Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er farþegaskipið Astoria væntanlegt og fer það aftur út sam- dægurs. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun er Fornax væntanlegt. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Lokað vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 12. ágúst. . Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, og jóga, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa. Versl- unarferð í Hagkaup, Skeifunni, kl. 10 frá Grandavegi og Afla- granda. Kaffiveitingar í boði Hagkaups. Skráning í afgreiðslu í síma 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Kl. 13.30 létt ganga. Púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 14– 15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun, hárgreiðslustofan opin, kl. 10 sam- verustund. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 verslunin op- in, kl. 13.30 mynd- band. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bóka- bíllinn, kl. 12 hár- greiðsla. Ferð í Lista- safn Íslands verður miðvikudaginn 2. júlí kl. 13.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Í dag, brids og billjard kl. 13. Frjáls handa- vinna kl. 13.30. Pútt- æfing á Hrafnistuvelli kl. 14-16. Innanfélags púttkeppni á Hrafn- istuvelli föstudaginn 4. júlí. Mæting kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. S. 588 2111. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa frá 30. júní til 12. ágúst. Sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug á mánudögum, mið- vikudögum og föstu- dögum kl. 9.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–12, kl. 14 ganga. Enn eru laus pláss í ferðina um Strandir til Ófeigs- fjarðar 14.–17. júlí. Nánari upplýsingar og skráning í Gjábakka í síma 554 3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöð- in,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia. Kl. 9.45 bankaþjónusta, fyrsta þriðjudag í mánuði. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Suður með sjó. Þriðjudaginn 8. júlí kl. 9 verður lagt af stað frá Vesturgötu suður með sjó. Reykjanesviti heim- sóttur. Saltfisksetur Íslands skoðað. Léttur hádegisverður og kaffi í Sjómannsstofunni Vör. Komið við í Bláa lóninu og ekið Vatns- leysuströnd á heim- leið. Leiðsögumaður: Helga Jörgensen. Upplýsingar og skrán- ing í síma 562-7077 Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 14 fé- lagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Stokkseyringafélagið í Reykjavík og nágr. fer sunnudaginn 6. júlí til Stokkseyrar og heldur þar uppá 60 ára afmæli sitt. Rútu- ferð verður á vegum félagsins og eru þeir sem vilja notfæra sér það beðnir að hringja og tilkynna þátttöku í símum 553-7495 (Sig- ríður) eða 567-9573 (Einar). Í dag er þriðjudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli. (Matt. 24, 31.)     Pistilhöfundur á frelsi-.is, málgagni Heim- dallar, er ekki hrifinn af löggjöf um mannanöfn. Hann er þeirrar skoðunar að foreldrar eigi að njóta meira frelsis við nafn- giftir barna sinna en lögin leyfi.     Gefum höfundi orðið: „Ílögum um manna- nöfn, nr. 45 frá árinu 1996, er kveðið á um hvernig ritháttur á ís- lenskum nöfnum skuli vera og að börnum megi ekki gefa nöfn sem verði þeim til ama.     Í 8. kafla laga sömu lagaer enn fremur kveðið á um að dómsmálaráðherra skuli skipa mannanafna- nefnd til fjögurra ára í senn, sem semur skrá um eiginnöfn og millinöfn sem heimil teljast sam- kvæmt lögunum, veitir prestum, forstöðumönn- um skráðra trúfélaga, Hagstofunni, dóms- málaráðherra og for- sjármönnum barna ráð- gjöf um nafngjafir og sker úr „öðrum álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar“.     Bylgjan greindi frá því áþriðjudaginn að þessi nefnd hefði komið saman í byrjun mánaðarins „og að venju afgreiddi hún fjöl- mörg erindi um ýmis nöfn sem stoltir foreldrar hafa viljað gefa börnum sín- um“. Þá er sagt frá því að nefndin hafi hafnað nöfn- unum Iris og Elíza vegna þess að nöfnin hafi verið í andstöðu við almennar ritreglur.     Nú er gott og gilt að Al-þingi skuli standa vörð um íslenska tungu og rétt íslenskt málfar. Hins vegar þegar um er að ræða nafngiftir hljóta for- eldrar að eiga rétt á meira frelsi en þeim er veitt í því tilfelli sem hér greinir frá.     Aftur á móti er meirisátt um lög sem kveða á um að nöfn barna megi ekki vera þeim til ama. Hér er að sjálfsögðu um að ræða ákaflega huglægt mat.     Hver ákveður hvaðanöfn eru líkleg til þess að vera fólki til ama og hver ekki? Af hverju ætti foreldrum sem barnaverndaryfirvöld treysta á annað borð til þess að ala upp börnin sín ekki að vera treystandi fyrir því að gefa barninu sínu nafn?     Enn fremur mættispyrja hvort sú skoð- un sé virkilega ríkjandi að í skrá um íslensk manna- nöfn, sem mannanafna- nefnd hefur samþykkt, séu virkilega ekki nöfn sem einhverjum hefur ein- hvern tímann þótt óæski- leg. Dæmi hver fyrir sig,“ segir á heimasíðu Heim- dallar, frelsi.is. STAKSTEINAR Er foreldrum treystandi við val á nöfnum barna? Víkverji skrifar... UMRÆÐUR um veður eru vin-sælar á Íslandi rétt eins og ann- ars staðar þar sem umskipti í veðri eru mikil. Þá eru veðurfregnir fyrir- ferðarmiklar í fjölmiðlum. Víkverja, sem hefur nokkuð kynnst veðurfregnum í öðrum ríkj- um, finnst hins vegar það vera galli á íslenskum veðurfréttum að þær eru alla jafna of almennar til að þær gagnist honum að ráði. x x x ÞANNIG mátti til dæmis lesa eft-irfarandi spá fyrir helgi um veð- urhorfur fyrir laugardag og sunnu- dag: „Fremur hæg eða breytileg átt. Súld öðru hverju við strönd landsins, en víða bjart veður vestanlands og í innsveitum í öðrum landshlutum. Hiti 12–21 stig, hlýjast inn til lands- ins.“ Það verður að segjast eins og er að spá sem þessi gagnast Víkverja lítið sem ekkert. Hann er íbúi á höfuðborgarsvæðinu sem flokkast væntanlega undir „vestanlands“ í þessu tilviki. Það var hins vegar ekki bjart veður hjá Víkverja um helgina heldur þungt yfir og rigning. Í Bandaríkjunum, þar sem Vík- verji þekkir nokkuð til, er oft hægt að fá mun nákvæmari spá, jafnt í blöðum sem á Netinu. Til dæmis má fá greiningu á því hvernig veðrið á eftir að þróast yfir daginn, jafnvel klukkutíma fyrir klukkutíma og einnig allnákvæma greiningu eftir borgarhverfum. x x x ÍBÚAR höfuðborgarsvæðisins vitaað það getur verið mikill munur á veðri í Vesturbænum, Fossvogi og Garðabæ svo dæmi séu tekin. Hins vegar endurspeglast þetta ekki í veðurfréttum. Þá væri jafnframt ágætt, t.d. fyrir grillmeistara þessa lands, að vita lík- ur á rigningu hverju sinni og hvenær dags megi búast við úrkomu. Ekki síst er þetta mikilvægt yfir sumar- tímann, þegar fólk er mikið úti við og vill nýta góðviðrisstundirnar sem best. Það gagnast borgarbúum lítið að vita að það sé bjart í innsveitum þegar málið snýst um það hvort hægt verði að fara í kvöldgöngu eða kynda upp í grillinu án þess að lenda í úrhelli. x x x Á VETURNA væri heldur ekkivitlaust að vita nákvæmlega hvar í bænum megi helst búast við hálku eða snjókomu þannig að hægt sé að skipuleggja samkvæmt því. Nú er Víkverji ekki veðurfræð- ingur og áttar sig ekki á hvort þetta sé einhverjum sérstökum vand- kvæðum bundið. Reynsla hans af slíkum staðbundnum veðurfregnum í Bandaríkjunum er hins vegar sú að þær eru alla jafna mjög nákvæmar, jafnvel langt fram í tímann, þótt vissulega geti veðrið ávallt sett strik í reikning veðurfregnanna með skömmum fyrirvara. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leiðrétting HÖRÐUR J. Oddfríðarson hafði samband og bað um leiðréttingu á ummælum sínum í Velvakanda, sem tekin hefðu verið niður í gegnum síma. Birtust um- mælin í blaðinu laugardag- inn 28. júní sl. Hann sagði að foreldrar ættu að fylgja börnum sín- um að laugarbakka á sund- námskeiðum til þess að auka eftirlit með börnun- um. Það var ranglega haft eftir honum að slys geti orðið ef foreldrar fylgi ekki börnum að bakkanum vegna þess að þá séu börn- in eftirlitslaus. Það segir Hörður alrangt því börnin séu aldrei eftir- litslaus, starfsmenn laugar- innar séu alltaf viðstaddir þegar börnin eru í lauginni. Hrós til Morgunblaðsins ÉG ER áskrifandi af Morg- unblaðinu og mér finnst Morgunblaðið frábært blað. Aldrei þarf að kvarta undan því, það kemur und- antekningarlaust á réttum tíma. Það er eitthvað annað en Fréttablaðið sem kemur með höppum og glöppum. Morgunblaðið er án vafa besta blaðið. Aðalheiður. Eitur í mat ÞRIGGJA barna móðir hafði samband við Velvak- anda og vildi koma því á framfæri að sér fyndist óhuggulegt hvað fólk léti ofan í sig. Henni þykir það með ólíkindum að matur sé svo fullur af aukaefnum ýmiss konar. Hún vill fá sönnur fyrir því að rotvarn- arefni séu ekki eitur. Þau hljóti að hafa slæm áhrif á líkama þess sem þeirra neytir. Fyrirspurn um Fornahvamm ÉG VAR að lesa Morgun- blaðið 24. júní sl. og rakst þar á frétt um að keyrt hafi verið á lamb sunnan við Fornahvamm. Í framhaldi af því datt mér í hug hvort fólk almennt vissi nokkuð hvar þessi staður væri. Langaði mig því að beina fyrirspurn til Vegagerðar- innar um hvort ekki væri hægt að setja upp skilti með upplýsingum um stað- setningu og sögu Forna- hvamms við þjóðveginn. Svipað og búið er að gera við Kattahrygginn, neðar í Hellistungunum. Fyrr á árum var Forni- hvammur fastur punktur í ferðalögum landsmanna og var þar rekið hótel af mikl- um myndarskap, þar var opið hús fyrir ferðalanga allan sólarhringinn árið um kring, enda á þeim árum oft miklir snjóavetur og slæm færð. Þætti mér vænt um að fá svar frá Vegagerðinni um þetta. Þess má geta að Vegagerðin á þetta land. María Gunnarsdóttir. Tapað/fundið Úr fannst í Öskjuhlíð KVENMANNSÚR fannst í Öskjuhlíðinni, nálægt Perlunni, 26. júní sl. Upp- lýsingar í síma 5520 339. Dýrahald Ísafjörður – Bolungarvík BRÖNDÓTT læða tapaðist 22. júní sl. frá heimili sínu í Holtahverfi á Ísafirði. Hún er með hvítskellótta snoppu, hvítar loppur og bleikt trýni. Hún er/var með bláa hálsól sem á er skrifað neðangreint síma- númer. Grunur leikur á að til hennar hafi sést í Bol- ungarvík sl. viku. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 456 4621. Fundarlaunum heitið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 tignarheitið, 8 pannan, 9 slæman, 10 greinir, 11 tekið, 13 skyldar, 15 ljómi, 18 henda, 21 ílát, 22 liðna, 23 kross- blómategund, 24 í nauð- um. LÓÐRÉTT 2 niðurfelling, 3 óhróð- urinn, 4 guð, 5 ígul- bjallan, 6 bráðum, 7 snjór, 12 fag, 14 hæða, 15 blær, 16 koma í veg fyrir, 17 vik, 18 styrk, 19 tími, 20 virða. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 snuða, 4 fants, 7 aurum, 8 nýtin, 9 tog, 11 taða, 13 baka, 14 keipa, 15 hæna, 17 keng, 20 ónn, 22 gepil, 23 ólíkt, 24 aular, 25 tauti. Lóðrétt: 1 snart, 2 umráð, 3 aumt, 4 föng, 5 nytja, 6 senna, 10 opinn, 12 aka, 13 bak, 15 hugsa, 16 Nepal, 18 Elínu, 19 gutti, 20 ólar, 21 nótt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.