Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 19
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 19 LANDSVIRKJUN opnaði um helgina sýningu í Végarði í Fljótsdal um Kárahnjúkavirkjun, aðdraganda hennar, undirbúning, framkvæmdir og áhrif þeirra. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, sagði í opn- unarræðu mikilvægt að tryggja að- gengi fólks að upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins og að virkjan- ir væru hluti af útivistinni og ferða- mennsku á viðkomandi svæðum. „Nú eru að fara í hönd þessar miklu fram- kvæmdir hér og við teljum ekki ólík- legt að stór hluti þjóðarinnar muni leggja leið sína um þessar slóðir á næstu árum.“ Hrönn Hjálmarsdóttir er kynning- arfulltrúi Kárahnjúkavirkjunar. Hún sér um gestastofuna í Végarði og er tengiliður við virkjanaframkvæmd- irnar. „Á sýningunni eru upplýsingar um virkjanaframkvæmdina,“ segir Hrönn. „Hvernig þetta mun líta út í lokin og hvað er hægt að gera hér og skoða, gönguleiðir, allt sem markvert er að skoða í Fljótsdal og uppi á há- lendinu. Hvernig framkvæmdum verður háttað, stutt myndband með tölvugrafík sýnir hvernig byggingar og mannvirki verða. Svo er þrívíddar- líkan af virkjanasvæðinu fengið að láni úr Íslandslíkani Ráðhússins í Reykjavík.“ Þá hefur Landsvirkjun gefið út kort með gönguleiðum, slóðum og vegum á virkjanastað og nærsvæð- um. Hrönn segir að í haust verði kom- inn góður akvegur úr Fljótsdal upp að Kárahnjúkum, en byrjað verði að leggja á hann bundið slitlag í sumar. Landsvirkjun hefur leigt Végarð næsta áratug og mun sýningin standa allan framkvæmdatímann. Lands- virkjun hyggst endurbyggja hið 50 ára gamla félagsheimili, og verður því gert hlé á sýningunni frá hausti og fram í febrúar. Landsvirkjun leigir gestastofu í Végarði í Fljótsdal Sýning opnuð um Kárahnjúkavirkjun Morgunblaðið/Steinunn Gestir skoða upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun. Sýningin sem er í Végarði í Fljótsdal stendur allan framkvæmdatíma virkjunarinnar. Egilsstaðir MARKAÐSSTOFA Austurlands hefur í fjögur ár unnið að eflingu ferðaþjónustu í fjórð- ungnum. Framkvæmdastjóri hennar, Jóhanna Gísladóttir, lætur nú af störfum og við tekur Gunnar Hermannsson markaðsfræðingur. Þau eru sammála um að ýmislegt þurfi að laga í austfirskri ferðaþjónustu til að hún standi und- ir nafni, en nefna uppbyggingu gönguleiða sem dæmi um metnaðarfullan framgang greinar- innar á Austurlandi. Starfssvið framkvæmdastjóra Markaðsstofu Austurlands felst í að vera n.k. ferðamála- fulltrúi fyrir svæðið frá Bakkafirði til Djúpa- vogs og sjá um að kynna það með ýmsum hætti, svo sem með útgáfu, greinaskrifum, aug- lýsingum og markaðssetningu. Þá skal Mark- aðsstofa stuðla að einingu og samkennd innan svæðisins og þróun ferðaþjónustunnar. Jó- hanna hefur verið framkvæmdastjóri Markaðs- stofunnar frá upphafi, eða í fjögur ár. Hún segir að enn sé eftir að vinna mjög mik- ið í að byggja Austurland upp þjónustulega séð og að samgöngumálin séu í ólestri, því menn komist sums staðar ekki milli byggðarlaga. Bæta þurfi aðgengi að ferðamannastöðum og náttúruperlum og fagmennska sé ekki nægj- anleg, m.a. vegna þess hversu ferðamannatím- inn er stuttur og þjónusta oft rekin á stöðugt nýju sumarstarfsfólki. „Þetta gerir greinina veika, eins og annars staðar á landsbyggðinni,“ segir Jóhanna. Við notum ekki almenningssamgöngur „Ég sé fátt sem bendir til þess að þetta sé að lagast hjá okkur. En hvers vegna veit ég ekki. Menn bera því við að þetta beri sig ekki. Mað- ur spyr sig hvor hið opinbera þurfi ekki að koma meira að ferðaþjónustunni með öflugri styrkjum við einmitt samgöngumálin, eins og maður sér að er gert í nágrannalöndunum, þar sem almenningssamgöngur fá mjög mikla fjár- muni, enda notaðar af almenningi. Við Íslend- ingar erum svo miklir einstaklingshyggjumenn og viljum bara vera á okkar einkabílum. Við sjálf notum ekki almenningssamgöngur, þær eru mestan part fyrir útlendinga. Það er kannski mergurinn málsins að af því að við not- um þetta ekki sjálf, þá skapast ekki grundvöll- ur fyrir rekstri slíkra samgangna. Svo verður að segjast að gisting berst víða í bökkum á okkar svæði eins og annars staðar, þó sem bet- ur fer séu líka til ánægjuleg dæmi um vel rekna og blómstrandi gististaði.“ Fyrsta verkefni Gunnars verður að heim- sækja ferðaþjónustuaðila fjórðungsins og und- irbúa Vestnorden-ferðakaupstefnuna, sem hald- in verður í Færeyjum í haust. Hópferðamennska gefur færi á uppbyggingu „Fyrirliggjandi verkefni er að ákvarða þá merkisstaði í fjórðungnum sem við erum tilbúin til að fá hópferðamennina á og byggja þá upp. Þetta vantar okkur í markaðssetninguna,“ seg- ir Gunnar. „Við höfum hálendið og gönguferð- irnar ásamt fleiru fyrir einstaklingana, en hóp- ferðamennskan gefur færi á uppbyggingu á hótelum og meiri þjónustu og því meira fjár- magn getum við fengið í markaðssetningu frá stærri aðilum. Hvað áhrif af virkjun og stóriðju varðar þá er augljóst að því fleira fólk sem er á svæðinu því meiri peningar koma í ferðaþjón- ustuna. Öll umfjöllun um Austurland og upp- bygging skilar sér. Fleira fólk þýðir hraðari uppbyggingu,“ segir Gunnar. Hann leggur áherslu á að öll fyrirtæki séu í ferðaþjónustu og að samstöðu skorti meðal þessara aðila. „Ef allir taka þátt er hægt að búa til öflugra mark- aðsstarf.“ Jóhanna bendir á að ákveðin viðhorfsbreyt- ing þurfi að verða hjá sveitarstjórnum og al- menningi gagnvart ferðaþjónustu. „Ferðaþjón- ustu þarf að taka miklum mun alvarlegar en nú er og sveitarstjórnir þurfa í öllu sínu starfi að líta á hana sem burðargrein eins og sjávar- útveg og iðnað.“ Hún tekur sem dæmi að Fjarðabyggð gæti með skipulagðri vinnu náð inn fjármagni til að gera svæðið að ferðaþjónustubæ tengdum sjáv- arútvegi. „Þar er allt til staðar sem þarf, minj- ar um gamlar hvalstöðvar, söfn sem tengjast sjávarútvegi, fiskvinnsla á öllum stigum, há- karl, rækja, loðnubræðsla og trillukarlar. Á Djúpavogi væri hægt að byggja upp ferðaþjón- ustu tengda Pöpunum. Fáskrúðsfirðingar hafa samsamað sig frönskum sjómönnum og tekist mjög vel,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Gunnar telja ýmislegt hafa áunn- ist. Í sumar komi ferðamennirnir fyrr, sem stafi hugsanlega að hluta til af markaðsstarfi Ferðamálaráðs og að fólk átti sig á að jaðar- tíminn er ódýrari til ferðalaga. Þau eru sam- mála um að uppbygging síðustu ára á göngu- leiðum og útgáfa gönguleiðakorta í fjórðungnum sé lofsverð. „Það er starf sem vel hefur verið unnið og maður getur skammlaust boðið upp á þetta,“ segir Jóhanna. „Gönguleið- irnar eru mislangt komnar eftir svæðum, en uppbygging er alls staðar í gangi. Sóknarfærin í fjórðungnum liggja þar. Gönguferðir eru auð- vitað takmarkaðan tíma ársins í boði, en næsta skref er að þróa vetrargönguferðir. Gunnar minnir á að á Austurlandi séu afar góðir leið- sögumenn. „Það er kominn fjöldinn allur af reynslumiklu fólki í geirann sem er tiltækt og hægt að byggja á.“ Lífsnauðsyn fyrir Markaðsstofuna að efla starfsemina Markaðsstofa Austurlands er fjármögnuð af fimmtán sveitarfélögum, frá Bakkafirði til Djúpavogs. Sveitarfélögin ætluðu á tveimur ár- um að minnka framlög sín og á móti áttu að koma vaxandi fjárframlög frá ferðaþjónustuað- ilum. Staðan er hins vegar sú að á þeim fjórum árum sem liðin eru hefur reynst erfitt að ná fjármagni hjá þeim og óbreyttir samningar við sveitarfélögin fimmtán hafa verið endurnýjaðir í tvígang. Ferðaþjónustuaðilar hafa þó lagt mikið fé af mörkum með því að taka á móti og þjónusta boðsgesti í kynnisferðum, en það er liður í markaðssetningu svæðisins. Jóhanna telur að þeim tímapunkti sé náð í starfi Markaðsstofunnar að annaðhvort verði að efla hana til muna fjárhagslega eða leggja hana niður. Hún segir ekki á valdi einnar manneskju að vinna það starf sem þarf að ferðamálum fjórðungsins og að það verði að vera hægt að ráða inn fleiri og efla markaðs- starfið. „Þegar við kvörtum yfir því að Austur- land sé ósýnilegt í markaðssetningu erlendis hafa mörg stórmenni í íslenskri ferðaþjónustu sagt að það skipti engu máli, því fólk komi bara til Íslands, en ekki á sérstakan stað á landinu. Eitthvað er til í þessu, en fólk fer náttúrulega ekki á staði sem það veit ekki að eru til.“ Gönguleiðir á Austurlandi metn- aðarfullt framtak í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Steinunn Jóhanna Gísladóttir lætur nú af starfi sem fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands og Gunnar Hermannsson tekur við. Þau segja að ýmsu þurfi að breyta varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu á Austurlandi. Egilsstaðir UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, ferðast nú um Aust- urland og skoðar svæði sem tilgreind eru í drögum að náttúruverndar- áætlun, sem lögð verður fyrir Al- þingi í haust. Ætlar hún að skoða 39 svæði sem spanna allt að Lakagígum á Suðurlandi, en í gær fór hún um Fljótsdalshérað. Í gær afhenti umhverfisráðherra oddvita sveitarstjórnar Borgarfjarð- ar eystri Bláfánann fyrir hönd Land- verndar. Bláfáninn er alþjóðleg við- urkenning um að unnið hafi verið að verndun umhverfis smábátahafna og hafa Borgfirðingar staðið vel að verki við uppbyggingu og endurbæt- ur í smábátahöfninni. Þar er einnig myndarleg aðstaða til sjófuglaskoð- unar. Umhverf- isráðherra skoðar 39 svæði Egilsstaðir Í KLAUSTURSELI á Jökuldal rekur Aðalsteinn Jónsson dýragarð sam- hliða búi sínu. Þar má finna tvær hreindýrskýr, refi, fashana, álftina Hreiðar, hænsnfugla og endur, gæs- ir, kindur, kanínur og íslenska smalahunda. Aðalsteinn segir að um tvö þúsund manns hafi farið í gegn hjá honum í fyrrasumar og býst við öðru eins þetta árið. Kona hans, Ólavía Sigmarsdóttir, rekur hand- verkshús í Klausturseli, þar sem hún selur sérsaumaða gripi og flíkur úr hreindýraleðri. Geta ferðamenn skyggnst um þar inni með heitan kaffisopa í hönd, eftir að hafa vitjað íslensku húsdýranna utandyra. Hér segir Aðalsteinn hópi af Pat- reksfirðingum frá íslensku hrein- dýrunum. Hreindýr og álftin Hreiðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jökuldalur ♦ ♦ ♦ Á MINJASAFNI Austurlands eru fimmtudagar þjóðháttadagar, þar sem hæfileikafólk sýnir handverk og forna hætti með sýnikennslu. Hér er Hlynur Halldórsson á Miðhúsum að kynna gestum safnsins undirstöðu- atriði tínugerðar. Tínur eru box úr sveigðu birki og voru þær gjarnan skreyttar með saumi úr birkirót og til dæmis notaðar undir laufabrauð eða eitthvað smálegt. Tínur bróder- aðar með birkirót Morgunblaðið/Steinunn Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.