Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín SigríðurSigurpálsdóttir fæddist á Rein í Hegranesi í Skaga- firði 25. mars 1922. Hún lést á Landspít- alanum 17. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- páll Sigurðsson og Ingibjörg Jónsdótt- ir, sem bjuggu á Steindyrum í Svarf- aðardal. Kristín giftist Grétari Sigurðssyni og átti með honum tvo syni, þeir eru: Guðmundur Aldan Grétarsson, kvæntur Mörtu Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur og fjög- ur barnabörn, og Ingi Már Aldan Grétarsson, kvænt- ur Huldu Hjalta- dóttur og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Fyrir átti Kristín son, Steinar Kjartans- son, kvæntur Mary Ann Samúelsdóttur og eiga þau þrjá syni og tvö barna- börn. Útför Kristínar verður gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var mikið reiðarslag þegar okkar elskulega vinkona Kristín Sigurpálsdóttir var skyndilega kölluð burtu úr þessu lífi. Jafnvel þó að maður hefði átt að vera því viðbúinn að svona gæti farið, því hún var búin að fá alvarlegt hjarta- áfall fyrir rúmu ári. Raunin er samt sú að maður er aldrei búinn undir svo snögg umskipti. Kristín var alin upp frá frum- bernsku á Steindyrum í Svarfaðar- dal. Hún var atorkusöm og vinnu- söm alla tíð, enda var hún strax á barnsaldri lánuð til snúninga eins og það var kallað á þeim tíma og frá fermingaraldri var hún oft í erfiðum vistum og þurfti að vinna mikið. Ung flutti hún til Reykja- víkur, eignaðist fjölskyldu og heimili og bjó þar alla tíð síðan. Kristín vann alltaf mikið, hlífði sér aldrei og það var hennar að- alsmerki – hún dró aldrei af sér. Ef hún var þreytt eða lasin þá skýrði hún það gjarnan með því að segja að hún væri eitthvað löt. En það var hún aldrei. Því til staðfest- ingar má nefna að Kristín starfaði utan heimilis allt fram undir átt- rætt sem ekki er algengt nú til dags. Lengi starfaði hún á barna- heimilum í borginni en síðari ár vann hún bæði á Hrafnistu og Grund. Kristín var brosmild og kát kona. Hún passaði alltaf upp á út- litið sitt, hafði ánægju af að vera í fallegum fötum og bar sig vel. Hún hafði yndi af því að dansa og má segja að hún hafi dansað til síðasta dags því hún var kát og glöð með dansfélögum sínum aðeins tveim kvöldum fyrir andlát sitt. Saumaklúbburinn okkar varð til árið 1950. Í upphafi vorum við sex, allar Svarfdælingar, erum við ein- ungis fjórar eftir. Eins og vera ber í saumaklúbbum þá höfum við átt góðar stundir saman alla tíð. Mikið hlegið og haft gaman. Þar hefur Kristín verið hrókur alls fagnaðar, gjarnan sagt sögur og sett svip sinn á hópinn okkar. Kristín unni átthögum sínum ákaflega mikið. Hún talaði oft um þann draum sinn að geta átt lítið hús í dalnum sínum kæra þar sem hún gæti átt athvarf. Sá draumur varð ekki að veruleika en þess í stað hefur hún örugglega fengið gott skjól í himnadalnum. Við þökkum henni samfylgdina, minnumst dillandi hláturs hennar og hressileika en söknum vinar í stað. Guðs blessun fylgi minningu Kristínar Sigurpálsdóttur. Sonum Kristínar og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Saumaklúbburinn. KRISTÍN SIGRÍÐUR SIGURPÁLSDÓTTIR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Hjálmar SteinþórBjörnsson fædd- ist á Mosvöllum í Ön- undarfirði, 14. októ- ber 1959. Hann lést af slysförum í fjall- göngu í Skutulsfirði 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Petólína Sigmunds- dóttir, f. í Hælavík í Sléttuhreppi, 16. september 1922 og Björn Hjálmarsson, f. á Mosvöllum í Ön- undarfirði 31. júlí 1900, d. á Ísafirði, 21. ágúst 1974. Foreldrar Hjálmars bjuggu á Mosvöllum í Önundar- firði til ársins 1967, en fluttu þá til Ísafjarðar. Alsystir Hjálmars er Guðbjörg Jóhanna Björnsdóttir, f. 19. október 1956, hálfsystir sam- feðra er Gróa Björnsdóttir, f. 27. desember 1926, og hálfsystkini sammæðra eru Tryggvi Guð- mundsson, f. 28. júlí 1945, Björg- vin Guðmundsson, f. 12. desember 1949, og Erna Sigurveig Guð- mundsdóttir, f. 27. júlí 1953. Hjálmar kvæntist 13. maí 1989 Friðgerði A. Þorsteinsdóttur, f. 6. desember 1958. Foreldrar Frið- gerðar eru Þor- steinn Jóakimsson, f. 19. febrúar 1920, lengst af bifreiða- stjóri, og Bríet Theó- dórsdóttir, f. 21. ágúst 1927, d. 22. febrúar 2002. Börn Hjálmars og Frið- gerðar eru: 1) Hanna Rósa, f. 27. janúar 1983, og Björn Jó- hannes, f. 6. janúar 1989. Hjálmar og Friðgerður slitu samvistum árið 2002, en Hjálmar hóf nokkru síðar sambúð með Rán Höskuldsdóttur, f. 8. maí 1960. Rán á einn son, Hermann Andra- son, f. 27. mars 1989. Hjálmar ólst upp á Mosvöllum í Önundarfirði til ársins 1967 og síðan á Ísafirði þar sem hann stofnaði síðar eigið heimili og átti heima til dauðadags. Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun árið 1985 og vann meginhluta síns starfsfer- ils hjá Orkubúi Vestfjarða, lengst af sem verkstjóri. Útför Hjálmars fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar ég hníg í faðminn þinn hinn fríða og fast að þínum ástarríka barmi þrýstir þú mér með yndislegum armi og augað tindrar djúpá og himinblíða þá er sem sætt ég sofni og í draumi í sölum engla himinsælu njóti ég líð í burtu’ úr lífsins ölduróti algleymis borinn undurdjúpum straumi. Þá óska ég – en orð ég má ei segja –, að aldrei mættu slíkar stundir þrjóta, því himinsælu’ í hjarta mér ég finn. Ég óska þess, að aldrei þyrfti’ að deyja, Um eilífð mætta ’ég slíkrar sælu njóta. Mitt himnaríki, það er faðmur þinn. (Kristján Jónsson.) Ástin mín, hafðu hjartans þökk fyrir allt, ástina, traustið og virð- inguna sem þú sýndir mér. Þakka þér fyrir þann fjársjóð sem þú skilur eftir þig, fallegu ástarljóðin sem þú ortir til mín, allar minningarnar um okkar yndislegu samveru. Ljóðið að ofan sendi ég þér stuttu eftir okkar kynni, þannig leið mér þá og ætíð síðan því aldrei bar nokkurn skugga á okkar samveru. Hjálmar Steinþór, ég elska þig. Hvíl í friði, þín Rán. Elsku bróðir. Það er ótrúlegt hvað nokkrar sek- úndur – nokkur augnablik geta skipt miklu máli í lífi manns. Í huga mér nú eru ákveðin augnablik minnis- stæðust. Augnablikin sem ég hélt fast í litlafingur þinn þegar ég kvaddi þig síðast þegar ég kom hing- að vestur um síðustu mánaðamót. Þá hafði ég átt notalega stund með ykk- ur Rán í Tangagötunni á Ísafirði. Þú sagðir mér frá því að þú værir farinn að stunda fjallgöngu sem þjálfun. Þar skipta augnablikin – sekúndurn- ar sköpum. Það virðist hafa sannast þennan fallega júnídag þegar þú hrapaðir. Og augnablikin sem það tekur að heyra setninguna: „Erna mín, hann Steinþór bróðir þinn er dáinn,“ breyttu lífi mínu. Ég hitti þig ekki aftur, þú kemur ekki í fimm- tugsafmælið mitt í næsta mánuði eins og þú ætlaðir. En þú verður með okkur ástvinum þínum á annan hátt. Við munum hversu ljúfur þú varst og raungóður. Við munum sjá þig í börnunum ykkar Fríðu, þeim Hönnu Rósu og Bjössa. Við munum segja sögur af þér, fá tár í augun og brosa. Við gleymum ekki þeim mikla stuðn- ingi og hlýju sem fólk hefur sýnt okkur í þessari erfiðu viku sem liðin er. Við munum líka eftir regnbog- anum, sem birtist yfir slysstaðnum á Jónsmessunótt, það var sérstök upp- lifun. Ég tengi hann við þig. Kannski sendi Guð okkur þennan regnboga. Mamma okkar, Rán og Hermann, sonur hennar, Hanna Rósa, Bjössi, Fríða og við systkini þín og fjöl- skyldur okkar munum styrkja hvert annað og komast í gegnum þetta saman. Hvíldu í friði, kæri bróðir. Erna. Hjálmar eða Steinþór, eins og hann var jafnan kallaður innan fjöl- skyldunnar, var yngstur okkar systkinanna og hlaut því bæði kosti og galla þeirrar stöðu í fjölskyldunni, stundum með óhóflegu eftirlæti, en þurfti þess á milli að þola skens og stríðni eldri systkina. Á barnsárum hans áttum við heima á Mosvöllum í Önundarfirði þar sem hann ólst upp á sveitaheimili með hefðbundnum fjár- og kúabúskap í faðmi ósnort- innar vestfirskrar náttúru. Tæplega 8 ára gamall flutti hann svo til Ísa- fjarðar með foreldrum sínum. Við eldri bræður hans komum á þessum árum mest sem gestir á heimilið, enda í námi í öðrum landsfjórðungi á vetrum og í vinnu á sumrum. Og áð- ur en við vissum af var litli bróðir orðinn að ungum og myndarlegum manni sem gnæfði yfir okkur eldri bræðurna. Það kom fljótt í ljós að Hjálmar hafði meðfædda einstaka íþrótta- hæfileika. Það var sama hvort hann reyndi fyrir sér í fótbolta, á skíðum eða í borðtennis, allar íþróttir lágu létt fyrir honum. Á þessum árum lagði hann hins vegar ekki þá áherslu á iðkun einstakra íþrótta- greina að hann yrði í neinni þeirra afreksmaður. Síðar á ævinni hóf hann að leika veggtennis (skvass) við erfiðar aðstæður hér vestra, en með þeim árangri að hann var kominn í hóp hinna bestu á landinu og lék m.a. með landsliði Íslands í þessari grein á erlendri grund. Eftir að hann hafði stofnað fjölskyldu beindist skíða- áhugi hans fyrst og fremst að því að kenna börnum sínum skíðaíþróttina, en á síðari árum fór hann aftur að stunda skíði sjálfur í hinum stórkost- legu skíðabrekkum á Seljalandsdal. Þegar hann lagði veggtennisiðkun á hilluna hóf hann að leika badminton með hinum útvöldu í þeirri grein, sem reyndar eru flestir farnir að reskjast. Í öllum þessum íþrótta- greinum eignaðist Hjálmar traustan vinahóp. Hann fór t.d. með landsliðs- félaga sína í veggtennis norður á Hornstrandir í göngutúr sem þeim hefur orðið ógleymanlegur. Með okkur skíðafélaögum sínum úr efri lyftunni á Seljalandsdal og fleiri góð- um mönnum hóf hann með óþreyt- andi elju endurbyggingu lyftumann- virkja eftir snjóflóð, en eftir margra mánaða þrotlausa vinnu máttum við sjá nær fullgerða lyftu sópast burt í öðru snjóflóði. Hjálmar hefur alla tíð verið ná- tengdur íslenskri náttúru, ekki síst hinum vestfirsku fjöllum. Hann var aðeins 14 ára gamall þegar faðir hans lést. Fráfall föður hans tók eðli- lega mjög á hann og Björgvin bróðir okkar brá á það ráð að fara með hann í fjallgöngu upp á Gleiðahjalla ofan við bæinn. Þar sátu þeir drjúga stund og nutu hins fagra útsýnis. Þegar þeir komu niður aftur leið Hjálmari mun betur og ætíð síðan hafa ósnortnir fjallasalir Vestfjarða veitt honum unað og lífsfyllingu. Í vinnu sinni hjá Orkubúi Vest- fjarða var Hjálmar í sveit afburða- manna sem takast þurftu á við nátt- úruöflin þegar rafmagnslínur slitnuðu niður í vetrarveðrum uppi á hinum bröttu vestfirsku fjöllum. Þar var hann fremstur meðal jafningja og naut ótakmarkaðs trausts félaga sinna við erfiðustu aðstæður. Hann gekk ódeigur að hverju verki þó að oft væri bersýnilegt að þau væru lífs- hættuleg og var sá sem tók af skarið þegar taka þurfti tvísýnar og erfiðar ákvarðanir. Fyrir allmörgum árum óskaði Hjálmar bróðir eftir því að fá að koma með okkur eggjatökumönnum norður í Hornbjarg, en þangað sækj- um við svartfuglsegg á hverju vori. Það var auðvitað auðsótt mál, en mér var hugsað til þess að nóg væri að ég sjálfur stundaði þessa íþrótt þótt ekki bættist bróðir minn við, en móð- ir okkar hafði misst föður okkar eldri barnanna í bjargsigi í Hornbjargi 1954. Ég sá hins vegar strax að Hjálmar var fæddur bjargmaður. Í fyrsta sinn sem hann kom upp í Hornbjarg gekk hann óhikað þræð- ingana við Harðviðrisgjá eins og ekkert væri auðveldara, þótt þeir séu víða svo tæpir að treysta þurfi fótfestu á litlum bergnibbum á ystu brún, en þaðan er lóðrétt standberg 130 metra niður í fjöru. Þarna er ekki komið við neinum öryggislínum og því ekki fyrir hugdeiga að fara þarna um í fyrsta sinn. Alla tíð síðan höfum við bræðurnir farið til eggja á vorin í Hornbjarg og tilhlökkunin var alltaf auðsæ í fasi Hjálmars þeg- ar vorið nálgaðist og farið var að styttast í fyrstu bjargferðina. Mér er enn í fersku minni þegar hann sat uppi á nefi í miðju Hornbjargi í blíðuveðri í vor og sagði: „Er hægt að hafa það betra? Þetta er toppur- inn á tilverunni.“ Þannig var Hjálm- ar, lífsþorstinn óhaminn og leyfði engar málamiðlanir eða vettlingatök í glímunni við óblíð náttúruöfl. En enginn ræður sínum nætur- stað. Í blíðskaparveðri, þegar sól reis hæst á okkar stutta sumri, ákvað Hjálmar eitt sinn sem oftar að skreppa sér til hressingar í göngu- ferð upp á Erni, fjallið beint á móti Eyrinni á Ísafirði. Fjallið er bratt með hamraveggjum efst, en átti ekki að vera færum fjallgöngumanni sem honum erfiður farartálmi. En þarna tóku örlögin í taumana, eitthvað sem aldrei verður skýrt hefur orðið til þess að Hjálmar hrapaði um 2–300 metra niður hamragil og lést sam- stundis. Eins og hendi væri veifað var hann horfinn á braut og við átt- um ekkert eftir nema minninguna um okkar ljúfa dreng. Öll eigum við ættingjarnir þung spor fram undan, en þyngst er byrðin hjá aldraðri móður hans, fyrrverandi eiginkonu, tveimur börnum þeirra og unnustu hans, sem deilt hefur með honum gleði og sorgum síðasta ár. Öll munum við sameinast um að geyma með okkur minninguna um Hjálmar Steinþór Björnsson þar sem hann situr hamingjusamur á há- brún í gullroða íslenskrar sumar- nætur. Þinn bróðir, Tryggvi. Þegar ég heyrði systur mína fyrst tala um Hjálmar, manninn sem skyndilega kom inn í líf hennar með ljóðið að vopni, heyrði eftir- væntinguna í rödd hennar, spenn- inginn og svo loks er ég sá þau síðar saman, hvernig þau horfðu hvort á annað, sá stjörnurnar sem blikuðu og neistana sem flugu, hvernig þau flissuðu eins og unglingar og struku berjalyng úr hárinu í tjaldútilegunni í fyrrasumar, hversu geislandi ánægð og spennt þau voru á leið til Kanaríeyja um jólin, hugsaði ég: Þarna er hún lifandi komin, hamingj- an. Öllum þeim sem stóðu að þeim mæta manni votta ég mína dýpstu samúð. Kolbrá. Kveðja frá skólasystkinum frá Ísafirði Í vor voru liðin þrjátíu ár frá því að séra Sigurður Kristjánsson fermdi árgang 1959 í Ísafjarðarkirkju og Hnífsdalskapellu. Af því tilefni voru endurfundir á Ísafirði seinnihluta maímánaðar. Þar áttum við ógleymanlega daga í faðmi fjalla blárra. Eins og gengur eiga ekki allir heimangengt. Einn úr okkar hópi sendi bréf til eins úr und- irbúningsnefndinni og útskýrði fjar- veru sína þessum orðum: „Þannig er nú mál með vexti að fugl einn svartur og hvítur á lit hefur þá náttúru að byrja varp á sama tíma og þú áætlar veisluhöld mikil. Ekki er að efast um þá gleði sem þinni áætlan fylgir og veit ég að merkar drápur verða samdar á síðkvöldum þar. En eigi get ég skorast undan kalli náttúru minnar þar sem blóð fyglinganna rennur mér í æðum og hinir sterku fjötrar bjargsins bresta ekki svo glatt. Er ég stend á syllubrún og garg bjargfuglsins sker í eyrun er minn heimur fullkominn og alsælu líkast, því verð ég að tilkynna þér þau tíðindi að ekki verður af minni þátttöku. Mannskepnan er svo illa hönnuð að geta ekki verið á tveimur stöðum í einu. Ég óska ykkur allrar gæfu í þessu teiti og vona að allir komi heilir heim.“ Þetta skrifaði Hjálmar Steinþór Björnsson sem við HJÁLMAR STEINÞÓR BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.