tíma en ábyrgðin hvílir samt fyrst og síðast á frammistöðu írska leik- arans Colins Farrell. Hann er í mynd frá upphafi til enda og hefur að auki engan annan umtalsverðan mótleikara en símtólið (ef undan er skilin frábær raddbeiting Kiefers Sutherland á hinum enda línunnar). Farrell leikur Stu Shepard, snotran töffara sem er að brjóta sér leið inn á markaðinn sem umbi og blaðafulltrúi. Vopnin sem hann notar í baráttunni eru kjaftavit, orðheppni, yfirgangur, lygar, óheiðarleiki, merkjaföt, fínt úr og gemsinn ómissandi. Sjálfstraustið geislar af honum er hann þrammar galvaskur eftir 8. breiðgötu mas- andi í farsímann. Hér sjáið þið mann með mönnum! Semur og skipar fyrir á báða bóga, treður á þeim sem hann telur sér minni, skjallar hina. Uns hann kemur að símaklefa á horni 53. strætis. Á nokkrum mínútum hrynur virkis- múr uppans, hann er lentur í ógöngum lífsins þar sem kjaftavit og ítölsk föt duga lítið. Hann er skyndilega leiksoppur leyniskyttu með Messíasargeðflækju, sem hef- ur veitt hann í gildru í símaklefann og fjandinn er laus. Strákar á borð við Farrell eru ei- líflega að stinga upp kollinum og flestir reynast þeir tískubólur sem standast ekki álagið í Hollywood til lengdar. Iðnaðurinn þarf á ferskum andlitum að halda og eru þúsund fyrir einn um hituna. Ef þú stendur þig ekki ertu fljótari að hverfa en auga á festir. Farrell hefur ekki sýnt mikið meira en bratta fram- komu fyrir utan dágóðan leik í Tig- erland. Nú fær hann að spreyta sig á ný undir stjórn Schumachers. Hann nær aftur góðum tökum á Farrell sem vinnur mann að lokum á sitt band. Lýsir með ágætum stráki sem er sjálfsagt besta skinn inn við beinið en hefur spillst af frægðarljóma, stjörnufansi, fínum mat og flottum gellum. Svífst einskis til að halda sér á réttum stað á réttum tíma en er – þegar á reynir – ósköp lítill og hversdags- legur, þegar búið er að girða niður um hann Armanibrækurnar. Símaklefi er þegar upp er staðið ágætlega spennandi og leikin, háðsk ádeila á fígúruhátt og yfir- borðsmennsku. Ítölsku fötin duga skammt þegar maður verður leiksoppi leyniskyttu. Uppi festur upp á þráð KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgar- bíó Akureyri. Leikstjóri: Joel Schumacher. Handrit: Larry Cohen. Kvikmyndatökustjóri: Matthew Libatique. Tónlist: Harry Greg- son. Aðalleikendur: Colin Farrell, Kiefer Sutherland, Forest Whitaker, Radha Mitchell, Katie Holmes, Paula Jai Parker. 81 mínúta. 20th Century Fox. Bandaríkin 2003. Phone Booth/Símaklefi  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.