Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 187 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ALLARVERSLANI R OPNARÍDAG FRÁ13-18 Eitursvartur gálgahúmor Fyrsta kvikmynd Eiríks Leifssonar í fullri lengd | Fólk 49 Virða ber leikreglur María Jóhannsdóttir hefur búið í níutíu ár á Flateyri | 20 Mörg járn í eldinum Verk Áskels Mássonar flutt víðsvegar um heim | Listir 24 STUÐNINGURINN við George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur minnkað meðal almennings og rúmur helmingur Bandaríkjamanna telur að mannfallið meðal banda- rískra hermanna í Írak sé „óviðunandi“, samkvæmt skoðanakönnun sem The Washington Post birti í gær. 52% aðspurðra sögðu að mannfallið væri óviðunandi, 44% töldu það viðunandi og 3% höfðu ekki gert upp hug sinn. Að minnsta kosti 32 bandarískir hermenn hafa beðið bana í árásum í Írak frá 1. maí þegar bandarísk stjórnvöld lýstu því yfir að öllum meiriháttar átökum væri lokið í landinu. Mikill meirihluti aðspurðra, eða 74%, taldi að mannfallið yrði enn meira. Jafnmargir sögðust þó styðja innrásina í Írak og 72% töldu að banda- ríska hernámsliðið ætti að vera áfram í landinu. 59% aðspurðra sögðust ánægð með störf Bush í forsetaembættinu og 38% óánægð. Stuðningur- inn við hann hefur minnkað verulega frá síðustu könnun The Washington Post, sem gerð var 22. júní, þegar 68% voru ánægð með störf hans og 29% óánægð. Stuðningurinn við Bush fór síðast niður fyrir 60% í janúar sl. Helmingur aðspurðra taldi að stjórn Bush hefði „af ásettu ráði ýkt sönnunargögn sín fyrir því að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum“. Krefjast rannsóknar Demókratar kröfðust í gær óháðrar rannsókn- ar á því hvort stjórn Bush hefði villt um fyrir al- menningi í Íraksmálinu til að réttlæta stríðið. Þeir kröfðust þess einnig að embættismönnum, sem bæru ábyrgð á röngum fullyrðingum banda- rískra ráðamanna um málið, yrði vikið úr emb- ætti. George Tenet, yfirmaður CIA, tók á föstudag á sig sökina á því að Bush fullyrti í stefnuræðu sinni í janúar að Írakar hefðu falast eftir úrani í kjarnavopn, en sú fullyrðing reyndist röng. Vinsældir Bush minnka Meirihluti telur mann- fallið meðal hermanna í Írak óviðunandi Washington. AFP. George W. Bush MARTA María var ekki sein að nýta sér góða veðrið á föstudag og dreif sig út í garð með hatt- inn sinn og leikföng. Blíða var um land allt á föstudaginn en í gær þykknaði upp víðast hvar um landið og hiti lækk- aði nokkuð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikið sér í góða veðrinu BANDARÍKJAMENN hafa gripið fegins hendi það tækifæri, sem þeim nú gefst, að skrá símanúmer sín í gagnagrunn yfir heimili sem ekki kæra sig um að fá upp- hringingu frá símasölufólki. Er búið að skrá meira en 23 milljónir símanúmera á aðeins hálfum mánuði. Eiga símasölufyrirtæki yfir höfði sér háar fjársektir virði þau ekki vilja fólks um að fá að vera í friði. Símasala hefur lengi verið umfangsmikil í Bandaríkj- unum. Fæstir áttu þó von á því að svo margir væru orðnir jafnþreyttir á símasölufólki og raun ber vitni. Talið er að um 60 milljónir símnotenda muni hafa skráð sig í gagna- grunninn þegar hann tekur gildi í október. Enga símasölu The Washington Post. SAMVÖXNU tvíburasysturnar, sem dóu í skurð- aðgerð á þriðjudag þegar þær voru aðskildar, voru bornar til grafar í gær í heimaþorpi þeirra, Lohrasb, í Íran. Ættingjar tvíburanna halda hér í föður þeirra, Dadollah Bijani, sem var bugaður af sorg þegar hann tók á móti líkkistum dætra sinna fyrir útförina. AP Tvíburarnir bornir til grafar  Um helmingur/16 ÞÓTT erlendum ferðamönnum hafi fjölgað í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi hefur þeim fækkað veru- lega í Noregi og af þeim sökum hafa um 5.000 störf tapast í ferða- þjónustunni þar í landi á síðustu þremur árum, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten í gær. Blaðið segir að Norðmenn hafi tapað baráttunni um ferðamenn- ina á Norðurlöndum. Meira en hundrað fyrirtæki í hótel- og veit- ingahúsarekstri hafi orðið gjald- þrota það sem af er árinu. Í fyrra hafi alls 249 fyrirtæki orðið gjald- þrota og velta þeirra hafi verið alls um tveir milljarðar norskra króna, 20,8 milljarðar íslenskra. Aftenposten segir að erlendum gestum í norskum hótelum hafi fækkað um 20% frá 1999. Ekki kemur fram í frétt blaðsins hvaða skýringar geti verið á því að ferðamönnunum hefur fækkað í Noregi á sama tíma og þeim hefur fjölgað í löndum eins og Íslandi. Um 5.000 störf hafa tapast Ferðaþjónustan í Noregi GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, telur að það hafi verið góð og gagnleg ráðstöfun að færa banda- ríska varnarliðsmanninn, sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir tilraun til manndráps, yfir í varðhald til Bandaríkjamanna. Það muni verða til þess að draga úr spennu í málinu og auðvelda úrlausn þess. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var varnarliðsmanninum fylgt af lögreglu til Keflavíkurflugvallar seint í fyrrakvöld, skv. ákvörðun ríkissaksóknara og fangelsismála- stofnunar. Var þetta gert með þeim skilyrðum ríkissaksóknara að varnarliðið framkvæmdi gæsluvarðhaldið sem sakborningurinn sætir skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kveðst í samtali við Morgunblaðið ekki tjá sig um þá stefnu sem mál varnarliðsmannsins hefur tek- ið eftir ákvörðun ríkissaksóknara og fangelsis- málastofnunar, en segir að áfram sé unnið að lausn málsins. Gunnar Snorri minnir á að með því að færa varnarliðsmanninn yfir til varnarliðsins sé ein- göngu verið að skipta um dvalarstað manns- ins. Utanríkisráðuneytið telji enn að rétt sé að framselja lögsögu í málinu til bandarískra stjórnvalda. „Maðurinn verður núna í varð- haldi hjá Bandaríkjamönnum. Ég held að það muni verða til þess að draga úr allri spennu í málinu. Ég held að þetta hafi verið mjög gagn- leg og góð ákvörðun hjá ríkissaksóknara að verða við þessari beiðni [Bandaríkjamanna um að gæsla sakbornings yrði á þeirra hendi] með þessum skilyrðum.“ Gunnar Snorri segir aðspurður að þessi ráð- stöfun þýði þó ekki að málinu sé lokið. „Nei, málið heldur áfram. Við höfum verið í sam- bandi við ríkissaksóknara og málið er enn til umræðu og mun vonandi hljóta farsæla lausn þegar upp er staðið.“ Varnarliðsmaðurinn var færður til Banda- ríkjamanna upp úr miðnætti í fyrrinótt en fyrr um kvöldið hafði Gunnar Snorri fengið skrif- lega staðfestingu frá bandarískum stjórnvöld- um, undirritaða af yfirmanni varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, John Waickwicz aðmírál, um að fyrrgreind skilyrði ríkissaksóknara hefðu verið samþykkt. Það voru James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og John Waickwicz aðmíráll sem afhentu Gunnari Snorra staðfestinguna. Sú staðfesting var send áfram til ríkissaksóknara og dóms- málaráðuneytisins og á grundvelli hennar „var hægt að taka næstu skref,“ segir Gunnar. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins um flutning varnarliðsmannsins Til þess að auðvelda úr- lausn og draga úr spennu  Ekki haft samráð/4♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.