Morgunblaðið - 01.07.2003, Page 31

Morgunblaðið - 01.07.2003, Page 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 31  Fleiri minningargreinar um Hjálmar Steinþór Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. kveðjum nú. Er hann sá fjórði úr ár- gangnum sem kveður okkur hérna megin. Í bréfinu góða koma fram nokkrir hans bestu eiginleikar. Ákveðnin, kímnigáfan, kviðlingarnir og um- fram allt náttúruunnandinn. Steinþór varð snemma fyrirferð- armikill, í þess orðs bestu merkingu, í okkar hópi. Hann var hár maður vexti, grannur og skarpleitur. Við fyrstu kynni gat hann virkað hrjúfur en fljótt lærðu menn að innra var ljúfur drengur. Hann gat verið manna alvarlegastur og leitandi en oftast með spaugsyrði á vörum. Kímnigáfan óborganleg að ekki sé talað um frásagnarhæfileikana. Þeir voru ríkulegir og ógleymanlegir þeim er kynntust. Snemma fékk hann mikinn áhuga á kveðskap. Á þeim tíma taldist það nú ekki til vin- sælasta tómstundagamans ungs fólks. En það skipti hann engu. Hann kunni ógrynni af kveðskap en flíkaði því ekki nema í þröngum hópi. Þar kom frásagnarhæfileiki hans vel í ljós. Steinþór var ávallt nátengdur náttúrunni og lífinu í landinu eins og hann átti kyn til. Hann og óbyggð- irnar voru eitt. Ferðaðist um þær ýmist í hópi vina, vinnufélaga eða einn ef því var að skipta. Þegar sólin var hæst á lofti, Skut- ulsfjörðurinn skartaði sínu fegursta og Steinþór okkar í alsælu fjallanna sem fóstruðu hann varð slysið ógur- lega. Á augabragði var hann allur. Skólasystkini hans frá Ísafirði senda innilegustu samúðarkveðjur til allra sem um sárt eiga að binda. Gleðin yfir kynnum af Hjálmari Steinþóri sefar vonandi með tíman- um sárasta söknuðinn við ótímabært fráfall hans. Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir – viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjarnann nærir, klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dagur, frjálsborni fjallasveinn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Það er ekki langt síðan Hjálmar Steinþór var með bróður sínum og vinum við eggjatöku í Hornbjargi. Allir fóru siglandi frá Ísafirði að Horni nema Hjálmar, hann munaði ekki um að ganga frá Unaðsdal, innst á Snæfjallaströnd, vildi njóta vorsins og nálægðar náttúrunnar. Honum voru allir vegir færir á hvaða árstíma sem var, en vorið var sérstakt. Þá var farið í bjargið. En það er ekki fyrir alla að stunda eggjatöku í Hornbjargi. Slíkt krefst færni og aðgátar og jafnvel þótt að- gát sé höfð hafa oft orðið slys. Það þekkir móðir Hjálmars, sem missti bónda sinn í Hornbjargi fyrir mörg- um áratugum. En slysin verða víða og ef menn hugsa stöðugt um hættur á lífsleiðinni verður lífið þrúgandi. Hjálmar vildi lifa lífinu lifandi, hann var „þrunginn krafti, sem kjarnann nærir“ eins og Davíð segir í kvæðinu um fjallasveininn. Reyndar gæti kvæðið verið um Hjálmar, frjálsbor- inn fjallasvein. Um áratugaskeið hefur nokkur hópur „ungra“ manna dregið fram badmintonspaða sína þegar haustar að og haldið hópinn til vors í von um að bæta líkamlegt og andlegt ástand sitt. Menn koma og „fara“ úr þessum hópi eins og gengur, en þegar menn á besta aldri hverfa á snöggu auga- bragði, eins og Hjálmar Steinþór nú, þá setur okkur, sem eftir sitjum í hópnum, hljóða. Hjálmar var ein- stakur atgervismaður og hafði verið í badmintonhópnum í nokkur ár. Áður var hann meistari í skvassi og lagði stund á fleiri íþróttagreinar. Hann var mikill húmoristi og gat fengið fé- laga sína til að hlæja, ef þeir komu í illu skapi í badmintontímana. Skemmst er að minnast fagnaðar sem við badmintonfélagar héldum hjá Tryggva bróður hans fyrr á árinu. Þar var hann mættur ásamt sambýliskonu sinni og skemmti við- stöddum með sögum og gamanmál- um. Það var vissulega heiðskír dagur þegar Hjálmar Steinþór Björnsson lagði upp í sína hinstu göngu á fjallið Erni við Skutulsfjörð. Engin nótt, aðeins fegurð og friður. Pollurinn speglaði bæinn. Samúðarkveðjur sendum við móð- ur hans, sambýliskonu, börnum og fóstursyni, systkinum og öðrum vandamönnum. Blessuð sé minning hans. Badmintonfélagar. Nú er vinur minn Hjálmar Stein- þór Björnsson fallinn frá í blóma lífs- ins. Ekki datt mér í hug að örlög hans yrðu að hrapa til bana í fjallinu ofan við bæinn sinn, Ísafjörð. Oft hugsaði maður þegar hann var að fara norður í Hornbjarg eða Hæla- víkurbjarg til eggjatekju á vorin að þetta væri hið mesta glapræði, en ávallt kom hann heill úr þeim hildar- leik. Í frásögum af þeim ferðum heyrði maður að á þeim slóðum leið honum vel, í baráttu við þau sömu öfl og forfeður hans höfðu att kappi við í gegnum aldirnar, sér og sínum til lífsviðurværis. Hann var ættaður af þessum slóðum í móðurætt og í mín- um huga var hann ímynd allra þeirra hraustmenna sem fornar sagnir greina frá. Enda hann hið mesta hraustmenni sem ég hef hitt á minni lífsleið. Engan hef ég hitt sem er jafn mik- ill íþróttamaður og hann var. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur hann sökkti sér í málið af áhuga og gafst ekki upp fyrr en hann var bú- inn að ná tökum á efninu. Hvort sem um var að ræða tölvur, skvass, hlaup, skíði eða hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Í starfi sínu sem verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða notaði hann hvert tækifæri sem bauðst til þess að komast í aksjón eins og hann sagði. Í línuvinnu var hann margra manna maki og þar nutu kostir hans sem hraustmennis sín vel, oft og tíðum í misjöfnum veðrum upp til fjalla. Ég vil með þessum fáu orðum kveðja vin minn Hjálmar og þakka honum samfylgdina. Hönnu Rósu, Bjössa og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Henry Bæringsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN Á. GUÐJÓNSSON trompetleikari, Grandavegi 47, sem lést mánudaginn 23. júní, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 2. júlí kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Skógarbæ eða M.S.-félag Íslands. Ingibjörg Jónasdóttir, Anna Þóra Björnsdóttir, Gylfi Björnsson, Svava Hjaltadóttir og barnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Keflavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 1. júlí, kl. 13.30. Knútur Karlsson, Guðný Ögmundsdóttir, Birgir Karl Knútsson, Sigríður Sía Jónsdóttir, Ögmundur Haukur Knútsson, Hildigunnur Svavarsdóttir og langömmubörnin. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, INGÓLFS JÓNSSONAR frá Suðureyri við Súgandafjörð, til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Jónína Ingólfsdóttir, Ásmundur Ólafsson, Magnús Ingólfsson, Margrét Guðjónsdóttir, Arnfríður Ingólfsdóttir, Pálmi Adólfsson, Hafsteinn Ingólfsson, Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, barnabörn og langafabörn. Lokað Lokað í dag, þriðjudaginn 1. júlí, frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar VIGDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Verslunin Vísir, Laugavegi 1. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA JÓHANNSDÓTTIR, Aðalstræti 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 26. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. júlí kl. 13.30. Rúnar Björgvinsson, Jóhanna Þórðardóttir, Garðar Björgvinsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Auður Björgvinsdóttir, Birna Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HAUKUR JÓNASSON, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 18. júní síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug. Helga Guðmundsdóttir, Fanney Hauksdóttir, Anton Bjarnason, Viðar Hauksson, Katrín Stefánsdóttir, Gunnar Hauksson, Elísabet Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES KRISTJÁNSSON bifreiðastjóri, Helgamagrastræti 44, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi laugardagsins 28. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Ingibjörg Jónsdóttir, Kristján A. Jóhannesson, Hafdís J. Hannesdóttir, Stefán Jóhannesson, Ragnheiður Þórsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Helgi Gunnarsson, Hanna Björg Jóhannesdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, ELÍSABET BOGADÓTTIR, Heiðarhrauni 30B, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 29. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Gréta Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Bogi B. Jónsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.