Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 43 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV kl. 8 og 10. B.i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 6.  X-IÐ 97.7  SV MBL  HK DV Sýnd kl. 6.10, 6.50, 8.30, 9.10 og 10.50 Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins!  ÓHT RÁS 2 YFIR 10.000 GESTIR Sýnd k. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10:10. www.laugarasbio.is Ef þú hélst að þú værirheimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. A L P A C I N O Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. TÉA LEONIKIM BASINGER YFIR 10.000 GESTIR ÞAÐ er líflegt um að litast í Gróð- urhúsinu, hljóðveri Valgeirs Sigurðs- sonar. Á neðri hæðinni, þar sem eld- húsaðstaðan er, situr bláhærður Japani og párar texta á blað á meðan Quarashi-menn vappa um í rólegheit- um. Á efri hæðinni er Sölvi Blöndal, tón- og taktsmiður Quarashi, að vinna með meðlimum YKZ. Ung kona dottar í stól, en hún ku vera fulltrúi YKZ hjá Sony Music í Japan. Kári Sturluson, umboðsmaður Quar- ashi, býður mér vatn og svo kemur varaforstjóri Sony í Japan inn og segir „Hæ“. Hvað er eiginlega í gangi? YKZ er fimm ára gömul rapp- rokksveit frá Tókýó, Japan. Hún á að baki fjórar breiðskífur. Tvær þær fyrstu voru gefnar út á óháðum merkjum en tvær þær nýjustu komu út á vegum Sony í Japan. Sú síðasta, Rock To The Beats, kom út í ár og ég fæ þær upplýsingar að sveitin sé í meðalstærri kantinum í heimaland- inu en Sony leggi hins vegar um þessar mundir nokkra áherslu á bandið, sem skýrir veru varaforstjór- ans hér á landi! Í haust er svo stefnt á stuttskífu með sveitinni þar sem jap- anska hipphoppsveitin Gaki Ranger mun starfa með henni og einnig Quarashi. Seinna segir Hideki Tanaka mér, en hann er bassaleikari sveitarinnar, að hann hafi verið staddur í Tower Records einhverju sinni og hafi þá lagt eyrun við plötu Quarashi. Þótti honum tónlistin afar svöl og rak í rogastans þegar hann sá að Quarashi var undir sama hatti og þeir, það er á mála hjá Sony. Bingó! Öflug rapprokksena Ásamt Tanaka eru í sveitinni þeir Tatzuo Ogawa, sprelligosalegur söngvari (sá bláhærði) og gítarleik- arinn Kensho Akimitsu, sem virðist við fyrstu sýn vera sá „þögli“. Tanaka virðist sleipastur þeirra í ensku, þó valdið sé nú ekki mikið. Fulltrúinn túlkar því til öryggis. En líkt og oft virðist með Japani sem eru að „rokka og róla“ tolla þeir félagar 100% í tísk- unni og vel það. Skórnir þeirra eru t.d. það móðins að þeir virðast enn vera í framleiðslu. Áhuginn og ástríðan geislar ríkulega af þremenningunum og við komum okkur settlega fyrir, setjum okkur í viðtalsstellingar. - Jæja strákar, hvernig er að vera í rokkhljómsveit í Japan? Þetta er risa- vaxið land ... Tanaka: „Það er fullt af hljóm- sveitum vissulega en þær eru bæði góðar og slæmar (hlær).“ - Hafið þið spilað eitthvað fyrir utan Japan? Tanaka: „Nei. En við fórum til New York fyrir þremur árum og tók- um upp lög með The Beatnuts (rapp- sveit frá New York).“ - Eruð þið æskufélagar? Akimitsu: „Ekki allir. En ég og Tanaka kynntumst í menntaskóla.“ - Hvernig komust þið svo í sam- band við Sony? Tanaka: „Það var öflug rapprokks- ena í gangi á þeim tíma sem við feng- um samning. Þá voru stóru fyr- irtækin á höttunum eftir neðanjarðarböndum.“ Nýtilkomin pressa - Er þetta búin að vera mikil vinna? Eruð þið t.d. búnir að spila eins og brjálæðingar? Tanaka: „Nei, þetta er ekki búið að vera svo mikið mál.“ Akimitsu: „Við höfum í raun ekk- ert spilað fyrir utan Tókýó.“ - Þannig að þið eruð bara svona góðir? Allir: (Hlátur). Akimitsu: „Við vorum ekkert að pæla í stórum útgáfufyrirtækjum á sínum tíma. En við finnum fyrir pressunni núna. Við erum enn að átta okkur á þeim möguleika að geta lifað af tónlistinni.“ - Er það eitthvað sem ykkur hefur alltaf dreymt um? Tanaka: „Já.“ Akimitsu: „Já.“ Ogawa: „Ja ... mér hafði aldrei dottið það í hug. En ég er svona farinn að geta hugsað mér það núna.“ - Hvernig er að vinna með Quar- ashi? Tanaka: „Þeir eru frábærir.“ Ogawa: „Við höfum fengið fullt af nýjum hugmyndum frá þeim. Og svo eru þeir hjólabrettagaurar og Ómar er mikill áhugamaður um japanska menningu.“ - Og svo að lokum. Hvernig líkar ykkur Ísland (Há dú jú læk Æsland)? Allir í belg og biðu: „Vá ... fallegt ... skrýtið ... o.s.frv.“ Ogawa: „Af hverju sest sólin ekki?“ Viðtalið leysist nú upp í almennt spjall um dimma vetur, norðurljós og vonir meðlima um að fá að spila hér á tónleikum. Og þeir félagar furða sig á því að það séu hvergi lögregluþjónar sjáanlegir á götunum. Já, þetta er skrýtið land, Ísland ... Japanska sveitin YKZ „Af hverju sest sólin ekki?“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Quarashi og YKZ í góðu grilli. Tanaka (bassi) er lengst til vinstri, Aki- mitsu (gítar) er þriðji frá vinstri en Ogawa (söng- ur) er sá sem er haldið af Steina úr Quarashi. Japanska rapprokksveitin YKZ er stödd í Gróðurhúsinu þessa dagana þar sem hún vinnur að tónlist með Quarashi. Arn- ar Eggert Thor- oddsen fór á stað- inn og forvitnaðist um málið. TENGLAR ..................................................... www.ykzjpn.com arnart@mbl.is vinnur með Quarashi „ÞEIR bara óskuðu eftir því að vinna með okkur,“ segir Sölvi Blöndal Quarashi-maður um til- drög samstarfsins. „Þetta eru hressir náungar“. Það hlýtur að vera erfitt að koma sér áfram í landi sem tel- ur um og yfir 130 milljónir manna? „Þá er bara að mála á sér hárið fjólublátt og vera nógu flippaður. Það er svo mikið af böndum þarna að það er mik- ilvægt að standa upp úr í flipp- inu,“ segir Ómar með grínakt- ugri röddu. „Þú þarft að vera úr meðalhófi flippaður.“ Quarashi-liðar eru sýnilega ánægðir með þessa samsuðu menningarheima en Quarashi eiga miklum vinsældum að fagna í Japan, hafa selt þar um 100.000 eintök af plötu sinni, Jinx. Tónlist YKZ minnir um margt á tónlist Quarashi og því mögulega undir einhverjum áhrifum frá Sölva og félögum. „Það hlýtur að vera, úr því að þeir flugu hingað tíu manns!“ segir Sölvi að lokum. Konichiwa Quarashi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.