Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 17 HELDUR var kaldara í veðri norð- anlands í gær en verið hefur síð- ustu daga, en þá nutu heimamenn og gestir þeirra einstakrar veð- urblíðu. Þrátt fyrir það halda menn sínu striki, enda þýðir lítið annað en njóta sumardaganna þótt veðrið sé misjafnt. Bara taka því rólega og fá sér smávegis í gogg- inn eins og þessi snáði sem festist á filmu ljósmyndara á leið um miðbæinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heldur kaldara nyrðra LÖGREGLAN á Akureyri átti ró- lega helgi. Þó var talsverð umferð en hún gekk stórslysalaust fyrir sig. Fimmtán ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og níu öku- menn voru kærðir fyrir að vera ekki með bílbelti við aksturinn. Talsvert fólk var á skemmtistöð- um bæjarins og í miðbænum um helgina enda veður með ágætum. Þurfti lögreglan nokkrum sinnum að stilla til friðar þar sem slest hafði upp á vinskapinn. Róleg helgi hjá lögreglunni Í kvöld verður söngvaka í Minja- safnskirkjunni á Akureyri kl. 20.30. Flutt verða sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu frá dróttkvæðum til veraldlegra söngva nítjándu og tutt- ugustu aldar. Flytjendur verða Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Í DAG FORNLEIFAUPPGRÖFTUR á Gásum, í Hörgárbyggð í Eyjafirði, hefst í dag og er það í sambandi við Gásaverkefnið. Þetta er þriðja árið í röð sem grafið er í búðunum og stendur uppgröfturinn að þessu sinni í átta vikur eða fram í ágústlok. Gásaverkefnið, sem skipulagt er af Minjasafninu á Akureyri, hófst ár- ið 2001. Ferðamálasetrið kemur að kynningar- og fræðslumálum verk- efnisins, en helstu samstarfsaðilar eru Þjóðminjasafn Íslands, Forn- leifastofnun Íslands og Náttúru- fræðistofnun Íslands, Akureyrarset- ur. Verkefnið er sett upp sem fornleifarannsókn til sex ára, kort- lagning á gróðri og fuglalífi og jarð- sögu- og jarðmyndunarrannsóknir. Þungamiðja verkefnisins eru leifar miðaldakaupstaðarins, en náttúru- farsrannsóknir ná til alls svæðisins sem er á náttúruminjaskrá. Fornleifarannsóknin er í höndum Fornleifastofnunar Íslands, um 15 manns munu vinna að uppgreftrin- um í sumar og er þetta fjölþjóðlegur hópur fornleifafræðinga, nema í fornleifafræði og sagnfræðinga. Auk þess mun Náttúrustofnun ríkisins, Akureyrarsetur, halda áfram nátt- úru- og gróðurfarsrannsóknum sín- um á svæðinu í sumar. Kristín Sóley Björnsdóttir, kynn- ingarfulltrúi Gásaverkefnisins, sagði við Morgunblaðið að það væri alltaf að koma eitthvað meira og meira í ljós svo þau væru mjög sátt við þann árangur sem hefur náðst. „Auðvitað vill maður alltaf finna eitthvað meira og merkilegra. Í sum- ar verður svæðið stækkað, svo nú verður farið á svæði þar sem aldrei hefur verið grafið áður. Þeir verða samt áfram í holunni sem Daníel Bruun gróf 1907 en fara meira í vest- ur en áður hefur verið gert. Þeir fara einnig í aðrar tóftir svo við vonumst eftir að finna eitthvað nýtt í sumar, fleiri muni eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Kristín. „Fornleifarannsóknir síðustu tvö sumur gefa til kynna umsvif á staðn- um mun lengur en talið hefur verið áður. Nú er jafnvel talið hugsanlegt að verslun á Gásum hafi staðið allt þar til kaupmenn hófu að versla á Akureyri um 1550. Ljóst er að út- flutningur á brennisteini frá Gásum hefur verið töluverður og einnig hef- ur komið fram að hann hafi verið hreinsaður á staðnum. Fram til þessa hefur verið talið að slík hreins- un hafi ekki verið reynd á Íslandi fyrr en á 18. öld en ummerkin á Gás- um eru frá síðmiðöldum, það er að segja 14.–16. öld. Taldar eru líkur á að handverk og sala hafi verið stund- uð á verslunarstaðnum, að minnsta kosti járnsmíði og hugsanlega smíði úr góðmálmum. Enn hafa ekki fund- ist mannvistarleifar eldri en frá ca. 1300 og mun áframhaldandi rann- sókn skera úr um elstu og yngstu tímamörk,“ segir Kristín. Á Minjasafninu á Akureyri er búið að setja upp þá muni sem fundist hafa við fornleifarannsóknir síðustu tveggja ára og eru þeir þar til sýnis á á meðan safnið er opið. Eins og tvö síðustu sumur munu Ferðamálasetur Íslands og Minja- safnið á Akureyri standa fyrir gönguferðum með leiðsögn um svæðið. Þær verða í boði alla virka daga kl. 13, 14 og 15.30 en 11.30, 13, 14 og 15.30 á laugardögum. Ferða- menn geta þar fræðst um sögu stað- arins um leið og þeir fá nýjustu upp- lýsingar um framvindu fornleifa- rannsóknarinnar. Auk þess geta þeir virka daga horft á fornleifafræð- ingana að störfum. Gönguferðirnar hefjast við bílastæðið við Gáseyrina. Fornleifauppgröftur að Gásum í Hörgarbyggð að hefjast, þriðja sumarið í röð Grafið á stærra svæði en áður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aldrei of seint! Líklega táknræn orðsending á treyju þess er þarna grefur í rústunum við fornleifauppgröft að Gásum í Eyjafirði í fyrrasumar. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann af ákæru sem lögreglustjórinn á Húsavík höfðaði gegn honum fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var samkvæmt ákæru gefið að sök að hafa föstudaginn 11. janúar árið 2002 ekið bifreið sinni suður svo- nefndan Kísilveg, upp blindhæð norðan við sæluhúsið á Hólasandi á röngum vegarhelmingi, sem varð þess valdandi að bíll hans lenti á öðrum bíl sem ekið var til norðurs eftir sama vegi. Afleiðingar árekst- ursins urðu þær að ökumaður bíls- ins sem kom úr gagnstæðri átt lést og tveggja ára sonur hans sem var í aftursæti bifreiðarinnar slasaðist. Myrkur var er áreksturinn varð, en slysið átt sér stað undir kvöld. Ákærði var einn í bifreið sinni, en í hinum bílnum voru ökumaður, sem úrskurðaður var látinn á vettvangi, eiginkona hans og sonur þeirra. Ákærði andmælti fyrir dómi að hafa ekið upp á blindhæðina á röngum vegarhelmingi og neitaði refsiverðri sök, en staðfesti önnur atriði lög- regluskýrslu. Kvaðst hann hafa blindast af ljósum bifreiðarinnar sem á móti kom á hábungu blind- hæðarinnar, en reynt að halda bíl sínum beinum á akbrautinni sam- hliða því að hemla og draga úr öku- hraða. Taldi hann að bifreið sín hefði snúist á veginum með þeim af- leiðingum að árekstur varð. Aðstæðum á vettvangi er lýst þannig að bláhæðin sé nokkuð slétt og lárétt, en kröpp beyja þegar ekið er suður af henni, vegsýn sé því mjög skert og akbrautin ekki breikkuð eða skipt til að aðgreina akstursstefnur og loks að engin við- vörunarmerki séu á svæðinu. Fram kemur í niðurstöðu dóms- ins það álit, m.a. að virtum rann- sóknarskýrslum lögreglu og áliti dómskvaddra matsmanna, að ákæruvaldi hafi ekki tekist að hnekkja frásögn ákærða um akst- urslag sitt umrætt sinn. Að mati dómsins er ekki hægt að meta öku- manninum það til gáleysis að hafa reynt að hægja á bifreiðinni við þær aðstæður sem sköpuðust á vett- vangi og er talið ósannað að hann hafi gerst sekur um refsivert gá- leysi og hann því sýknaður af kröf- um ákæruvalds. Ríkissjóði var gert að greiða sakarkostnað. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Ásgeiri Pétri Ásgeirssyni héraðs- dómara og Herði Blöndal bygginga- verkfræðingi. Snædís Gunnlaugs- dóttir sýslumannsfulltrúi sótti málið, en verjandi var Hilmar Gunnlaugsson, hdr. Ökumaður sýknaður af manndrápi af gáleysi SÍÐUSTU daga hefur peningalykt sem stundum er kölluð svo, megn „Krossanesfýla“, gert íbúum Akur- eyrar og ferðamönnum lífið leitt. Einn starfsmanna verksmiðj- unnar sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri verið að bræða glænýtt hráefni. „Ástæðan er ekki sú að við séum að bræða gamalt hráefni. Hún er einfaldlega sú að góða veðrið hefur verið að gera okkur óleik. Því vegna þess mikla hita sem hefur verið und- anfarið, þá úldnaði dagsgamalt hrá- efni í tönkunum hjá okkur. Verk- smiðjan er með mjög fullkominn og góðan hreinsibúnað, en það er mjög erfitt að eiga við lyktina þegar ástandið verður svona slæmt.“ Egill Einarsson, starfsmaður hjá Umhverfisstofnun, segir að engar kvartanir hafi lengi borist vegna verksmiðjunnar í Krossanesi. „Hvort sem fyrir er að þakka veð- urfarsaðstæðum eða nýja hreinsi- búnaðinum sem þeir settu upp fyrir um þremur árum, þá höfum við fundið mikinn mun á kvörtunum eft- ir að hann var settur upp. Við getum því verið sáttir við búnaðinn sem er í Krossanesi. Það er ekki til sá hreins- unarbúnaður sem hreinsar full- komlega alla lykt, fiskimjölsverk- smiðja lyktar alltaf eitthvað. Þetta er spurning um hversu mörg pró- sent verða eftir af upphaflegu lykt- arefnunum. Sumarloðnan er reynd- ar dálítið viðsjárverð og við verðum strax varir við aukningu kvartana víða af landinu þegar byrjað er að bræða hana,“ sagði Egill við Morg- unblaðið. Peningalykt vegna veðurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.