Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 29 ✝ Ingunn ElísabetKarlsdóttir Bernburg fæddist 22. september 1916. Hún lést 23. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Karl Friðriksson, brúar- smiður og vega- vinnustjóri, og Guð- rún Sigurðardóttir. Þau bjuggu á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Ingunn Elísabet fékk nafn sitt frá ömmu sinni sem var frá Ytri-Kárastöðum en Friðrik var frá Bakkakoti í Víðidal. Ingunn Elísabet sem jafnan var kölluð Inga átti 8 systkini. Elst er Eva sem býr á Syðri-Brekku í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu. Næstur í systkinaröðinni var Sigurður sem er látinn, þá Friðrik sem er einn- ig látinn. Þá koma Kristín, Bald- ur og Ólafur sem öll búa í Reykjavík. Inga átti tvo hálf- bræður, þá Sigurð Svein og Jón Vídal- ín. Þau voru sam- feðra. Ingunn Elísabet giftist Paul Otto Bernburg, verslun- ar- og hljómlistar- manni, f. 8. október 1913, d. 11. septem- ber 1993. Þau eign- uðust tvo syni: 1) Gunnar Bernburg, sem býr í Reykjavík og á þrjú börn, þau eru: Páll Ottó, f. 1964, hann á tvær dætur, Ingunni, f. 1983, og Karen Ósk, f. 1998; Jón Gunnar, f. 1973, hann á einn son, Jóel, f. 2001; og Inga Birna, f. 1979; 2) Kristján Bernburg, sem býr í Belgíu og á þrjár dætur, þær eru: Lisbeth Poulina, f. 1987, Elien Ingunn Fransine, f. 1989, og Anna Gunna, f. 1991. Útför Ingunnar Elísabetar var gerð í kyrrþey 30. júní. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Mér er ljúft að skrifa nokkrar línur að Ingu frænku minni geng- inni. Ingunn Elísabet Karlsdóttir fæddist í V.-Húnavatnssýslu 22. september 1916. Foreldrar hennar voru Karl Friðriksson brúarsmiður og Guðrún Sigurðardóttir kona hans. Ung fór Inga að vinna fyrir sér eins og venja var þá og var skóla- gangan stutt. Minntust þær hún og móðir mín (Kidda) oft sumranna sem þær voru í Borgarfirði, Inga á Bárustöðum en mamma á Hvann- eyri, þá hittust þær oft miðja vega og grétu fögrum tárum af heimþrá og söknuði eftir mömmu sinni. Seinna flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og eftir skilnað for- eldranna urðu þær systur „vinnu- konur“ í Reykjavík og sögðust báð- ar hafa lært mikið í matargerð og öðrum heimilisstörfum á þessum árum. Inga varð „barnapía“ hjá náfrænda sínum Sigurbirni Þor- kelssyni í Vísi og konu hans, Unni, en þau reyndust fjölskyldunni ætíð vel. Ung að árum kynntist Inga Polla sínum, yndislegum dreng sem öllum þótti vænt um. Þau giftu sig 1938, Polli var hljómlist- armaður þeirra fyrstu búskaparár og síðar framkvæmdastjóri Hljóð- færaverslunar Poul Bernburg. Inga var glæsileg kona, dökk yfir- litum og naut þess að klæða sig fallega og hafa fallegt í kringum sig. Þau hjón eignuðust tvo drengi, Gunnar, f. 1942, og Kristján (Kidda), f. 1948. Mikill samgangur var á milli heimila foreldra minna og Polla og Ingu. Þær systur sáust nær daglega á bernskuárum mínum þegar ekki var venja að konur ynnu utan heimilis, Inga átti þá heima í Stigahlíð og við í Mávahlíð. Ef önnur fjölskyldan fór til útlanda voru börnin hjá hinni. Polli lét allt eftir mér en Inga frænka reyndi eitthvað að spyrna við fótum og ala stelpuna upp. Eftir þessi ár hef ég alltaf litið á Kidda sem bróður minn. Amma mín, sem bjó heima hjá okkur, fékk heilablóðfall 1957 og lá á hinum ýmsu sjúkrahúsum næstu 15 ár, lengst af á Sólheimum við Tjarnargötu og á Heilsuverndar- stöðinni í Reykjavík. Þær systur skipulögðu heimsóknir til hennar og sáu til þess að hún fengi heim- sóknir á hverjum degi, oft var það þannig að þær fóru til skiptis sitt- hvorn daginn og var það þannig í öll þessi ár. Inga var mjög gjafmild kona og þoldi illa nísku í nokkurri mynd. Eitt dæmi um gjafmildi hennar var er ég var á Spáni með vinkonum mínum (árið 1973), þá kom Inga að þar sem við vorum að borða á fín- um veitingastað og vorkenndi ungu hjúkrunarnemunum og sagði: „Ég býð“ og borgaði reikninginn. Vin- konur mínar hafa oft talað um þetta síðan og spurt til hennar. Inga og Polli ferðuðust víða og eftir að Polli dó fór Inga oft í heim- sókn til Kidda og fjölskyldu hans í Belgíu og hafði mjög gaman af. Ekki má gleyma að minnast á bridsáhuga þeirra systra, sem byrjaði um 1960. Þegar hæst stóð var oft spilað fimm sinnum í viku, bæði í heimaspilamennsku og keppnum. Inga stóð oft uppi sem sigurvegari á þessum mótum. Síðustu árin bjó Inga í íbúð við Skúlagötu og fékk aðstoð m.a. frá heimahjúkrun Heilsugæslustöðvar Miðbæjar og síðan frá Miðstöð heimahjúkrunar HR. Er þeim þakkað hér fyrir elskulegheit og góða umönnun. Ég trúi því að Inga frænka sé búin að hitta Polla sinn eins og hún hlakkaði mikið til. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Kristín. Ingunn Elísabet Karlsdóttir Bernburg eða Inga frænka eins og ég kallaði hana er látin á 87. ald- ursári. Inga var systir Friðriks föður míns og kom hún oft á heim- ili foreldra minna enda bjuggu þau systkinin í Hlíðunum í Reykjavík eftir að þau fóru að búa. Inga var glæsileg kona, ávallt vel til höfð, með þykkt og dökkt hár, ákveðin og reffileg. Hún var bjartsýn, kvartaði aldrei og var alltaf tilbúin að gefa öðrum hlut- deild í tíma sínum. Hún var mikið fyrir gleðskap og vildi hafa líf og fjör í kringum sig. Voru þær syst- ur Inga og Kidda einstaklega hlát- urmildar og þekktust langar leiðir af hlátri sínum. Mig langar að minnast hennar Ingu frænku með nokkrum orðum. Mér er minnisstæð eftirfarandi saga um Ingu sem ég heyrði alloft með ýmsum tilbrigðum í gegnum árin. Á ungum aldri var systkina- hópnum dreift við skilnað foreldr- anna. Var það þeim öllum mjög erfitt og markaði djúp spor í líf þeirra allra. Ingu var komið í sveit á Melstað í Miðfirði. Föður mínum var komið fyrir á Víðidalstungu í Víðidal. Þegar Inga var innan við fermingu fékk hún eitt sinn leyfi til að heimsækja bróður sinn. Hún arkaði fótgangandi af stað, en frá Melstað að Víðidalstungu er um 22 km leið. Þegar hún kom að Víði- dalstungu hitti hún bróður sinn út við garð. Hann varð feiminn að sjá hana og það eina sem hann gat stunið upp var hvort hún vildi sjá kindurnar. Húsfreyjan gaf henni síðan mat en stutt varð heimsóknin því hún varð að vera komin til baka fyrir náttmyrkur. Í hvert skipti sem ég fer þessa leið á bíl í dag verður mér hugsað til þess- arar ferðar og ég get ekki annað en dáðst að dugnaðinum hennar Ingu. Inga hafði mjög gaman af að ferðast og fór margar ferðir til Spánar á yngri árum. Hún naut sín vel í þessum ferðum. Í hvert skipti sem hún fór til Spánar var hún vön að segja við föður minn að ef hún dæi þarna úti þá væri það skylda hans að sjá til þess að hún kæmist heim í íslenska jörð. En stundum spilast spilin öðruvísi en við ætlum því faðir minn dó 14 árum á undan henni. Á seinni árum fór Inga aðal- lega til Belgíu þar sem yngri sonur hennar býr. Inga hafði alla tíð mjög gaman af að spila og þá sérstaklega brids og hlaut hún marga bikara fyrir þessa íþrótt. Hún gat rakið hvert spilið á fætur öðru mörgum dögum eftir að hún hafði spilað þau. Þó að faðir minn hafi einnig spilað brids þá hafði hann enga þolinmæði til að kenna mér þessa íþrótt. Ég leit- aði því til Ingu frænku til að fá hana til að kenna mér kúnstina. Hún var auðvitað boðin og búin til þess að taka að sér kennsluhlut- verkið og hef ég notið kennslu hennar ætíð síðan. Lengi spilaði Inga með Bridgefélagi kvenna og þar áttum við góðar stundir sam- an, þó aldrei sem samherjar. Spila- félagi minn og ég munum ávallt minnast Ingu þegar við opnum á lélegum spilum og segjum þrjá í lit, en Inga hafði við eitt slíkt tæki- færi sagt okkur að makker ætti aldrei að breyta um lit eftir slíka opnun. „Annaðhvort hækkar makker litinn eða segir pass,“ sagði hún. Þetta hefur reynst okk- ur happadrjúgt. Elsku Inga, hafðu þökk fyrir allt og ég veit að vel verður tekið á móti þér hinum megin. Ég vona að þar séu spilaðar góðar slemmur að þínu skapi. Sigríður Petra Friðriksdóttir. INGUNN BERNBURG Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR BALDURSSON, lést á Amtssjúkrahúsinu í Hróarskeldu föstudaginn 27. júní 2003. Marie Schødt Mortensen, Ragnar Auðunn Birgisson, María Vigíds Sverrisdóttir, Kristján Hólmar Birgisson, Gyða Sigurbjörg Karlsdóttir og barnabörn. JÓHANNES GEIR JÓNSSON listmálari, lést á Landspítalanum að morgni sunnudagsins 29. júní. Geir Reginn Jóhannesson og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, INGUNN K. BERNBURG, Skúlagötu 40b, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu- daginn 23. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar Bernburg, Kristján Bernburg og fjölskyldur. Elskulega eiginkona, móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir og systir, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR prófessor, andaðist á heimili sínu í Þrándheimi laugardaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Tilfredshet-kapellu fimmtudaginn 3. júlí. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á SOS-barnaþorp. Jón Steinar Guðmundsson, Guðmundur Steinar Jónsson, Magnús Ari Jónsson, Jóhanna M. Guðjónsdóttir, Guðmundur Ingimundarson, Elsa Guðmundsdóttir, Guðjón Ingi Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, KRISTÍN EMMA FINNBOGADÓTTIR frá Þorsteinsstöðum, Hveramörk 17a, Hveragerði, lést á Landspítala Hringbraut sunnudaginn 29. júní. Börn hinnar látnu. Okkar ástkæri, EINAR MÁR GUÐVARÐARSON, Ljósaklifi, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á nýstofnaðan minning- arsjóð, reikningur nr. 140-05-73103 í Landsbankanum í Hafnarfirði. Matthías Már, Susanne, Jóna, Hildur Ýr, Erla og Garðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.