Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 23 KAFFI er ómissandi drykkur í lífi margra Íslendinga og sjálf get ég varla hugsað mér að nokkur dagur líði án þess að ég fái mér kaffi- sopa. Algengt er að hugsa aðeins um kaffið sem neyslu- vöru frá kaffi- brennslunni en ekki sem innflutningsvöru frá þróunar- löndum. Kaffibaunir eru önnur helsta útflutningsvara í heimi en olía er sú helsta. Margir aðilar koma að kaffikeðjunni frá því að kaffibóndinn hefur ræktað baun- irnar þar til kaffið kemst til neyt- anda. Kaffibaunir eru aðeins rækt- aðar í þróunarlöndum og það er talið að um 100 milljónir manna lifi nánast alfarið á ræktun og sölu kaffibauna. Nánast allir kaffi- baunaræktendur eru fátækar bændafjölskyldur. Að framleiða kaffibaunir er tímafrek erfiðisvinna. Það þarf fyrst að rækta kaffiplöntuna sem fer síðan ekki að gefa af sér baunir fyrr en eftir um þrjú ár. Þær þurfa síðan að fara í gegnum mörg ferli, t.d tínslu, flokkun, hreinsun og þurrkun. Þessi vinna er oft framkvæmd án hjálpar verkfæra sem við á Íslandi teljum sjálfsögð. Að lokinni þessari vinnslu eru baunirnar seldar áfram frá bónda til næsta aðila í keðjunni. Það er oftast staðarkaupmaður sem kaup- ir af bóndanum, hann selur baun- irnar áfram til útflutningsaðila, en þarna á milli er oft einn annar milliliður. Útflutningsaðilinn selur baunirnar áfram til innflutnings- aðila, til dæmis í Evrópu. Þaðan kaupa kaffibrennslurnar kaffibaun- irnar sem þær brenna og mala og selja til verslana. Allir þessir taka sinn toll af verði kaffisins. Fyrir um tíu árum fékk kaffibóndinn um þriðjung útsöluverðs á kaffi en hlutur þeirra hefur nú minnkað í flestum tilfellum í minna en einn tíundahluta af útsöluverðinu. Á bak við þinn kaffibolla hefur því sá aðili sem unnið hefur nánast alla þá vinnu sem krafist er við fram- leiðslu á gæðakaffi fengið minnsta hlutann af því verði sem þú greið- ir. Fyrir margar fátækar þjóðir er útflutningur á kaffibaunum jafn mikilvægur og útflutningur okkar Íslendinga á sjávarafurðum. Sem dæmi má nefna Afríkulöndin Búr- undí, þar sem kaffibaunaútflutn- ingurinn er 79% af öllum útflutn- ingi landsins, og Eþíópíu, þar sem hann er 54%. Allar sveiflur á heimsmarkaðsverði á kaffi hafa því mikil áhrif á fjárhag þessara landa. Fjárhag sem nú þegar er bágborinn og milljónir manna búa við sárustu fátækt. Einnig er kaffi- útflutningurinn afar mikilvægur fyrir stærstu kaffiframleiðendurna svo sem Brasilíu, Kólumbíu og Ví- etnam. Fyrir nokkrum árum hvatti Al- þjóðabankinn Víetnam til þess að auka framleiðslu sína á kaffibaun- um. Víetnamar brugðust skjótt við og juku framleiðslu sína gríðarlega og voru orðnir árið 2000 næst- stærstu kaffiframleiðendur í heimi. Þessi aukna kaffiframleiðsla leiddi til um 8% offramleiðslu á kaffi- baunum. Það er afar erftitt að skilja þessa ákvörðun Alþjóðabankans. En stjórnendur Alþjóðabankans þekkja líklega manna best lögmál markaðarins, aukin framleiðsla án aukinnar eftirspurnar þýðir aðeins eitt, lækkað verð. Heimsmarkaðsverðið á kaffi náði sögulegu lágmarki árin 2001–2002 og hafði ekki verið lægra í hundr- að ár. Þrátt fyrir að verðið hafi nú aðeins hækkað er það ennþá sögu- lega lágt. Þetta verðfall kom gríð- arlega illa við tugi milljóna kaffi- bænda, og nú lifa margir þeirra nánast við svelti. Verðið sem margir fá dugir ekki fyrir fram- leiðslukostnaði þeirra. Til þess að fara að framleiða eitthvað annað en kaffi þarf fjármagn, fjármagn sem þessir bændur hafa oftast ekki og engin útgönguleið virðist vera í sjónmáli fyrir milljónir manna. Það sorglegasta við þetta er að á meðan þessir bændur búa við hörmulegar aðstæður græða kaffi- brennslur á Vesturlöndum millj- arða. Sem dæmi má nefna Nestlé, einn risann á kaffimarkaðnum, sem var með 26% hagnað árið 2001 af sölu á skyndikaffi, og sömu sögu er að segja frá kaffibrennslunum í Noregi þar sem stærstu brennsl- urnar græddu milljarða og voru með yfir 10% hagnað af sínum rekstri. Oxfam, þróunaraðstoðar- félag í Evrópu, skrifaði skýrslu um ástandið í kaffibransanum fyrir um einu ári. Þar koma þeir fram með neyðaráætlun til þess að bjarga kaffibændunum. Hún byggist á því að allir aðilar í kaffikeðjunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa kaffi- bændum út úr þessari neyð. Kaffi- brennslurnar ættu að einbeita sér að því að kaupa einungis gæðakaffi og borga fyrir það sanngjarnt verð. Einnig að veita fjármagn í uppbyggingu hjá kaffibændum til að geta unnið bug á þessu sorg- lega ástandi. Á flestum Vesturlöndum er neytendum gefinn kostur á því að kaupa svokallað sanngjarnt kaffi, en það er kaffi sem er keypt fyrir ákveðið lágmarksverð beint frá kaffibóndanum, verð sem ákveðið er af Sameinuðu þjóðunum. Þetta kaffi er ekki selt á Íslandi og okk- ur neytendum er með því ekki gert kleift að styðja beint við bakið á kaffibændunum. Þetta kaffi væri gaman að sjá á íslenskum markaði. Ég skora á kaffibrennslur á Ís- landi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta hag kaffi- bændanna og taka þessi málefni alvarlega. Ekki fara auðveldustu leiðina og setja ábyrgðina á næsta aðila í keðjunni heldur taka á vandanum og sýna gott fordæmi. Með kaffi á sam- viskunni Eftir Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur Höfundur er nemi í orkuverkfræði í Þrándheimi. ÁRIÐ 1976 voru samþykkt lög frá Alþingi sem gjörðu Húsnæðismála- stofnun ríkisins kleift að lána á beztu kjörum þeim öryrkjum sem þurftu vegna aðstæðna sinna að breyta eða endurbæta húsnæði hjá sér, sem sagt aðgengislán vegna hreyfihömlunar fyrst og síðast. Það var hugsjónamaðurinn mikli Oddur Ólafsson sem flutti um þetta þingmál og með sinni mildu en ákveðnu málafylgju og elskulegri ýtni fékk hann stuðning þing- heims, svo af urðu lög. Lán þessi komu sér mjög vel fyrir marga sem stóðu andspænis vandkvæðum í húsnæðismálum sínum vegna fötlunar af völdum slysa eða sjúkdóma og lánakjörin voru á þann veg að hvergi fundust nándar nærri eins góð. Reynslan varð sú að hundruð einstaklinga nýttu sér þessi lán og hafa nýtt sér fram til þessa og þau urðu þeim veruleg hjálp við oft mjög örð- ugar aðstæður þeirra. Þegar Íbúðalánasjóður tók til starfa lögðu Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg á það ríka áherzlu, að þessi flokkur lána yrði með ein- hverjum hætti tryggður áfram og svo varð og forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason, sýndi þessum málum mikinn og góðan skilning. En lánskjörin eru auðvitað ekki þau sömu og áður var, því megin- breytingin varð þegar vaxtakjörin á félagslegu lánunum hækkuðu, enda skyldu vaxtabætur koma í staðinn og skal ekki frekar út í þau mál farið. En sérþarfalánin eins og þau hafa löngum verið kölluð bera nú tæp- lega 6 % vexti og vaxtabætur koma þar tæpast til nema í einstaka til- felli. Upphæðirnar eru ekki allar háar, geta þó vissulega verið það, en þær eru þeim sem fyrir verða tilfinnanlegar. Réttilega segir forstjóri Íbúða- lánasjóðs, að vaxtakjörunum geti hann ekki breytt, en þá er að leita annarra leiða og að því hefur nokkuð verið unnið. Lögin um málefni fatlaðra heimila 10% styrki úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til íbúða fatlaðra, þ.e. til framkvæmdaaðila og sveitarfélaga, enda komi til félagslegt lán. Mér hefur þótt það hið eðlilegasta mál að hið sama sé látið gilda um styrki til þeirra sem þurfa aðgengis vegna að breyta eða bæta húsnæði sitt og hefi reifað það mál á vegum Stjórnar- nefndar um málefni fatlaðra svo og við ráðherra félagsmála og fengið góðar undirtektir í þeim efnum. Sanngirnismál væri þetta miðað við hina stórfelldu breytingu láns- kjara, enda var það grunnhugsun Odds Ólafssonar á sínum tíma að þessi lán væru á sem allra lægstum vöxtum, allt að því styrkur að hluta til, þó formið væri þetta. Nýr ráðherra félagsmála hefur tekið máli þessu mjög vel og á það skal trúað að úr megi leysa á einhvern þann hátt sem unandi er. Það ætti að vera óhætt að fullyrða, að til þess muni fullur vilji hvar- vetna í samfélaginu að létta þeim lífsgönguna sem mest, sem fyrir þeim áföllum verða að þurfa að ráðast í slíkar framkvæmdir við oftast hinar örðugustu fjárhagsaðstæður. Svo er bara að vona að byggingarlögum sé svo vel eftir fylgt og þann- ig um alla hnúta búið í nýbyggingum, að hvergi þurfi þar að bæta eða breyta, þó breytingar verði á högum íbúa hvað aðgengisþörf alla varð- ar. Ráðherra félagsmála er alls árnaðar beðið í sínu starfi og vænzt hins bezta af málinu í hans höndum. Sérþarfalánin og vaxtamálin Eftir Helga Seljan Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra. Á TÍMUM gæðakrafna varðandi starfsemi fyrirtækja, í nánast öllum rekstri, innra eftirliti, aðild ýmissa staðla ásamt metn- aði starfsmanna, rennur manni til rifja misjöfn með- ferð sumra þátta- gerðarmanna RÚV á formönnum stjórn- málaflokkanna í þættinum Á beininu sem birtust okkur háttvirtum sjónvarpsáhorf- endum og kjósendum dagana fyrir síðustu alþingiskosningar. Hæstvirt- ur forsætisráðherra hefur verið og virðist enn í tiltekinni kreppu vegna viss formanns flokks sem lenti utan gátta í þeirri sérstöku meðhöndlun sem hann sjálfur naut hjá þeirri stofnun sem hér er um rætt. Undir- ritaður hefur fullan skilning á skiln- ingsleysi hæstvirts forsætisráðherra á breyttri fiskveiðistefnu sem tiltek- inn flokkur boðaði, en á jafnframt erfitt með að hann átti sig ekki á mun á þeirri lognmollu sem hann sjálfur fór í gegnum með vini sínum Gísla Marteini og þeirri gjörninga- hríð sem formaður Frjálslynda flokksins mátti sæta í þeim þætti af Á beininu sem hann „naut“ hjá um- ræddri stofnun. Þó tekur fyrst stein- inn úr er sá sami hæstvirtur for- sætisráðherra ber það á borð fyrir sína ástkæru þjóð að úr því að hann sjálfur skilji ekki þá breyttu stefnu fiskveiðistjórnar sem formaður Frjálslynda flokksins gerði tilraun til að koma til skila í þættinum Á beininu undir því gagnrýniverða háttalagi beggja þáttagerðamann- anna með sífelldum frammígripum að honum virtist með öllu fyrir- munað að gera sig skiljanlegan, þá geti vart verið að hans þjóð skilji frekar. Í hátíðarræðu sinni 17. júní sl. talaði sami hæstvirtur forsætis- ráðherra um skrum stjórnmálanna. Hvað getur að líta meira skrum en það að telja þá þáttagerðarmenn sem flytja þess mál er svo ræðir, af- flutning, þegar viðkomandi á í hlut, en óskiljanlegt þegar þeir eiga í hlut sem hafa aðra skoðun en viðkom- andi? Er ekki augljóst að einhverra úr- bóta er þörf hjá stofnun sem með svo viðkvæma hluti lýðræðisins höndlar? Um það leyti er kosið var í síðustu alþingiskosningum var gerð á því könnun hversu margir og hve- nær kjósendur gerðu upp hug sinn til framboða. Kom þá fram að 23% gerðu upp hug sinn á síðasta degi. Á eftirmiðdegi 9. maí, nánar tiltekið kl. 14–15 komu tveir menn saman á Út- varpi Sögu, sem undirritaður telur að talsverðu leyti í umráði þess fræga manns, Jóns nokkurs úr Skíf- unni. Umræðuefnið var að stórum hluta eitt, fiskveiðistefna Frjáls- lynda flokksins. Þar hittust höfð- ingjar lýðræðislegrar umræðu, þeir formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingvi Hrafn, í Hrafninn flýgur. Þessi umræða var þeim einum lík. Hún var síðan endurflutt á kosningadag 10. maí sl. að minnsta kosti einu sinni á sömu Sögunni. Það kom svo- lítið ankannalega út hjá þeim sama Ingva Hrafni á Hrafninn flýgur að umræðan um eineltið „dúkkaði“ upp hjá honum skömmu eftir kosningar! Er ekki kominn tími til að þjóðin fari að kjósa sér málefnalega hugsandi stjórnmálamenn svo við teljumst enn í flokki lýræðisþjóða? Eftir kosningar var gerð könnun á fylgi flokka og kom þá í ljós að nú- verandi meirihluti var fallinn. Undirritaður neitar að trúa því að þjóðina skorti dómgreind. Mikið frekar að verkfæri lýðræðisins séu vannýtt. Er ríkisútvarp- sjónvarp trúverð- ug stofnun? Eftir Trausta Hólm Jónasson Höfundur er rafvirki. w w w .c lin iq ue .c om 100% ilmefnalaust Vísindi, vatn og viska Kynntu þér nýju Water Therapy vatnsmeðferðarlínuna frá Clinique. Hún byggir á hafsjó vísindalegrar þekkingar. Clinique Water Therapy er ný lína af vörum til líkamshirðu sem eru bæði árangursríkar og sannkallaðar dekurvörur. Sérvirkjað vatn eflir rakabirgðir húðarinnar og hraðar markvissum úrbótum. Allar byggjast vörurnar á efnasamsetningu er færir húð þinni ómældan raka á stundinni en tekur svo til við að sinna sérstökum þörfum hennar, allt frá styrkingu til sefjunar. Þú finnur hvernig húð þín öll, verður mýkri, sléttari, færari til að takast á við hvað sem er - og síðast en ekki síst, unaðslega úthvíld. Nýja Water therapy vatnsmeðferðin - húðvæn, húðljúf, húðvitur. Austurstræti, Austurver, Melhagi, Mjódd, Kringlan, Glerártorg Akureyri, Kjarninn Selfossi Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyf og heilsu kl. 10 -15. Í dag Austurstræti Á morgun Melhaga Fimmtudag 3. Júlí Austurver Þriðjudaginn 8. Júlí Mjódd Fimmtudaginn 10. Júlí Kringlan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.