Morgunblaðið - 01.07.2003, Síða 28
MINNINGAR
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er ein mikilvæg-
asta skylda þeirra
stjórnmálamanna,
sem fara með fram-
kvæmdavaldið á
hverjum tíma, að tryggja öryggi
landsmanna. Á það geta flestir
fallist. Í því felst að verja rétt
borgaranna fyrir hver öðrum
sem og að verja rétt borgaranna
gagnvart borgurum annarra
ríkja. Þess vegna er það skylda
hvers ríkis, þar á meðal Íslands,
að verja landamæri sín gagnvart
utanaðkomandi árásum rétt eins
og að verja borgara innan rík-
isins gegn árásum hvers annars.
Þessu hljóta jafnvel þeir, sem
berjast gegn varnarliði á Ís-
landi, að vera
sammála.
Íslenskir
stjórn-
málamenn
sáu fljótt eft-
ir seinni
heimstyrjöldina að ríkisvaldið
gat ekki uppfyllt þessa frum-
skyldu sína og tryggt lands-
mönnum öryggi gagnvart utan-
aðkomandi árásum. Þeir öxluðu
hins vegar þessa ábyrgð á okkar
eigin forsendum með aðild að
stofnun Atlantshafsbandalags-
ins, NATO, og varnarsamningi
við Bandaríkin. Íslendingar hafa
ekki getað varið sig sjálfir og
því var nauðsynlegt að ganga til
samninga við aðrar þjóðir um
varnir okkar ef á landið yrði
ráðist. Ef ráðamenn hefðu ekki
tryggt öryggi Íslendinga hefðu
þeir fyrst svikið þjóðina. Af
þessum sökum er vera Íslands í
NATO nauðsynleg.
Bandaríkjamenn eru nú að
endurskoða hvernig tæknilega
sé best að haga vörnum sínum í
heiminum í ljósi breyttrar
heimsmyndar og nýrrar ógnar.
Varnarlínan hefur í meira en
fimmtíu ár miðast við ógnina úr
austri þegar kommúnistar Sov-
étríkjanna ógnuðu heimsfriðnum
og frelsi vestrænna manna.
Það kemur því ekkert á óvart
að yfirmenn í bandaríska hern-
um vilji eyða skattpeningum
Bandaríkjamanna með öðrum
hætti nú en fyrir fimmtíu árum.
Það er þeirra réttur og ef
embættismenn í Pentagon, sem
starfa í umboði bandarísks al-
mennings, segja ekki þörf á
vörnum á Íslandi, þar sem engin
hætta steðjar að, er óhætt að
treysta því nema íslensk stjórn-
völd geti bent á eitthvað sem
hnekkir þeirri skoðun.
Þótt varnarliðið hverfi frá Ís-
landi verðum við áfram varið
land. Samkvæmt 5. grein stofn-
samnings NATO þýðir árás á
eitt aðildarland árás á þau öll. Í
því felst gagnkvæm skylda
aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins að aðstoða það ríki
sem ráðist er á með nauðsyn-
legum ráðstöfunum, þar á meðal
beitingu hervalds, til þess að
koma á öryggi í landinu. Þetta
ákvæði og varnarsamningur við
Bandaríkin á að tryggja hér ör-
yggi þótt varnarliðið fari. Upp-
bygging Bandaríkjahers byggist
líka á því að bregðast skjótt við
og hægt er að halda úti eftirliti
á Íslandi annars staðar frá en
Keflavík.
Beiting og viðhald hervalds er
nauðugur kostur í augum þeirra
sem berjast gegn útþenslu og
valdi ríkisins. Umfang þess hér
á landi á ekki að vera meira en
nauðsynlegt er og það má ræða
opinberlega án þess að fólk sé
sakað um að skaða öryggishags-
muni Íslands. Her er ekkert frá-
brugðinn öðrum opinberum
stofnunum sem reyna hvað þær
geta til að viðhalda mikilvægi
sínu og valdi. Í því efni skiptir
engu máli þótt yfirmenn kallist
marskálkar eða majórar.
Ég hélt því fram í október ár-
ið 2000, þegar mér var boðið að
taka þátt í málþingi Samtaka
herstöðvaandstæðinga um
friðarhorfur á nýrri öld, að fé-
lagsmenn samtakanna hefðu
verið ötulir baráttumenn gegn
vexti og ofríki ríkisvaldsins í
fjöldamörg ár. Þeir hefðu ávallt
spurt grundvallarspurninga um
þörfina fyrir varnarlið á Íslandi,
fundist ásýnd valdsins ógnvekj-
andi og viljað takmarka það.
Reyndar féll sú fullyrðing ekki í
góðan jarðveg.
Frjálshyggjumenn víða um
heim tortryggja allt vald rík-
isins og vilja takmarka það í
lögum og stjórnarskrá til að
tryggja rétt einstaklinganna.
Það er þó ekki það sama og að
vilja eyða því og þar með ríkis-
valdinu sjálfu. Flestir fallast á
það hlutverk ríkisins að verja
rétt borgaranna; annars vegar
fyrir hver öðrum með löreglu-
valdi og hins vegar fyrir borg-
urum annarra landa með her-
valdi.
Lögreglan er holdgervingur
þess valds sem ríkið beitir til að
tryggja að einstaklingar fari að
lögum og reglum sem gilda.
Frjálshyggjumenn telja að
stjórnmálamenn taki sér of víð-
tækt umboð til að ráðskast með
fólk í gegnum lagasetningu sem
lögreglan þarf síðan að fram-
fylgja. Það er gert með hót-
unum, sektum og jafnvel fang-
elsun til að refsa mönnum fyrir
gjörðir, sem ekki endilega fela í
sér nein fórnarlömb.
Við viljum ekki að lögreglan
sé að hnýsast á heimilum okkar,
stöðva okkur á götu úti eða
hlera símtöl frá vinnustað. Við
viljum sem minnst af henni vita,
sérstaklega þegar síst þarf á
henni að halda. Því er óþarfi að
hér starfi mjög fjölmenn og öfl-
ug sveit vopnaðra lögreglu-
manna sem sé sýnileg um alla
borg. Það er einfaldlega ekki
nauðsynlegt.
Það sama gildir um það vald
sem sinnir landvörnum, þ.e.
varnarliðið. Við viljum sem
minnst af varnarliðinu vita. Þótt
við föllumst á hlutverk varnar-
liðsins er ásýnd valdsins ónauð-
synleg þegar aðstæður segja
okkur að lítil hætta sé á, að á
okkur verði ráðist.
Kannski í þessu ljósi ættu
herstöðvaandstæðingar, sem
berjast gegn hervaldi og vilja
vera samkvæmir sjálfum sér, að
slást í hóp frjálshyggjumanna í
baráttu þeirra við að takmarka
alla valdbeitingu ríkisins. Það er
ekkert „friðsamlegra“ að beita
eigin borgara valdi en borgara
annarra ríkja.
Tortryggj-
um hervald
Flestir geta fallist á að það sé hlutverk
ríkisins að verja rétt borgaranna; ann-
ars vegar fyrir hver öðrum, með lög-
regluvaldi, og hins vegar fyrir borgurum
annarra ríkja, með hervaldi.
VIÐHORF
Eftir Björgvin
Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
✝ Bragi HólmKristjánsson
fæddist á Ísafirði 1.
júlí 1939. Hann lést
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi að morgni
laugardagsins 7.
júní. Bragi Hólm
var elsti sonur
hjónanna Helgu
Magnúsdóttur og
Kristjáns Hólm Jón-
assonar. Yngri
bræður Braga eru
Lárus og Helgi
Hólm. Fjölskyldan
flutti til Hveragerðis þegar
Bragi var um sjö ára gamall, en
vegna veikinda móður hans ólst
hann upp hjá móðursystur sinni,
Guðrúnu Magnúsdóttur, og
manni hennar, Ragnari Gunn-
steini Guðjónssyni, þar í bæ.
Uppeldissystkyni
Braga eru Davíð
Jack, María Jack og
Ragnar Gunnsteinn
Ragnarsson.
Helga, móðir
Braga, lést þegar
hann var um ferm-
ingu. Seinni kona
Kristjáns er Sigur-
laug Jónsdóttir.
Hálfsystur Braga
eru Svava og
Soffía.
Bragi kvæntist
Ingu Guðmunds-
dóttur 13. septem-
ber 1958. Þau skildu. Börn
þeirra eru tvíburarnir Helgi og
Sigurður, f. 1959, Arnar, f. 1960,
og Linda Björk, f. 1967.
Útför Braga var gerð frá
Fossvogskapellu 13. júní sl., í
kyrrþey að ósk hins látna.
Hvenær sem kallið kemur
kaupir sér enginn frí,
þar læt ég nótt sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
(Hallgrímur Pétursson.)
Á svona stumdum reikar hug-
urinn oft til baka og margs er að
minnast. Elsku stóri bróðir minn
heftur kvatt þennan heim. Hann
sýndi mér alltaf virðingu og elsku-
legheit og efast ég ekki um að öðr-
um hafi hann sýnt sama viðmót.
Ég man eftir honum sem ungum
föður skiptandi á bleium á nýfædd-
um tvíburum sínum, en á þeim
tíma var ekki algengt að feðurnir
sæju um þennan þátt uppeldisins.
Ég man eftir honum á Gufuskál-
um á Snæfellsnesi rétt rúmlega
tvítugum með drengina sína þrjá
og ljúfa, fallega konu sér við hlið,
hana Ingu mágkonu mína. Ég man
hvað ég var stolt af honum þegar
ég gat sagt skólasyskinum mínum
frá því 14 ára gömul, að hann bróð-
ir minn hefði m.a. haft vinnu við
það að klifra upp 400 metra háa
mastrið á Loransstöðinni á Gufu-
skálum.
Ég man þegar hann og Inga
eignuðust fjórða barn sitt, yndis-
lega litla dóttur.
Já, hann var ríkur hann Bragi
bróðir minn að eiga öll þessi fjögur
frábæru og góðu börn sem í dag
syrgja föður sinn sárt. Hann átti
og eftir að verða tengdafaðir og afi
níu barna.
Bragi bróðir minn var duglegur
maður og handlaginn, en veikindi
mörkuðu hann hin síðari ár. Hann
var bóngóður og vildi öllum vel.
Hann var sérstaklega hlýlegur og
elskulegur við móður mína alla tíð
og er ég honum þakklát fyrir það
hvað hann var duglegur að hafa við
hana samband.
Hann gekk hér um að góðra drengja sið,
gladdi mædda, veitti þreyttum lið.
Þeir fundu best sem voru á vegi hans
vinarþel hins drenglundaða manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir jafnt við Guð og menn.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku Siggi, Helgi, Arnar,
Linda, Inga og fjölskyldur, megi
góður Guð styrkja okkur öll og
blessa minninguna um okkar
elskulega Braga Hólm.
Hjartans kveðjur.
Soffía K. Kristjánsdóttir.
BRAGI HÓLM
KRISTJÁNSSON
✝ Vigdís Guðjóns-dóttir fæddist í
Vetleifsholtsparti í
Ásahreppi í Rangár-
vallasýslu 23. apríl
1911. Hún lést á
Droplaugarstöðum
að kvöldi 21. júní síð-
astliðins. Foreldrar
hennar voru Þórunn
Ólafsdóttir, f. 1889,
d.1978, og Guðjón
Guðmundsson, f.
1889, d. 1984. Systk-
ini Vigdísar eru:
Guðríður, f. 1915, d.
2001; Valdimar, f.
1918, d. 2002; Ingibjörg, f. 1920;
Ólafur, f. 1922; Gunnar, f. 1925, og
Þórir, f. 1982, b) Kári, f. 1967,
kvæntur Guðrúnu Rut Gunnlaugs-
dóttur, f. 1972, dætur þeirra eru
Ingunn Þóra, f. 1987, og Þórdís
Rún, f. 1996. Seinni kona Þóris er
Ásta Lilja Jónsdóttir, börn hennar
og fósturbörn Þóris eru: a) Ómar
Vagn, f. 1963, synir hans eru Þor-
bergur Taró, f. 1983, Jón Snævar,
f. 1986, Ómar Ástþór, f. 1988, og
Kristján Örn, f. 1989, b) Jóhanna
Kristín, f. 1968, sambýlismaður
Bjarni Bjarkan Haraldsson, f.
1971, synir hennar og fóstursynir
Bjarna eru Valur Þór, f. 1989,
Haukur Þór, f. 1991, og Arnar Þór,
f. 1996. 2) Auður, f. 1944, gift Hen-
rik Granfors, f. 1938. Börn þeirra
eru: a) Björn Johan, f. 1975, sam-
býliskona Lisa Carlgren, f. 1975,
og b) Anna Vigdís, f. 1978,sam-
býlismaður Sven Igerud, f. 1976.
Útför Vigdísar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Guðmundur, f. 1926,
d. 1926.
Vigdís giftist hinn
7. október 1933 Sigur-
birni Björnssyni, f. 12.
ágúst 1909, d. 7. febr-
úar 1957. Foreldrar
hans voru Evlalía
Ólafsdóttir, f. 1888, d.
1974, og Björn Guð-
mundsson, f. 1881, d.
1970. Börn Vigdísar
og Sigurbjörns eru: 1)
Þórir, kvæntist Krist-
björu Oddgeirsdóttur.
Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru: a)
Vigdís, f. 1963, gift Ingvari Grét-
arssyni, f. 1963, sonur þeirra er
Nú er hún amma mín farin. Það
er hálf einkennilegt og tómlegt því
hún er búin að vera fasti punkt-
urinn í lífi mínu lengi. Hún var mér
góður vinur og ég kunni að meta
hversu hreinskiptin hún var og
hafði sínar meiningar á hlutunum.
Ef það átti að gera eitthvað var
gengið í það mál af krafti, hún lét
ekki bíða eftir sér. Værum við að
fara eitthvað saman beið hún yfir-
leitt tilbúin í kápunni úti á tröppum
þegar ég sótti hana. Hún var oftast
nær sjálfri sér nóg, las mikið, réði
krossgátur, fylgdist með íþróttum
og fór í laugarnar. Ef ekki, þá bak-
aði hún pönnukökur eða steikti
kleinur út úr leiðindum og við hin
nutum góðs af. Síðar þegar að
heilsan versnaði og hún hætti að
geta gert alla hluti sjálf, svaraði
hún því þannig til ef hún var spurð
hvernig hún hefði það; mér líður
ágætlega, það er bara einhver leti í
mér. Þau eru ófá orðatiltækin sem
liggja eftir hana sem við höfum oft
eftir. Við gátum líka spjallað um
allt milli himins og jarðar og skipst
á skoðunum, sem oft voru ólíkar,
enda liðlega hálf öld á milli okkar.
Amma uppalin í torfbæ en ég gæti
ekki bjargað mér án rennandi
vatns og rafmagns.
Bridge var hennar líf og yndi.
Hún var ein af stofnendum Bridge-
félags kvenna og var mjög fær spil-
ari enda voru þau mörg mótin og
keppnirnar sem hún tók þátt í bæði
hérlendis og erlendis. Það var líka
mikið spilað í Stórholti. Þá var
byrjaði á því að finna þann fjórða,
spilaborðið gert klárt og hellt upp
á kaffi, og svo var sest við og spiluð
hver rúbertan á eftir annarri, iðu-
lega lengi fram eftir. Mér fannst
alltaf jafn gaman að hlusta á hana
segja frá spilum eftir á, þó svo ég
hafi aldrei verið brúkleg sem
fjórði. Þá var farið yfir hvað hún og
aðrir voru með á hendi, hvaða
sagnir voru sagðar og hvernig spil-
aðist úr og þá skipti engu máli
hvort það spil var spilað í gær-
kvöldi eða í Noregi 1957. Þvílíkt
minni! Það sama gilti um vísur.
Væru stuðlar og höfuðstafir til
staðar þá virtist hún læra þær á
augabragði og hún kunni ógrynni
af vísum. Margar hefur hún sjálf-
sagt lært sem barn af móðurfor-
eldrum sínum sem hún dvaldist
mikið hjá. Og þótt alzheimer-sjúk-
dómurinn hafi hrjáð hana síðustu
árin, þá var þetta minni enn til
staðar. Oft þurfti ekki nema eitt
stikkorð og þá kom fyrripartur,
seinnipartur eða vísa, og þetta
minni virtist aldrei bregðast henni
þó svo annað gleymdist.
Efst í huga mér er þakklæti.
Fyrir að hafa átt hana ömmu mína
að þetta lengi, fyrir allt það sem
hún kenndi mér og leiðbeindi mér
með, fyrir að vera ávallt til staðar
fyrir mig og mína. Ég kveð hana
með söknuði, virðingu og þakklæti
fyrir allt og allt.
Vigdís Þórisdóttir.
VIGDÍS
GUÐJÓNSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endur-
gjaldslaust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (net-
fangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein
hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauð-
synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum
á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrif-
stofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið
við handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um
hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin
verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Birting afmælis- og
minningargreina