Morgunblaðið - 13.07.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 13.07.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 187 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ALLARVERSLANI R OPNARÍDAG FRÁ13-18 Eitursvartur gálgahúmor Fyrsta kvikmynd Eiríks Leifssonar í fullri lengd | Fólk 49 Virða ber leikreglur María Jóhannsdóttir hefur búið í níutíu ár á Flateyri | 20 Mörg járn í eldinum Verk Áskels Mássonar flutt víðsvegar um heim | Listir 24 STUÐNINGURINN við George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur minnkað meðal almennings og rúmur helmingur Bandaríkjamanna telur að mannfallið meðal banda- rískra hermanna í Írak sé „óviðunandi“, samkvæmt skoðanakönnun sem The Washington Post birti í gær. 52% aðspurðra sögðu að mannfallið væri óviðunandi, 44% töldu það viðunandi og 3% höfðu ekki gert upp hug sinn. Að minnsta kosti 32 bandarískir hermenn hafa beðið bana í árásum í Írak frá 1. maí þegar bandarísk stjórnvöld lýstu því yfir að öllum meiriháttar átökum væri lokið í landinu. Mikill meirihluti aðspurðra, eða 74%, taldi að mannfallið yrði enn meira. Jafnmargir sögðust þó styðja innrásina í Írak og 72% töldu að banda- ríska hernámsliðið ætti að vera áfram í landinu. 59% aðspurðra sögðust ánægð með störf Bush í forsetaembættinu og 38% óánægð. Stuðningur- inn við hann hefur minnkað verulega frá síðustu könnun The Washington Post, sem gerð var 22. júní, þegar 68% voru ánægð með störf hans og 29% óánægð. Stuðningurinn við Bush fór síðast niður fyrir 60% í janúar sl. Helmingur aðspurðra taldi að stjórn Bush hefði „af ásettu ráði ýkt sönnunargögn sín fyrir því að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum“. Krefjast rannsóknar Demókratar kröfðust í gær óháðrar rannsókn- ar á því hvort stjórn Bush hefði villt um fyrir al- menningi í Íraksmálinu til að réttlæta stríðið. Þeir kröfðust þess einnig að embættismönnum, sem bæru ábyrgð á röngum fullyrðingum banda- rískra ráðamanna um málið, yrði vikið úr emb- ætti. George Tenet, yfirmaður CIA, tók á föstudag á sig sökina á því að Bush fullyrti í stefnuræðu sinni í janúar að Írakar hefðu falast eftir úrani í kjarnavopn, en sú fullyrðing reyndist röng. Vinsældir Bush minnka Meirihluti telur mann- fallið meðal hermanna í Írak óviðunandi Washington. AFP. George W. Bush MARTA María var ekki sein að nýta sér góða veðrið á föstudag og dreif sig út í garð með hatt- inn sinn og leikföng. Blíða var um land allt á föstudaginn en í gær þykknaði upp víðast hvar um landið og hiti lækk- aði nokkuð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikið sér í góða veðrinu BANDARÍKJAMENN hafa gripið fegins hendi það tækifæri, sem þeim nú gefst, að skrá símanúmer sín í gagnagrunn yfir heimili sem ekki kæra sig um að fá upp- hringingu frá símasölufólki. Er búið að skrá meira en 23 milljónir símanúmera á aðeins hálfum mánuði. Eiga símasölufyrirtæki yfir höfði sér háar fjársektir virði þau ekki vilja fólks um að fá að vera í friði. Símasala hefur lengi verið umfangsmikil í Bandaríkj- unum. Fæstir áttu þó von á því að svo margir væru orðnir jafnþreyttir á símasölufólki og raun ber vitni. Talið er að um 60 milljónir símnotenda muni hafa skráð sig í gagna- grunninn þegar hann tekur gildi í október. Enga símasölu The Washington Post. SAMVÖXNU tvíburasysturnar, sem dóu í skurð- aðgerð á þriðjudag þegar þær voru aðskildar, voru bornar til grafar í gær í heimaþorpi þeirra, Lohrasb, í Íran. Ættingjar tvíburanna halda hér í föður þeirra, Dadollah Bijani, sem var bugaður af sorg þegar hann tók á móti líkkistum dætra sinna fyrir útförina. AP Tvíburarnir bornir til grafar  Um helmingur/16 ÞÓTT erlendum ferðamönnum hafi fjölgað í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi hefur þeim fækkað veru- lega í Noregi og af þeim sökum hafa um 5.000 störf tapast í ferða- þjónustunni þar í landi á síðustu þremur árum, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten í gær. Blaðið segir að Norðmenn hafi tapað baráttunni um ferðamenn- ina á Norðurlöndum. Meira en hundrað fyrirtæki í hótel- og veit- ingahúsarekstri hafi orðið gjald- þrota það sem af er árinu. Í fyrra hafi alls 249 fyrirtæki orðið gjald- þrota og velta þeirra hafi verið alls um tveir milljarðar norskra króna, 20,8 milljarðar íslenskra. Aftenposten segir að erlendum gestum í norskum hótelum hafi fækkað um 20% frá 1999. Ekki kemur fram í frétt blaðsins hvaða skýringar geti verið á því að ferðamönnunum hefur fækkað í Noregi á sama tíma og þeim hefur fjölgað í löndum eins og Íslandi. Um 5.000 störf hafa tapast Ferðaþjónustan í Noregi GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, telur að það hafi verið góð og gagnleg ráðstöfun að færa banda- ríska varnarliðsmanninn, sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir tilraun til manndráps, yfir í varðhald til Bandaríkjamanna. Það muni verða til þess að draga úr spennu í málinu og auðvelda úrlausn þess. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var varnarliðsmanninum fylgt af lögreglu til Keflavíkurflugvallar seint í fyrrakvöld, skv. ákvörðun ríkissaksóknara og fangelsismála- stofnunar. Var þetta gert með þeim skilyrðum ríkissaksóknara að varnarliðið framkvæmdi gæsluvarðhaldið sem sakborningurinn sætir skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kveðst í samtali við Morgunblaðið ekki tjá sig um þá stefnu sem mál varnarliðsmannsins hefur tek- ið eftir ákvörðun ríkissaksóknara og fangelsis- málastofnunar, en segir að áfram sé unnið að lausn málsins. Gunnar Snorri minnir á að með því að færa varnarliðsmanninn yfir til varnarliðsins sé ein- göngu verið að skipta um dvalarstað manns- ins. Utanríkisráðuneytið telji enn að rétt sé að framselja lögsögu í málinu til bandarískra stjórnvalda. „Maðurinn verður núna í varð- haldi hjá Bandaríkjamönnum. Ég held að það muni verða til þess að draga úr allri spennu í málinu. Ég held að þetta hafi verið mjög gagn- leg og góð ákvörðun hjá ríkissaksóknara að verða við þessari beiðni [Bandaríkjamanna um að gæsla sakbornings yrði á þeirra hendi] með þessum skilyrðum.“ Gunnar Snorri segir aðspurður að þessi ráð- stöfun þýði þó ekki að málinu sé lokið. „Nei, málið heldur áfram. Við höfum verið í sam- bandi við ríkissaksóknara og málið er enn til umræðu og mun vonandi hljóta farsæla lausn þegar upp er staðið.“ Varnarliðsmaðurinn var færður til Banda- ríkjamanna upp úr miðnætti í fyrrinótt en fyrr um kvöldið hafði Gunnar Snorri fengið skrif- lega staðfestingu frá bandarískum stjórnvöld- um, undirritaða af yfirmanni varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, John Waickwicz aðmírál, um að fyrrgreind skilyrði ríkissaksóknara hefðu verið samþykkt. Það voru James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og John Waickwicz aðmíráll sem afhentu Gunnari Snorra staðfestinguna. Sú staðfesting var send áfram til ríkissaksóknara og dóms- málaráðuneytisins og á grundvelli hennar „var hægt að taka næstu skref,“ segir Gunnar. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins um flutning varnarliðsmannsins Til þess að auðvelda úr- lausn og draga úr spennu  Ekki haft samráð/4♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.