Morgunblaðið - 01.07.2003, Qupperneq 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 13
TILBOÐSDAGAR
Í STEINARI WAAGE
30%
AFSLÁTTUR
AF VÖLDUM SKÓM Í NOKKRA DAGA
KRINGLUNNI - SMÁRALIND - AKUREYRI
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
www.ef.is
SAKSÓKNARAR í Indónesíu
fóru í gær fram á dauðadóm yf-
ir Amrozi, sem grunaður er um
aðild að sprengjutilræðinu á
Balí í október á síðasta ári, en
það kostaði 202 lífið. Þá til-
kynnti lögreglan í Jakarta að
búið væri að handtaka annan
mann, sem talinn er hafa komið
að skipulagningu ódæðisins, en
ofsatrúarsamtökin Jemaah
Islamiyah eru sögð hafa borið
ábyrgð á því. Sögðu talsmenn
lögreglunnar að maðurinn,
Idriz, hefði verið að undirbúa
ný hryðjuverk þegar hann var
handtekinn. Fjögurra manna
er enn leitað í tengslum við til-
ræðið á Balí á síðasta ári en þar
beið m.a. fjöldi ástralskra
ferðamanna bana. Úrskurðar í
réttarhöldunum yfir Amrozi er
að vænta á næstu vikum.
Miðflokkur
missir fylgi
NOKKUÐ hefur dregið úr fylgi
við finnska Miðflokkinn í kjöl-
far afsagnar leiðtoga flokksins,
Anneli Jäätteenmäki, í síðustu
viku. Ný skoðanakönnun sýnir
að Miðflokkurinn hefur nú
21,9% fylgi en fékk 24,7% í
þingkosningum sem haldnar
voru í mars. Jafnaðarmenn
hafa nú 26% fylgi en fengu
24,5% í kosningunum og
Íhaldsflokkurinn, sem er í
stjórnarandstöðu, fær nú 19,3%
en fékk 18,9% í kosningunum.
Sáu „apa-
manninn“
RANNSÓKN er hafin í Kína
eftir að sást til hins þekkta
„apamanns“ í miðhluta landsins
en lengi hafa verið sagðar þjóð-
sögur af skepnu sem hefst til á
þessu svæði og er sögð hálfur
api og hálfur maður. Sex manns
ku hafa séð apamanninn um
helgina og lýstu viðkomandi
honum sem lágvaxinni og hár-
ugri skepnu.
Eurofighter
afhent
ÞÝSK stjórnvöld fengu í gær
afhenta fyrstu Eurofighter-
herþotuna sem framleidd hefur
verið. Peter Struck, varnar-
málaráðherra Þýskalands, tók
formlega við þotunni við hátíð-
lega athöfn í Manching, norður
af Munchen, en þar eru þoturn-
ar settar saman. Fyrirliggjandi
eru pantanir á um 440 vélum
frá þremur Evrópuríkjum;
Bretlandi, Ítalíu og Spáni.
Þjóðverjar hafa hins vegar
pantað 180. Það eru fyrirtæki
frá fjórum Evrópuþjóðum,
Þýskalandi, Ítalíu, Bretlandi og
Spáni sem smíða þotuna.
Dauðadómur
í Karachi
DÓMSTÓLL í Pakistan dæmdi
í gær þrjá íslamska öfgamenn
til dauða en þeir höfðu verið
fundnir sekir um að hafa skipu-
lagt sprengjuárás í maí 2002
sem kostaði ellefu Frakka og
tvo Pakistana lífið í borginni
Karachi. Tveir mannanna, Asif
Zaheer og Mohammed Bashir
eru í haldi lögreglu en sá þriðji,
Mehmood Bhatti, gengur enn
laus. Um var að ræða sjálfs-
morðsárás og alls er talið að sjö
hafi komið að skipulagningu
hennar.
STUTT
Dauðadóms
krafist
SILVIO Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, tekur við forystu innan
Evrópusambandsins, ESB, í dag og
mun hann gegna því embætti næsta
misserið. Er þeim tímamótum lítt
fagnað í evrópskum fjölmiðlum og
eru Evrópuríkin meðal annars hvött
til að líta þróunina á Ítalíu jafnalvar-
legum augum og þegar nýfasistinn
Jörg Haider settist í ríkisstjórn í
Austurríki.
Mikið hefur verið fjallað um for-
sæti Berlusconis í ESB í evrópskum
fjölmiðlum og þá ekki síst, að hann
skuli hafa ónýtt spillingarréttarhöld
yfir sér með því að fá stjórnarmeiri-
hlutann á þingi til að samþykkja lög,
sem veita honum og fjórum öðrum
æðstu mönnum ríkisins friðhelgi.
„Berlusconi telur sig æðri lögunum“
sagði í þýska dagblaðinu Die Zeit og
Der Spiegel kallaði hann „Guðföður-
inn“ á forsíðu: „Heimafyrir treður
hann á dómstólunum, undirokar
sjónvarpið og sníður lögin að eigin
þörfum. Og nú verður hann talsmað-
ur Evrópu,“ sagði í tímaritinu. Ætla
græningjar að efna til mótmæla er
Berlusconi ávarpar Evrópuþingið á
morgun og flagga þá borðum með
áletruninni: „Allir eru jafnir fyrir lög-
unum“. Má sjá þá áletrun í öllum
ítölskum réttarsölum. Þegar
Berlusconi kom síðast fyrir rétt á
Ítalíu sagði hann hins vegar að vegna
þess að hann hefði umboð meirihluta
kjósenda, væri hann „dálítið jafnari
en aðrir“.
Prodi og Berlusconi
Annað vandamál sem við blasir er
samstarf þeirra landanna, Berlusc-
onis og Romanos Prodis, forseta
framkvæmdastjórnar ESB. Þeir eru
litlir vinir, svo ekki sé dýpra í árinni
tekið en Prodi, vinstrisinnaður hag-
fræðingur, bar sigurorð af Berlusc-
oni í kosningunum á Ítalíu 1996 og
varð þá forsætisráðherra. Berlusconi
kallaði Prodi einu sinni „huggulega
hjólreiðamanninn“ vegna þess að
hann var vanur að hjóla í vinnuna og
Prodi var ekkert að skera utan af því
í dómum sínum um Berlusconi. „Mið-
að við Berlusconi var Göbbels bara
strákpatti,“ sagði hann eitt sinn.
Þótt ítalska þingið hafi samþykkt
lög um friðhelgi Berlusconis, þá er þó
ekki víst að hann sé sloppinn. Dóm-
ararnir í Mílanó sem ráku spillingar-
málið gegn honum hafa nú beðið
stjórnarskrárréttinn að skera úr um
lögmæti lagasetningarinnar en sjálf-
ir segja þeir að hún fari í bága við
stjórnarskrána, einkum við ákvæðið
um jafnrétti þegnanna.
Ekki pólitísk sam-
keppni við Bandaríkin
Berlusconi þótti slá nokkuð tóninn
fyrir komandi misseri er hann sagði
nú um helgina í viðtali við frönsku út-
varpsstöðina Europe 1, að ekki kæmi
til greina nein pólitísk samkeppni við
Bandaríkin. „Vesturlönd verða að
standa saman. Það er útilokað að um
verði að ræða einhverja keppni milli
okkar og Bandaríkjanna. Kannski í
efnahagsmálum, ekki í pólitík,“ sagði
hann.
Búist er við að gerð verði hörð hríð
að Berlusconi í Evrópuþinginu á
morgun en hann hefur nú þegar
ákveðið að rjúfa þá hefð að forsetinn
sæki heim allar höfuðborgir aðildar-
ríkjanna. „Það má notast við síma og
netið,“ sagði hann.
Berlusconi tekur við forsæti í Evrópusambandinu í dag
Engin húrrahróp
í tilefni dagsins
DANSKIR læknar eru farnir að
hugsa meira um að skrifa upp á
ódýr samheitalyf og hugsa um
kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar
þeir vísa sjúklingum sínum á lyf, að
því er danski Jyllands-Posten
greinir frá í gær.
Kemur þetta fram í niðurstöðum
könnunar sem samtök lyfjafram-
leiðenda í Danmörku hafa látið
gera og benda þau á niðurstöðurn-
ar sem rök fyrir því að lyfjalistar,
sem ætlunin er að sveitarstjórnir
láti vinna í því skyni að draga úr
lyfjakostnaði, séu óþarfir.
Samanburður við
eldri könnun
Samskonar könnun var gerð
1999 og samanburður á niðurstöð-
unum þá og nú sýnir að læknar eru
nú farnir að temja sér að huga að
ódýrum lyfjum þegar þeir skrifa
lyfseðla. Í könnuninni 1999 kom
fram að átta prósent lækna töldu
eðlilegt að vísa á ódýrustu lyfin, en
nú segjast 27% telja þetta eðlilegt.
Þá kom fram í nýju könnuninni
að 11% sögðust taka tillit til kostn-
aðar fyrir heilbrigðiskerfið er þeir
vísuðu á lyf, en í fyrri könnuninni
voru aðeins tvö prósent lækna sem
tóku tillit til þessa.
Formaður læknasamtaka Dan-
merkur er ánægður með aukna
kostnaðarvitund læknanna, en seg-
ir að þó verði að virða óskir sjúk-
linga sem vilji fá ný, og þá oft dýr-
ari, sérheitalyf.
Aukin kostnaðarvitund
lækna í Danmörku