Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 37

Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 37 DAGBÓK Sumartilboð Glæsileg snyrtivörutilboð Bolir, toppar o.fl. á tilboðsverði Nóatúni 17 • sími 562 4217Gullbrá • Sendum í póstkröfu PÓLVERJINN Szym- anowski er snöggur spilari sem gengur hreint til verks, bæði í sögnum og úrspili. Það tók aðeins andartak að komast í þrjú grönd og fáein andartök að þræða einstigið að níu slögum: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D84 ♥ K973 ♦ ÁK32 ♣D7 Vestur Austur ♠ 53 ♠ K109762 ♥ G652 ♥ Á84 ♦ G754 ♦ 10 ♣G54 ♣Á108 Suður ♠ ÁG ♥ D10 ♦ D986 ♣K9632 Vestur Norður Austur Suður Drijver Romanski Schollaardt Szym- anowski – 1 lauf * 1 spaði 3 grönd Pass Pass Pass * Pólskt lauf (Vínarlauf). Spilið er frá 16 liða úrslit- um sveitakeppninnar í Menton og það eru hol- lenskir landsliðsspilarar í andstöðunni. Vestur kom út í lit makkers og suður fékk fyrsta slaginn á spaðagos- ann. Hvernig myndi lesand- inn vinna úr þessu? Spilið er flókið en Sym- anowski var fljótur að velja leið. Hann spilaði tígulsexu á ásinn og litlu laufi úr borði frá Dx. Vestur verður að dúkka því annars fær sagn- hafi fjóra laufslagi. Lauf- kóngurinn varð því slagur og nú sneri Symanowski sér að hjartanu, spilaði drottn- ingunni. Austur drap og braut spaðann en Sym- anowski spilaði sem á opnu borði, svínaði fyrir hjarta- gosann og tígulgosa. Níu slagir. Á hinu borðinu var Bauke Muller sagnhafi í þremur gröndum í norður. Muller er nákvæmur spilari og gerir helst ekkert nema að vel at- huguðu máli. Og þetta spil vafðist fyrir honum í langan tíma. Hann fékk út spaða (einnig eftir innákomu aust- urs) og lagðist undir feld í 10 mínútur. Keppnisstjóri var kvaddur til en það ýtti lítið við Muller. Loks tók hann af skarið, svínaði spaðagosa, spilaði tígli á ás og hjarta að D10. Pólverjinn Kowalski var í austur og hann fann rétta svarið: stakk upp ás og braut spað- ann. Þegar hjartagosinn lét ekki sjá sig varð Muller að sætta sig við átta slagi. Það er flókið að reikna út líkurnar fyrir bestu spila- mennskunni en leið Mullers virðist síst verri. Hann vinn- ur oftast spilið ef hjartað gefur þrjá slagi (væntanlega hugðist hann svína tíunni), en Symanowski þurfti bæði að fá laufið 3–3 og finna hjartagosann. En það er erfitt að gagnrýna spila- mennsku sem heppnast og Symanowski fékk mikið hrós í mótsblaðinu. BRIDS Guðmundur Páll Arn- arson ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 8. júlí, verður sextug Elín Jóhanns- dóttir, kennari, Litlubæj- arvör 15, Bessastaða- hreppi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Breiðfjörð Höskuldsson, taka á móti gestum laugardaginn 12. júlí milli kl. 17–19 á heimili sínu, Litlubæjarvör 15. 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 8. júlí, er sextugur Örn Árnason, Sundlaugavegi 16, Reykja- vík. Hann tekur á móti ætt- ingjum og vinum í Strætó- salnum, Borgartúni 41, Reykjavík, milli kl. 17–20 á afmælisdaginn. STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú kýst skipulagningu og leggur hart að þér við vinnu. Þú veist hvað þarf til þess að ná árangri og fólk lítur upp til þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur löngun til þess að aðstoða fjölskyldumeðlim í dag. Þú gerir þér grein fyr- ir því að aðgerða er þörf. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vináttusambönd sem hefj- ast í dag munu verða langlíf og einkennast af gagn- kvæmu trausti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert ekki í skapi til þess að eyða peningum í dag. Jafnvel þótt þú hugsir mik- ið um fjármál ertu varkár. Það er gott. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú ert laus við alla spennu og samskipti við aðra ganga vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ferð að öllu með gát í dag. Samt sem áður finn- urðu hjá þér hvöt til þess að rétta öðrum hjálp- arhönd. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver þér eldri og vitrari gæti gefið þér góð ráð í dag. Hlustaðu á það sem sagt er við þig, það gæti komið þér að góðum notum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Yfirmenn þínir gætu kunn- að að meta þitt framlag í dag. Þeir munu ekki láta það berlega í ljós, en þú veist að ánægja þeirra er til staðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Áætlanir þínar er tengjast ferðalögum gætu farið í vaskinn sökum fjárskorts. Ekki örvænta. Þú þarft ein- göngu að skipuleggja upp á nýtt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Framlag annarra er minna en þú bjóst við. Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum. Hvað sem því líður veistu vel að þú getur reitt þig á það sem komið er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hugsar fyrst og fremst um samvinnu og gagn- kvæma aðstoð í dag. Þú kýst að hlutirnir gangi hratt og vel fyrir sig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú veist hvað þarf til þess að ná markmiðum þínum. Einhver þér eldri og reynd- ari kann að hjálpa þér í dag. Mundu að þakka fyrir þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Áætlanir þínar varðandi skemmtanir gætu orðið að engu í dag. Ástæður þessa eru eingöngu fjárhagslegar. Skemmtanir kosta peninga. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.                VÖLUSPÁ – – – Heima glaður gumi og við gesti reifur, svinnur skal um sig vera, minnugur og málugur, ef hann vill margfróður vera, oft skal góðs geta, fimbulfambi heitir sá er fátt kann segja, það er ósnoturs aðal. Inn aldna jötun eg sótta, nú em eg aftur um kominn; fátt gat eg þegjandi þar. Mörgum orðum mælta eg í minn frama í Suttungs sölum. – – – LJÓÐABROT 85 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 8. júlí, er 85 ára Jakobína Þor- valdsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. Í tilefni afmæl- isins tekur hún á móti gest- um á heimili dóttur sinnar, Hlíðarhjalla 4, Kópavogi, milli kl. 17 og 19 í dag. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Bd3 g6 4. Rf3 Bg7 5. c3 0-0 6. 0-0 Rc6 7. h3 e5 8. He1 a6 9. Ra3 Rd7 10. Rc2 h6 11. dxe5 Rcxe5 12. Bf1 Rxf3+ 13. Dxf3 Rc5 14. Be3 Ra4 15. Hab1 Be6 16. Rd4 Bd7 17. Bd2 b5 18. b3 Rb6 19. Bf4 He8 20. Hbd1 De7 21. Dg3 Kh7 22. Rc2 Bc6 23. Rd4 Bb7 24. Bd3 Had8 25. Bd2 b4 26. Re2 Bxe4 27. Rf4 d5 28. cxb4 Dd6 29. Bxa6 Be5 30. h4 Df6 31. Hc1 Hd6 32. De3 Bb2 33. Hcd1 Bd4 34. Dh3 Rd7 35. b5 Ha8 36. Bb4 Rc5 Staðan kom upp á fyrsta opna Grænlands- mótinu sem Skákfélagið Hrókurinn og Skák í norðri héldu fyrir skömmu. Sig- urvegari mótsins, Luke McShane (2.592) hafði hvítt gegn Predrag Nikolic (2.643). 37. Hxd4! Rxa6 37. …Dxd4 gekk ekki upp vegna 38. Bc3 og svarta drottningin lendir í klípu. Í framhaldinu fær hvítur yf- irburðartafl sem hann nýtti til sigurs. 38. Bxd6 cxd6 39. bxa6 Dxd4 40. Dd7 Kg8 41. Hc1 Bf5 42. Db7 Ha7 43. Db8+ Kg7 44. Re2 Dd2 45. Dxa7 Dxe2 46. Dd4+ Kh7 47. a7 Da6 48. Hc7 Be6 49. Df6 Dxa2 50. Dxe6 og svart- ur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Luke McShane 8½ vinning af 9 mögulegum. 2. Jóhann Hjartarson 7½ v. 3. Predrag Nikolic 7 v. 4.–11. Nick deF- irmian, Ivan Sokolov, Flóvin Næs, Tomas Oral, Regína Pokorna, Róbert Harð- arson, Frank Wutz og Sæv- ar Bjarnason 6 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KIRKJUSTARF Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs hópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kost- ur á léttum hádegisverði. Samvera for- eldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þriðjudaga og fimmtudaga er keppni í pútti. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spil- að og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Skólavörðustíg 8 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.