Morgunblaðið - 01.07.2003, Side 36
Hins vegar sneru forráðamennNBA-deildarinnar á þá sem
nýttu sér þennan möguleika á ár-
um áður því í dag er ekki víst að
slakasta liðið fái að velja fyrst
allra liða í nýliðavalinu. Nokkrum
vikum áður en nýliðavalið fer fram
er dregið um hvaða lið fær fyrsta
valrétt og er beitt svipaðri aðferð
og í Lottói þar sem liðið með slak-
asta árangurinn á flestar kúlur í
Lottóvélinni en enginn veit hvaða
kúla kemur fyrst upp. Þetta árið
datt Cleveland Cavaliers í lukku-
pottinn og þeirra kúla kom fyrst
upp, því næst kúla Detroit Pistons
og Denver Nuggets átti þriðju kúl-
una.
Ekkert samhengi milli
valréttar og árangurs
NBA-liðin 29 hafa skipt á leik-
mönnum undanfarin ár þar sem
valréttir í nýliðavalinu fylgja með í
kaupunum og því geta bestu lið
deildarinnar verið í hópi þeirra
sem fá að velja fyrst og það flækir
málin fyrir þá sem ekki eru djúpt
sokknir í „NBA-fræðin“.
En það er ekki línulegt sam-
hengi á milli fyrsta valréttar og
gengi liða sem fá þann leikmann,
sumir þeirra sem valdir hafa verið
fyrstir eru ógleymanlegir og hafa
gert lið sín betri – en aðrir hafa
ekki staðist þær væntingar sem
gerðar hafa verið til þeirra.
Ef rýnt er í nýliðavalið und-
anfarna áratugi má finna áhuga-
verða hluti og spurningin er hvort
LeBron James verði stjarna á
borð við Tim Duncan, Shaquille
O’Neal eða falli í meðalmennskuna
líkt og margir hafa gert.
Hér á eftir er listi yfir þá leik-
menn sem hafa verið valdir fyrstir
allra í nýliðavalinu frá árinu 1979
en valið var tekið upp árið 1966.
Án vafa eru Michael Olowok-
andi, Joe Smith, Derrick Coleman,
Pervis Ellison og Ralph Sampson í
hópi þeirra sem má kalla „von-
brigði“ síðustu aldar og Kwame
Brown kemur sterkur inn sem
væntanlegur meðlimur í þessum
hópi á nýrri öld.
2002 Yao Ming, Houston.
2001 Kwame Brown, Washington.
2000 Kenyon Martin, New Jersey.
1999 Elton Brand, Chicago Bulls.
1998 Michael Olowokandi,
Los Angeles Clippers.
1997 Tim Duncan, San Antonio.
1996 Allen Iverson, Philadelphia.
1995 Joe Smith, Golden State.
1994 Glenn Robinson, Milwaukee.
1993 Chris Webber, Orlando.
1992 Shaquille O’Neal, Orlando.
1991 Larry Johnson, Charlotte.
1990 Derrick Coleman, Jersey.
1989 Pervis Ellison, Sacramento.
1988 Danny Manning, Clippers.
1987 David Robinson,
San Antonio.
1986 Brad Daugherty, Cleveland.
1985 Patrick Ewing, New York.
1984 Hakeem Olajuwon, Houston.
Michael Jordan var valinn þriðji
í röðinni á eftir Sam Bowie!
1983 Ralph Sampson, Houston.
1982 James Worthy, L.A. Lakers.
1981 Mark Aguirre, Dallas.
1980 J.B. Carroll, Golden State.
1979 Magic Johnson, L.A. Lakers.
Fetar James í fótspor
Duncans eða Smiths?
APMargir binda vonir við að
LeBron James verði næsta
stjarna NBA-deildarinnar og
takist að feta í fótspor
Michales Jordans.
Á ÁRUM áður var það mál
manna sem fylgdust náið með
NBA-deildinni að forráðamenn
„slökustu“ liðanna kepptust við
að láta liðið ná slökum árangri
með það sem markmið að
krækja í fyrsta valrétt í nýliða-
vali NBA-deildarinnar, í þeirri
von að ná í „gimstein“ sem gæti
snúið við blaðinu hjá sökkvandi
skipi. Leikmann í sama gæða-
flokki og Larry Bird, Magic
Johnson eða Michael Jordan.
ÍÞRÓTTIR
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ENGLENDINGURINN Philip Golding tryggði sér
sigur með eins höggs mun á Opna franska mótinu
í golfi með því að ná fugli á síðustu holunni og end-
aði hann á 15 höggum undir pari.
Golding hefur beðið lengi eftir því að slá í gegn
á þessu sviði enda hefur hann verið í tvo áratugi á
evrópsku mótaröðinni án þess að hafa tryggt sér
tilverurétt þar á bæ og því hefur hann farið sextán
sinnum í gegnum úrtökumót fyrir evrópsku móta-
röðina. Sigurinn tryggir Golding þátttökurétt á
mótaröðinni út árið 2005
Golding varð fertugur í lok sl. árs og íhugaði að
hætta ferli sínum sem atvinnumaður en fjölskylda
hans og vinir lögðu hart að honum að halda áfram.
David Howell varð annar á eftir Golding en þeir
Peter O’Malley og Justin Rose deildu þriðja sætinu
á 13 höggum undir pari.
Golding sló í
gegn í París
AP
Philip Golding veltir vöngum yfir stöðunni.
DRENGUR sem kom í heiminn
hinn 28. júní sl. er mjög líklegur til
þess að vera frár á fæti ef litið er til
erfðafræðilegra þátta þar sem
móðir hans hefur verið fremst í
flokki spretthlaupara undanfarin
ár og faðir drengsins á heimsmetið
í 100 metra hlaupi. Foreldrar
drengsins eru bandaríska parið
Marion Jones og Tim Montgom-
ery. „Ég er mjög hamingjusöm og
fæðingin var hápunkturinn á öllu
því sem ég upplifað fram til þessa.
Drengurinn er myndarlegur og við
erum afar stolt á þessari stundu,“
sagði Marion Jones en þetta er
hennar fyrsta barn en Tim á dóttur
sem fæddist árið 2001. Drengurinn
hefur nú þegar fengið nafn og er
alnafni föður sín, Tim Montgom-
ery.
SERENA Williams er efst á
styrkleikalista Wimbledon mótsins
í tennis og á einnig titil að verja en
bandaríska konan átti ekki í mikl-
um erfiðleikum gegn Jelenu Dem-
entievu í dag, og sigraði örugglega,
6:2, 6:2. Dementieva var í 15. sæti
á styrkleikalista mótsins en viður-
eign hennar gegn Serenu tók að-
eins 51 mínútu.
WILLIAMS hefur unnið fjögur af
þeim fimm stórmótum sem hún
hefur tekið þátt í undanfarin miss-
eri og þetta er fjórða árið í röð sem
hún kemst í fjórðungsúrslit á
Wimbledon. Venus, eldri systir
hennar, er ennfremur í fjórðungs-
úrslitum mótsins en hún lék einnig
gegn rússneskum leikmanni í síð-
ustu umferð, Veru Zvonarevu, þar
sem Venus hafði betur, 6:1, 6:3.
JASON Kidd, sem leikið hefur
með NBA-liðinu New Jersey Nets,
hefur sagt við ESPN-fréttastofuna
að fjögur lið komi til greina hjá
honum á næstu leiktíð en samn-
ingur hans við Nets rennur út 1.
júlí. Liðin eru New Jersey Nets,
San Antonio Spurs, Denver Nugg-
ets og Dallas Mavericks.
NETS geta boðið Kidd 7,4 millj-
arða ísl. kr. í laun fyrir næstu sex
árin eða rúma 1,2 milljarða á ári en
Spurs og Nuggets geta „aðeins“
boðið Kidd 6,6 milljarða ísl. kr. fyr-
ir sex ára samning eða um 1.100
milljónir ísl. kr. á ári. Kidd mun
hitta forráðamenn liðana á næst-
unni en Dallas verður að skipta á
leikmönnum við Nets ætli þeir sér
að fá Kidd í sínar raðir enda er lið-
ið langt yfir leyfilegum mörkum
hvað launagreiðslur varðar.
KIDD er sagður renna hýru auga
til Dallas fái þeir Alanzo Mourning
frá Miami Heat einnig í sínar raðir
en miðherjastaðan hefur verið
veikleiki hjá Dallas undanfarin ár.
Einnig hefur Karl Malone verið
nefndur til sögunnar hjá Dallas en
hann er á förum frá Utah Jazz.
FÓLK
ENSKA knattspyrnusambandið,
FA, hefur krafið David Beckham
fyrirliða landsliðsins skýringa á
því hvers vegna hann notaði enska
landsliðsbúninginn í auglýsinga-
ferð sinni til Japans á dögunum.
Þar var David Beckham í eftirlík-
ingu enska landsliðsbúningsins á
flestum þeim stöðum þar sem
hann kom fram og á treyjunni
voru auglýsingar frá þeim aðilum
sem stóðu að komu hans til Jap-
ans.
Búið var að fjarlægja merki
Umbro sem framleiðir enska
landsliðsbúninginn og eru menn
þar á bæ lítið hrifnir af uppátæki
þeirra sem stóðu að heimsókninni.
Forráðamenn FA eru einnig æva-
reiðir þar sem enski landsliðsbún-
ingurinn er „heilagur“ í þeirra
augum hvað auglýsingar varða
enda hefur enska landsliðið aldrei
verið með auglýsingar á sínum
keppnistreyjum. Bæði FA og
Umbro hafa sagt að Beckham hafi
aldrei fengið leyfi til þess að nota
enska landsliðsbúninginn með
þessum hætti og talsmenn Castrol-
fyrirtækisins sem stóð að heim-
sókn Beckhams til Austurlanda
hafa sagt að málið verði kannað of-
an í kjölinn. Beckham er í Madrid
á Spáni þessa stundina þar sem
hann verður kynntur formlega fyr-
ir stuðningsmönnum Real Madrid-
liðsins á miðvikudag, en 520 blaða-
menn og 40 sjónvarpsstöðvar frá
25 löndum hafa boðað komu sína á
þann viðburð.
Beckham í
vandræðum
ÖRN Sölvi Halldórsson og Stein-
unn Eggertsdóttir hafa valið kylf-
inga sem skipa unglingalandslið
Íslands í pilta- og stúlknaflokki í
næstu verkefnum golflandslið-
anna.
Piltalandsliðið tekur þátt í Evr-
ópumóti landsliða í Tékklandi
dagana 8.–12. júlí og er liðið
þannig skipað: Alfreð B. Krist-
insson GR, Haukur Már Ólafsson
GKG, Hilmar Njáll Þórðarson GK,
Hjörtur Brynjarsson GSE, Magn-
ús Lárusson GKJ og Stefán Már
Stefánsson GR, en Örn Sölvi er
liðsstjóri.
Það er nóg um að vera hjá
Magnúsi Lárussyni þar sem hann
er einnig í A-landsliði Íslands sem
tekur þátt í Evrópukeppni í Hol-
landi í næstu viku og fer Magnús
því beint frá Hollandi í keppnina í
Tékklandi.
Á sama tíma og keppnin í
Tékklandi fer fram leikur
stúlknalandslið Íslands í Evr-
ópukeppni sem fram fer í Dan-
mörku og er íslenska liðið þannig
skipað: Arna Rún Oddsdóttir GH,
Kristín Rós Kristjánsdóttir GR,
María Ósk Jónsdóttir GA og
Tinna Jóhannsdóttir GK, en
Steinunn Eggertsdóttir er liðs-
stjóri.
Magnús Lárusson
stendur í ströngu