Morgunblaðið - 01.07.2003, Síða 37
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 37
Í GÆR voru verðlaunaðir þeir
knattspyrnumenn og -konur sem
skarað hafa fram úr í fyrstu um-
ferðum Landsbankadeildanna. Hjá
körlunum var kosið lið 1.-6. umferð-
ar , besti leikmaður 1.-6. umferðar,
besti þjálfari 1.-6. umferðar og dóm-
ari 1.-6. umferðar. Hjá konunum
var kosið lið 1.-7. umferðar, besti
leikmaður 1.-7. umferðar og besti
þjálfari 1.-7. umferðar.
LIÐ karlanna er þannig skipað:
markvörður: Þórður Þórðarson-ÍA.
Varnarmenn: Eysteinn Lárusson-
Þrótti,Tommy Nielsen-FH, Krist-
ján Sigurðsson-KR, Helgi Valur
Daníelsson-Fylki. Tengiliðir: Veig-
ar Páll Gunnarsson-KR, Jón Þ.
Stefánsson-FH, Ólafur Ingi Skúla-
son-Fylki, Guðjón Sveinsson-ÍA.
Framherjar: Allan Borgvardt-FH,
Gunnar Heiðar Þorvaldsson-ÍBV.
KVENNALIÐIÐ er skipað eftir-
farandi: Markvörður: Þóra Helga-
dóttir-KR. Varnarmenn: Málfríður
Erna Sigurðardóttir-Val, Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir-KR, Íris
Andrésdóttir-Val, Embla Grétars-
dóttir-KR. Tengiliðir: Karen
Burke-ÍBV, Ásthildur Helgadóttir-
KR, Ólína G.Viðarsdóttir-Breiða-
bliki, Margrét Ólafsdóttir-Breiða-
bliki. Framherjar: Elín Anna Stein-
arsdóttir-Breiðabliki, Hrefna
Jóhannesdóttir-KR.
GUNNAR Heiðar Þorvaldsson,
ÍBV var kosinn besti leikmaðurinn
og Ásthildur Helgadóttir, KR, best.
Ólafur Jóhannesson, FH, var besti
þjálfarinn í karlaflokki og Vanda
Sigurgeirsdóttir, KR, besti þjálfar-
inn í kvennaflokki. Kristinn Jakobs-
son, KR var kosinn besti dómarinn.
LUCIO, leikmaður þýska liðsins
Bayer Leverkusen ætlar að vera
um kyrrt hjá félaginu. Fyrir helgi
var Lucio á leið til AC Roma á Ítal-
íu en snerist skyndilega hugur.
„Leverkusen er með gott lið og svo
líður mér og fjölskyldu minni ótrú-
lega vel hér.“
LEE Bowyer gekk í gær til liðs
við Newcastle eftir að hafa staðist
læknisskoðun. Bowyer gerði fjög-
urra ára samning við Newcastle.
PASQUALE Bruno, umboðsmað-
ur Jaaps Stams, varnarmannsins
vaska, segir umbjóðanda sinn ekki
hafa áhuga á að leika í ensku knatt-
spyrnunni á nýjan leik, en orðrómur
hefur verið uppi um að Arsenal
væri að bera víurnar í Stam. Bruno
segir Stam vilja halda áfram í
ítölsku knattspyrnunni og fari hann
frá Lazio komi aðeins AC Milan og
Inter Milanó til greina nú um
stundir.
WILLIAM Gallas er enn og aftur
í fréttunum. Nú segir hann að
Barcelona hafi sýnt sér áhuga.
Ekki hefur það fengist staðfest og
því spurning hvort Gallas sé ekki
aðeins að þrýsta á forsvarsmenn
Chelsea að ljúka samningaviðræð-
um við sig, en þær hafa dregist
nokkuð á langinn.
EMILE Heskey segist alls ekki
vera á leið frá Liverpool en ýmsir
hafa gert því skóna eftir slaka
frammistöðu hans á síðustu leiktíð.
Heskey segist hafa rætt við Gerard
Houllier á dögunum og hann hafi
fullvissað sig um að ekki stæði til að
setja kappann á sölu.
DAVID Bellion, 20 ára gamall
sóknarmaður úr herbúðum Sunder-
land, gengur væntanlega til liðs við
Manchester United á næstu dögum
án þess að félagið greiði fyrir pilt,
sem hefur um all nokkurt skeið ver-
ið undir smásjánni hjá Alex Fergu-
son, knattspyrnustjóra ensku
meistaranna.
TEDDY Sheringham innsiglaði í
gær eins árs samning við nýliða
ensku úrvalsdeildarinnar, Portsmo-
uth.
REIKNAÐ er með því að á morg-
un skýrist hvort Brasilíumaðurinn
Ronaldinho gangi til liðs við Man-
chester United eða ekki.
FÓLK
Auk þeirra Tryggva og Indriðaeru þeir Árni Gautur Arason,
Rosenborg, Ríkharður Daðason,
Lilleström, Helgi Sigurðsson og Jó-
hann Guðmundsson, báðir hjá Lyn,
og Bjarni Þorsteinsson hjá Molde, í
þeirri aðstöðu að geta samið við önn-
ur lið á næstu dögum ef þeir hafa
tækifæri til þess.
Aðrir íslenskir leikmenn í norsku
úrvalsdeildinni eru enn samnings-
bundnir en þeir eru: Davíð Þór Við-
arsson og Gylfi Einarsson hjá Lille-
ström, Ólafur Stígsson og Andri
Sigþórsson hjá Molde og Hannes
Sigurðsson, Viking.
Talsmaður samtaka knattspyrnu-
manna í Noregi segir við VG að
norski markaðurinn geti ekki tekið
við öllum þessum leikmönnum og
einhverjir þeirra muni starfa við eitt-
hvað annað en að sparka í bolta á
næstunni. Fjárhagur flestra liða í
Noregi að Rosenborg undanskildu
er afar bágborinn og skemmst er að
minnast þess að Stabæk var forðað
frá „tæknilegu“ gjaldþroti á dögun-
um en berst samt sem áður í bökk-
um. Forsvarsmenn Lilleström hafa
einnig sagt að félagið verði rekið
með a.m.k. 50 millj. ísl. kr. tapi á
þessu rekstrarári og hafa þeir sagt
við leikmenn liðsins að laun þeirra
verði lækkuð á næstu vikum.
Tryggvi og Indriði í
„Bosman“ -úrvalsliði
TRYGGVI Guðmundsson, Sta-
bæk, og Indriði Sigurðsson,
Lilleström, eru í úrvalsliði vænt-
anlegra „Bosman“-leikmanna
sem norska dagblaðið Verdens
Gang hefur valið, en alls eru 83
leikmenn í norsku úrvalsdeild-
inni sem geta samið við önnur
félög í dag, 1. júlí.
Indriði Sigurðsson t.v. og Bjarni Þorsteinsson eru á meðal
þeirra íslensku knattspyrnumanna í Noregi sem eru lausir
undan samningum við lið sín í haust.
Hughes vill
fara á
Old Trafford
MARK Hughes segir við
BBC að það sé vissulega
ögrandi verkefni að gera
aðstoðarmaður Alex Fergu-
son knattspyrnustjóra Man-
chester United en hinsvegar
hafi hann ekki áhuga á
starfinu. Hughes er í hópi
eftirminnilegustu leik-
manna sem leikið hafa með
United á sínum ferli en hann
starfar sem landsliðsþjálfari
Wales sem er á góðri leið
með að tryggja sér sæti í úr-
slitum Evrópumóts lands-
liða sem fram fer í Portúgal
á næsta ári. „Það er mikil
upphefð fyrir mig að vera
nefndur til sögunnar sem
aðstoðarmaður Ferguson en
staðreyndin er sú að ég er
þjálfari Wales og ég hef
ekki lokið við það starf sem
bíður mín á þeim vettfangi,“
segir Hughes við BBC.