Morgunblaðið - 01.07.2003, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HINN 1. júlí koma fern ný lög á
sviði orkumála til framkvæmda, en
það eru raforkulög, lög um Orku-
stofnun, lög um nýja stofnun, Ís-
lenskar orku-
rannsóknir, og í
fjórða lagi lög
sem lúta að
tengdum breyt-
ingum á ýmsum
lögum á orku-
sviði. Hér er ætl-
unin að gera
þessum nýmæl-
um nokkur skil.
Fyrirkomulag raforkumála hefur
verið í endurskoðun um víða veröld
s.l. áratug. Tvennt hefur verið að
gerast; Sköpuð hafa verið lagaleg
skilyrði fyrir samkeppni og eignar-
hald hefur færst til einkaaðila. Fram
að þessu hefur víðast hvar verið litið
á þennan hluta orkugeirans sem
þjónustu sem hinu opinbera bæri að
standa að. Þetta tvennt – markaðs-
væðing, þ.e.a.s. innleiðing sam-
keppni, og einkavæðing – hefur þó
ekki endilega farið saman. Þannig
hafa Norðmenn verið í forystu um
markaðsvæðingu en þar í landi hef-
ur þó ekki verið einkavætt í neinum
mæli. Í sumum þróunarríkjum hef-
ur ríkiseinokun verið einkavædd, en
án samkeppni.
Í Evrópu hófst þessi markaðs-
væðing í Bretlandi og í Noregi fyrir
rúmum áratug en með tilskipun
Evrópusambandsins nr. 92 frá árinu
1996 var mælt fyrir um þetta fyrir-
komulag í öllum ríkjum þess. Veitt-
ur var nokkur aðlögunarfrestur, en
nú hefur verið ákveðið að markaðs-
væðingin skuli að fullu komin til
framkvæmda árið 2007. Í samræmi
við samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið var ákveðið að tilskip-
unin tæki einnig til þeirra ríkja
svæðisins sem eru utan Evrópusam-
bandsins, þ.m.t. til Íslands. Íslensk
stjórnvöld töldu hvorki unnt né
skynsamlegt að standa gegn innleið-
ingu tilskipunarinnar og heldur ekki
að leita eftir sérstakri undanþágu
varðandi framkvæmd hennar.
Í hverju felst markaðsvæðingin?
Því er lýst á meðfylgjandi mynd.
Raforkugeiranum er skipt í fjóra
meginþætti, en þeir eru:
Orkuvinnsla
Flutningur
Dreifing
Orkusala
Af þessum þáttum eru það orku-
vinnslan og -salan sem henta til
samkeppni, en hvergi hefur verið
talið skynsamlegt að innleiða sam-
keppni í flutningi og dreifingu. Til-
skipun Evrópusambandsins mælir
skýrt fyrir um að þetta skuli vera
sérleyfisstarfsemi, en um leið að
með henni skuli vera markvisst eft-
irlit, bæði til að gæta að eðlilegri
verðlagningu en líka að tryggja
jafna aðkomu allra framleiðenda og
seljenda að því að fá orkunni miðlað
frá framleiðslustað til endanlegs
neytanda.
Íslensk raforkulög
Eins og þegar segir ber íslenskum
stjórnvöldum að innleiða tilskipun
Evrópusambandsins um raforku-
markaðinn hér á landi og er það gert
með lögum nr. 65/2003 sem sam-
þykkt voru á seinustu dögum síðasta
löggjafarþings og koma til fram-
kvæmda 1. júlí. Helstu nýmæli sam-
kvæmt þessum lögum eru eftirfar-
andi:
Öllum sem uppfylla almenn skil-
yrði er heimilt að framleiða raf-
orku, en hingað til hafa stjórnvöld
í reynd stýrt framboði á raforku.
Sérstakt fyrirtæki skal annast all-
an flutning jafnframt því sem að-
skilja verður dreifingu bókhalds-
lega frá annarri starfsemi
orkufyrirtækjanna.
Að uppfylltum almennum skil-
yrðum er hverjum sem er heimilt
að stunda raforkuviðskipti, þ.e.a.s.
að miðla raforku, en neytendur
eiga val um það við hvern þeir
skipta.
Eins og jafnan hefur gerst annars
staðar taka þessi ákvæði gildi í
áföngum. Frelsi til framleiðslu tekur
strax gildi. Fyrirkomulag flutnings
verður með bráðabirgðahætti fyrsta
árið, en fram til 1. júlí 2004 mun
flutningssvið Landsvirkjunar annast
flutninginn, enda er flutningskerfið
á sama tímabili skilgreint sem há-
spennulínukerfi þess. Eftir það
ganga í gildi ítarleg ákvæði um
flutning, þar sem flutningskerfið er
m.a. skilgreint víðfeðmara. Þessi
ákvæði um flutning hafa sætt gagn-
rýni og því mæla lögin fyrir um skip-
an nefndar sem á að freista þess að
ná frekari sátt um fyrirkomulag
flutningsins, sem unnt verði að setja
í lög fyrir 1. júlí 2004.
Síðasta atriðið, frelsi neytenda til
að velja sér raforkusala, tekur gildi í
þremur skrefum. Til ársloka 2004
hafa einungis stórnotendur þetta
val, þ.e.a.s. þeir sem nota m
GWst af raforku á ári. Í rey
þetta aðeins til stóriðjufyrir
anna. Eftir það bætast þeir
eru aflmældir og nota meira
100 kW, en það á t.d. við um
framleiðslufyrirtæki. En frá
byrjun 2007 hafa allir neyte
frelsi. Þannig verður nýja fy
irkomulaginu endanlega ko
hérlendis á sama tíma og þv
lokið annars staðar á Evróp
efnahagssvæðinu. Á meðan
endur hafa ekki val um rafo
ber dreifiveitunum að selja
skiptavinum sínum orkuna.
Hefur orðið árangu
Tilgangurinn með marka
væðingunni er hvarvetna að
raforkukerfið skilvirkara en
nýta til þess kosti samkeppn
Reynslan hefur nær undant
arlaust sýnt að raforkuverð
lækkað eftir að markaðsvæ
hefur verið komið á; mismik
vísu. Að vísu er ekki auðvelt
greina orsakir í öllum tilviku
eð fleira hefur komið til á sa
svo sem lækkun eldsneytisv
hefur verið bent á að þessi l
kunni að einhverju leyti að v
tímabundin þar eð víðast hv
verið fjárfest um of í orkum
virkjum á tímum opinberra
unnar og að lækkunin kunn
ganga til baka þegar þetta o
framboð er horfið. Umræða
stjórnvöldum, t.d. innan Ev
sambandsins, snýst einmitt
hvernig bæta megi fyrirkom
þannig að það skili einnig til
árangri þegar „fitulagið frá
er uppurið.
Nokkur reynsla fékkst af
við knappt framboð á nýliðn
á hinum Norðurlöndunum,
lítillar úrkomu urðu veruleg
þrengingar á hinum sameig
raforkumarkaði þessara lan
lega stóð Norræna ráðherra
fyrir ráðstefnu um orsakir o
ingar þessarar kreppu og hv
dóma mætti af því draga. Þa
nánast samdóma álit þeirra
Nýskipan orkum
Eftir Þorkel
Helgason
Myndin sýnir flæði orku og fjár milli orkuframleiðenda, flutnin
irtækis, dreifiveitna, orkusala og neytenda.
BJÖRN Ingi Hrafnsson ritaði laug-
ardaginn 28. júní sl. harðorða en af-
ar ónákvæma og grunnhyggna
grein um lyfja-
mál í Morgun-
blaðið. Hann
beinir spjótum
sínum að ýmsum
aðilum vegna
hækkandi lyfja-
kostnaðar hjá
hinu opinbera og
í ljósi fjárhags-
vanda Landspítala – háskólasjúkra-
húss (LSH).
Lyfjaverð hefur lækkað
Það virðist seint ætla að komast á
hreint hjá Birni Inga og öðrum
fulltrúum stjórnvalda að lyfjaverð
er ekki það sama og lyfjakostnaður.
Þessi misskilningur er til þess fall-
inn að rugla almenning og stjórn-
öllum ráðum og gefa í skyn
,,eðlilegu ástandi“ standi lyf
aður í stað. Nýjum lyfjum o
notkun þeirra er kennt um þ
hækkanir sem orðið hafa og
nýjungagjarnir læknar hels
blórabögglarnir í þeirri notk
lendar rannsóknir hafa sýnt
ástæða kostnaðarhækkana
ný lyf, heldur skiptast ástæ
næstum jafnt í þrennt: vegn
hækkana lyfja sem fyrir vor
markaði, notkunaraukninga
sem fyrir voru á markaði og
lyfja.
Lyfjanotkun er
þjóðhagslega hagkv
Þegar lyfjakostnaður hæ
tala fulltrúar stjórnvalda um
fellt vandamál. Við viljum a
sögðu ekki draga úr fjárhag
ríkissjóðs og LSH vegna he
ismála, heldur benda á að yf
lyfjamála hafa löngum verið
þeim farvegi að horfa aðein
málamenn í ríminu. Hér er ástæða
til að ráða bót á.
Áður hefur komið fram að lyfja-
verð hefur lækkað á undanförnum
misserum. Þá er átt við það verð
sem apótek greiða heildsölum og
heildarverð lyfja út úr apóteki hefur
lækkað hlutfallslega. Sem kunnugt
er skiptist greiðsla þessa verðs oft-
ast í tvennt, þ.e. sjúklingur ber
hluta kostnaðarins við lyfið á móti
Tryggingastofnun. Síðan er talað
um lyfjakostnað Tryggingastofn-
unar og Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss o.s.frv. en það er heild-
arkostnaður þessara aðila vegna
lyfja. Þá er einnig hægt að tala um
lyfjakostnað heimilanna, en það er
sá kostnaður sem fellur á sjúklinga
vegna lyfja.
Kostnaðarhækkanir hafa
margar skýringar
Björn Ingi og aðrir málsvarar
hins opinbera í lyfjamálum vilja
halda lyfjakostnaði í skefjum með
Lyfjaverðið bólgnar
Eftir Önnu Birnu
Almarsdóttur
HEIMSÓKN FORSETA
ÞÝSKALANDS
Johannes Rau, forseti Þýskalands,hefur þriggja daga opinberaheimsókn sína til Íslands í dag.
Heimsókn þessi er enn ein staðfest-
ingin á innilegu og traustu sambandi
Íslands og Þýskalands. Sagan tengir
þýsku og íslensku þjóðirnar nánum
böndum og menning okkar er á mörg-
um sviðum samofin.
Á síðustu árum hefur samband Ís-
lands og Þýskalands haldið áfram að
dafna og styrkjast, jafnt í gegnum
formlegt samstarf ríkjanna sem og
með þeim miklu og fjölbreyttu sam-
skiptum einstaklinga sem daglega
eiga sér stað. Fjöldi Íslendinga stund-
ar nám í Þýskalandi og þúsundir Þjóð-
verja koma til Íslands ár hvert til að
ferðast um landið og kynnast landi og
þjóð. Mennningarsamskipti ríkjanna
eru í miklum blóma og taka á sig
margvíslega mynd. Má nefna að í för
með Þýskalandsforseta er Tübinger-
kammersveitin en stjórnandi hennar
er Guðni A. Emilsson. Annað nýlegt
dæmis sem nefna má í þessu sambandi
er að íslensk nútímalist var í öndvegi á
norrænu menningarhátíðinni Nor-
discher Klang, sem haldin var í
Greifswald í Þýskalandi í maí síðast-
liðnum. Forseti Þýskalands og Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
voru verndarar þeirrar hátíðar.
Á sviði viðskipta hafa tengsl
ríkjanna sömuleiðis verið mikil.
Þýskaland er mikilvægur markaður
fyrir íslenskar sjávarafurðir og á móti
hafa þýskar vörur, ekki síst bifreiðar
og rafmagnsvörur ýmiss konar, sterka
stöðu á íslenska markaðnum. Í huga
flestra neytenda er það mikill gæða-
stimpill á vöru ef hún er hönnuð og
framleidd í Þýsklandi.
Hin pólitísku tengsl við Þýskaland
eru hins vegar ekki síður mikilvæg og
verða stöðugt mikilvægari. Ísland
tengist Evrópusambandinu og þar
með Þýskalandi nánum böndum í
gegnum samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið. Sá samningur trygg-
ir okkur aðgang að hinum innra mark-
aði Evrópuríkjanna. Eftir því sem
tengslin við Evrópu verða nánari hafa
þær ákvarðanir sem teknar eru á vett-
vangi Evrópusambandsins stöðugt
meiri áhrif á íslenskt samfélag. Þýska-
land er forysturíki Evrópu, jafnt efna-
hagslega sem pólitískt. Í viðtali við
Morgunblaðið í gær segir Johannes
Rau meðal annars: „Ég lít því svo á að
einnig í framtíðinni muni ríkin eiga
gjöfult samstarf. Áhersla Íslendinga á
tækni framtíðarinnar og styrkur
þeirra á sviði þjónustuviðskipta gerir
Ísland jafnframt að áhugaverðum
samstarfsaðila fyrir Þýskaland.“
Það skiptir Íslendinga miklu að
rækta sambandið við Þýskaland og
Þjóðverja, sem hafa margsinnis sýnt
að þeir eru vinaþjóð í raun.
TÆKIFÆRIN Í VATNSMÝRINNI
Þórólfur Árnason borgarstjóri lýstií viðtali við Morgunblaðið sl.
sunnudag sjónarmiðum sínum um
framtíð Vatnsmýrarinnar í Reykjavík
og segir m.a.: „Vatnsmýrin er augljós-
lega tækifæri innan borgarmarkanna.
Skipulagið gerir þó ekki ráð fyrir að
ráðist verði í framkvæmdir á svæðinu
næstu árin en áform eru uppi um sam-
keppni um heildarskipulag svæðisins
á kjörtímabilinu.“
Borgarstjóri bætir við að flugvall-
armálið, sem hefur verið umdeilt,
muni leysa sig sjálft innan nokkurra
ára. „Ég hef fulla trú á því af því að ég
tel að samgöngur á landi eigi enn eftir
að batna,“ segir hann. „Fólk utan af
landi fer í framhaldinu af því að gera
ríkari kröfu um að komast beint úr
innanlandsflugi í utanlandsflug og
stór hópur erlendra ferðamanna á eft-
ir að fagna því að komast beint frá
Keflavík út á land. Ég held að bæði
landsbyggðin og ferðaþjónustan muni
hagnast á því að boðið verði upp á inn-
anlandsflug beint frá Keflavík.“
Þetta er áreiðanlega rétt mat hjá
borgarstjóra. Morgunblaðið hefur í
umræðum um flugvallarmálið bent á
að eftir nokkur ár verði allt önnur
sjónarmið uppi í því en verið hefur,
m.a. vegna þróunar í samgöngum á
landi og vaxandi fjölmennis á höfuð-
borgarsvæðinu. Blaðið hefur t.d. bent
á að íbúi á Kjalarnesi, sem tilheyrir
óumdeilanlega höfuðborgarsvæðinu,
sé væntanlega álíka lengi að aka til
Reykjavíkurflugvallar þar sem hann
er nú í Vatnsmýrinni og íbúi í Kópa-
vogi er að aka í Leifsstöð á Keflavíkur-
flugvelli. Fyrir þann, sem býr í Hafn-
arfirði, getur verið mun fljótlegra að
fara suður til Keflavíkur, einkum og
sér í lagi eftir tvöföldun Reykjanes-
brautarinnar, en að brjótast í gegnum
umferðina til Reykjavíkurflugvallar.
Önnur sjónarmið auka jafnframt
líkurnar á að innanlandsflugið flytjist
til Keflavíkur. Þar má nefna flugör-
yggismál – atvik á borð við það, sem
varð í fyrrakvöld er erlend flugvél
straukst nánast við húsþökin í Þing-
holtunum á leið inn til lendingar á
Reykjavíkurflugvelli, ýta auðvitað
undir kröfur um að flugvöllurinn fari.
Sömuleiðis er hæpið að Íslendingar
hafi efni á að reka tvo stóra flugvelli á
sama svæði. Hingað til hafa Bandarík-
in borið kostnaðinn af rekstri Kefla-
víkurflugvallar að stórum hluta.
Sennilegt er að í þeim viðræðum, sem
nú fara fram milli Bandaríkjanna og
Íslands, verði niðurstaðan m.a. sú að
Íslendingar verði að taka á sig mun
stærri hluta þess kostnaðar.
Síðast en ekki sízt þarf Reykjavík á
byggingarlandinu í Vatnsmýrinni að
halda. Svæðið á að skipuleggja í heild
sem hluta af öflugum miðbæjarkjarna,
í góðum tengslum við háskólasvæðið
og gömlu miðborgina. Það væri mis-
ráðið að skipuleggja það og byggja í
bútum, án þess að hafa heildarmynd-
ina og tengslin við aðra borgarhluta í
huga. Það er rétt hjá Þórólfi Árnasyni
að í Vatnsmýrinni eru fólgin gífurleg
tækifæri; þar liggja mestu vaxtar-
möguleikar miðborgarkjarnans. Á
miklu ríður að nýta þessi tækifæri rétt
og þess vegna er jákvætt að borgaryf-
irvöld skuli ætla að efna til alþjóðlegr-
ar samkeppni um skipulag svæðisins.