Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ erum oft með svona götu- sölu. Oftast erum við að selja það sem við höfum búið til sjálfar, við erum svo miklar föndurkerlingar,“ sögðu vinkonurnar María Kjart- ansdóttir og Guðbjörg Guðmunds- dóttir sem sátu ásamt Axel, bróður Guðbjargar, í húsaskoti við Hafn- argötu í Keflavík og seldu varning til styrktar Rauða krossinum. Servíettublóm og kvöldsögur Búið var að koma fyrir alls kyns föndurdóti á gangstéttinni við Hafnargötu þegar blaðamaður átti leið um á fimmtudag. Að sögn Maríu og Guðbjargar er þetta varningur sem þær hafa verið að búa til að undanförnu. „Þetta eru alls konar handunnið vaxskraut, englar, hjörtu og jólatré og líka litlar flöskur þaktar kertavaxi. Við erum líka að selja servíettublóm og sögur; kvöldsögur.“ Það leyndi sér ekki að þarna voru á ferð miklar handverks- stúlkur, enda er farið í söluna beint að loknu námi í Listaskóla barnanna og þær stefna að því að vera við Hafnargötuna næstu daga. Blaðamaður fór heim með kvöldsögu í farteskinu, „Söguna um sögu“ eftir Guðbjörgu Guð- mundsdóttur: Sagan um sögu „1. Saga. Klukkan mín gekk ekki! Hæ, hæ. Ég heiti Kristín og mig langar að segja ykkur söguna af því þegar klukkan mín gekk ekki einn daginn. Hún byrjar svona: Einn daginn þegar ég vakn- aði og ætlaði að kíkja á úrið mitt, var klukkan bara fjögur að nóttu. Það fannst mér skrítið því að mamma mín kom að vekja mig og sagði mér að fara í skólann. En ég spáði ekkert í það og ég hélt að mamma mín væri orðin rugluð. En ég fór í skólann og sá þá að klukk- an var orðin 10, ég var orðin allt of sein, en það var ekki rétt. Ég var mátulega fljót. Skrítið. Klukk- an var orðin miklu meira áðan. Þessi dagur var skrítnasti dagur sem ég hafði upplifað. Finnst ykk- ur ekki? En þetta gerðist aftur um há- degisleytið. Ég var að fara í tón- listartíma, og getiði, allt of sein. Ég dreif mig alveg eins og ég gat því að ég hafði aldrei komið of seint í tónlistartíma því að kenn- arinn minn var alltaf rosalega strangur. En tíminn minn var ekki fyrr en eftir hálftíma. Mjög und- arlegt. En þegar ég kom heim úr skól- anum fann ég að mig klæjaði alveg rosalega mikið undir úrinu. Þann- ig að ég tók það af mér, og viti menn, það var fluga undir klukk- unni minni og hún hafði gramsað í úrinu mínu. Þar kom skýringin! Sem betur fer. Jæja, ég kveð þá bara. Bless.“ Kvöldsaga til sölu Keflavík verið mjög mikið og þá bæta þrengsli og aðstöðuleysi ekki úr skák.“ Sveigjanlegur kostur Búist er við að frambúðarhúsnæði fyrir lögregluna verði tilbúið árið LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli flutti á dögunum inn í nokkuð ný- stárlega viðbyggingu, sem ætlað er að leysa til skamms tíma þann hús- næðisvanda sem hefur sniðið lag- anna vörðum nokkuð þröngan stakk. Um er að ræða tólf gáma sem settir eru sérstaklega saman og unnir í Tékklandi og seldir hingað til lands sem skammtímahús. Það er fyrirtækið Hafnarbakki sem flytur gámana inn, en húsakynnin afhend- ast innréttuð og samansett. Þarna er um að ræða 180 fermetra rými sem nýtist meðal annars undir skrif- stofur, búningsklefa, baðherbergi, skýrslugerðarherbergi og hvíldar- herbergi fyrir lögreglumenn á vakt. Góð vinnuaðstaða nauðsynleg „Það hefur verið ansi þröngt um okkur undanfarin ár með auknum umsvifum og verkefnum. Þess vegna eru þessir gámar hin prýðilegasta bráðabirgðalausn,“ segir Óskar Halldórsson, aðalvarðstjóri lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli. Hann leiðir blaðamann um þau húsakynni sem til skamms tíma hýstu 30 manna lögreglulið og er ljóst að nokkuð hefur verið orðið þröngt um manninn. „Þetta nýja bráðabirgða- húsnæði kemur sér mjög vel fyrir okkur og kunnum við utanríkisráðu- neytinu og sýslumanninum á Kefla- víkurflugvelli miklar þakkir. Sýslu- maður hefur margsýnt fram á að honum er annt um vellíðan manna í starfi og hann gerði sér vel grein fyrir þeirri þörf sem þarna var. Það er mjög mikilvægt að lögreglumönn- um líði vel í starfi, því álagið getur 2005, en þangað til hefur lögreglan gámahúsnæðið á leigu. „Þetta er mjög hagkvæm leið til að leysa skammtímavanda í húsnæðismálum. Gámaævintýrið hjá okkur byrjaði inni í Grænási, þar sem sýslumaður er með sínar skrifstofur. Gámarnir eru mjög ódýrir í framleiðslu og hægt að raða þeim eins og legókubb- um. Þannig getum við skilað þessu húsnæði og það fer aftur í nýtingu annars staðar, kannski með mjög ólíkum innréttingum og samsetn- ingu.“ Lögreglan á Keflavíkur- flugvelli í stærra húsnæði Morgunblaðið/Svavar Nýtt bráðabirgðahúsnæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Gamla húsið er vinstra megin á myndinni. Keflavíkurflugvöllur REYKJANESBÆR efnir til sönglagasamkeppni í tilefni Ljósanætur 2003. Leitað er eftir lagi og texta sem getur orðið einkennislag fyrir menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt. Það er þó ekki skilyrði að yrk- isefnið verði Ljósanóttin sjálf. Um er að ræða frumsamið lag ásamt íslenskum texta og öllum er heimil þátttaka. Lag- ið eða textinn má ekki hafa birst eða verið flutt opinber- lega áður og hámarkslengd lagsins er 4 mínútur. Tíu lög verða valin úr hópi innsendra verka af sérstakri fagdóm- nefnd. Lögin verða útsett af Jóni Ólafssyni, tónlistarstjóra keppninnar og gefin út á geisladiska í byrjun septem- ber n.k. Föstudaginn 5. sept- ember verða öll lögin flutt í Stapanum við hátíðlega at- höfn og þar verður vinnings- lagið valið. Þá verður almenn- ingi gefinn kostur á að hlýða á lögin og kjósa á www.tonlist- .is. Aðalverðlaunin eru kr. 400.000, 2. verðlaun kr. 150.000 og 3. verðlaun kr. 100.000. Verkinu skal skilað á skrif- stofu menningarfulltrúa, Tjarnargötu 12 í Reykja- nesbæ fyrir 8. júlí n.k. Laginu skal skilað undir dulnefni á geisladiski eða hljómsnældu og textanum á blaði, en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi. Nánari upplýsingar er að finna á ljosanott.is. Sönglaga- keppni í tilefni Ljósanætur Reykjanesbær ÞAÐ ER líf og fjör í skólagörðunum í Reykjanesbæ um þessar mundir. Börnin hafa nýlokið við að gróður- setja og eru búin að koma dúkum yf- ir garðana sína svo kálflugurnar komist ekki í þá. Guðbjörg Jóhannesdóttir, Gunn- hildur Gunnarsdóttir og Eva Líf Sig- urjónsdóttir voru að dytta að görð- um sínum þegar blaðamann bar að garði. Gunnhildur og Eva Líf höfðu nýlega lokið við að dúka sína garða en Guðbjörg var að safna steinum til að festa dúkinn með. Þær eru allar að taka þátt í skólagörðum í fyrsta sinn og finnst þetta ofsalega gaman. „Við erum búnar að gróðursetja hvítkál, dökkkál, rófur og jarðepli eða kartöflur,“ sögðu þær með stolt í svip. Þær játtu því þó að þetta væri líka búið að vera erfitt. „Við þurftum að byrja á því að róta í görðunum og reyta arfa áður en við gátum byrjað að gróðursetja og það var svolítið erfitt. Svo þurftum við að setja kaffi- korg í kringum stönglana svo orm- urinn borðaði ekki grænmetið okk- ar“ Borða sjálfar grænmetið Stúlkurnar segjast borða sjálfar mest allt grænmetið sem þær rækta. „Ja, ég hef nú aldrei smakkað rófur en hitt borða ég,“ svaraði Gunnhild- ur og bragðar kannski rófur í fyrsta sinn af sinni eigin uppskeru. Eva Líf sagðist hrifin af þessu öllu en Guð- björg borðar ekki kartöflur. „Ég ætla að gefa ömmu mínar.“ Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur og Sigurbjargar Gunnarsdóttur, um- sjónarmanna garðanna, eru garð- arnir lífrænir og því eru notuð ýmis ráð til að halda möðkum og sniglum frá. Nú taki við vinna fyrir börnin að halda görðunum góðum með því að snyrta og arfahreinsa. Auk þess muni þau gera ýmislegt skemmtilegt í sumar eins og skreppa í sund og fara í Húsdýragarðinn „Amma fær kartöflurnar“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Guðbjörg var að safna steinum til að festa dúk yfir garðinn sinn en Gunn- hildur og Eva Líf höfðu nýlokið við að dúka sína. Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.