Morgunblaðið - 08.07.2003, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 25
LÖNG hefð er fyrir því aðíslenskir læknar sækisér framhaldsmenntuntil útlanda og öðlist þar
þjálfun, reynslu og sérhæfingu
sem ekki er unnt að bjóða upp á
heima. Straumurinn hefur að-
allega legið í tvær áttir, annars
vegar til Bandaríkjanna, þangað
sem um þriðjungur íslenskra
læknaárganga hefur að meðaltali
sótt sína framhaldsmenntun, og
hins vegar til Evrópu, einkum til
Norðurlanda og Bretlands en auk
þess hefur vaxandi straumur leit-
að til Hollands á undanförnum
árum. Þetta hefur hins vegar ver-
ið að breytast, mjög hefur dregið
úr sókn lækna vestur um haf síð-
ustu ár en nú í sumar mun aðeins
einn ungur læknir hefja fram-
haldsnám við bandarískt háskóla-
sjúkrahús samkvæmt upplýs-
ingum landlæknisembættisins.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir segir hlutfall lækna, sem
halda í framhaldsnám til Banda-
ríkjanna, ekki hafa verið svo lágt
í áratugi og telur það verulegt
áhyggjuefni, þar sem íslensk
læknavísindi hafi hingað til notið
mjög góðs af þeirri þekkingu og
þeim tengslum sem læknar færa
með sér frá bandarískum há-
skólasjúkrahúsum. „Þau áhrif
sem læknar færa með sér bæði
austan hafs og vestan hafa verið
mikill styrkur fyrir fagið á Ís-
landi, sem getur fylgst með mis-
munandi sjónarmiðum eða „skól-
um“ í læknisfræðinni. Það er
áhyggjuefni fyrir Ísland sem
samfélag ef við glötum þeim
tengslum við bandaríska lækn-
isfræðisamfélagið sem byggst
hafa upp undanfarna áratugi.“
Sigurður segir skýringar á
þessari þróun ekki vera á reiðum
höndum og margir þættir ráði
því hvert fólk ákveður að sækja
sitt framhaldsnám. Þó megi ætla
að læknar veigri sér við að fara
til Bandaríkjanna vegna þess
mikla vinnuálags sem fylgi nám-
inu, en þar er vinnutíminn að
jafnaði lengri en í framhaldsnámi
t.d. í Skandinavíu. „Það orð fer af
náminu í Bandaríkjunum að það
sé erfitt, sem það og er. Vinnu-
tíminn er langur og launin frem-
ur lág, sérstaklega fyrstu þrjú
árin áður en svokölluð sérfræði-
próf eru tekin. En það fylgir auð-
vitað að þjálfunin sem fólk hlýtur
er mjög góð og vel er fylgst með
framgangi hvers og eins nem-
anda,“ segir Sigurður. „Það má
einnig vera að umsóknarferlið í
framhaldsnám í læknisfræði vaxi
fólki í augum en það hefur orðið
óaðgengilegra á síðustu árum,
e.t.v. að hluta til vegna breytinga
í utanríkisstefnu bandarískra
stjórnvalda. Umsækjendur þurfa
nú að taka fleiri inntökupróf en
áður, kostnaður við þau hefur
aukist þar sem ekki er lengur
hægt að taka þau á Íslandi, auk
þess sem ákveðinn kostnaður
fylgir því að fara utan í viðtöl.
Þetta virðist fæla fólk frá.“
Oddur Steinarsson, formaður
Félags ungra lækna, segir að ef
litið sé á þróunina undanfarið
megi ætla að um 10% íslenskra
lækna haldi núorðið vestur um
haf til framhaldsnáms. Hann tek-
ur undir þær ástæður sem land-
læknir nefnir. „Til þess að kom-
ast í framhaldsnám í læknisfræði
í Bandaríkjunum þarf að taka
próf í þremur skrefum sem
spanna margra ára námsefni og
kosta töluvert. Þessi próf er ekki
lengur hægt að taka hér á landi
eins og áður tíðkaðist með fyrstu
tvö prófin. Eins og staðan er í
dag er auðvelt að komast í fram-
haldsnám í Skandinavíu þangað
sem flestir fara. Af-
koman er lakari í
Bandaríkjunum og
minni sumar- og
vaktafrí,“ segir Odd-
ur Steinarsson.
Áralöng hefð
Landlæknir segir
að með fækkun
framhaldsnema í
læknisfræði í Banda-
ríkjunum sé hætta á
að ákveðin hefð
rofni. „Á und-
anförnum áratugum
hefur íslenska
læknasamfélagið
myndað mjög mikilvæg tengsl við
þá öflugu bandarísku háskóla
sem íslenskir læknar hafa numið
við. Það er staðreynd að mjög
gott orð fer af frammistöðu ís-
lenskra lækna í þessum háskól-
um, og greiðir sá orðstír sem og
þau tengsl, sem starfandi sér-
fræðingar hafa náð að mynda,
tvímælalaust leið þeirra ungu
lækna sem eru að sækja um
framhaldsnám vestan hafs. En ef
stöðug sókn íslenskra lækna til
Bandaríkjanna leggst af er hætt
við að þessi áralanga hefð rofni
og að mikilvæg tengsl fari for-
görðum.“
Sjálfur sótti Sigurður sína
framhaldsmenntun til Bandaríkj-
anna, nánar tiltekið Wisconsin-
háskóla í Madison, en þar hafa
fjölmargir íslenskir læknar numið
á undanförnum áratugum.
„Framhaldsnám í læknisfræði í
Bandaríkjunum hefur marga
kosti. Þar er veitt mjög góð
menntun, og er framhaldsnámið
þar tvímælalítið fjölbreyttara og
víðtækara en hliðstætt fram-
haldsnám í öðrum löndum sem ég
þekki til. Kröfur eru einnig mikl-
ar og kallar það auðvitað á að
fólk leggi sig fram. En álagið er
ekkert óyfirstíganlegt, og hjálpar
það mjög hversu skipulagt námið
er. Þar er nemandinn markvisst
leiddur í gegnum ferli sem miðar
að því að hann kynnist öllu fag-
inu áður en nánari sérhæfing
hefst. Rannsóknarþátturinn er
mjög öflugur í náminu og boðið
upp á ómæld tækifæri fyrir þá
sem sem hafa áhuga á að einbeita
sér að því sviði. Þau nánu tengsl
við sjúklinginn, sem námið bygg-
ist mjög á, eru síðan ómetanlegur
þáttur. Þar læra læknar að bera
virðingu fyrir faginu og sýna því
auðmýkt. Því viðhorfi er haldið
mjög á lofti að góður læknir þurfi
ekki síður að kunna að eiga góð
samskipti við sjúklinginn en að
kunna skil á læknisfræðinni. Þó
svo að þessi viðhorf séu vissulega
í heiðri höfð annars staðar, eiga
þau sér styrka stoð í bandaríska
menntakerfinu,“ segir Sigurður.
Leitast við að efla tengslin
Til að bregðast við þessari þró-
un hefur læknadeild Háskóla Ís-
lands í samvinnu við landlækni
og fleiri aðila unnið að því að
koma á samstarfi sem myndi
greiða leið íslenskra
læknanema að
bandarískum háskól-
um. Auk forsvars-
manna kennslumála í
læknadeild og við
Landspítalann,
þeirra Kristjáns Er-
lendssonar og Gísla
Einarssonar, hefur
Jón Atli Árnason
unnið málinu braut-
argengi, en hann er
nýfluttur til Íslands
eftir að hafa numið
og starfað í Wiscons-
in. „Ég held að það
væri slæmt fyrir ís-
lenskt samfélag ef læknar hættu
að mennta sig í Bandaríkjunum.
Við höfum því litið til nokkurra
þátta sem hægt er að grípa til í
viðleitni við að efla tengslin þar á
milli og örva áhuga lækna á að
halda til Bandaríkjanna,“ segir
Sigurður. „Annars vegar vonumst
við til að geta gert læknanemum
kleift að nýta betur þá þjálfun
sem þeir hljóta áður en haldið er
utan, og hins vegar vinnum við
að frágangi nemendaskipta milli
læknadeildar HÍ og eins þeirra
háskóla sem hefð er fyrir að ís-
lenskir læknar sæki, þ.e. Wisc-
onsin-háskóla í Madison.“
Að fyrrnefnda markmiðinu hef-
ur verið unnið um nokkurra ára
skeið að sögn Sigurðar, en þar er
vonast til að hægt verði að meta
þá þjálfun sem læknar hljóta að
loknu kandidatsprófi á Íslandi,
svo þeir geti farið beint inn á
annað ár í almennum hluta fram-
haldsnámsins í bandarískum há-
skóla. „Þrjú ár tekur að ljúka
framhaldsnámi í almennum
greinum á borð við lyflækningar
eða barnalækningar í Bandaríkj-
unum, en þá hefur læknirinn
áunnið sér rétt til að taka sér-
fræðipróf eða svokölluð Board-
próf, og hefja síðan frekara sér-
nám. Um þessar mundir erum við
að reyna að ná samningum við
prófastofnunina sem sér um sér-
fræðiprófin sem gerðu íslenskum
læknum kleift að taka þessi próf
að loknum tveimur árum í al-
menna hlutanum í stað þriggja.
Þetta teljum við mögulegt vegna
þess hversu þjálfunin, sem unnt
er að veita læknum að loknu
kandidatsprófi á Íslandi, hefur
farið batnandi undanfarin 15 ár.
Læknadeild Háskóla Íslands hef-
ur orðið burði til þess að sjá um
fyrsta árið eða árin af framhalds-
námi í stærstu almennu fögunum,
eins og lyf-, skurð-, barna-, geð-
og heimilislækningum. Kennslu-
stjórar þeirra bandarísku há-
skóla, sem við höfum rætt við,
hafa tekið þessari hugmynd vel,
og er þar aftur fyrir að þakka
góðri frammistöðu íslenskra
lækna í þessum skólum í gegnum
tíðina. Þannig hafa tveir háskól-
ar, þ.e. Wisconsin-háskóli í
Madison og Iowa-háskóli í Iowa
City, gefið grænt ljós á þetta fyr-
irkomulag, svo framarlega sem
samningar nást við prófa- og
kennslumatsstofnanir sem hafa
yfirumsjón með þessum málum.“
Landlæknir segir samninga við
prófastofnanirnar vera erfiðasta
áfangann í þessu ferli en nú virð-
ist skriður kominn á málið, ekki
síst vegna hinna jákvæðu við-
bragða frá háskólunum sjálfum.
Nemendaskipti geti
hafist næsta vetur
Landlæknir sótti ráðstefnu við
Wisconsin-háskóla í maímánuði
og ræddi þar m.a. nemenda-
skiptaáætlun við forráðamenn
læknadeildar skólans, sem líklegt
er að geti hafist næsta vetur.
„Við Jón Atli Árnason læknir
höfum unnið að því um nokkurt
skeið að koma á formlegum nem-
endaskiptasamningi milli HÍ og
Wisconsin-háskóla, en eftir eru
nokkur tæknileg atriði varðandi
útfærslu samningsins. Hug-
myndin með nemendaskiptunum
er sú að efla tengslin milli lækna-
deilda þessara skóla, og gefa ís-
lenskum læknanemum tækifæri
til að kynnast starfsemi öflugs
bandarísks háskólasjúkrahúss.
Það gæti komið þeim mjög að
gagni er kemur að því að ákveða
hvert skal haldið í framhaldsnám.
Þannig mun íslenskum fjórða og
fimmta árs læknanemum gefast
kostur á að starfa á deildum á
háskólasjúkrahúsinu við Wiscons-
in-háskóla og fá þá reynslu
metna í sínu námi við HÍ. Við
stefnum á að þetta geti orðið
fjórir til fimm nemar á ári.“
Á hinn bóginn mun nemendum
í heilbrigðisgreinum við Wiscons-
in-háskóla gefast færi á að vinna
á rannsóknarstofum á Íslandi og
fá þá vinnu metna sem hluta af
sínu námi. „Við leggjum meg-
ináherslu á rannsóknarþáttinn í
þessu, þar sem okkar styrkur
liggur tvímælalaust þar. Það hef-
ur vakið mikla athygli erlendis
hversu öflugt rannsóknarstarf er
unnið í læknavísindum á Íslandi,
og er þar um að ræða afrakstur
uppbyggingar sem hefur átt sér
stað síðustu 20 árin. Nokkur
reynsla er komin á heimsóknir af
þessu tagi, en fyrir þremur árum
kom hingað hópur læknanema frá
háskólanum í Wisconsin til að
kynnast íslenska heilbrigðiskerf-
inu og rannsóknarstarfinu sem
þar fer fram. Við vonumst til að
fyrstu íslensku læknanemarnir
geti farið út strax næsta vetur og
að einn hópur bandarískra nem-
enda geti komið til Íslands.“
Sigurður bendir á að nem-
endaskipti læknadeildanna séu
fyrsta skrefið í formlegum vilja-
samningi um aukna samvinnu
milli HÍ og Wisconsin-háskóla í
Madison, sem undirritaður var
síðastliðið haust við heimsókn
Páls Skúlasonar háskólarektors
og Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, fyrrverandi borgarstjóra,
til Madison. Þá voru jafnframt
rædd áform um systraborg-
arsamning milli Reykjavíkur og
háskólaborgarinnar Madison sem
Sigurður segist vona að geti orð-
ið að veruleika.
„En fyrst og fremst vonum við,
sem unnið höfum að því að efla
tengslin milli læknadeildanna
heima og í Bandaríkjunum, að
skref í þessa átt geti styrkt og
viðhaldið þeirri hefð að ákveðið
hlutfall íslenskra lækna sæki sína
framhaldsmenntun til Bandaríkj-
anna og færi með sér þekkingu
og áhrif þaðan sem blandist þeim
áhrifum sem aðrir læknar færa
með sér frá Evrópu.“ segir Sig-
urður Guðmundsson að lokum.
Áhyggjuefni hversu fáir læknar sækja framhaldsnám til Bandaríkjanna
Mismunandi sjónarmið
styrkja fagið á Íslandi
Undanfarin ár hefur hlutfall íslenskra lækna,
sem halda í framhaldsnám til Bandaríkjanna,
minnkað verulega og ekki verið lægra í áratugi.
Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta
áhyggjuefni, þar sem íslensk læknavísindi hafi
hingað til notið góðs af því að vera í tengslum við
læknasamfélagið bæði í Bandaríkjunum og í
Evrópu. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Sigurð
um þessa þróun og leiðir til að snúa henni við.
Sigurður Guðmundsson
heida@mbl.is
nda, sem
i fyrir um
þá einnig í
æðistofur.
tel sýndu
hagkvæm-
ð en síðar
væðari og
rtækjanna
govens við
æði langt
slegið á
ðlabanka-
ensku ál-
þessum
hafa góða
Bechtel á
i ekki ver-
kkt, öflugt
yrirtæki á
um árum
ið álfyrir-
sameinað-
kki komið
alið Bech-
ður komið
slandi séu
fyrst nú
því.
Altech og fleiri fyrirtæki
vonast eftir viðskiptum
Þá hefur málmdeild Bechtel átt
viðskipti við Altech, fyrirtæki Jóns
Hjaltalín Magnússonar verkfræð-
ings, vegna álvers Alcan í Kanada,
móðurfyrirtækis álversins í
Straumsvík. Jón segist ekkert hafa
nema gott um Bechtel að segja,
enda fyrirtækið eitt hið virtasta á
sínu sviði. Fagmannlega sé staðið að
öllum málum. Bindur hann vonir við
að Altech fái tækifæri til að bjóða í
þá verkþætti álversins í Reyðarfirði
sem snúa að skautsmiðjunni. Einnig
sjái Bechtel um stækkun álvers
Alba í Bahrein og líkur séu á ein-
hverjum viðskiptum fyrir Altech
þar. „Við áttum fund með fulltrúum
Bechtel síðastliðið haust þegar fyr-
irtækið var að aðstoða Alcoa við for-
athugun á Reyðarálsverkefninu,“
segir Jón Hjaltalín og telur að fyr-
irtæki sitt eigi góða möguleika á
frekari viðskiptum við Bechtel. Al-
tech sé í raun eina fyrirtækið sem
hafi komið fram með einhverjar nýj-
ungar í skautsmiðju álvera síðustu
misserin. Þetta sé aðeins spurning
um hvort Bechtel og Alcoa standi
fyrir alútboði meðal nokkurra fyr-
irtækja eða skipti verkinu upp í
nokkrar vélasamstæður.
Eftir á að koma í ljós hve margir
verkþættir við byggingu álversins
munu falla í skaut íslenskra fyrir-
tækja. Ekki aðeins Altech er von-
gott heldur einnig verktakafyrir-
tæki eins og Ístak og Íslenskir
aðalverktakar og ýmis fleiri fyrir-
tæki, ekki síst á Austurlandi. Fram-
undan er formleg samningagerð
milli Alcoa og Bechtel, sem hefur
sér til samstarfs íslenska verkfræði-
samsteypu, HRV, sem eru fyrir-
tækin Hönnun, Rafhönnun og Verk-
fræðistofa Sigurðar Thoroddsen.
Ekki er reiknað með að sjálfar
byggingarframkvæmdir hefjist fyrr
en haustið 2005 en ári áður er stefnt
að því að hefja jarðvegsfram-
kvæmdir. Verða þær umfangsmikl-
ar þar sem sprengja þarf tölvuvert
innan álverslóðarinnar og jafna út
stór landsvæði.
Rannsóknir í haust
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins verður næsta skref að
forhanna álverið, í samráði við fyr-
irtækið K-Home Engineering, og
hefja rannsóknir á svæðinu, sem bú-
ist er við að hefjist strax í haust.
Frekari viðræður við íslenska verk-
taka eru sömuleiðis framundan og
fulltrúar málmdeildar Bechtel eru
væntanlegir til landsins í því skyni.
Fulltrúar HRV-verkfræðisam-
steypunnar hafa einnig átt fundi
með Alcoa og Bechtel í Kanada.
Vonast bandarísku fyrirtækin eftir
góðu samstarfi við Íslendinga
næstu árin og leggja mikið upp úr
því að sem flest verk falli í þeirra
hendur.
virkið sem Bechtel hefur komið nálægt.
yrirtækið
gningu
um.
ger
talað
msvísu
bjb@mbl.is