Morgunblaðið - 08.07.2003, Page 12

Morgunblaðið - 08.07.2003, Page 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FARÞEGUM Icelandair, dóttur- félags Flugleiða, fækkaði um 14,3% í maí frá sama mánuði í fyrra. Fækk- unin er, líkt og á fyrri mánuðum árs- ins, fyrst og fremst á Norður-Atl- antshafsmarkaðnum en þar fækkaði farþegum í maímánuði um 27,4%. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur farþegum Icelandair fækkað um 11,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum má rekja þá fækkun ein- vörðungu til 29,1% fækkunar Norð- ur-Atlantshafsfarþega. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 1,9% fyrstu fimm mánuði ársins en fækk- aði um 4% í maí miðað við sama tíma- bil í fyrra. Sætaframboð félagsins í maí var 8,9% minna en í sama mánuði árið 2002 og sætanýting versnaði því um 6,1% milli tímabila. Sætanýting fyrstu fimm mánuði ársins versnaði um 6%. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fækkunin á fyrstu fimm mánuðum ársins í samræmi við það sem er hjá öðrum flugfélögum sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið, meðal annars út af Íraksstríðinu og ótta vegna bráðalungnabólgunnar. Hann segir að hjá Icelandair bætist við að félag- ið er með minna sætaframboð fyrir þennan markað nú en áður. Eitt af markmiðum Icelandair er að auka það hlutfall farþega sem ferðast með félaginu á leiðum til og frá Íslandi. Fyrstu fimm mánuði ársins var þetta hlutfall 66% en var um 57% á sama tímabili árið 2002. Guðjón segir að Icelandair merki breytingar til hins betra á Norður- Atlantshafsmarkaðnum og eins sé staðan góð í farþegaflugi til og frá Ís- landi. Fjölgun í innanlandsflugi en minni frakt Farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 2,9% í maí og hefur fjölg- að um tæp 6% það sem af er ári. Sætanýting félagsins hefur sömu- leiðis batnað. Farþegar Flugfélags Íslands voru tæplega 106 þúsund talsins fyrstu fimm mánuði ársins en voru um 100 þúsund á sama tímabili í fyrra. Í maí fluttu Flugleiðir Frakt 2.524 tonn sem er 4,9% minna en í maí í fyrra og á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa flutningar félagsins dregist saman um 4,5% frá sama tíma í fyrra. Vísbending um verri afkomu Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka áætlar að velta þessara þriggja dótturfélaga Flugleiða sé yf- ir 2⁄3 af veltu samstæðu Flugleiða og því séu þessar tölur um framleiðslu og sætanýtingu þeirra góð vísbend- ing um rekstur samstæðunnar. „Ljóst er að mikil fækkun farþega sem og verri sætanýting er nokkuð undir væntingum greiningardeildar fyrir rekstur félagsins á fyrri helm- ingi ársins. Greiningardeild gerir ráð fyrir um 100 m.kr. tapi á rekstri samstæðunnar á fyrri helmingi árs- ins en fækkun farþega til og frá land- inu í maímánuði er nokkuð undir væntingum og gefur vísbendingar um að afkoma félagsins geti orðið verri á fyrri helmingi ársins en af- komuspá greiningadeildar gerði ráð fyrir,“ að því er segir í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka í gær. Lokaverð Flugleiða var 4,55 í Kauphöll Íslands í gær og voru sára- lítil viðskipti með félagið.                                                                        Farþegum fækkar um 11,3% Farþegum Flugleiða á Norður-Atl- antshafsmarkaði fækkar um tæp 30% KANADÍSKA álfyrirtækið Alcan, annað stærsta álfyrirtæki í heimi, hefur gert yfirtökutilboð í franska álfyrirtækið Pechiney, sem er hið fjórða stærsta í heimi, alls að upp- hæð 3,4 milljarðar evra, tæplega 300 milljarðar króna. Með kaup- unum yrði Alcan stærsta álfyrir- tæki í heimi mælt í veltu. Banda- ríska fyrirtækið Alcoa kæmi næst, en það yrði með fleiri starfsmenn og hærra markaðsvirði. Alcan er móðurfyrirtæki Alcan á Íslandi og Alcoa hefur undirritað samninga um að reisa álver á Reyðarfirði. Tilboðið er metið á 41 evru á hlut og miðast að hluta til við að greitt verði með bréfum í Alcan. Þetta er 20,5% yfir lokaverði á bréfum Pechiney á markaði sl. föstudag. Tilboðið er óvinveitt þar sem það er ekki gert með samþykki stjórn- enda Pechiney. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það telji til- boðið ekki í samræmi við raun- verulegt verðmæti Pechiney, það sé slæmt fyrir fyrirtækið, starfs- menn þess og hluthafa. Samlegðaráhrif Alcan telur að búið verði að ganga frá kaupunum innan fárra mánaða. Samruninn myndi hafa í för með sér mikil samlegðaráhrif, m.a. 250 milljóna dala árlegan sparnað fyrir fyrirtækið, að því er fram kemur í frétt Reuters. Alcan segir að tilboðið muni styrkja stöðu fyrirtækisins sem leiðandi álframleiðanda og yrði báðum fyrirtækjum til hagsbóta. Alcan og Pechiney ásamt sviss- neska álfyrirtækinu Alusuisse höfðu þriggja fyrirtækja samruna á prjónunum fyrir þremur árum en yfirvöld samkeppnismála í Evrópu- sambandinu hindruðu hann. Alcan vill verða stærst í heimi GREININGARDEILDIR Kaup- þings Búnaðarbanka og Íslands- banka mæla báðar með sölu á bréfum Eimskipafélagsins. Greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka gaf út verðmatsskýrslu um Eimskipafélagið í gær, þar sem reiknað gengi hluta- bréfa Eimskipafélagsins var 4,70, en lokagengi bréfanna í gær var 6,35. Í skýrslu greiningardeildar Íslands- banka sem kom út í síðustu viku hljóðaði verðmatið upp á 5,0. Loka- gengi Eimskipafélagsins í Kauphöll Íslands í gær var því 27%–35% hærra en það gengi sem greiningardeildirn- ar telja að ætti að vera á bréfunum. Miðað við verðmat greiningar- deildanna tveggja liggur verðmæti Eimskipafélagsins á bilinu 24–26 milljarðar króna, en markaðsverð bréfanna miðað við lokagengi gær- dagsins er tæpir 33 milljarðar króna. Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka telur að hátt gengi Eim- skipafélagsins endurspegli fyrst og fremst aukna samþjöppun eignarað- ildar í félaginu, en afkoma og horfur hafi ekki gefið sérstakt tilefni til þeirra gengishækkana sem orðið hafi að undanförnu. Brim er dótturfélag Eimskipa- félagsins og varð til við sameiningu Haraldar Böðvarssonar, Útgerðar- félags Akureyringa og Skagstrend- ings. Brim er stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins, en í skýrslu Kaupþings Búnaðarbanka segir að fyrirtækinu hafi ekki enn tekist að ná fram viðunandi framlegð. Greining- ardeildin gerir ráð fyrir að framlegð- in muni aukast á næstu árum með meiri sérhæfingu vinnsluhúsa, sam- nýtingu aflaheimilda og bættri nýt- ingu afkastagetu. Kaupþing Búnaðarbanki segir að rekstrarafkoma flutningastarfsemi Eimskipafélagsins ráðist mjög af efnahagsástandinu á hverjum tíma. Þrátt fyrir að flutningar með flugi hafi aukist á kostnað sjóflutninga og samkeppni á flutningamarkaði hafi farið vaxandi, megi gera ráð fyrir að Eimskipafélagið njóti góðs af þeim umfangsmiklu framkvæmdum sem nú séu hafnar með byggingu virkjana og álvers, en óvissa sé vegna áhrifa af minnkun umsvifa varnarliðsins. Af- koma flutningastarfseminnar hafi verið óviðunandi um langt skeið og fjármunamyndun hafi ekki verið nægjanleg í rekstrinum. Þá hafi styrking krónunnar komið sér illa fyrir reksturinn á fyrsta ársfjórð- ungi. Búast megi við að framlegðin batni nokkuð í kjölfar aukinna um- svifa í efnahagslífinu á næstu miss- erum, þrátt fyrir spá um sterka krónu. Hlutabréf Eim- skips talin of dýr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.