Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIKUFERÐ TIL PRAG Í ÁGÚST Borgartúni 34 sími 511 1515 www.gjtravel.is Þann 1. ágúst býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar beint leiguflug með Flugleiðum til hinnar fornfrægu og fögru borgar Prag, höfuðborgar Tékklands. Heimflug til Íslands er síðan þann 9. ágúst. Verð á mann er krónur 73.700 ef gist er á Hotel Pyramida Verð á mann er krónur 82.200 ef gist er á Hotel Bellagio Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, akstur frá og að flugvelli, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, yfirgripsmikil skoðunarferð um Prag og íslensk fararstjórn. Meðan á dvöl stendur verður boðið upp á ýmsar dagsferðir með íslenskri leiðsögn sem bókast og greiðast hjá fararstjórum. Hotel Pyramida er vel staðsett og vel útbúið fjögurra stjörnu hótel skammt frá kastalahæðinni. Hotel Bellagio er nýtt fjögurra stjörnu hótel skammt frá gyðingahverfinu og gamla bænum. Fararstjórar: Emil Örn Kristjánsson og Pétur Gauti Valgeirsson. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. UM 100 börn og unglingar af báð- um kynjum sóttu námskeið í knattspyrnu á Húsavík á dög- unum; það hófst á föstudags- morgni og stóð fram á sunnudag. Knattspyrnuskóli Arnórs Guðjohn- sen stóð fyrir námskeiðinu. Það má segja að það sé við hæfi að þetta fyrsta námskeið skólans, ut- an suðvesturhornsins, skuli vera haldið á þeim slóðum sem Arnór hóf sinn glæsta knattspyrnuferil. Arnór sagði fréttaritara að það væri búin að vera mikil tilhlökkun hjá þeim sem að skólanum standa að koma með hann til Húsavíkur, hann kvaðst vera ánægður með þátttökuna, hún væri frábær, að- staðan góð og áhugi þátttakenda mikill. Að sögn Benedikts Guðmunds- sonar, sem hefur yfirumsjón með skólanum, ásamt Arnóri, eru þjálf- arar sem kenna á á námskeiðinu þeir Zejlko Sankovic, yfirþjálfari Knattspyrnuskólans og þjálfari hjá Víkingi, Pavol Kretovec, þjálf- ari hjá Breiðabliki, Magni Magn- ússon, þjálfari hjá HK, Sigurður Jónsson, þjálfari meistaraflokks Víkings og fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, og að sjálfsögðu Arnór Guðjohn- sen. Benedikt segir það vera tölu- vert mál að koma svona námskeiði saman og að það hefði ekki tekist nema með aðstoð Lindu Baldurs- dóttur, formanns Völsungs. Án hennar aðstoðar hefði þetta nám- skeið ekki orðið að veruleika. Þeim þjálfurum sem kenndu á námskeiðinu voru til aðstoðar þrír þjálfarar yngri flokka Völsungs. Unnar Þór Garðarsson, einn þeirra, sagði mjög gaman og lær- dómsríkt að fá að taka þátt í nám- skeiðinu. Þeir knattspyrnukrakk- ar sem fréttaritari hafði tal af á námskeiðinu voru alveg í skýj- unum með allt saman og það er aldrei að vita nema það leynist nýr Arnór, eða þá Eiður Smári, í hópnum. Knattspyrnuskóli Arnórs Guðjohnsen Frábær þátttaka á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ungir knattspyrnumenn á Húsavík hlýða á Arnór Guðjohnsen, en yfir 100 börn og unglingar sóttu námskeiðið. Húsavík ÞRÁTT fyrir að Laugarvatn hafi verið mikill ferðamannastaður í gegnum tíðina hefur ekki verið bændagisting í Laugardalnum fram til þessa. Nú hafa hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðs- son í Efsta-dal bætt úr þessu. Á dögunum tóku þau í notkun fjögur tveggja manna herbergi með uppá- búnum rúmum, eldunaraðstöðu og heitum potti. Boðið er uppá silungs- veiði í Brúará, fallegar gönguleiðir og hestaferðir fyrir þá sem taka gistingu í Efsta-dal. Stutt er frá gistingunni á golfvöllinn í Miðdal og Úthlíð. Aukið gistirými í Laugardalnum Morgunblaðið/Kári Jónsson Snæbjörn Sigurðsson og Björg Ingvarsdóttir á pallinum við heitapottinn í Efsta-dal. Bændagisting í Efsta-dal Laugarvatn NÝVERIÐ flutti Efnalaug Sauð- árkróks í nýtt húsnæði að Borg- arflöt 1. Í tilefni þessa buðu eig- endurnir, Guðrún Kristófers- dóttir og Guðmundur Pálsson, gestum til veislu og að skoða hið nýja og glæsilega húsnæði, en það er miklum mun stærra og rýmra en það sem áður hýsti starfsemi fyrirtækisins við aðalgötuna á Króknum. Samhliða flutningnum hefur tækjakostur efnalaugarinn- ar verið endurnýjaður og bætt við afkastamiklum vélum, en fyrir- tækið hefur nýlega gert samning um allan þvott og hreinsun fyrir Sjúkrahús Skagfirðinga. Fjöldi gesta þáði boð þeirra Guðrúnar og Guðmundar og tók undir óskir séra Guðbjargar Jó- hannesdóttur, sem flutti stutta helgistund og bað fyrirtækinu, starfsfólki þess og eigendum allr- ar blessunar. Morgunblaðið/Björn Björnsson Eigendurnir Guðrún Kristófersdóttir og Guðmundur Pálsson. Efnalaug Sauðárkróks flytur í nýtt húsnæði Sauðárkrókur OPNUÐ hefur verið upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn á Hvols- velli. Miðstöðin er til húsa við þjóð- veg númer 1, eða Austurveg, þar sem verslunin 11-11 er einnig til húsa. Tveir starfsmenn munu vinna við upplýsingamiðstöðina, þær Margrét Einarsdóttir og Guðlaug Ósk Svansdóttir. Að sögn Guðlaugar verður opið virka daga frá 9 á morgnana til 17.30 síðdegis og frá 9–13 um helg- ar. Miðstöðin er rekin af Rangár- þingi eystra og er í samvinnu við aðrar upplýsingamiðstöðvar á Suð- urlandi sem eiga sínar höfðustöðv- ar í Upplýsingamiðstöð Suðurlands í Hveragerði. Í hófi sl. föstudag kom fram að samvinna upplýsinga- miðstöðva á Suðurlandi er mjög mikilvæg fyrir þróun ferðaþjónustu á svæðinu og að ferðaþjónusta á Suðurlandi eigi mikla möguleika í framtíðinni ef menn standi saman og veki athygli hver á öðrum með jákvæðum hætti. Ljósmynd/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Starfsmenn upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á Hvolsvelli, þær Guðlaug Ósk Svansdóttir og Margrét Einarsdóttir, ásamt Pétri Rafnssyni, formanni Ferðamálaráðs Íslands, en hann flutti tölu við opnun miðstöðvarinnar. Upplýsingamiðstöð opnuð á Hvolsvelli Hvolsvöllur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.