Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var fyrir tilviljun aðGuðni Emilsson hljóm-sveitarstjóri hitti dr. Hend-rik Bernhard Dane í Aust- ur-Afríku fyrir tveimur árum. Guðni var þá á tónleikaferð með hljómsveit sinni, Kammersveitinni í Tübingen, en dr. Dane var þá á leið til Berlínar að læra íslensku. Þegar Guðni kynnti sig sem Íslending og spurði hvers vegna hann vildi læra íslensku, kvaðst dr. Dane vera í framhaldi af náminu, á leið til Íslands, þar sem hann myndi taka við starfi sendi- herra Þýskalands, en Guðni hefur um árabil starfað í Þýskalandi við hljómsveitastjórn. Tæpum tveimur árum síðar fékk Guðni upphringingu frá dr. Dane, sem spurði hvort hann vildi ekki koma með hljómsveitina með sér til Íslands í tilefni af heim- sókn þýska forsetans, Johannesar Rau, til landsins. „Þetta er frábær tilviljun – sendiherrann, dr. Dane, hafði heyrt í okkur í Afríku eftir tón- leika þar; en ég hafði ekkert heyrt í honum aftur þar til hann hringdi í mig – og nú erum við komin hingað til að spila í heimsókn þýska forset- ans,“ segir Guðni. Guðni Emilsson hefur verið stjórnandi Kammersveitarinnar í Tübingen frá árinu 1999, en hefur einnig stjórnað öðrum hljómsveitum, stórum og smáum. Hljómsveitin fer reglulega í stórar tónleikaferðir um heiminn, oftast á vegum þýska utan- ríkisráðuneytisins. Árið 2000 hélt hljómsveitin til dæmis sautján tón- leika í sex löndum Suðaustur-Asíu; í ferðinni sem greint er frá hér að ofan voru sex lönd Austur-Asíu heimsótt með þrettán tónleikum; í fyrra var leikið á Kóreuskaganum, en nú í vor var aftur farið til Afríku og leikið í fjölmörgum löndum vesturhluta álf- unnar. Mozart, Bach, Schubert og Grieg Tónleikar Kammersveitarinnar í Tübingen hér á landi verða tvennir. Hljómsveitin leikur í Salnum, Kópa- vogi, á fimmudagskvöld kl. 20 og á efnisskrá er Divertimento í F-dúr KV 138 eftir Mozart, Konsert fyrir tvær fiðlur í d-moll BWV 1043 eftir Jóhann Sebastian Bach, Rondó fyrir fiðlu og strengja- sveit í A-dúr eftir Franz Schubert og Holbergsvítan í G- dúr op. 40 eftir Edv- ard Grieg. Einleikarar með kammersveitinni eru fiðluleikararnir Sus- anne Calgéer og Julia Galic, sem einnig er konsert- meistari sveitar- innar. Annað kvöld leikur hljómsveitin á lokuðum tónleikum fyrir gesti þýska for- setans. Kammersveit Tübingen var stofnuð árið 1957 af Helmut Calgéer. Markmiðið með stofnun hljómsveitarinnar var að ná tengslum við aðra háskóla, menning- arstofnanir og hljómsveitir víðs veg- ar um heim. Kammersveitin hefur haldið tónleika í yfir 90 löndum og farið í yfir 65 tónleikaferðalög í öllum fimm heimsálfunum. Kammersveitin hefur oft leikið við stóra heims- viðburði, svo sem Heimssýninguna í Bogota, Olympíuleikana í Mexíkó, 200 ára afmæli Ameríku og heim- sóknir þýska forsetans til Ameríku, Asíu og Afríku. Guðni segir að ferðalög Kammer- sveitarinnar hafi jafnan verið mikil ævintýri. „Við erum búin að heim- sækja fjölmörg lönd, meðal annars Kóreu, Víetnam, Kambódíu og Mal- asíu, Súdan, Eþíópíu, Kenýa, Zamb- íu og Egyptaland, Senegal, Gana, Kamerún, Togo, Benín og Kongó. Við förum yfirleitt í eina stóra tón- leikaferð á ári, og erum í um mánuð í senn.“ Afríkubúar taka okkar tónlist vel Þjóðir Austur-Asíu hafa margar hverjar tileinkað sér vestræna tón- list til jafns við sína eigin, og margir mestu snillingar klassíkurinnar koma þaðan. En sjaldgæfara er að heyra um afdrif klassískrar tónlistar í Afríku. Afríkumenn hafa líka lagt mikla rækt við eigin tónlist, sem oft- ar en ekki á sér djúpar rætur í menn- ingu þjóðanna. Afrísk tónlist hefur hins vegar náð miklum vinsældum á Vestur- löndum. Það hlýtur að vera mjög sérstakt að spila Mozart og Schubert fyrir Afríkubúa. „Það er áhugavert að því leyti að fókið sem kemur á tónleikana getur margt hvert ekki borgað sig inn, en er boðið á tón- leikana af tónlistarskól- um, kórum og fleiri menn- ingarstofnunum. Það er líka séð um að skipuleggja sérstakar strætisvagna- ferðir svo fólk komist á tónleikana, því margt af því býr við svo mikla fá- tækt að eiga ekki einu sinni fyrir strætómiða á tónleikana. Og aðsókn- in á tónleikana er mjög góð. Það er ótrúlegt hvað Afríkubúar taka okkar tónlist vel. Við erum kannski að spila Mozart og allur sal- urinn fer af stað, mannhafið iðar, og maður gæti haldið að maður væri á djasstónleikum. Það eru yfirleitt sendiráðin og Göthe-stofnunin á hverjum stað sem skipuleggur sjálft tónleikahaldið fyrir utanríkisráðu- neytið, býður fólki og sér um ferð- irnar fyrir tónleikagesti. Þjóðverjar eru mjög duglegir að kynna eigin menningu út um allan heim, og þar er tónlistin í öndvegi.“ Guðni segir að klassísk tónlist eigi sér hljómgrunn í Afríku og að fólk þekki hana að einhverju leyti, enda áhugi á tónlist almennur. „Fólk þyrstir í að heyra þessa tónlist, og þegar við komum heyrum við fólk oft biðja okkur að koma aftur, þeir hafi ekki fengið svona hljómsveit til sín jafnvel í átta ár. En ef ferðirnar væru ekki styrktar, gætum við þetta ekki, því þetta er mjög dýrt. En það er víst að Afríkubúar hafa jafn gam- an af að hlusta á okkar tónlist og við á þeirra.“ Guðni segir að fyrir hafi komið að hljómsveitin yrði vör við pólitíska erfiðleika í löndum Afríku – einkum þó í Kinshasa í Kongó. „Þar var mjög mikil spenna í lofti, og eins þegar við fórum á milli landamæra Gana og Benín. Það var að kvöldlagi og ekki til að hlæja að. Við þurftum að borga undir borðið til að fá vegabréfin okk- ar í gegn, þótt við værum öll með vegabréfsáritun. Pólitískur órói var mikill og okkur stranglega bannað að fara út eftir klukkan sjö á kvöldin. Sendiráðsfólk fer heldur ekki út eftir þennan tíma dags. Að öðru leyti var þetta mikil upplifun og ánægjuleg.“ Tók við af stofnanda sveitarinnar Guðni segir að menningarlanda- kortið líti svolítið öðru vísi út í Þýskalandi en hér heima, og að þar ráði mestu munur á fólksfjölda. „Hér eru yfir 100 atvinnuhljómsveitir, yfir 20 tónlistarháskólar, kringum 1.000 tónlistarskólar og svo auðvitað fullt af öðrum hópum og hljómsveitum. Ég vinn náið með Háskólanum í Tübingen, og ég er búinn að vinna lengi með Helmut Calgéer, stofn- anda hljómsveitarinnar, alveg frá 1984, en hann er nú á níræðisaldri. Ég er eftirmaður hans í starfi við Háskólann og tók líka við kammer- sveitinni af honum. Hann er líka yfir Þýska tónlistarráðinu hér í Suður- Þýskalandi í Baden-Württemberg. Þess vegna veit ég að það fara sautján hljómsveitir og hópar í tón- leikaferðir á þessu ári bara á vegum Tónlistarráðs Suður-Þýskalands. Þá eru aðrir landshlutar eftir. En þetta tónlistarfólk er að fara til staða eins og Rússlands, Suður-Ameríku, Suð- austu-Asíu og víðar. Þjóðverjar sjá sér pólitískan hag í því að kynna menningu sína og sýna öðrum þjóð- um hvað þeir leggja mikið uppúr því að vera með menningarstarfsemi um allan heim. Ég fer til dæmis með annarri hljómsveit í tónleikaferð til Spánar í haust. Mér líður mjög vel í Þýskalandi og hef nóg að gera. Það hefur líka mikið að segja hvað starfið er ánægjulegt. En það er nú alltaf gaman að koma heim í góða loftið, þótt það sé ekki nema í nokkra daga.“ Ferð Kammersveitar Tübingen til Íslands er studd af Háskóla Íslands, Goethe Centrum Reykjavík, þýska sendiráðinu, utanríkisráðuneyti Þýskalands og af Forsetaembættinu í Berlín. Guðni Emilsson er aðalstjórnandi Kammersveitarinnar í Tübingen í Þýskalandi. Guðni hefur ferðast víða með Kammersveitinni, meðal annars til Afríku. Bergþóra Jónsdóttir talaði við Guðna, en á fimmtudagskvöld stjórnar hann sveitinni á tónleikum í Salnum. Kammersveitin í Tübingen hefur haldið tónleika í yfir 90 löndum og farið í yfir 65 tónleikaferðalög í öllum fimm heimsálfunum. Guðni Emilsson hljómsveitarstjóri begga@mbl.is Þjóðverjar sjá sér pólitískan hag í að kynna menningu sína LISTASAFN ASÍ opnar sýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Krist- jáns Davíðssonar og Svavars Guðna- sonar. Sýnd verða verk frá 5. og 6. áratug síðustu aldar sem öll eru í eigu safnsins. Um er að ræða verk sem safnið hefur hlotið að gjöf frá velunnurum sínum. Listasafn ASÍ var stofnað árið 1961 þegar Ragnar Jónsson gaf Alþýðusambandinu fjölda ómetanlegra listaverka eftir nokkra helstu listamenn þjóðarinnar og eru flestar myndanna á sýning- unni úr gjöf Ragnars. Síðan hafa margar góðar gjafir borist safninu. Frú Margrét Jónsdóttir ánafnaði safninu á fjórða tug málverka, mest abstraktverk, í júní 1973. Úr þeirri gjöf eru sýnd verk eftir Nínu Tryggvadóttur og Kristján Davíðs- son. Árið 1994 gaf frú Ásta Eiríks- dóttir safninu olíumálverk og vatns- litamyndir eftir Svavar Guðnason og er hluti þeirrar gjafar einnig á sum- arsýningunni. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 3. ágúst. Listasafn ASÍ sýnir verk úr eigin safni Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhúsi kl. 12 Kvikmyndin SSL 25, eftir Óskar Jónasson í fjölnotasal hússins. Myndin er í tengslum við sýninguna Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Café Nilsen, Egilsstöðum Mynd- listarkonan Sigurrós opnar sýningu á olíupastelmyndum. Sigurrós lauk námi frá Myndlistaskólanum á Akur- eyri vorið 1997 og hefur síðan þá haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um landi. Myndirnar sem hún sýnir nú skír- skota til náttúrunnar og fólksins sem býr á landsbyggðinni og tileinkar hún m.a. sýninguna þeirri uppbyggingu sem er að hefjast á Austfjörðum. Myndirnar bera m.a. titlana „staður tækifæranna“, „stöndum saman og „horft til framtíðar“. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Singapore, Schulpture Square. Opnun sýningarinnar er lið- ur í verkinu „40 sýningar á 40 dög- um“. Í DAG TRÍÓ Cantabile leikur létta tónlist í tónleikaröðinni Bláu kirkjunni á Seyðisfirði annað kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20.30. Tríóið er skip- að Birnu Helgadóttur píanóleikara, Emílíu Rós Sigfúsdóttur þver- flautuleikara og Sigríði Ósk Krist- jánsdóttur sópransöngkonu. Þær hafa allar lokið námi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Birna stund- ar meistaranám við Sibelíusar Aca- demiuna í Helsinki í Finnlandi, en þær Sigríður Ósk og Emílía Rós eru á leið í framhaldsnám til London í haust, Sigríður Ósk í Royal College of Music og Emílía Rós í Trinity College of Music. Tónlistin sem tríóið leikur er allt frá drama- tískum verkum til léttra dægur- laga, verk eftir Georg F. Handel, Gabriel Fauré, Thea Musgrave, Atla H. Sveinsson, Karl O. Runólfs- son, Jón Ásgeirsson, Maurice Ravel og Francis Poulenc. Tríó Cantabile, f.v.: Emílía Rós Sig- fúsdóttir, Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir og Birna Helgadóttir. Cantabile tríó í Bláu kirkjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.