Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 7
Léttkaupsútborgun 1.980 kr.
1.000 kr. á mán. í 12 mán.
13.980,-
Sony Ericsson
T310
Njóttu fless a› vera áhyggjulaus í sumar og ná›u
flér í flínar valmyndir undir Fréttir og uppl‡singar
á vit.is. fiú getur m.a. fylgst me› fréttum á mbl.is og
visir.is og leita› í símaskránni – flegar flér hentar.
fiú getur einnig skrá› flig í áskrift á vit.is. Fá›u fréttir
og uppl‡singar hvar og hvenær sem flér hentar.
fiú getur líka sent SMS í 1848 og fengi›
valmyndina í símann flinn
mbl.is: VIT MBL 1
íflróttir á mbl: VIT MBL SPORT 1
visir.is: VIT VISIR 1
Dæmi: VIT MBL 1 – flá er mbl.is valmynd númer 1.
FÁÐU FRÉTTIRNAR STRAX
Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum GSM.
GUNNAR Mýrdal læknir, sér-
fræðingur í brjóstholsskurðlækning-
um,varði hinn 22. maí doktorsritgerð
sína við Uppsalaháskóla í Svíþjóð.
Ritgerðin heitir: „Lung Cancer Epi-
demiological and
Clinical studies
with Special
References to
Surgical Treat-
ment“. Andmæl-
andi var prófess-
or Bengt Berg-
man við Sahl-
grenska sjúkra-
húsið í Gauta-
borg.
Ritgerðin fjallar meðal annars um
nýgengi lungnakrabbameins í Sví-
þjóð síðastliðin 40 ár og sýnir með
faraldsfræðilegum aðferðum hvernig
yngri konur fá oftar þennan alvar-
lega sjúkdóm. Þannig hafa konur
fæddar 1950-1960 fjórum sinnum
meiri líkur á að fá lungnakrabbamein
en konur fæddar í byrjun aldarinnar.
Skurðaðgerð er sú meðferð sem gef-
ur mesta von um lækningu, en ein-
ungis 20% af sjúklingum með ekki
smáfrumu-lungnakrabbamein eru
skurðtækir við greiningu sjúkdóms-
ins. Hve fáir eru meðhöndlaðir með
skurðaðgerð stafar að hluta til af að
sjúkdómurinn greinist seint og sjúk-
dómsgreining er oft á tíðum erfið og
mætti hugsanlega lækna fleiri með
lungnakrabbamein ef fleiri greindust
á forstigi sjúkdómsins. Um það bil
75% sjúklinga lifa í 5 ár eftir skurð-
aðgerð ef sjúkdómurinn greinist á
forstigum, án meinvarpa til nálægra
eitla. Þó svo að skurðaðgerð við
lungnakrabbamein sé stór aðgerð
þar sem hluti af eða annað lunga er
fjarlægt, þá eru lífsgæði þessa sjúk-
lingahóps sambærileg við sjúklinga
sem farið hafa í gegnum kransæða-
aðgerð. Athyglisvert er einnig að
þeir sjúklingar sem ekki hættu að
reykja eftir lungnaskurðaðgerð hafa
verri geðheilsu og almennt verri lífs-
gæði en þeir sem hættu að reykja við
greiningu sjúkdómsins. Lífshorfur
reykingafólks var almennt verri bæði
hvað varðar langtíma horfur og einn-
ig fékk reykingafólk oftar alvarlega
aukaverkun eftir skurðaðgerð. Bið-
tími eftir að fá greiningu er of langur,
svo og biðtími eftir meðferð. Þeir
sjúklingar sem höfðu ólæknanlegan
sjúkdóm fengu fyrr meðferð en þeir
sjúklingar sem höfðu læknanlegan
sjúkdóm. Það er þörf fyrir fljótvirk-
ari aðferðir við greiningu lungna-
krabbameins til að geta boðið fleiri
sjúklingum skurðaðgerð sem gefur
góðan árangur sé slíkri meðferð beitt
tímanlega.
Gunnar er fæddur á Akranesi
1964. Foreldrar hans eru Einar Mýr-
dal skipasmiður og Hulda Haralds-
dóttir f.v. innheimtustjóri. Gunnar er
búsettur i Uppsölum í Svíþjóð og
starfar á Háskólasjúkrahúsinu í
Uppsölum sem sérfræðingur á
hjarta- og lungnaskurðdeild. Eig-
inkona Gunnars er Sigríður Valtýs-
dóttir dr. med, sérfæðingur í lyf- og
gigtlækningum við sama sjúkrahús.
Doktorsvörn
við Uppsala-
háskóla
Gunnar Mýrdal
BETUR fór en á horfðist, þegar öku-
maður missti stjórn á bifreið sinni á
leið um nýtt hringtorg á mótum
Snæfellsnessvegar og Vesturlands-
vegar rétt norðan Borgarness í gær.
Bifreiðin, sem var á leið suður,
kom of hratt inn á hringtorgið og
náði ökumaður ekki beygjunni út af
því, ók á ljósastaur og kastaðist bif-
reiðin þaðan á bretti af gangstétt-
arhellum sem var við vegarkantinn.
Engin alvarleg meiðsli urðu á fólki
en bifreiðin er gjörónýt og var hún
fjarlægð með kranabíl.
Borgarnes
Umferðar-
óhapp á nýju
hringtorgi
♦ ♦ ♦
ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði
verða haldnir í Taipei á Taívan 2.
til 10. ágúst næstkomandi og munu
íslenskir nemendur nú taka þátt í
tuttugasta skipti. Lið Íslendinga í
ár samanstendur af Einari Hrafni
Hjálmarssyni, Hauki Sigurðarsyni
og Shlok Smára Datye, frá
Menntaskólanum á Akureyri, Wing
Wa Yu frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð og Eysteini Helgasyni
frá Verslunarskóla Íslands. Dreng-
irnir hafa undanfarnar fjórar vik-
ur verið í fræðilegri og verklegri
þjálfun í Háskóla Íslands undir
stjórn fararstjóranna Kristjáns
Rúnars Kristjánssonar, doktors-
nema í eðlisfræði, og Ingibjargar
Haraldsdóttur, eðlisfræðikennara
við Menntaskólann í Kópavogi.
Að sögn aðstandenda hafa nokk-
ur vandræði hlotist af því að Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
lýsti Taívan hættusvæði í maí
vegna HABL-faraldursins og var
því hættuástandi ekki aflýst fyrr
en í byrjun júlí. Var því leikunum
frestað um þrjár vikur. Hafa
nokkrar þjóðir afboðað þátttöku
sína vegna þessarar frestunar, en
þátttakendur í ár eru frá 48 þjóð-
um.
Ólympíuleikarnir í eðlisfræði
Fimm Íslendingar keppa
Íslenska keppnisliðið í þjálfunarbúðum í Háskóla Íslands. Frá vinstri Hauk-
ur Sigurðarson, Einar Hrafn Hjálmarsson og Shlok Smári Datye frá
Menntaskólanum á Akureyri, Eysteinn Helgason frá Verslunarskóla Ís-
lands og Wing Wa Yu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.