Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ lif u n lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer sex 2003 Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun ÚRSLIT KNATTSPYRNA Svíþjóð Djurgarden - Hammarby .........................3:0 Enköping - IFK Göteborg........................0:1 Malmö FF - Helsingborg .........................5:0 Staðan: Djurgården 12 8 1 3 29:10 25 Hammarby 12 6 4 2 17:14 22 Malmö 12 6 3 3 22:12 21 AIK 11 6 2 3 20:13 20 Örebro 11 6 1 4 19:18 19 Helsingborg 12 5 3 4 14:19 18 Halmstad 11 5 2 4 18:15 17 Gautaborg 12 4 4 4 19:13 16 Elfsborg 12 4 4 4 15:19 16 Örgryte 11 4 2 5 14:19 14 Landskrona 12 3 4 5 15:19 13 Sundsvall 11 2 4 5 11:15 10 Öster 11 2 2 7 10:20 8 Enköping 12 1 2 9 11:28 5 Noregur Lyn - Vålerenga.........................................1:1 Staðan: Rosenborg 12 10 2 0 34:8 32 Sogndal 12 6 3 3 22:16 21 Stabæk 12 5 5 2 20:14 20 Odd Grenland 12 6 2 4 22:21 20 Viking 12 4 7 1 19:12 19 Bodö/Glimt 12 5 4 3 17:13 19 Lyn 12 4 4 4 17:20 16 Vålerenga 12 3 5 4 15:14 14 Bryne 12 4 1 7 22:22 13 Molde 12 3 3 6 13:19 12 Lilleström 12 2 6 4 10:21 12 Ålesund 12 1 6 5 16:22 9 Tromsö 12 2 3 7 16:28 9 Brann 12 1 5 6 11:24 8 Opið Norðurlandamót 17 ára landslið kvenna Hälsingland, Svíþjóð: Ísland - Frakkland ....................................2:4  Næst leikur Ísland gegn Svíum á mið- vikudag. MEISTARAMÓT eldri leikmanna í handknattleik verður haldið í fyrsta sinn í sumar. Mótið er fyr- ir 35 ára og eldri og fer fram í Vínarborg 21. til 24. ágúst. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum hjá körlum og konum, 35 ára og eldri, 45 ára og eldri og 55 ára og eldri. Leikirnir verða heldur styttri en þegar handboltafólkið var yngra að ár- um, eða 2x12 mínútur. Þegar hafa 12 lið tilkynnt þátttöku í 35 ára flokki karla, átta í 45 ára flokki og átta lið eru komin í 35 ára flokki kvenna. Meðal þeirra liða sem verða með er lið frá danska félaginu Kolding, Gran Canari á Spáni og Pólverjar senda þrjú lið. Að sögn Einars Þorvarðar- sonar, framkvæmdastjóra HSÍ, eru ekki uppi neinar hugmyndir hér á landi um að taka þátt í mótinu að þessu sinni. „Þetta er hins vegar skemmtilegt framtak og hver veit nema einhverjir taki sig til á næstu árum og verði með. Þetta er meðal annars gert til að reyna að halda handbolta- mönnum lengur við efnið, halda þeim í hreyfingunni en það hefur loðað við þá að hætta snemma og fara í aðrar íþróttir eins og golf,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ. Meistaramót þeirra eldri SONUR Gaddafis, einvalds Líbýu undanfarna áratugi, Saadi Gadd- afi, hefur samið við ítalska knatt- spyrnuliðið Perugia til eins árs en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Saadi er 28 ára og var hann kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins í gær en margir ítalskir fjölmiðlar segja að leikmaðurinn sé ekki í þeim gæðaflokki að hann geti leikið með liðinu og að forseti liðsins Luciano Gaucci sé aðeins að nota leikmanninn til þess að markaðssetja liðið. Saadi er framherji og skoraði 25 mörk á sl. tveimur leiktíðum í heima- landi sínu með liðinu Al-Ittihad, en þess má geta að hann er einn- ig eigandi liðsins! Saadi á einnig hluti í Juventus og er forseti knattspyrnu- sambands Líbýu sem vonast til þess að verða gestgjafi Heims- meistarakeppninnar árið 2010 í samvinnu Afríkuríkja. Fyrrum landsliðsþjálfari Líbýu, Franco Scoglio, segir að Saadi hafi ekki hæfileika til þess að standa sig í efstu deild á Ítalíu. „Hann var í landsliðshópnum í nokkur skipti á meðan ég stýrði liðinu og ég held að það sé best að segja sem fæst um hans getu sem knattspyrnumaður,“ segir Scoglio. Sonur Gaddafis til Perugia ÞAÐ hefur blásið hressilega á móti leikmanni norska 1. deild- arliðsins Ørn-Horten, Joar Harøy, það sem af er leiktíðinni en hann hefur skorað fimm sinnum í eigið mark það sem af er leiktíðinni í 14 leikjum. Harøy skoraði fimmta sjálfs- mark tímabilsins gegn Bærum á sunnudag og var það jafn- framt eina mark leiksins. Eins og gefur að skilja er Harøy varnarmaður en liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með átta stig og eru marka- hæstu leikmenn liðsins aðeins búnir að skora þrjú mörk hvor um sig. Fimm sjálfs- mörk í fjórtán leikjum Morgunblaðið fékk Kjartan Más-son til að spá um úrslit í leikj- um kvöldsins. Kjartan er öllum hnút- um kunnugur í bikarkeppninni og þekkir þar sæta sigra og súr töp. Árið 1981 stýrði Kjartan ÍBV til sigurs í bik- arkeppninni og árið 1993 tapaði hann úrslitaleik, þá stjórnaði hann Keflavík gegn ÍA. FH – Þróttur „FH sigrar Þrótt í þessum leik. Danirnir í FH-liðinu eru einfaldlega fantagóðir knattspyrnumenn og þá sértaklega framherjinn (Allan Borgvardt). Þeir tveir hafa verið að gera góða hluti í sumar og draga vagninn í þessu liði ásamt Heimi Guðjónssyni auðvitað.“ Þór – Víkingur „Þór hefur betur í þessari viður- eign, 2:1. Ég byggi þennan spádóm á því að Þórsarar eru á heimavelli og Víkingar hafa verið að misstíga sig í deildinni að undanförnu. Hins vegar hefur Þórsurum ekki gengið sem skyldi á heimavelli en ég held samt að þeir nái að vinna í kvöld.“ ÍA – Keflavík „Þetta er án efa erfiðasti leikur umferðarinnar til að spá um úrslit. Kannski er ég hlutdrægur en ég ætla að spá mínum gömlu lærisveinum í Keflavík sigri. Þetta er tækifæri fyr- ir strákana í Keflavík að sýna að þeir eigi ekki heima í þeirri deild sem þeir eru í núna. Keflavík átti aldrei að fara niður í fyrra. Þá hafa Skaga- menn ekki verið sannfærandi í upp- hafi móts.“ Fram – Haukar „Haukar vinna Framara. Fram- liðið er gjörsamlega stemmnings- laust og það á að vera 1. deild. Fröm- urum hefur tekist að hanga í efstu deild en ég tel að breyting verði á í haust. Haukarnir mæta brjálaðir í þennan leik og eiga eftir að uppskera sigur.“ ÍBV – Grindavík „Enginn vafi, Eyjamenn sigra. ÍBV hefur komið mér á óvart í sumar með góðum leik. Grindvíkingar hafa byrjað illa og ég held að þeir eigi ekki eftir að hafa roð við Vestmanna- eyingum á Hásteinsvelli í kvöld.“ Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Bjarni Geir Viðarsson og Atli Jóhannsson, ÍBV, og Ingvar Ólason, Fram, í viðureign liðanna. Bæði lið verða á heimavelli í kvöld, Eyjamenn fá Grindvíkinga í heimsókn og Fram tekur á móti Haukum. Haukar og Keflvíking- ar áfram Í KVÖLD hefjast 16-liða úrslit í bikarkeppni karla. Þór fær Víking í heimsókn, FH mætir Þrótti í Hafnarfirði, Skagamenn taka á móti toppliði 1. deildar, Keflavík. Haukar fara á Laugardalsvöllinn og etja kappi við Framara og Grindvíkingar fara til Eyja og leika við ÍBV. 16- liða úrslitum lýkur á morgun með þremur leikjum. Eftir Hjörvar Hafliðason KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 16-liða úrslit: Akureyrarvöllur: Þór - Víkingur R......19.15 Kaplakrikavöllur: FH - Þróttur R .......19.15 Akranesvöllur: ÍA - Keflavík................19.15 Laugardalsvöllur: Fram - Haukar.......19.15 Hásteinsvöllur: ÍBV - Grindavík..........19.15 3. deild karla: Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. - Skallagrímur.20 Djúpavogsvöllur: Neisti D. - Höttur ........20 1. deild kvenna: Vilhjálmsvöllur: Höttur - Leiknir F .........20 Í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.