Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 38

Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 38
KNATTSPYRNA 38 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það voru Skagamenn sem sigruðuí keppni A-liða en ÍA sigraði Breiðablik, 3:2, í vel spiluðum úr- slitaleik en öll liðin léku um sæti á mótinu. Leikið var á KA-vellinum og það voru um þúsund áhorfendur sem horfðu á úrslitaleikinn í blíðskapar- veðri. Þór Akureyri hreppti brons- verðlaunin en liðið sigraði HK í leik um þriðja sætið. Í keppni B-liða voru það FH-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en þeir lögðu Breiðablik að velli í leik um fyrsta sætið. HK lenti í þriðja sæti en Kópavogsstrákar sigruðu Þór Akureyri í leik um bronsverð- launin. Víkingar sigruðu í keppni C-liða, KA lenti í öðru sæti og Leiftur hreppti þriðja sætið. Hjá D-liðunum var það Fjölnir 2 sem lenti í fyrsta sæti, Víkingur lenti í öðru sæti og Breiðablik 1 var í þriðja sæti. 15 drengir fengu verðlaun Breiðablik fékk Esso-bikarinn en hann er veittur því liði sem nær best- um sameiginlegum árangri en Blik- arnir hlutu einnig Sveinsbikarinn en hann er veittur liðinu sem sýnir prúðustu framkomu á Essomótinu. Bestu leikmenn mótsins voru heiðraðir á lokaathöfninni og voru það 15 drengir sem voru verðlaunað- ir. Besti sóknarmaður A-liða var val- inn Ragnar Leósson, ÍA. Hjörtur Þórisson, FH, var besti sóknarmað- urinn í B-liðum og Magnús Hall- grímsson, Víkingi, var valinn bestur í C-liðum. Róbert Steinar Hjálmars- son, Fjölni, var bestur í D-liðum og Alexander Aron Brynjarsson, Aftur- eldingu, var besti sóknarmaður E- liða. Besti varnarmaður A-liða var Agnar Ingi Traustason, Breiðabliki og besti varnarmaður B-liða var val- inn Arnar Logi Valdemarsson, KA. Erling Gauti Jónsson, Stjörnunni, var valinn bestur hjá C-liðum, í D- liðum var Ólafur Barði Guðmunds- son, Fjölni, bestur og í E-liðum var Kristinn Svansson, Fjölni, besti varnarmaðurinn. Arnar Darri Pétursson, Stjörn- unni, var valinn besti markvörður A- liða. Þórður Rúnar Friðjónsson, Keflavík, var bestur í B-liðum og Ólafur Magnússon, KA, var bestur í C-liðum. Í D-liðum var Snorri Sig- urbergsson, Víkingi, valinn bestur og Garðar Benedikt Sigurjónsson, Breiðabliki, var valinn besti mark- vörður E-liða. ÍA sigraði í keppni A-liða ESSO-MÓTINU á Akureyri lauk á laugardaginn þegar keppt var til úrslita í öllum flokkum. Þetta var í 17. skipti sem mótið var haldið en það voru um 1.500 ellefu og tólf ára strákar sem tóku þátt í mótinu. Mótið heppnaðist mjög vel og allt skipulag gekk upp. Pedromyndir Skagamenn sigruðu í keppni A-liða: Efri röð frá vinstri, Sigurður Haraldsson liðsstjóri, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Leósson, Viktor Ý. Elíasson, Gunnar Þ. Þorsteinsson, Sigurjón Guðmundsson. Jón H. Harðarson, þjálfari liðsins, og Heimir Einarsson aðstoðarþjálfari. Neðri röð f.v. Björgvin Garðarsson, Einar L. Einarsson, Jón A. Björnsson og Leifur V. Guðmundsson. Pedromyndir FH-ingar fögnuðu sigri í keppni B-liða: Árni Freyr Guðmundsson aðstoðarþjálfari, Magnús Páls- son þjálfari og Róbert Magnússon aðstoðarþjálfari eru aftastir: Miðröð frá vinstri: Gunnar Smári Arnarson, Brynjar Guðmundsson, Kristján Gauti Emilsson, Viktor Smári Segatta, Sigurður Ingi- berg Ólafsson, Hjörtur Þórisson. Neðsta röð frá vinstri: Andri Magnússon, þrjár ungar blómarósir úr stuðningsliði FH, Guðni Guðmundsson, Andri Kristinn Ágústsson og Kári Þrastarson. Pedromyndir Ingvar E. Jónsson, þjálfari C-liðs Víkings, fagnaði sigri á Akureyri ásamt drengjunum kátu en á myndinni eru: Bergur Guðnason, Davíð Steinn Bjartmarsson, Kristófer Þorgrímsson, Magnús Óli Hallgrímsson, Sigurður E. Lárusson, Tómas Guðmundsson og Tómas Tjörvi Ómarsson. Pedromyndir Þeir skipuðu D-lið Fjölnis á Essómótinu: Andri Snær Helgason, Guðmundur Jóhann Arngrímsson, Gunnar Alexander Sigurbjörnsson, Henrý Guðmundsson, Hlynur Árni Sigurjónsson, Ingólfur Páll Ingólfsson, Ólafur Barði Guðmundsson, Ríkarður Már Ellertsson og Róbert S. Hjálmarsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikmaður Fjölnis nær að skora mark með skalla án þess að varnarmenn ÍR-inga fái rönd við reist. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikmenn Stjörnunnar og Njarðvíkur bíða eftir að boltinn komi fyrir markið í einum leikja mótsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.