Morgunblaðið - 23.07.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
F
í
t
o
n
/
F
I
0
0
7
5
5
2
Ingvar
Helgason notaðir bílar
Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2
ih@ih.is · www.ih.is/notadir · opið virka daga kl. 9-18
GÓÐUR
NOTAÐUR BÍLL
NISSAN ALMER
A
Verð 1.130.000 kr.
Skráður 09/2000, ekinn 44.000 km.
FYRSTU sex mánuði ársins bárust
Íbúðalánasjóði 5.834 umsóknir um
húsbréf en á sama tímabili í fyrra
voru umsóknirnar 4.863 talsins.
Alls hefur umsóknunum því fjölgað
um 20% á tímabilinu. Í júní bárust
1.066 umsóknir en í sama mánuði í
fyrra voru þær 793 og fjölgaði því
um 35% á milli mánaða.
Útgefin húsbréf fyrir 28,2 milljarða
Heildarfjárhæð samþykktra
skuldabréfaskipta var um 45%
hærri í júní í ár en í sama mánuði í
fyrra. Á fyrstu sex mánuðum ársins
jókst heildarfjárhæð samþykktra
umsókna um 36% og er meg-
inástæða þess að meðalfjárhæðir
bréfa hafa aukist verulega, eða um
17%, og er að meðaltali 3,9 milljónir
á fasteignabréf, samkvæmt upplýs-
ingum frá Íbúðalánasjóði.
Afgreidd húsbréf á reiknuðu
verði voru um 16% hærri í júní 2003
en júní 2002.
Alls voru gefin út húsbréf fyrir
28,2 milljarða á fyrstu sex mán-
uðum ársins.
Útlán til byggingaverktaka í
gegnum húsbréfakerfið nema nú
þegar hærri fjárhæðum en árleg
heildarútlán til þeirra allt frá upp-
hafi húsbréfakerfisins árið 1989,
samkvæmt upplýsingum frá Íbúða-
lánasjóði. „Á sama tíma stefnir í út-
lán á þessu ári til bygginga og
kaupa á 1.100 nýjum leiguíbúðum.
Allt útlit er því fyrir mikið framboð
af nýju húsnæði á þessu ári. Það
sem af er árinu nema heildarútlán
til byggingaverktaka í gegnum
húsbréfakerfið ríflega 1,2 millj-
örðum en mest hefur áður verið
lánað til byggingaverktaka árin
1996 og 1997 eða um 1,2 milljarða
bæði árin, en þá var fasteignamark-
aðurinn í djúpum öldudal. Lán til
einstaklinga með nýbyggingar eru
á sama róli og á síðasta ári. Það er
því ýmislegt sem bendir til þess að
heldur hafi tekið að hægja á sölu
nýrra eigna og birgðastaða nýs
húsnæðis sé að aukast. Það ætti aft-
ur að skila sér í minni þrýstingi til
verðhækkana ef vænt eftirspurn-
araukning verður með tilkomu
hærri húsnæðislána. Á hinn bóginn
má ætla að verkefnaskortur í stór-
framkvæmdum hjá byggingariðn-
aðinum frá miðju síðasta ári sé nú
að skila sér í meiri nýbyggingum
húsnæðis, það er að segja að bygg-
ingariðnaðurinn hafi flutt
verkefnaáherslur sínar á byggingu
íbúðahúsnæðis meðan beðið var eft-
ir upphafi nýrra stórfram-
kvæmda,“ að því er segir í mánað-
arskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Húsbréfaumsókn-
um fjölgar um 20%
Morgunblaðið/Kristinn
Útlán Íbúðalánasjóðs til byggingaverktaka hafa aukist umtalsvert á árinu.
AFKOMA Alcan-samstæðunnar á
öðrum fjórðungi ársins varð betri en
búist hafði verið við, þótt tap hafi orð-
ið á rekstrinum. Að því er fram kom í
tilkynningu frá félaginu nam tapið 89
milljónum dollara í fjórðungnum,
samanborið við 71 milljónar dollara
hagnað á sama tímabili 2002.
Fyrirtækið, sem er næststærsti ál-
framleiðandi heims, varð fyrir 146
milljóna dollara gengistapi á tíma-
bilinu, auk þess sem það afskrifaði
pökkunarvélar fyrir 113 milljónir
dollara. Sala og framleiðslumagn hafa
farið vaxandi á árinu og búist er við að
aðhaldsaðgerðir muni skila árangri í
ár. Tekjur á fjórðungnum námu 3,47
milljörðum dollara, samanborið við
3,15 milljarða 2002.
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan á Íslandi, segir að rekst-
urinn hafi gengið vel hér á landi, en
ekki séu gefnar upp afkomutölur fyrir
verksmiðjuna hér fyrr en erlenda
samstæðan hafi skilað ársuppgjöri.
Minna tap hjá
Alcan en búist
hafði verið við
VÍSITALA byggingarkostnaðar
hækkaði um 0,12% á milli júní og
júlí og hefur hækkað um 3,3% á
síðustu 12 mánuðum. Vísitalan
mælist nú 286,8 stig og gildir fyrir
ágúst.
Launavísitala í júní 2003 er 239
stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra
mánuði. Síðastliðna tólf mánuði
hefur launavísitalan hækkað um
5,6%.
Launavísitala sem gildir við út-
reikning greiðslumarks fasteigna-
veðlána í ágúst er 5228 stig.
Byggingarvísitalan
hækkar um 0,12%
SAMRÆMD vísitala neyslu-
verðs í ríkjum á Evrópska efna-
hagssvæðinu, EES, var 113,1
stig í júní sl. og hækkaði um
0,1% frá fyrra mánuði. Frá júní
2002 til júní 2003 var verðbólg-
an, mæld með samræmdri vísi-
tölu neysluverðs 1,8% að með-
altali í ríkjum EES, 2% á
evrusvæðinu og 1,3% á Íslandi.
Í frétt frá Hagstofu Íslands
kemur frma að mesta verðbólg-
an í ríkjum EES á þessu tólf
mánaða tímabili var á Írlandi
eða 3,8% og 3,6% í Grikklandi.
Verðbólgan var minnst í Þýska-
landi eða 0,9% og 1% í Aust-
urríki.
Verðbólgan frá júní 2002 til
júní 2003 var 2,1% í Bandaríkj-
unum og í Japan var um verð-
hjöðnun að ræða.
Verðbólg-
an 1,8%
í EES-
ríkjum
hlutfall (CAD-hlutfall) var 18,4% en
var á sama tíma í fyrra 16,9%.
Hagnaður fyrir skatta nam 123
m.kr. en var 165 milljónir fyrstu sex
mánuði síðasta árs. Framlag í af-
skriftarreikning útlána var 52,8
milljónir króna á fyrstu sex mánuð-
um ársins og í afskriftarsjóði í lok
júní voru 487,8 m.kr. sem nemur 5%
af útlánum, samkvæmt tilkynningu
til Kauphallar Íslands.
Starfsmenn SP-Fjármögnunar
eru 16 talsins.
HAGNAÐUR SP-Fjármögnunar hf.
nam 105,2 milljónum króna á fyrstu
sex mánuðum ársins. Á sama tíma-
bili í fyrra nam hagnaður félagsins
122,3 milljónum króna.
SP-Fjármögnun er eignaleigufyr-
irtæki og er dótturfélag Landsbank-
ans sem á 51% hlutafjár en 49% eru í
eigu ýmissa sparisjóða.
Heildarútlán námu 9.293 milljón-
um króna á fyrstu sex mánuðum árs-
ins. Eigið fé SP-Fjármögnunar var
1.660,9 m.kr. í lok júní. Eiginfjár-
SP-Fjármögnun með
105,2 milljónir í hagnað
ORKUGEIRINN í Bandaríkjunum
þjáist þessa dagana. Skemmst er að
minnast risagjaldþrots Enron á síð-
asta ári en nú hefur annað stórt raf-
orkufyrirtæki, Mirant í Atlanta, sótt
um greiðslustöðv-
un. Fari félagið á
hausinn verður
það tíunda stærsta
gjaldþrot banda-
rískrar viðskipta-
sögu, að því er
BBC hefur eftir heimildum frá
BankruptcyData.com.
Skuldir Mirant nema 11,4 millj-
örðum Bandaríkjadala eða um 881
milljarði íslenskra króna.
Umræður um endurfjármögnum
lána Mirant höfðu staðið yfir í nokk-
urn tíma áður en félagið viðurkenndi
fyrr í vikunni að það gæti ekki greitt
1,1 milljarðs dala afborgun sem gert
hafði verið ráð fyrir og ákveðið var
að sækja um greiðslustöðvun til að
endurskipuleggja fjárhaginn.
Félagið berst nú fyrir lífi sínu og
reynir að fullvissa lánardrottna um
að það muni halda samninga sem
gerðir hafa verið.
Um 7.000 manns starfa hjá Mir-
ant, sem er eitt þeirra fyrirtækja
sem legið hafa undir ásökunum um
að nýta orkukreppu í Kalíforníufylki
sér í hag. Mirant hefur neitað þeim
ásökunum.
Orkurisi
á barmi
gjaldþrots
ar Baugs er nú um 9,2 milljarðar króna. Vegna
hækkunar hlutabréfanna er óinnleystur gengis-
hagnaður af fjárfestingunni nú um 5,8 milljarðar
króna.
HAGNAÐUR Baugs Group á fyrsta fjórðungi
þessa rekstrarárs nam 3,5 milljörðum króna eftir
skatta. Hagnaður sama tímabils í fyrra, 1. mars til
31. maí, nam 513 milljónum króna, en tölurnar eru
ekki að fullu samanburðarhæfar þar sem uppgjör-
ið nú er ekki endurskoðað.
Helsta skýringin á auknum hagnaði eru fjár-
festingar í verslanakeðjum í Bretlandi. Mest mun-
ar um hagnað af fjárfestingum í Big Food Group,
þar sem Baugur á 22,1% hlut. Óinnleystur geng-
ishagnaður Baugs af þeirri fjárfestingu nam um
2,4 milljörðum króna á tímabilinu. Óinnleystur
gengishagnaður vegna House of Fraser nam um
540 milljónum króna og vegna Somerfield um 350
milljónum króna. Samtals er óinnleystur gengis-
hagnaður af þessum þremur fjárfestingum því um
3,3 milljarðar króna á fyrsta rekstrarfjórðungi
ársins.
Óinnleystur gengishagnaður Baugs vegna Big
Food Group hefur verið mun meiri ef reiknað er
frá því kaup í því félagi hófust. Kaupin áttu sér að-
allega stað seint á síðasta ári og markaðsverð hlut-
Í fréttatilkynningu frá Baugi segir að stjórn
Bonus Stores, sem er bandarískt dótturfélag
Baugs Group, hafi ákveðið að selja um 214 af þeim
330 verslunum sem félagið rekur í suðausturhluta
Bandaríkjanna.
Dregur sig út úr rekstri í Bandaríkjunum
Viðræður standi nú yfir við fimm verslanakeðj-
ur um sölu á hluta eða öllum þessara verslana.
Baugur Group stefni að því að draga sig út úr
rekstri í Bandaríkjunum og einbeita sér að frekari
uppbyggingu á Norðurlöndum og í Bretlandi þar
sem félagið hefur fjárfest á undanförnum miss-
erum með góðum árangri.
Hlutabréf Baugs Group voru afskráð úr Kaup-
höll Íslands hinn 11. þessa mánaðar og félagið
mun hér eftir ekki birta ársfjórðungsleg uppgjör
með sama hætti og verið hefur og reglur um skráð
félög segja til um. Baugur er útgefandi skulda-
bréfa sem skráð eru í Kauphöllinni og þess vegna
mun félagið áfram birta uppgjör tvisvar á ári í
samræmi við reglur um upplýsingagjöf.
Hagnaður 3,5 milljarðar
Afkoma Baugs Group á fyrsta rekstrarfjórðungi ársins 2003
Um 3,3 milljarða króna óinn-
leystur gengishagnaður
vegna hlutabréfafjárfestinga
Morgunblaðið/Kristinn
♦ ♦ ♦