Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 40

Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 40
ÍÞRÓTTIR 40 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ENSKIR fjölmiðlar halda áfram að orða landsliðsmanninn Ívar Ingimarsson við önnur lið. Ívar, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Wolves, er sagður á team talk vefnum vera á óska- lista enska 1. deildar liðsins Reading og á dögunum var frá því greint í Express and Star, staðarblaðinu í Wolverhampton, að 3. deildar liðið Nort- hampton vildi fá Ívar í sínar raðir. „Staðan hjá mér er einfaldlega sú að ég ætla að einbeita mér að Wolves og berjast fyrir minni stöðu. Ég ætla að láta hlutina þróast næstu mánuðina en ef ég sé að ég er ekki inni í myndinni hjá liðinu mun ég skoða mínu stöðu. Það eina sem ég veit á þessari stundu er að ég á að mæta á fyrstu æfingu Wolves á morgun [í dag],“ sagði Ívar við Morgunblaðið. Ívar lék með Brentford áður en hann gekk í raðir Wolves. Ívar Ingimarsson er orðaður við Reading Ívar Ingimarsson Gestunum úr Kópavogi gekk bet-ur að fóta sig til að byrja með og tókst oft sæmilega að spila bolt- anum en gekk illa að komast síðasta spöl- inn framhjá vörn Mosfellinga, sem sjálfir voru snöggir fram völlinn. Á 40. mínútu geystust þeir í annað sinn upp hægri kantinn og Þorvaldur Már Guðmundsson gaf fyrir en varnarmönnum HK tókst aðeins að koma boltanum rétt út fyr- ir teig á Boban Ristic sem þrumaði honum upp í þaknetið. Mosfellingar fengu ekki að fagna lengi því mínútu síðar var Ólafur V. Júlíusson felldur af Einar Hjörleifssyni markverði Aftureldingar í vítateig svo dæmd var vítaspyrna, sem Zoran Panic skoraði úr. Næstu mínútu fengu HK-menn þrjú tækifæri inni í mark- teig til að skora en tókst ekki. Mosfellingar voru meira með boltann framan af síðari hálfleik en færin engu að síður HK-manna. Þeim gekk hinsvegar illa að koma boltanum í markið var síðan refsað harðlega þegar Þorvaldur Már stökk enn og aftur upp hægri kant- inn og gaf fyrir, varnarmaður ætlaði að hreinsa frá en hitti ekki boltann, sem rann fyrir fætur Hennings sem lagði hann vandlega fyrir sig og kom Aftureldingu í 2:1 á 73. mínútu. Gestirnir tóku sig á þegar leið að lokum og fengu ágæt færi, þar af var eitt mark dæmt af en Mosfell- ingar biðu þolinmóðir og fengu ekki síðri færi. Magnús Einarsson fyrirliði og besti maður Aftureldingar var sátt- ur við sigurinn. „Hvert stig er mik- ilvægt því allir geta unnið alla í deildinni. Við ætluðum að liggja aft- arlega og sækja með skyndisóknum því við höfum verið meira með bolt- ann í síðustu leikjum en það hefur ekki hentað okkur,“ sagði Magnús eftir leikinn. Albert Ásvaldsson átti einnig góðan leik. „Við erum að skapa okkur fleiri færi en andstæðingar okkar og það er barátta í liðinu en á meðan við nýtum ekki og skorum ekki meira en andstæðingurinn fáum við ekki stig,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson markvörður, sem bar fyrirliðaband- ið í fjarveru Guðbjartar Haraldsson- ar, sem er meiddur. Ólafur og Ás- grímur Albertsson voru góðir hjá HK. Maður leiksins: Magnús Einars- son, Aftureldingu. Afturelding nýtti færin Víkingar byrjuðu betur og strax á 3.mínútu átti Bjarni Hall gott skot sem fór rétt fram hjá Blikamarkinu. Tíu mínútum síðar skoraði Stefán Örn fyrir Víkinga eins og áður er getið. Egill Atlason gaf þá gull- fallega sendingu fyrir mark Breiða- bliks á Stefán Örn sem skoraði með viðstöðulausu skoti. Við markið vökn- uðu Blikar og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks réðu þeir lögum og lofum á vellinum. Hörður Bjarnason komst næst því að jafna fyrir þá í fyrri hálf- leik er skot hans hafnaði í stöng Vík- ingsmarksins. Víkingar hófu síðari hálfleik líkt og þann fyrri, af krafti. Á 49. mínútu dansaði Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings, framhjá hverjum varnar- manni Breiðabliks á fætur öðrum og lagði boltann á Bjarna Hall en gott skot hans fór í varnarmann og rétt framhjá. Einu alvöru tilraun Breiða- bliks að marki í síðari hálfleik átti Ol- geir Sigurgeirsson en skot hans strauk utanverða stöng Víkings- marksins. Undir lok leiksins voru Vík- ingar nálægt því að bæta við mörkum en Páll Gísli Jónsson, markvörður Breiðabliks, varði meistaralega í tví- gang frá þeim Stefáni Erni og Agli. Sigur Víkinga var verðskuldaður og engin tilviljun að lærisveinar Sigurðar Jónssonar eru búnir að fá á sig fæst mörk í 1. deild í ár. Öll varnarlína Vík- ings lék vel í gær þó sér í lagi miðverð- irnir, Sölvi Geir Ottesen og Þorri Ólafsson. Á miðjunni stóðu Haukur Úlfarsson og Bjarni Hall fyrir sínu og framherjarnir Stefán Örn og Egill Atlason voru frískir. Heimamenn í Breiðabliki voru síst slakari aðilinn bróðurpart leiksins. Blikar geta leikið vel á milli sín úti á vellinum og þar standast fæst lið deildarinnar þeim snúning. Hins veg- ar þegar nær dregur marki eru Blikar afskaplega hugmyndasnauðir og ekki tilviljun að liðið er búið að gera fæst mörk í deildinni á leiktíðinni. Hjá heimamönnum voru þeir Olgeir og Kristófer Sigurgeirssynir manna bestir ásamt Páli Gísla, markverði. Sigurður sigurreifur Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga, var stoltur af sínum drengjum í leiks- lok: „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og gott að komast aftur á skrið í deildinni. Það er engin spurning að þetta var ígildi sex stiga leiks því Breiðablik er eitt af þeim liðum sem getur farið upp í efstu deild. Allt liðið spilaði mjög vel í vörn og þá sér í lagi Sölvi Geir Ottesen og ungmenna- landsliðsþjálfarinn [Ólafur Þórðarson] hlýtur að fara að skoða hann því eins og hann leikur Víking þá á hann heima í því ungmennalandsliðinu. Nú er það Keflavíkurliðið í næsta leik. Það hefur sýnt sig í upphafi móts að það eru svo- lítið sér á báti hvað gæði varðar en það skal fá að hafa fyrir hlutunum í Vík- inni því við munum selja okkur dýrt,“ sagði sigurreifur þjálfari Víkinga, Sig- urður Jónsson, í leikslok. Maður leiksins: Sölvi Geir Ottesen, Víking. Víkingssigur í Kópavogi VÍKINGAR sigruðu lið Breiðabliks með einu marki gegn engu í 1. deild karla á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Stefán Örn Arnarsson skor- aði sigurmark Víkinga á 14. mínútu leiksins. Víkingar eru nú komnir með 15 stig í öðru sæti deildarinnar en Blikar eru með tíu stig í sjötta sæti. Keflavík er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar. Hjörvar Hafliðason skrifar KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: KR-völlur: KR – FH .............................19.15 3. deild karla: Gróttuvöllur: Grótta – Númi .....................20 Árskógsstrandarv.: Reynir Á. – Hvöt ......20 Dúddavöllur: Snörtur – Vaskur ................20 Fáskrúðsfjarðarv.: Leiknir F. – Einherji 20 1. deild kvenna: Sandgerðisvöllur: RKV – HSH.................20 Sauðárkróksv.: UMFT – Leiftur/Dalvík..20 Í KVÖLD KAJAK-RÓÐUR Lagarfoss-Rodeo Keppt í Eyvindará: 1. Jón Heiðar Andrésson ........................8,05 2. Aðalsteinn Möller ................................8,07 3.Erlendur Magnússon...........................8,10 Flúðafimi við Lagarfoss: 1. Anup Gurung, Nepal 2. Pies Smith, Bretlandi 3. Kristján Sveinsson, Íslandi HJÓLREIÐAR Á sunnudagsmorgun fór fram Íslandsmót í fjallahjólreiðum á braut í Öskjuhlíð á veg- um Hjólreiðanefndar ÍSÍ. Mótið var tví- skipt og hafði Meistaramótið í yngri flokk- um farið fram nokkrum dögum áður. Hjólaðir voru mismargir hringir eftir flokkum en meistaraflokkur fór tólf hringi á erfiðri braut sem lá vítt og breitt um skóginn og reyndi mjög á tæknilega kunn- áttu manna á hjólunum. Steinar Þorbjörns- son sigraði með yfirburðum. Haukur M. Sveinsson, sem átti titil að verja, varð að láta sér lynda annað sætið og Kári Brynj- ólfsson endaði í því þriðja. Hann skaut þar með mörgum reyndari hjólreiðamönnum ref fyrir rass og sigraði einnig í flokkum unglinga og pilta. Nokkrum dögum fyrr var meistaramót Íslands í yngri flokkum haldið á sama stað en samtals mættu 27 keppendur á ýmsum aldri til leiks á mótunum. Í elsta flokkinum á meistaramótinu sigruðu Laufey Helga- dóttir og Kári Brynjólfsson. Í yngri flokk- unum voru það Bryndís Þorsteinsdóttir og Ólöf Brynja Aradóttir í hnátu- og stelpu- flokkum sem komu fyrstar í mark og hjá hnokkum og drengjunum voru það Krist- ján V. Kristinsson og Adam Ingi Bergsson sem sigruðu. Gísli Ólafsson varð fyrstur garpanna en í þeim flokki eru þeir hjól- reiðamenn sem hafa náð 34 ára aldri. Karlaflokkur 12 hringir: Steinar Þorbjörnsson.........................1.14,54 Haukur Már Sveinsson......................1.19,37 Kári Brynjólfsson...............................1.21,10 Garpaflokkur 12 hringir: Gísli Ólafsson ......................................1.27,37 Unglingspiltar 12 hringir: Kári Brynjólfsson...............................1.21,10 Piltar, 10 hringir: Kári Brynjólfsson..................................46,33 Stúlkur, 7 hringir: Laufey Helgadóttir ...............................53,57 Drengir, 5 hringir: Adam Ingi Bergsson .............................35,07 Stelpur, 5 hringir: Ólöf Brynja Aradóttir ...........................33,07 Hnokkar, 5 hringir: Kristján V. Kristinsson.........................31,50 Ingvar Páll Bjarnason ..........................35,09 Elvar A. Guðmundsson.........................55,34 Hnátur, 5 hringir: Bryndís Þorsteinsdóttir........................32,51 HELDUR rættist úr leik Aftureldingar og HK í Mosfellsbænum í gær- kvöldi þó leikmenn næðu aldrei að sýna sparihliðarnar á þungum og blautum vellinum. Mosfellingum tókst þá betur upp með færin sín, sem komu frá gestunum, og unnu 2:1. Það lyftir þeim um 3 sæti – upp í fimmta sætið en HK er fer niður í það áttunda. Stefán Stefánsson skrifar KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Grindavík - ÍA ...........................................3:2 Ólafur Örn Bjarnason 9., Ray Anthony Jónsson 29., Guðmundur Bjarnason 63. - Stefán Þórðarson 41., Grétar Rafn Steins- son 69. Staðan: Fylkir 8 5 1 2 13:6 16 Þróttur R. 8 5 0 3 15:10 15 Grindavík 8 4 0 4 12:14 12 FH 8 3 2 3 13:13 11 KR 8 3 2 3 8:10 11 ÍA 8 2 4 2 11:9 10 ÍBV 8 3 1 4 12:12 10 Valur 8 3 0 5 11:15 9 KA 7 2 2 3 9:9 8 Fram 7 2 2 3 9:15 8 Markahæstu menn: Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 8 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 7 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 4 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 4 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4 Sören Hermansen, Þróttur R. ................... 4 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylkir............... 3 Guðjón H. Sveinsson, ÍA............................. 3 Hreinn Hringsson, KA ............................... 3 Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur.................. 3 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .............. 3 Tommy Nielsen, FH ................................... 3 Ágúst Gylfason, Fram................................. 2 Grétar Rafn Steinsson, ÍA.......................... 2 Guðmundur A. Bjarnason, Grindavík ....... 2 Gunnar Þór Pétursson, Fylkir ................... 2 Hjálmar Þórarinsson, Þróttur R. .............. 2 Ingvar Ólason, Fram .................................. 2 Kristján Brooks, Fram ............................... 2 Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík .............. 2 Pálmi Rafn Pálmason, KA.......................... 2 Stefán Þór Þórðarson, ÍA........................... 2 Steinar Tenden, KA .................................... 2 Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 2 1. deild karla Breiðablik - Víkingur...............................0:1 Stefán Örn Arnarson 13. Afturelding - HK ......................................2:1 Boban Ristic 40., Henning E. Jónasson 73. - Soran Panic 42. Staðan: Keflavík 8 7 0 1 24:9 21 Víkingur R. 8 4 3 1 10:6 15 Þór 8 3 3 2 16:14 12 Haukar 8 3 2 3 13:12 11 Afturelding 8 3 2 3 10:13 11 Breiðablik 8 3 1 4 7:9 10 Njarðvík 8 2 2 4 12:15 8 HK 8 2 2 4 9:12 8 Stjarnan 8 1 4 3 10:13 7 Leiftur/Dalvík 8 2 1 5 8:16 7 3. deild karla, C-riðill: Neisti H. - Magni.......................................3:6 Staðan: Vaskur 7 6 0 1 22:8 18 Magni 8 4 2 2 19:11 14 Reynir Á 7 4 2 1 10:7 14 Hvöt 7 2 2 3 16:8 8 Neisti H. 8 1 2 5 14:23 5 Snörtur 7 0 2 5 6:30 2 3. deild karla, D-riðill: Huginn - Höttur ........................................2:1 Fjarðabyggð - Neisti D. ...........................3:0 Staðan: Fjarðabyggð 8 6 0 2 21:8 18 Höttur 8 4 1 3 14:9 13 Huginn 8 4 0 4 16:16 12 Neisti D. 7 3 1 3 7:13 10 Einherji 6 2 0 4 7:11 6 Leiknir F. 7 2 0 5 9:17 6 Svíþjóð Elfsborg - Malmö FF................................1:2 Gautaborg - AIK .......................................0:2 Staðan: Djurgården 12 8 1 3 29:10 25 Malmö 13 7 3 3 24:13 24 AIK 13 7 3 3 22:13 24 Hammarby 12 6 4 2 17:14 22 Örebro 13 6 3 4 19:18 21 Halmstad 13 6 2 5 22:18 20 Helsingborg 12 5 3 4 14:19 18 Örgryte 12 5 2 5 17:20 17 Gautaborg 13 4 4 5 19:15 16 Elfsborg 13 4 4 5 16:21 16 Landskrona 13 3 5 5 15:19 14 Sundsvall 13 2 5 6 13:19 11 Öster 13 2 3 8 11:24 9 Enköping 13 2 2 9 14:29 8 Opna Norðurlandamótið 17 ára landslið kvenna: Leikur um 7. sætið: Ísland - Danmörk......................................2:3  Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk Íslands. Svíar urðu Norðurlandameistarar. KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót ÍR: KR – Haukar .........................................84:82 ÍR – Keflavík..........................................88:87 Grindavík – Fjölnir ...............................76:83 Ekkert sjálfgefið hjá Haukum ÞAÐ skýrist í næstu viku hvaða mótherja Haukar fá í und- ankeppni Meistardeildarinnar í handknattleik, en á þriðjudaginn verður dregið. Haukar eru í potti ásamt níu öðrum liðum og ljóst að Hafnfirð- ingar geta verið heppnir og einnig óheppnir og alls ekki víst að liðið komist áfram. Það er altént ekkert sjálfgefið í þessum efn- um. Í pottinum eru meðal annars gríska liðið Filippos Verias, sem lék til úrslita í fyrra í EHF-keppninni, Granitas Kaunas frá Lith- áen, Winterthur frá Sviss og Arkatron Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Það eru 158 félagslið sem taka þátt í Evrópukeppni EHF í vet- ur, það er að segja karlalið og 124 kvennalið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.