Morgunblaðið - 23.07.2003, Page 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 13
OD
DI
H
F
J
91
70
...vísa þér veginnwww.lmi.is
Ómissandi í ferðalagið
Ferðakort 1:250 000
Norðaustur- og Austurland
Þriðja og síðasta kortið í flokki nýrra vandaðra ferðakorta
í mælikvarða 1:250 000 er komið út. Mjög handhægt brot
sem hentar vel á ferðalögum. Mikil skörun á milli korta.
Byggt á nýjum stafrænum gögnum.
Kort sem ættu að vera til á hverju heimili
Ný ferðakort
Ferðakort 1:500 000
Vandað nýtt heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu
og þjónustutáknum. Glæsileg og mikið breytt útgáfa af
þessu vinsæla korti. Nýjustu upplýsingar um vegi
landsins, vegalengdir og veganúmer, auk mikilvægra
upplýsinga um ferðaþjónustu, svo sem bensínafgreiðslur,
gististaði, söfn, sundlaugar, golfvelli og fleira. Kortinu
fylgir nafnaskrá með yfir 3000 örnefnum. Skýringar á
fjórum tungumálum.
• Hæðarskygging og 50 metra hæðarlínubil
• Vegir, vegalengdir, veganúmer og bensínafgreiðslur
• Gisting, tjaldsvæði, sundlaugar og golfvellir
• Söfn, friðlýstar minjar, hringsjár og áningarstaðir
• Bæir í byggð, eyðibýli og rústir
• Yfir 6000 örnefni
• Upplýsingamiðstöðvar, bátsferðir og margt fleira
• Skýringar á íslensku, ensku, frönsku og þýsku
Útgefið
2002
Útgefið
2003
NORSK stjórnvöld hafa óskað eftir
því að Noregur fái að gerast aðili að
svonefndri Marco Polo-áætlun Evr-
ópusambandsins (ESB), sem miðar
að því að færa sem mest af þunga-
flutningum af vegum á aðrar flutn-
ingaleiðir, þ.e. skip og járnbrautir.
Áætlunin gengur í gildi í haust, en
í nafni hennar verður hægt að sækja
styrki til uppbyggingar flutninga-
þjónustu á sjó, vatnaleiðum og járn-
brautum.
Í norska dagblaðinu Nationen í
gær staðfestir Arnfinn Ellingsen,
ráðuneytisstjóri í norska samgöngu-
ráðuneytinu, að norsk stjórnvöld
hafi óskað eftir aðild að Marco Polo-
áætluninni og séu tilbúin að leggja
12-14 milljónir norskra króna, and-
virði 125-145 milljóna ísl. kr., í verk-
efnastyrki í nafni áætlunarinnar.
Þessu fagnar forstjóri norska
járnbrautaflutningafyrirtækisins
CargoNet, Kjell Frøyslid. „Ef
Marco Polo fær yfirleitt einhverju
áorkað gerir hún meira en norsk
stjórnvöld [í því að stuðla að því að
beina þungaflutningum af vegun-
um],“ hefur Nationen eftir Frøyslid.
Ellingsen ráðuneytisstjóri vísar
því á bug að norsk stjórnvöld séu
ekki að aðhafast neitt til að stuðla að
þessu markmiði. Nefnir hann m.a. að
hafnargjöld hafi verið lækkuð í þess-
um tilgangi, til að bæta samkeppn-
isstöðu strandflutninga.
Í Þýzkalandi, þar sem aukning
þungaflutninga á vegum er vaxandi
vandamál, verður nú í ágúst tekinn
upp nýr vegatollur af allri umferð
vöruflutningabíla um þjóðvegi lands-
ins.
Málið í skoðun hjá
íslenzkum stjórnvöldum
Evrópusambandið hefur tekið ósk
norskra stjórnvalda til athugunar,
en framkvæmdastjórn ESB setur
það sem skilyrði að Marco Polo-
áætlunin verði þá gerð að hluta af
EES-samstarfinu, þ.e. bætt við
samninginn um Evrópska efnahags-
svæðið. Því hafa Norðmenn beðið
stjórnvöld á Íslandi og í Liechten-
stein – hinum EFTA-löndunum sem
einnig eiga aðild að EES – að taka
þátt í því með sér að hefja samninga-
viðræður við ESB um slíka aðlögun
EES-samningsins.
Í íslenzka samgönguráðuneytinu
fékk Morgunblaðið þær upplýsingar
að málið væri í skoðun.
Vilja að Marco
Polo verði
bætt við EES
Norðmenn vilja aðild að áætlun ESB
um umhverfisvæna þungaflutninga
MIKINN reyk lagði frá toppi Eiffel-
turnsins í París í gær er eldur
braust þar út. Engan mun hafa sak-
að, en öllum var samstundis gert að
yfirgefa turninn. Ekki mun eldurinn
hafa verið mikill, en samkvæmt upp-
lýsingum borgaryfirvalda kom hann
upp í lyftu efst í turninum. Um sex
milljónir ferðamanna fara upp í
turninn á ári hverju.
Reuters
Eldur í Eiffelturninum
AÐ minnsta kosti 15 létu lífið
og 245 slösuðust, þar af 46 al-
varlega, í jarðskjálfta í Dayao-
héraði í Kína seint á mánudag.
Í skjálftanum sem mældist 6,2
á Richter hrundu 5.000 hús og
tæplega 200.000 urðu fyrir
skemmdum.
Kínversk fréttastofa sagði að
2.000 hermenn hefðu verið
sendir á svæðið og önnur
fréttastofa hafði eftir ráðuneyti
sem fer með málefni borgara,
að skjálftinn hefði haft áhrif á
um eina milljón manna, án þess
þó að skýra frekar hver áhrifin
væru.
Beckham á leiðinni
Jarðskjálftinn reið yfir
þremur dögum áður en leik-
menn knattspyrnuliðsins Real
Madrid með David Beckham í
fararbroddi áttu að koma í æf-
ingaferð til borgarinnar Kunm-
ing sem er um 180 km frá
skjálftasvæðinu. Skjálftinn
fannst í borginni þótt ekki hafi
verið tilkynnt um skemmdir
þar.
Talskona knattspyrnufé-
lagsins sagði að Real Madr-
id-liðar hefðu ekki breytt
ferðaáætlun sinni vegna
skjálftans.
Öflugur
jarð-
skjálfti
í Kína
Peking. AFP.
Í SKÝRSLU rannsóknarnefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings um
hryðjuverkin 11. september 2001 er
komizt að þeirri niðurstöðu meðal
annars, að margt bendi til að Omar al-
Bayoumi, samstarfsmaður nokkurra
sjálfsmorðstilræðismannanna sem
drápu yfir 3.000 manns í flugráns-
árásunum, hafi verið útsendari Sádi-
Arabíustjórnar. Skýrslan verður birt
á fimmtudag, en greint er frá þessu í
nýjasta hefti vikuritsins Newsweek.
Að því er fullyrt er í grein News-
week segir í niðurstöðum rannsókn-
arskýrslunnar að bandaríska Alríkis-
lögreglan, FBI, hafi ekki fylgt eftir
mikilvægri vísbendingu um starfsemi
al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í
Bandaríkjunum.
Í skýrslunni kvað vera að finna
gögn sem benda til þess að al-Bay-
oumi þessi hafi verið útsendari sádi-
arabísku stjórnarinnar, en hann var í
nánum tengslum við Khaled al-Mihd-
ar og Nawaf al-Hazmi, tvo af flug-
ræningjunum sem frömdu hryðju-
verkin 11. september 2001.
Er það gagnrýnt í skýrslunni, eftir
því sem Newsweek greinir frá, að
FBI skyldi ekki fylgjast skipulega
með al-Bayoumi, en Alríkislögreglan
hafði þá upplýsingar um að maðurinn
væri sennilega leynilegur erindreki
Sádi-Arabíustjórnar.
Ríkisstjórnin í Washington kvað
hafa neitað að heimila birtingu mik-
ilvægra kafla í rannsóknarskýrslu
þingsins, þar á meðal 28 blaðsíðna
kafla þar sem fjallað er um hlutverk
stjórnvalda í Riyadh í tengslum við
hryðjuverkin. Bob Graham, öldung-
ardeildarþingmaður demókrata sem
fór fyrir rannsóknarnefndinni sem
samdi skýrsluna, heldur því fram að
ríkisstjórn George W. Bush forseta
sé að „halda hlífisskildi yfir erlendri
ríkisstjórn,“ að því er Newsweek
greinir frá.
Skýrsla um 11. september 2001
Sádi-Arabar
viðriðnir
hryðjuverkin?
Washington, Jedda. AFP, AP.
SANDSTRENDUR Bretlands
gætu verið horfnar um næstu alda-
mót vegna hækkandi sjávarmáls
og inngripa mannsins í náttúru-
lega þróun strandanna samkvæmt
frétt frá BBC.
Náttúruverndarfólk varar við
því að ef ekkert verði að gert muni
sandstrendur landsins heyra sög-
unni til innan hundrað ára og
flæðilendi víða hafa horfið og þar
með heimkynni ýmissa dýrateg-
unda, m.a. tveggja milljóna vað-
fugla.
Hækkuð sjávarstaða vegna loft-
lagsbreytinga hefur þegar breytt
landslagi við strönd eyjanna en
einnig manngerðir flóðgarðar úr
steypu og stáli. Talsmenn fjögurra
ára samevrópsks verkefnis um
verndun sjávar benda á að nauð-
synlegt sé að endurskipuleggja
flóðgarða með tilliti til þessara
upplýsinga.
Á sumarleyfisstöðum eins og
Weymouth í Dorset hefur ströndin
þegar minnkað og stórir saltmýr-
arflákar í Essex-sýslu hafa horfið.
Strendurnar að hverfa