Morgunblaðið - 08.07.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.07.2003, Qupperneq 14
BRESK þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu í gær að þarlend stjórn- völd hefðu ekki beitt blekkingum í að- draganda Íraksstríðsins varðandi þá ógn sem stafaði af Saddam Hussein. Aftur á móti gagnrýndi nefndin Tony Blair forsætisráðherra fyrir að birta óáreiðanleg leyniþjónustuskjöl. Í skýrslu um niðurstöðu nefndar- innar, utanríkismálanefndar neðri deildar, sagði ennfremur að helsti að- stoðarmaður Blairs, Alastair Camp- bell, hefði ekki gerst sekur um að hafa „beitt áhrifum sínum á óviðeig- andi hátt“ í tengslum við samningu skýrslu frá leyniþjónustunni. Sagði nefndin Campbell ekki hafa átt neinn þátt í því að í skýrslunni var sagt að Saddam gæti beitt gereyðingarvopn- um sínum með 45 mínútna fyrirvara. Breska ríkisútvarpið, BBC, hafði á sínum tíma eftir heimildarmanni inn- an leyniþjónustunnar að Campbell hefði krafist þess að málsgrein um þennan 45 mínútna fyrirvara yrði sett í skjöl leyniþjónustunnar – og þar með styrkt málstað þeirra sem fylgjandi voru herförinni – þrátt fyrir að leyniþjónustumenn hefðu efa- semdir um téða málsgrein. Hafa þessar ásakanir orðið kveikjan að hörðum deilum á milli BBC og rík- isstjórnar Verkamannaflokksins. Blair hefur undanfarnar vikur sætt mikilli gagnrýni fyrir hlutdeild sína í Íraksstríðinu. Í skoðanakönnun sem gerð var í síðustu viku kváðust tveir af hverjum þrem kjósendum ekki treysta honum og í síðasta mán- uði leiddi önnur könnun í ljós að flest- ir kjósendur töldu bresk og banda- rísk stjórnvöld hafa viljandi ýkt vísbendingar um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum í því skyni að vinna stuðning við herförina. Meintum 45 mínútna fyrirvara gefið of mikið vægi Í niðurstöðum þingnefndarinnar, sem birtar voru í gær, sagði að í skýrslu stjórnvalda er gefin var út í september sl. hefði fullyrðingunni um 45 mínútna fyrirvarann verið gef- ið of mikið vægi og að orðalag skýrsl- unnar hefði verið „afdráttarlausara en venjan er í skjölum leyniþjónust- unnar“. Í skýrslunni segir: „Niðurstaða okkar er sú, að fullyrðingin um 45 mínúturnar hafi ekki átt skilið það vægi sem henni var gefið í skjölun- um, vegna þess að hún var byggð á einni, óstaðfestri heimild. Mælum við með því að stjórnvöld útskýri hvers vegna umræddri fullyrðingu var gef- ið það vægi sem raun bar vitni.“ Þingmennirnir halda áfram: „Við mælumst ennfremur til þess að í svari sínu við þessari skýrslu geri stjórnvöld grein fyrir því hvort þau telji enn að það sem sagt er um 45 mínútna fyrirvarann í skjölunum frá í september standist í ljósi þess sem síðan hefur gerst.“ En þingmennirnir töldu engan ráðherra hafa reynt að villa um fyrir þinginu. Þar eð ekki liggi fyrir „nein- ar áreiðanlegar vísbendingar um að leyniþjónustustarfsmenn hafi annað- hvort kvartað undan eða reynt að þvo hendur sínar af innihaldi skjalanna [frá í september] er ekki hægt að staðfesta ásakanir um pólitísk af- skipti“. En nefndin gagnrýndi harðlega önnur skjöl sem stjórnvöld birtu í febrúar og sagði að Blair hefði óafvit- andi „gefið ranga mynd af mikilvægi þeirra“ með því að tjá þinginu að í skjölunum væru „frekari upplýsing- ar frá leyniþjónustunni“. Þessi um- ræddu skjöl, sem birt voru í febrúar, voru af fjölmiðlum og stjórnmála- mönnum stundum kölluð „undan- bragðaskjölin“ og í þeim var meðal annars vitnað í lokaritgerð eftir bandarískan námsmann sem fengist hafði á Netinu, án þess að heimildar- innar væri getið. Sagði nefndin að það væri „með öllu óviðunandi“ að stjórnvöld gerð- ust með þessum hætti sek um rit- stuld. „Ennfremur er það niðurstaða okkar að með því að skírskota í þinginu til þessara skjala sem „frek- ari upplýsinga“ hafi forsætisráð- herrann – sem hafði þá ekki fengið upplýsingar um uppruna þeirra – gefið ranga mynd af mikilvægi þeirra“. Niðurstöður breskrar þingnefndar um aðdraganda Íraksstríðsins Stjórnvöld ekki talin hafa gerst sek um blekkingar Harðlega gagnrýnd fyrir ritstuld London. AFP, AP. ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR menn ýta hér hjóli niður götu í borginni Nanjing í Jiangsu- héraði í Kína. Yfir 300.000 manns hafa orðið að flýja heimili sín vegna flóða í fljótunum Yangtze og Huai sem orðið hafa í kjölfar mikilla rigninga undanfarið í austur- og miðhluta landsins. Algengt er að árnar flæði yfir bakka sína í kjölfar sumarrigninga en þær hafa víða verið stíflaðar í þeim tilgangi að fá land undir hús- næði og ræktun. Þegar hafa yf- irvöld sprengt sjö stíflur í Huai- ánni til að létta á rennslinu en þurft hefur að hleypa vatni yfir bæi og þorp sem þegar hafa verið rýmd. Ef ekki dregur úr flóðunum á næst- unni eru yfirvöld tilbúin að sprengja 15 stíflur í viðbót. Um 160 manns hafa látist af völd- um flóðanna og 5.300 hafa slasast við flutninga eða veikst af því að drekka vatn sem hefur blandast menguðu árvatni. Fjárhagslegt tjón er talið nema um 55 milljörðum króna. AP Þorp rýmd vegna flóða Eldflaug sem dregur til Ísraels Teheran. AFP. ÍRANAR hafa lokið við tilraunir með eldflaug sem dregur 1.300 km. Þannig eru Ísraelar, „fjandmenn hins ísl- amska ríkis“, nú í skotfæri, að því er íranska utanríkisráðuneytið greindi frá í gær. Tilraunirnar áttu sér stað fyrir nokkrum vikum og er eldflaugin nú til reiðu fyrir Íransher, að sögn talsmanns ráðuneytisins. Um leið og fyrrnefnd tilkynning var send út áréttaði klerkastjórnin að hún myndi ekki heimila aukið eftirlit Sameinuðu þjóðanna með kjarnaor- kuáætlun landsins. Bandaríkjastjórn telur áætlunina vera skálkaskjól fyrir framleiðslu kjarnavopna í Íran og Ísr- aelar kváðust í gær „mjög áhyggju- fullir“ vegna eldflaugatilrauna Írana. ♦ ♦ ♦ Umbóta- sinnar guldu afhroð Kúveit-borg. AFP. UMBÓTASINNAR guldu afhroð í þingkosningum í Kúveit í gær en ljóst er að fimmtíu manna fulltrúa- þing mun að mestu verða skipað ísl- ömskum bókstafstrúarmönnum. Kosningaúrslitin komu þeim Kúveitum, sem aðhyllast nánari samskipti við Vesturlönd, í opna skjöldu en margir þeirra hafa stað- ið í þeirri trú að lýræðisbylgja gengi nú um Mið-Austurlönd – m.a. í kjölfar þess að Bandaríkjamenn tóku öll völd í Írak. Töldu lýðræð- issinnar að áhugi væri fyrir því í hinu íhaldssama Kúveit að breyta til. Annað kom hins vegar á daginn og fækkaði fulltrúum lýðræðisafl- anna úr átta í þrjá í kosningunum í gær. „Ég held að við þurfum að stokka spilin, endurhugsa baráttu- aðferðir okkar,“ sagði Mohammed al-Saqer, einn af leiðtogum lýðræð- isaflanna, en hann náði að halda sæti sínu á þingi. Andstæðingar hans fögnuðu því hins vegar að fengist hefði staðfest að Kúveit væri sannkallað íslamstrúarríki. Rúmlega 136 þúsund karlar voru á kjörskrá en konur hafa ekki kosn- ingarétt í Kúveit. Tæplega 900 þús- und manns búa í Kúveit. ÆVAREIÐIR aðskilnaðar- sinnar á Korsíku sprengdu fjögur sumarhús í loft upp að- faranótt mánudags. Húsin, sem voru mannlaus, voru öll í eigu Frakka en aðskilnaðarsinnar gripu til aðgerðanna eftir að íbúar eyjunnar höfnuðu tillög- um um takmarkaða sjálfsstjórn í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Róstusamt hefur verið á eynni sl. 30 ár en að- skilnaðarsinnar beita ofbeldi í baráttunni fyrir sjálfstæði. Pútín beitir harðari aðgerðum VLADIMIR Pútín Rúss- landsforseti sagði í gær að hart yrði brugðist við sjálfmorðs- árásum téts- enskra uppreisn- armanna í Moskvu um helgina er tvær konur sprengdu sig í loft upp á rokktónleikum í borginni. „Það verður að draga þá úr felum upp úr kjöllurum og hellum og drepa þá,“ sagði Pútín á ríkis- stjórnarfundi sem sjónvarpað var á ríkissjónvarpsstöðinni Rossiya. Þá sagðist Pútín koma til með að beita harðlínuhern- aðaráætlun gegn Tétsníu auk þess sem hann útilokaði með öllu viðræður við téténska upp- reisnarsinna. „Árásir á Tétsníu verða að vera nákvæmar og vel skipulagðar,“ sagði forsetinn. Unglingar í drápshug LÖGREGLAN í New Jersey í Bandaríkjunum handtók í gær þrjá unglinga sem talið er að hafi ætlað að fremja morð í út- hverfi Philadelphiu. Ungling- arnir, drengir á aldrinum 14 til 18 ára, voru vopnaðir rifflum, skammbyssum og sverðum er þeir voru gripnir. „Við vitum að þessir einstaklingar ætluðu að myrða þrjá unglinga hér í bæn- um,“ sagði lögreglumaður í Philadelphiu í viðtali við AFP. Að hans sögn ætluðu drengirn- ir svo að myrða eins margt fólk af handahófi og þeir gætu þar til þeir yrðu stöðvaðir. Ekki er vitað hvaða ástæður lágu að baki fyrirætlunum drengjanna. Kjærsgaard styður Berlusconi PIA Kjærsgaard, leiðtogi hins hægrisinnaða Danska þjóðar- flokks, lýsti í gær yfir stuðningi við Silvio Berlusconi, forseta Ítalíu. Sagði hún hann hafa fengið óréttláta meðferð fyrir Evrópuþinginu í liðinni viku er hann líkti þýskum þingmanni við nasista en að sögn Kjærs- gaard voru ummælin aðeins saklaus brandari. Þá sakaði hún þingið um að hafa tekið á móti forsetanum á „skammar- legan hátt“ er hann tók við for- sæti í Evrópusambandinu (ESB). „Hann var ekki velkom- inn,“ sagði hún. STUTT Aðskiln- aðarsinn- ar æfir Vladimir Putín BRASILÍSKIR karlar eru þeir af- brýðisömustu í heimi samkvæmt nýrri rannsókn sem nær til ýmissa landa og unnin er af breskum sál- fræðingi. Japanar af báðum kynjum eru minnst afbrýðisamir en sænsk- ar konur eru afbrýðisamar á sama hátt og karlar, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Líkt og í fyrri rannsóknum kom í ljós að í flestum löndum finna karlar til mestrar afbrýðisemi við tilhugs- unina um að kona þeirra sængi hjá öðrum karlmanni. Konur hafa hins vegar mestar áhyggjur af því að karl þeirra myndi andlegt samband við aðra konu. Þannig virðast karlar hafa áhyggjur af að hinn elskhuginn sé betri en þeir, á meðan konur ótt- ast að karlinn elski hina konuna. Sænskar konur eins og karlar Þetta hefur lengi verið þekkt og hafa sálfræðingar deilt um hvort ástæðurnar séu menningarlegar eða líffræðilegar. Þeir sem hallast að líffræðilegum skýringum telja að mismuninn megi rekja til þess að karlar geti aldrei verið alveg vissir um að þeir séu feður barna sinna og þaðan komi ótti við að konur þeirra sofi hjá öðrum. Afbrýðsemi kvenna megi hins vegar rekja til þess að þær leggi töluvert í sölurnar þegar þær eignist barn með karli og vilji ekki að tíma þeirra og orku sé sóað með því að makinn verði ástfanginn af annarri. Samkvæmt annarri til- gátu er munurinn vegna þess að karlar telji að ef kona stundi kynlíf með karlmanni hljóti hún líka að vera tilfinningalega tengd honum. Munurinn á milli kynjanna var mestur í Brasilíu en einnig kom í ljós að afbrýðisemin hjá sænskum konum lýsir sér í því að þær hafa mun meiri áhyggjur af því að karlar þeirra eigi líkamlegt samneyti við aðrar konur en andlegt. Þannig eru sænskar konur afbrýðisamar á sama hátt og karlar annars staðar. Afbrýðisemi kynjanna ólík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.