Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 1
Lögin spretta fram Hera komin til landsins með ný lög í farteskinu Fólkið 44 Í brúnni hjá Barnsley Guðjón Þórðarson stjórnar ensku liði að nýju Íþróttir 39 Leikið fyrir landann Guðni Emilsson stýrir þýskri kammersveit í Salnum Listir 22 STOFNAÐ 1913 175. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is KIRKJAN í Grikklandi sak- ar borgaryfirvöld í Aþenu um að stuðla að eflingu kyn- lífsferðamennsku í kringum Ólympíuleikana 2004, vegna tillögu sem þau hafa lagt fram um að rýmka löggjöf um vændi fyrir leikana. Vændi er leyfilegt í landinu en með nokkrum takmörkun- um þó, þar sem það má ein- ungis fara fram á vændis- húsum. Í yfirlýsingu segist kirkjan vera hissa og sorgmædd yfir tillögunni sem samræmist ekki þeim gildum sem leik- arnir eigi að standa fyrir. Krefst þess að tillagan verði dregin til baka Hún krefst þess að að yf- irvöld dragi tillöguna til baka þar sem hún sé auglýsing fyrir kynlífsferðamennsku og efli kynlífsiðnaðinn, einn- ig þar sem börn séu notuð. Hún bætir við að viðhorf borgaryfirvalda réttlæti þá ákvörðun bandaríska utan- ríkisráðuneytisins að setja Grikkland á svartan lista yfir lönd sem dragi lappirnar í baráttunni gegn verslun með fólk til kynlífsþrælkunar. Embættismaður hjá borg- inni segir hins vegar að til- lagan eigi ekki að veita algert frelsi hvað varðar vændi en að hætta sé á að lögum verði ekki fylgt þar sem reynslan sýni að vændi sé mikið stund- að í kringum leikana. Sakar yf- irvöld um að stuðla að vændi Aþena. AFP.  Ólympíuleikar/6 TALIÐ er að tugir Íraka hafi látist í sprengingu í vopnabúri í bænum Hadithah um 250 km norðvestur af Bagdad, á laug- ardag. Ekki var ljóst í gær hvað olli sprengingunni en engir hermenn bandamanna fór- ust. Áður höfðu borist fregnir um að fjórir Írakar hefðu látist og þrír særst en AFP-fréttastofan hefur eftir lækni á sjúkrahúsi bæjarins að mun fleiri hafi týnt lífi. Læknirinn sagði erfitt að gefa upp hversu mörg líkin hefðu verið þar sem þau voru mikið brennd en þak vopna- geymslunnar hefði fallið niður á fólkið. Ríkisstjóri handtekinn fyrir spillingu Stjórn herliðs bandamanna lét handtaka ríkisstjóra í borginni Najaf vegna gruns um mannrán og spillingu. Auk þess voru 62 samstarfsmenn hans handteknir. Bandaríkjaher hafði skipað ríkisstjórann, Abu Haidar Abdul Munim, til bráðabirgða. Bandarískur embættismaður í Írak segir að Munim sé sakaður um mannrán og að hafa haldið bankastarfsmanni í gíslingu og hafa að auki látið greipar sópa um sjóði Najaf. Hann var óvinsæll meðal borgara sem tengdu hann margir við stjórn Saddams Hussein. Bandaríski embættismaðurinn sagði að Paul Bremer, yfirmanni borgaralegrar stjórnar Bandaríkjamanna í Írak, þætti mjög miður að Munum hefði misnotað stöðu sína til að fremja glæpi af þessu tagi. Háttsettur sjía-klerkur í Írak, Ayatollah Ali al-Shistani, gaf út trúarlega tilskipun í gær þar sem lýst er yfir harðri andstöðu við áætlanir Bandaríkjamanna um að skipa stjórnarráð sem geri drög að stjórnarskrá landsins. Hann segir þær óviðunandi og að íraska þjóðin eigi sjálf að fá að kjósa sér stjórn. Reuters Telur tugi Íraka hafa látið lífið Camp Boom. AFP. Al-AQSA-SAMTÖKIN, hin vopn- uðu undirsamtök Fatah-hreyfing- arinnar, lýstu yfir í gær að þau myndu virða þriggja mánaða vopnahlé eins og önnur samtök Palestínumanna hafa sagst ætla að gera. Ísraelar hófu að draga herlið sitt frá hluta Gaza-svæðisins eftir yfirlýsinguna og færðu burt eftir- litsstöðvar sínar á svæðinu. Palest- ínumenn tóku aftur við löggæslu á Gaza en þeir hafa ekki gegnt henni síðan í september 2000. Þá hafa Ísraelar samþykkt að draga her sinn frá Jerúsalem á miðvikudag. Yfirlýsing Al-Aqsa-samtakanna þykir hafa töluvert gildi fyrir frið- arhorfur á svæðinu, því þau hafa tekið þátt í vopnaðri baráttu Pal- estínumanna. Sex önnur samtök Palestínumanna sendu út sams konar yfirlýsingar í gær. Þrátt fyr- ir yfirlýsinguna skutu liðsmenn Al- Aqsa búlgarskan vörubílstjóra til bana á Vesturbakkanum í gær. Palestína fái milljarð dollara Ríkisstjórnir víða um heim fögn- uðu vopnahléinu, m.a. sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta húss- ins, friðarferlið vera komið á nýtt stig. Condoleezza Rice, þjóðarör- yggisráðgjafi Bandaríkjafoseta, lagði til að Bandaríkjamenn myndu veita Palestínumönnum einn milljarð dollara til að auðvelda uppbyggingu í landinu en þjóðin er afar illa sett efnahagslega eftir þriggja ára stríð við Ísrael. Í dag er fyrirhugaður fundur Mahmud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, og Ariels Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, þar sem þeir munu ræða frekar hinn svo- kallaða Vegvísi til friðar. Reuters Nokkrir Palestínumenn fagna hér ákaft er þeir aka óhindrað um eina helstu samgönguleið Gaza-svæðisins eftir að Ísraelar fjarlægðu vegatálma þar í gær. Í gær fengu þeir að aka þar óhindrað um í fyrsta sinn í 3 ár. Al-Aqsa-samtökin lýsa yfir vopnahléi JÚNÍMÁNUÐUR var með eindæm- um hlýr um allt land og lítið um úr- komu. Í Reykjavík hefur meðalhit- inn til að mynda ekki mælst hærri í rúm 60 ár eða síðan árið 1941, að sögn Þórönnu Pálsdóttur veður- fræðings. Veðrið hefur annars verið ein- staklega milt og gott það sem af er ári en fyrstu fimm mánuði ársins var hitinn vel yfir meðaltali. Janúar var hlýr og þurrviðrasamur, mikil hlýindi voru í febrúar- og marsmán- uði, en meðalhitinn í Reykjavík var þá hæstur frá upphafi mælinga. Meðalhiti í apríl var svo með því hæsta sem mælst hefur. Í maí var hitinn rétt um meðallag og hafði þar áhrif stutt kuldakast í byrjun mánaðarins. Mesti hiti í Reykjavík í rúm 60 ár SHELL Petroleum Company seldi allan hlut sinn í Skeljungi hf. í gær til Burðaráss hf. og Sjó- vár-Almennra trygginga hf. á genginu 12 krónur á hlut. Lokagengi félagsins í Kauphöll Íslands á föstudag var hins vegar 15,70 krónur. Miðað við það gengi nemur markaðvsirði félagsins um 11,8 milljörðum króna. Sé svo- kallað Q-hlutfall (markaðs- virði/eigið fé) skoðað sést að Skeljungur er metið mun hærra á markaði en hin olíufélögin. Hlutfall markaðsvirðis og eigin fjár hinna olíufélaganna tveggja, Olíuverzlunar Íslands hf. og Kers hf., sem var afskráð úr Kauphöllinni fyrir um mán- uði, er að meðaltali í kringum 1,5. Sama hlutfall hjá Skeljungi er hins vegar 2,05 miðað við loka- gengi í gær. Því hærra sem markaðsvirði félags er miðað við eigið fé, því hærra er hlutfallið. Hlutfall Skeljungs er um 38% hærra en hinna félaganna. Sé miðað við gengið 12 krónur á hlut verður markaðsvirði Skeljungs rúmir 9 milljarð- ar króna og Q-hlutfallið nær því að vera jafnt hin- um félögunum tveimur. Þeim, sem Morgunblaðið ræddi við í gær og þekkja vel til hlutabréfamark- aðarins, bar saman um að gengi Skeljungs í Kauphöll Íslands hefði um nokkurn tíma verið óeðlilega hátt og gengið í viðskiptunum í gær væri nær því að teljast „eðlilegt“ mat á virði fé- lagsins. Gengi bréfa í Skeljungi var 15,70 krónur á hlut við lok markaða sl. föstudag áður en við- skiptin áttu sér stað. Gengið í lok dags í gær var 15 og hafði lækkað um 4,45% frá föstudegi. Hlutur Burðaráss í Skeljungi nemur 23,35% eftir viðskiptin og hlutur Sjóvár-Almennra 25,02%. Kaupþing-Búnaðarbanki jók einnig hlut sinn í Skeljungi í gær með kaupum á 8% hluta- fjár. Hlutur bankans í Skeljungi er nú 35,28%. Sjóvá-Almennar er orðið næststærsti hluthafi í Skeljungi á eftir Kaupþingi-Búnaðarbanka. Aðspurður hvort harka hafi verið hlaupin í samkeppni um bréf í Skeljungi segir Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, að aldrei hafi verið nein illindi á milli félaga sem hann tengdist og Kaupþings-Búnaðarbanka. Samkvæmt nýjum lögum er taka gildi í dag fellur yfirtökuskylda á hluthafa sem eiga meira en 40% í félagi, en samkvæmt gömlu lögunum taldist 50% hlutur vera ráðandi. Í kjölfar viðskipta gær- dagsins eiga Burðarás og Sjóvá-Almennar 48,37% hlut í Skeljungi. Shell selur hlut sinn í Skeljungi á genginu 12 Lokagengi 15,70 krón- ur á hlut á föstudag  Shell selur/13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.