Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B i. 12 HL MBL SG DV Roger Ebert Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Síðustu sýningar í STÆRSTA kvikmyndasal landsins with englishsubtitel Sýnd kl. 6. Enskur textiSýnd kl. 5.50, 8 og 10.15.  X-IÐ 97.7  DV KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. Stelpan sem þorði að láta draumana rætast! AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Stórskemmtileg ævintýra og gamanmynd í anda Princess Diaries frá Walt Disney X-IÐ 97.7 DV HEIMILDARMYNDIN Hrein og Bein eða „Straight Out -Stories From Iceland“ eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Þorvald Krist- insson hlaut „Stu and Daves Excell- ent Documentary Award“ sem eru verðlaun veitt bestu heimildar- myndinni á kvikmyndahátíðinni San Francisco International Lesbian and Gay Film Festival. Kvikmyndahátíðin er elst, stærst og virtust þeirra kvikmyndahátíða sem tileinkaðar eru myndum um málefni samkynhneigðra en hátíðin var í ár haldin í 27. sinn og stóð dag- ana 12. til 29. júní. Verðlaunin voru veitt í lokahófi hátíðarinnar þar sem Hrafnhildur veitti verðlaununum móttöku í eigin persónu og 5.000 dala verðlaunafé. En Hrein og bein deildi fyrstu verðlaunum með myndinni „Rise Above: The Tribe 8 Documentary“ sem segir frá lesb- ískri pönk-rokk hljómsveit. Hrein og bein atti kappi við 23 aðrar heimildarmyndir en í heildina tóku þátt í hátíðinni vel á þriðja hundrað verka, ýmist leiknar mynd- ir, stuttmyndir, heimildarmyndir, auk alls konar annarra mynda og þátta frá öllum heimshornum. „Myndin er mjög gegnheil reynslumynd um þetta ferli að koma út, og kannski hefur eitthvað að segja að hún er íslensk, hefur sterkt íslenskt yfirbragð, en annars veit ég sjálf varla hvort mynd er góð eða slæm fyrr en ári eftir að ég hef látið hana frá mér,“ segir Hrafnhildur og hlær er blaðamaður spyr hvað hafi ráðið mestu um sigurinn. „En þetta kom mér mjög á óvart enda varð þessi mynd á vissan hátt til fyrir til- viljun og ég ætlaði mér aldrei að fá verðlaun fyrir hana, heldur var hugsunin helst að sýna hana í ís- lenskum skólum.“ Heimildarmynd þeirra Hrafnhild- ar og Þorvalds er með viðtalssniði og segir frá upplifun nokkurra ís- lenskra ungmenna af því að koma út úr skápnum sem samkynhneigðir einstaklingar. Öll hafa þau ólíka sögu að segja og sumum hefur gengið vel en önnur hafa mætt mót- læti. Skilningsríkar fjölskyldur „Mörgum fannst myndin vel tek- in,“ segir Hrafnhildur um helstu viðbrögð sem hún hefur fengið frá áhorfendum. „Og þeim finnst krakkarnir í myndinni einfaldlega skemmtilegir, heiðarlegir og sterk- ir. Margir sem við mig hafa talað hafa líka sagt mér að þeim þyki merkilegt hversu vel fjölskyldur þeirra sem ég sýni í myndinni sýna mikinn stuðning,“ segir Hrafnhildur þegar blaðamaður spyr hana hvort áhorfendur myndarinnar greini mun á sögum íslensku ungmenn- anna og því sem þeir eiga sjálfir að kynnast frá öðrum löndum. Myndin er framleidd af fyrirtæki Hrafnhildar, Krumma Films, en hún hefur áður gert verk á borð við Corpus Camera og Hver hengir upp þvottinn?, en báðar hafa þær mynd- ir fengið fjölda verðlauna og tilnefn- inga á ýmsum hátíðum. Á döfinni eru hjá Hrafnhildi með- al annars mynd um sögu samfélags samkynhneigðra á Íslandi og líf og störf íbúa í Lebanon. Frumsýning heimildarmyndar- innar var liður í hátíðardagskrá Samtakanna 78 sem í ár fagna 25 ára starfsafmæli sínu með fjöl- breyttum viðburðum. Myndin verð- ur sýnd í sjónvarpi hér á landi í ágúst á Stöð 2. Hrein og bein verðlaunuð á hátíð í San Francisco Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorvaldur Kristinsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir unnu verðlaun fyrir myndina Hrein og bein sem segir frá Íslendingum sem koma út úr skápnum. ÖNNUR myndin um hina þokka- fullu Engla Kalla flaug beint á topp bandaríska bíólistans, eins og búist hafði verið við. Þrátt fyrir yfirlýsingar í titlinum um að gefið yrði í botn skaust myndin þó ekki eins hratt á topp- inn og vonir stóðu til. Myndin tók inn 38 milljónir dala í kassann, sem er rúmum 2 milljónum dala minna en fyrsta myndin halaði inn fyrstu sýningarhelgina í nóvember 2000 en samt var sú nýja frumsýnd í töluvert fleiri bíóum. En 38 milljónir eru náttúrlega ekkert slor og nægðu auðveldlega til að velta sjálfum Hulk hinum óg- urlega af stalli, en hann dalaði mjög, eða um heil 70% frá frum- sýningarhelginni síðustu. Myndin er þó komin yfir 100 milljónamark- ið og mun örugglega ná inn fyrir háum kostnaðinum og vel það þeg- ar tekjur utan Bandaríkjanna verða teknar með í reikninginn. Um helgi þegar aðsóknin var yf- ir það heila afar dræm, þá var ljósi punkturinn óvæntar vinsældir breska heimsendatryllisins 28 dög- um síðar. Þessi nýjasta mynd Dannys Boyles (Trainspotting, The Beach) var frumsýnd í meira en helmingi færri bíóum en gengur orðið og gerist, eða rúmlega 1200 talsins. Myndin naut mikilla vin- sælda í heimalandinu þar sem hún tók inn fyrir framleiðslukostnaði sem var litlar 8 milljónir dala (584 milljónir). Myndin mun því klár- lega skila Boyle og meðhöfundi hans, rithöfundinum Alex Garland, drjúgum hagnaði því viðtökurnar vestanhafs við þessari litlu, sér- stæðu en margrómuðu mynd, eru framar vonum. Þær renna jafn- framt stoðum undir þá kenningu að ástæðan fyrir dræmri bíóaðsókn sé of lítil breidd. 28 dögum síðar sé m.ö.o. kærkomin tilbreyting frá öllu sumarstórmyndaflóðinu. Kom- andi helgin verður svo ein af stóru frumsýningum ársins, Tortímand- inn 3. Englarn- ir í hæstu hæðum                                                                                    ! " #  $ %& '    ( )           *+, -+. -*+ /+0 1+ 2+0 2+. *+2 *+, +1 *+, -,,+ 2*+/ /+0 -+* --*+. 01+0 *,+ 0+* --+2 Demi Moore á endurkomu í Englum Kalla en leikur þó alls engan engil í myndinni því hún er aðalillmennið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.