Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 9
Bankastræti 14, sími 552 1555
Útsala
Gerið góð kaup
Kanaríeyjaflakkarar 10 ára
Sumargleði 2003 í Árnesi, Gnúpverjahreppi
11.—13. júlí. Svæðið opnað kl. 16 föstudag.
„Óvissuferð“ laugardag kl. 12.00 á draugaslóðir.
Ath! Draugafræðingur með í för.
Dregið í happdrætti kl. 17.00 (lukkumiðar). Glæsilegir vinningar.
Hátíðarhlaðborð kl. 19.00. Verð kr. 1.500.
Góð tjaldstæði - grillaðstaða, sundlaug.
Nemendur úr Dansskóla Sigvalda sýna línudans kl. 21.30 og ýmsar
óvæntar uppákomur! Frábær músík föstud.- og laugardagsk.
Ingvar Hólmgeirsson, Þorvaldi Skaptason (gítar), Arngrímur, Ingibjörg
o.fl. sjá um fjörið fram á nótt.
Mætum öll í Kanarístuði og tökum með okkur gesti.
Stjórnin.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00.
Stuttir og síðir frakkar
á útsölu
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18
Opið laugard. frá kl. 10-14
Útsala 20-70% afsláttur
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347
Útsalan enn í fullu fjöri
Margt fallegt og
bitastætt
Fataprýði
Verið velkomnar
Þri. 8/7: Grænmetisgratin m. fersku
salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Mið. 9/7: Moussaka og fetasalat
m. fersku salati, hrís-
grjónum og meðlæti.
Fim. 10/7:Ofnbakaðar fylltar kartöflur
m. fersku salati, hrísgrjón-
um og meðlæti.
Fös. 11/7 Brokkolíbakstur og fleira
gott m. fersku salati, hrís-
grjónum og meðlæti.
Helgin 12/7 & 13/7: Chili og fylltar
pönnukökur m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Mán. 14/7: Grænmetissnúðar m.
pestó, fersku salati, hrís-
grjónum og meðlæti.
Matseðill
www.graennkostur.is
Stuttbuxur á 1.000 kr.
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—15
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Stórútsalan er
byrjuð í kjallara
50 -75% afsláttur
Opið til kl.17 á
Löngum laugardagi
Fix universal Umhverfisvænn hreinsimassi frá Þýskalandi
HREINT ÓTRÚLEGT EFNI VIÐ ERFIÐ ÞRIF
Hreinsar, pólerar og
verndar samtímis.
Messing • kopar • stáli • gulli • silfri
lökkuðum flötum • plasti • gleri
keramikhellum • emaleruðum flötum o.fl.
Ómissandi á heimilið, í bílinn, bátinn,
fellihýsið o.fl.
Smiðjuvegur 11,
gul gata, sími 568 2770
PILTURINN sem slasaðist í
skemmtigarðinum við Smáralind á
sunnudaginn er á batavegi. Að
sögn aðstandanda er líðan hans
góð og engar alvarlegar blæðingar
á höfði hafa komið í ljós. Hann sé
því úr hættu þó höggið hafi verið
alvarlegt. Búið er að færa hann af
gjörgæsludeild á barnadeild Land-
spítalans – háskólasjúkrahúss í
Fossvogi. Ástand hans er kannað
reglulega með myndatökum.
Lögreglan í Kópavogi tók frum-
skýrslu af piltinum í gærmorgun.
Hann man þó ekkert eftir högginu
eða deginum sem slysið varð. Lög-
reglan segir það ekki óeðlilegt
fyrst eftir þungt höfuðhögg.
Misvísandi upplýsingar
Steinar Harðarson, umdæmis-
stjóri Vinnueftirlitsins í Reykjavík,
segir upplýsingar um tildrög slyss-
ins misvísandi. Hann hefur óskað
eftir því, að gefnu tilefni, að rann-
sóknarlögreglan í Kópavogi yfir-
heyri vitni og þá sem geti gefið
betri upplýsingar af hverju pilt-
urinn var inni á öryggissvæði á
meðan tækið var í gangi. Hann
segir ljóst að reglur um gæslu-
menn vélknúinna leiktækja hafi
verið brotnar.
Pilturinn, sem er nýorðinn 16
ára, var við vinnu sína í skemmti-
garðinu Fun-Land við Smáralind
klukkan þrjú á sunnudaginn þegar
slysið varð. Helgi Hauksson, sem
var vitni að slysinu, segir að pilt-
urinn hafi verið að taka segl af há-
talara, sem var fyrir innan örygg-
isgirðingu leiktækisins, þegar
hann hlaut höfuðhöggið. Líklega
hafi hann gleymt sér eitt augna-
blik við vinnu sína með þeim af-
leiðingum að tækið skall á honum.
Ekki var hægt að huga að honum
þar sem hann lá meðvitundarlaus
á meðan tækið var stöðvað.
Myndir staðfesta atburðarás
Helgi segir myndir sem hann
tók sýna þessa atburðarás. Hann
hafði fengið leyfi til að standa á
stigapalli, þar sem farþegar fara
út að lokinni ferð, til að taka
myndir. Á þeim sést hvar pilturinn
stendur fyrir innan öryggisgirð-
ingu og bendir í átt að hátalara
hinum megin. Við hlið hans er
eldri starfsmaður sem er að huga
að segli yfir hátalara þeim megin.
Hann fer svo út fyrir öryggisgirð-
inguna, labbar hringinn og inn fyr-
ir aftur þeim megin sem Helgi
stendur. Þegar hann er að eiga við
seglið verður slysið.
Helgi segir því rangt haft eftir
umsjónarmönnum skemmtigarðs-
ins að pilturinn hafi verið að ná í
húfu sem einn farþeginn hafi
misst. Húfan flaug af örfáum sek-
úndum áður en slysið varð og lenti
langt fyrir utan öryggisgirðinguna.
Því hafi hann ekki átt neitt annað
erindi en að laga hátalarann eins
og umsjónarmaður leiktækisins
hafði gert hinum megin skömmu
áður.
Leiktækinu ekki lokað
Eiríkur Tómasson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Kópavogi, segir að
rannsókn á slysinu haldi áfram.
Beðið sé eftir skýrslu frá Vinnu-
eftirlitinu. Vitni hafa verið yfir-
heyrð og í gærmorgun tók lög-
reglan frumskýrslu af piltinum.
Eftir athugun Vinnueftirlitsins var
ekki talin þörf á að loka tækinu.
Eva Willatzen, talsmaður Fun-
Land, sem rekur skemmtigarðinn
við Smáralind, segist ekki geta
tjáð sig um hvort pilturinn hafi
verið að beygja sig eftir húfu, sem
einn farþeginn missti, eða taka
segl af hátalara. Fyrst og fremst
sé þetta slys harmað og nú sé
ítrekað fyrir öllum gestum að taka
ekkert lauslegt með sér í tækið.
Hún segir ekki hægt að ásaka
neinn enda gera slysin ekki boð á
undan sér.
Steinar Harðarson hjá Vinnueft-
irlitinu fór ásamt Birni Pálssyni á
vettvang slyssins í gær til að afla
frekari upplýsinga. Í framhaldinu
mun eftirlitið gefa út slysaumsögn
eftir að búið er að kanna hvort
ákvæði vinnuverndarlaganna hafa
verið brotin eða aðstæður hafa
ekki verið eins og lög og reglur
mæla fyrir um.
Aldursmörk ekki virt
Í reglum um vélknúin leiktæki í
skemmtigörðum segir að gæslu-
menn skulu vera orðnir fullra 17
ára til að annast rekstur slíkra
tækja. Samkvæmt vinnuverndar-
lögum er óheimilt að ráða ung-
menni yngri en 18 ára til vinnu þar
sem fyrir hendi er slysahætta, sem
unglingar geti átt í erfiðleikum
með að átta sig á eða forðast
vegna andvaraleysis eða skorts á
reynslu eða þjálfun.
Aðspurður hvort þessar reglur
hafi verið brotnar segir Steinar
ljóst að eingöngu þeir sem eru
orðnir 17 ára mega starfa við
svona leiktæki. Að því leytinu til
var ekki farið eftir þessum reglum.
Álitamál sé hvort krefjast eigi af
þeim, sem reka svona leiktæki, að
starfsfólk sé orðið 18 ára í sam-
ræmi við vinnuverndarlögin.
Pilturinn sem slasaðist við Smáralind er á batavegi
Reglur um gæslumenn
leiktækja brotnar
Misvísandi upp-
lýsingar um
tildrög slyssins
Morgunblaðið/Júlíus
Pilturinn, sem er nýorðinn 16 ára, var við vinnu sína í skemmtigarðinum
Fun-Land við Smáralind á sunnudaginn þegar slysið varð.
Magnús
Vestfjarða-
víkingur
HREYSTIMENNIÐ Magnús Ver
Magnússon sigraði í keppninni um
titilinn Vestfjarðavíkingurinn 2003
sem lauk á Patreksfirði um
helgina.
Fjöldi fólks fylgdist með Magn-
úsi og öðrum kraftajötnum etja
kappi við fjölbreyttar aflraunir en
í lokakeppninni á Patreksfirði
fengu keppendur að kljást við
nærri 400 kílóa dekk, eða nálægt
hálfu tonni enda voru átökin gríð-
arleg.
Magnús Ver var víkinga sterk-
astur og er þetta í sjöunda sinn
sem hann vinnur keppnina. Kol-
brún Pálsdóttir, formaður bæj-
arráðs Vesturbyggðar, krýndi vík-
inginn í lok keppninnar.
Magnús Ver Magnússon er Vest-
fjarðavíkingurinn 2003.