Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ENGA umræðu hef ég heyrt eða séð um þá staðreynd að Ameríkan- inn er búinn að senda landgöngulið- ana, U.S. Marines, heim. Íslending- ar virðast ekki skynja að þessir eitt hundrað menn, nú síðast bara fimm- tíu dátar, voru einu þrautþjálfuðu hermennirnir á varnarsvæðinu sem voru til varnar gegn innrásarliði, hvort væri það sent til hryðjuverka eða yfirtöku. Aðrir hermenn eru flestir tæknimenn, sumir flugmenn og flugvirkjar svo og einhverjir lög- reglumenn. Þeir eru að vísu eitt- hvað þjálfaðir til þess að bera vopn, en þau eru geymd í vopnabúri og þessir menn eru fæstir til stórverka í bardaga eða við það að vaða reyk daglangt í drullu og skít. Þetta eru ær og kýr þeirra snoðklipptu kappa. Mér finnast Bandaríkjamenn hafa gerst sekir um vanefndir á samningi um varnir landsins. Engar þotur í viðbragsstöðu, eða hvað? Aðrar vanefndir eru augljósar varðandi orrustuþoturnar, sem skyldu vera minnst fjórar. Af hverju voru fjórar þotur tilgreindar í síð- asta samningi? Mér finnst þetta augljóst, nema annars sé getið, að fjórar skyldu vera til reiðu og þá auðvitað fullvopnaðar. Svo vill til, að sunnan við vesturenda brautar 11- 29 er flugskýli fyrir þotur í við- bragðsstöðu. Þarna geta hverju sinni verið fjórar vélar. Aksturs- braut liggur í sveig beint inn á flug- brautina, svo að vopnið er fljótt í loftið komi útkall. Hér lengst af áð- ur fyrr voru fullbúnar þotur þar með öllum flugskeytum. Flugmenn- irnir voru á vakt uppi á lofti og stuðpúði á veggnum móti stiganum til þess að mýkja höggið þegar flug- mennirnir komu á fljúgandi ferð niður stigann. Þessi skýli voru tekin úr umferð fyrir nokkrum árum en þó tekin aftur í notkun síðar. Önnur flugskýli eru hin harðgerðu steyptu skýli nálægt vesturendanum. Engar upplýsingar liggja á lausu um hvað þar er inni hverju sinni. Síðast er ég sá til á svæðinu, gat á góðum degi gjarnan líta fjóra fugla á lofti. Spurði maður þá sjálf- an sig, hvort ekki væru fleiri en fjórar orrustuþotur á landinu. Ein- hverjar, minnst tvær, hlytu að vera í viðbragðsstöðu. Það tekur sinn tíma að kalla fljúgandi þotur inn af æfingu, setja eldsneyti á þær, sækja flugskeyti og gera þær klárar, trú- lega skipa nýjum áhöfnum á grip- ina. Nú segja menn, að fljótlegra væri að fljúga vélum frá Skotlandi, því að þar væru þotur í viðbragðsstöðu! Þetta staðfestir að Ameríkaninn hefur enn gert sig sekan um van- efndir á varnarsamningnum í þess- um efnum. Varla trúi ég því, að Ut- anríkisráðuneyti okkar hafi haldið svo slaklega á málum að herinn hafi bara haft fjórar þotur til æfinga, svona bara rétt til þess að sýnast. SVEINN GUÐMUNDSSON, verkfr. Háteigsvegi 2, Reykjavík. Varnamál og van- efndir: Bardaga- mennirnir sendir heim Frá Sveini Guðmundssyni: MIKIL og þörf umræða hefur skapast um þá ákvörðun bæjar- stjórnar Kópavogs að byggja ofan í Fossvogsdaln- um. Það sem vekur athygli er hve mikið á að byggja og af myndum að dæma hljóta flestir að sjá að þetta er glóru- laust skemmd- arverk – stein- steypumúr í miðjum Foss- vogsdalnum. Þessi framkvæmd skapar mikla sjónmengun svo ekki sé talað um mengun vegna aukins umferðarþunga á svæðinu. Íbúar í nágrenninu hljóta að mótmæla kröftuglega á næstunni, sem og all- ir Kópavogsbúar. Græn svæði á höfuðborgarsvæð- inu eru því miður allt of fá og þau sem ennþá standa á skilyrðislaust að vernda fyrir gróðasjónarmiðum byggingaverktaka. Fossvogsdalur- inn er náttúruperla sem fólk á að fá að njóta og það land sem Kópavogs- bær býðst nú að opna fyrir almenn- ingi á hiklaust að byggja upp sem fallegt útivistarsvæði. Það er eðli- legt að mikill þrýstingur sé settur á bæjaryfirvöld að gefa eftir þetta svæði til byggingaverktaka en það hlýtur að vera skýlaus krafa íbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúar, sem kosnir eru af bæjarbúum, standist þennan þrýsting og hugi fyrst og fremst að hagsmunum bæjarbúa í bráð og lengd. Verðmæti þessa græna svæðis sem nú er að opnast í Fossvogsdalnum verður ómetan- legt fyrir Kópavogsbúa og aðra þegar fram líða stundir. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa staðið sterkt í Kópa- vogi á undanförnum árum. Ástæð- an er einföld; Stefna þeirra og framganga hefur fallið íbúum í Kópavogi í geð. Í þessu máli er svo ekki farið. Ef meirihluti bæjar- stjórnar heldur til streitu að „eyði- leggja“ Fossvogsdalinn með bygg- ingu þessa glórulausa steinsteypumúrs þá sýna þeir með skýrum hætti að þeir stjórna ekki lengur í þágu okkar bæjarbúa. Svo einfalt er það. JÓN BALDUR LORANGE, Heiðarhjalla 15, Kópavogi. Glórulaus ákvörðun Frá Jóni Baldri Lorange: Jón Baldur Lorange

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.