Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 21 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 16 24 06 /2 00 3 Skipulag›ar fer›ir Úrvalsfólks til Kanaríeyja njóta mikilla vinsælda og gulltryggt er a› Úrvalsfólk fjölmennir í flessar fer›ir til a› skemmta sér og sínum í sól og sumaryl á me›an veturinn gengur í gar› hér heima. á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia. 93.960 kr.* Sta›greitt - 28. okt. í 33 nætur * Innif.: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. Skemmtanastjóri: Sigvaldi fiorgilsson. Leikfimi, skemmtikvöld, danskennsla, línudans, minigolf og fari› út a› bor›a. Fjölbreyttar sko›unarfer›ir í bo›i. á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia. 56.430 kr.* Sta›greitt - 30. nóv. í 9 nætur á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia. 73.130 kr.* Sta›greitt - 30. nóv. í 19 nætur Skemmtanastjóri: Sigrí›ur Hannesdóttir. Leikfimi, skemmtikvöld, spilabingó, minigolf og fari› út a› bor›a. Fjölbreyttar sko›unar- fer›ir í bo›i. FYRRI uppskeru á íslenskum jarð- arberjum er nú að ljúka og segir Eiríkur Ágústsson garðyrkju- bóndi í Silfurtúni á Flúðum að framboðið sé að „detta niður“ því þrjár stærstu uppskeruvikurnar séu að baki. Neytendur hafa tekið eftir miklum sætleika berjanna og segir Eiríkur jarðarberin „best á vorin og miklu betri en á haustin“. „Sætleikinn er spurning um sól- far og annað slíkt. Það var mikil sól og gott veður í maí,“ segir hann. Jarðarberjauppskeran var eilít- ið minni í Silfurtúni í vor en Eirík- ur kveðst hafa gert sér vonir um, sem einnig gæti átt þátt í meiri sætleika. Dimmt haust „Plönturnar mynda blómin á haustin og síðastliðið haust var dimmt og óhagstætt hvað það varðar,“ segir hann. Framboð af Silfurberjum fer að fjara út á næstunni og segir Eirík- ur næst von á jarðarberjum viku af september, ef allt gengur að ósk- um. „Það veltur á birtunni í sumar,“ segir hann að síðustu. Jarðarberjatíman- um að ljúka í bili Morgunblaðið/Jim Smart Næst er von á jarðarberjum viku af september, ef allt gengur að óskum. VIÐTÖKUR á jógúrt úr lífrænni mjólk hafa verið góðar og forsvars- menn ánægðir með undirtektir neyt- enda. „Viðbrögð hafa verið framar von- um. Við nýtum nú hátt í 50% fram- leiðslugetunnar en lágmarksvænt- ingar okkar voru 25% fyrsta árið. Við erum því mjög ánægð,“ segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra- Hálsi í Kjós. Jógúrtin er meðal annars til sölu í Hagkaupum og Nóatúni, verslunum með heilsuvörur og í ýmsum sér- verslunum og auk þess hafa verið gerðir samningar við nokkur hótel, segir Kristján ennfremur. Umbúðir jógúrtarinnar eru úr endurvinnan- legum pappír að hluta til og einnig er dósunum lokað með þunnu plasti, sem gerir frá- ganginn annan en neytendur eiga að venjast á mjólkur- vörum. „Hugmyndin er sú að fara spar- lega með efni og reyna að nota það sem er endurnýt- anlegt. Einnig var það algert grund- vallaratriði að nota ekki ál til þess að loka umbúðunum,“ segir Kristján að endingu. Ánægð með viðtök- ur á lífrænni jógúrt Jarðgerð Langstærstur hluti heimilissorps er lífrænn úrgangur eða um 30- 50% af þyngd þess. Að frátöld- um eiturefnum eru lífrænar leif- ar sá úrgangur sem mengar um- hverfið mest við urðun og brennslu. Lífrænum úrgangi frá eldhúsi og garði er hægt að um- breyta í frjósama gróðurmold í ferli sem kallast jarðgerð (moltugerð). Jarðgerð minnkar mengun, minnkar pláss sem fer undir urðun sorps, vinnur gegn landeyðingu, útvegar þér ókeypis gæðamold og leiðir til lægra sorphirðugjalds þegar annars konar söfnunarkerfi hefst. Bæklinginn Endurvinnsla í garðinum, leiðbeiningar um heimajarðgerð er hægt að nálgast hjá umhverfisráðuneytinu.  Útvegaðu þér leiðbeiningar um jarðgerð.  Kauptu eða smíðaðu safnkassa. Á Íslandi henta varmaeinangr- aðir kassar best.  Taktu frá pláss í eldhúsinu fyrir fötu til að safna lífrænum úr- gangi sem fellur til í eldhúsinu.  Taktu frumkvæði að því að sett verði á laggirnar sameiginleg moltugerð fyrir fjölbýlishúsið, hverfið eða bæjarfélagið sem þú býrð í. Hugleiðing vikunnar Ekki fyrr en að síðasta tréð hefur verið fellt. Ekki fyrr en að síðasta áin hefur verið eitruð. Ekki fyrr en að síðasti fiskurinn hefur verið veiddur. Ekki fyrr en þá munuð þið skilja að ekki er hægt að borða peninga. Indjánaspádómur www.landvernd.is/vistvernd Vistvernd í verki - ráð vikunnar FARÞEGAR eiga að geta fengið leigubíl með barnabílstól, segir Sig- urður Helgason, sviðsstjóri umferð- aröryggissviðs Umferðarstofu, í nýj- asta tölublaði Taxa, tímarits leigubílstjóra. Farþegar með börn í leigubílum þurfa oftar en ekki að sitja undir þeim, sem ekki er sam- kvæmt reglum um öryggi barna í bílum. Segir Sigurður að Umferðarstofa einbeiti sér mjög að öryggi barna í umferðinni. „Þróun alls kyns örygg- isbúnaðar hefur stóraukist, sem er góðs viti. En stundum vantar raunar upp á að þessi öryggistæki séu rétt notuð, til dæmis hvernig barnabíl- stólar eru festir. Barnabílstólar eru mjög mikilvægt öryggistæki í bílum, hins vegar hefur skort á að barnabíl- stólar séu í leigubílum. Leigubíl- stjórar þurfa að skoða hvort ekki séu leiðir til þess að koma því í lag,“ seg- ir hann. Sigurður kveðst þeirrar skoðunar að ekki þurfi valdboð til þess að fá leigubílstjóra til þess að nota barna- bílstóla. Heldur þurfi bílstjórar sjálf- ir að sjá þörfina og „kippa þessu í lag“ eins og hann tekur til orða. „Ég tel næsta víst að einhverjir leigubílstjórar hafi barnabílstóla í bílum sínum, en þetta þarf að ná til allra. Við höfum vakið athygli á þessu við forystumenn leigubílstjóra undanfarin ár og þeir hafa tekið því vel.“ Farþegar láti vita Einnig segir Sigurður að farþegar þurfi líka að taka til sinna ráða. „Fólk gæti pantað bíl með aðeins meiri fyrirvara og látið vita að það sé með barn eða börn á tilteknum aldri. Þá geta bílstjórar gert ráðstafanir í tíma og sett stól í bílinn. Ég held að farsætast væri að bílstjórarnir sjálf- ir og þeir sem kaupa þjónustuna stilli saman strengi,“ segir hann. Verslunin BabySam hefur ákveðið í samráði við tímaritið Taxa að bjóða leigubílstjórum sértilboð á tveimur tegundum bílstóla út árið 2003. Annars vegar er um að ræða stóla fyrir börn 0-18 kíló og hins vegar fyrir börn sem eru 15-36 kíló að þyngd. Fólk á að geta fengið leigubíl með barnastól Aukið öryggi barna í leigubíl- um mikilvægt Morgunblaðið/Kristinn Öryggi barna má ekki gleymast í leigubílum og undir farþegum komið að láta vita með góðum fyrirvara að þeir séu með börn og biðja um bílstól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.