Morgunblaðið - 23.07.2003, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSKÓLINN Hagaborg við
Fornhaga er eini leikskólinn á veg-
um Reykjavíkurborgar sem verður
opinn í allt sumar. Sem kunnugt er
var sú ákvörðun tekin í leik-
skólaráði fyrr á þessu ári að öllum
leikskólum borgarinnar yrði lokað í
fjórar vikur yfir sumartímann og
hefur það nú verið gert með þessari
einu undantekningu.
Hagaborg er einn af stærstu leik-
skólunum í Reykjavík, en þar dvelja
að jafnaði 98 börn. Þegar Sigríður
Sigurðardóttir, leikskólastjóri á
Hagaborg, er spurð hvers vegna
hún hafi tekið ákvörðun um að hafa
opið allt sumarið segir hún að könn-
un sem gerð var í vetur á því hve-
nær foreldrar óskuðu eftir sum-
arleyfi hafi haft mikið að segja.
„Þar kom í ljós að að sumarleyfi
barnanna hér dreifðust álíka mikið
og undanfarin ár. Auk þess voru
margir foreldrar sáróánægðir með
fyrirhugaða lokum. Sem betur fer
fékkst leyfi til að hafa opið með
sama hætti og venjulega því að öðr-
um kosti hefðu börn og foreldrar í
mörgum tilvikum ekki getað verið
samtímis í sumarfríi en allmargir
foreldrar geta ekki valið sér sum-
arfrí þegar leikskólum hentar.“
Sigríður segist trúa því að sum-
aropnunin þjóni hagsmunum allra,
ekki síst barnanna. „Mér finnst
miklu fjölskylduvænna að hafa
þennan háttinn á. Það er mjög leið-
inlegt til þess að vita að fjölskyldur
geti ekki átt sumarleyfi saman
vegna þess að leikskólinn setur
þeim stólinn fyrir dyrnar. Börnin
eru jafnvel sett á gæsluvöll eða í
pössun hjá börnum eða unglingum
þegar þau eiga sumarfrí og það
finnst mér ekki nógu gott.“
Í júlímánuði er barnahópurinn á
Hagaborg fámennastur en þá
dvelja þar 57 börn að meðaltali.
Sigríður segir að faglegt starf falli
ekki niður á þessum tíma. „Ég tók
strax ákvörðun um að ef leikskólinn
yrði opinn í allt sumar myndu allar
deildir verða opnar. Það hefur
gengið vel og við teljum okkur hafa
haldið uppi faglegu og skemmti-
legu starfi í sumar einsog und-
anfarin ár. Foreldrar hafa verið
sáttir og ég met álit þeirra mikils,“
segir Sigríður.
Hún segir það vissulega kosta
vinnu að hafa skólann opinn allt
sumarið en hingað til hafi það
gengið mjög vel. Starfsfólk hafi
einnig verið jákvætt, því finnist
þægilegt að geta valið sér sum-
arleyfistíma auk þess sem nokkrir
starfsmenn séu á leið í nám í haust
og kjósi því að taka ekki sum-
arleyfi. Hún segist ekki hafa átt í
vandræðum með að finna starfsfólk
í afleysingar. „Það hefur gengið
ágætlega að leysa sumarleyfi
starfsmanna en þó heldur verr í
sumar en áður vegna lokana hjá
leikskólum sem börn starfsmanna
eru á. En það er eigi að síður nóg af
góðu starfsfólki í júlí. Sama fólkið
kemur ár eftir ár í sumarstarf og er
oft í tímavinnu hjá okkur á veturna
líka, þannig að börnin þekkja þetta
fólk vel,“ segir Sigríður.
Löng hefð fyrir sumaropnun
Sigríður segir langa hefð fyrir
sumaropnun á Hagaborg. „Fyrir
um það bil fimmtán árum byrjuðum
við á þessu vegna óska frá for-
eldrum sem voru í meirihluta náms-
fólk í þá daga. Þeir þurftu oft og
tíðum að vinna á sumrin og það
hentaði því afar illa að leikskólinn
lokaði á þeim tíma sem foreldrar
gátu helst fengið vinnu. Þess vegna
var sótt um leyfi til að gera tilraun
með þetta og gekk hún mjög vel.
Síðan hefur aðeins þurft að loka
leikskólanum tvisvar og þá vegna
mikilla framkvæmda og endurbóta
á húsi og leiksvæði. Foreldrar og
starfsfólk hafa því getað gengið að
þessu fyrirkomulagi vísu þar til í
vetur, að nýkjörinn borgarstjórn
tók upp nýja stefnu í þessum mál-
um, sem reyndar var ekki boðuð í
kosningabaráttunni,“ segir Sigríð-
ur.
Auðveldar aðlögun
Sigríður segir einn kostinn við að
hafa opið allt sumarið vera þann, að
með því skapist svigrúm til þess að
byrja snemma að taka inn ný börn á
leikskólann. „Sem stjórnandi finnst
mér það ekki sísti kosturinn. Um
leið og einhvert barnanna fer í sum-
arfrí getum við tekið inn nýtt barn
og þannig verða færri börn í einu í
aðlögun. Að öðrum kosti væru þau
öll að byrja á svipuðum tíma í ágúst.
Í ár hefur þetta gengið mjög vel
upp og það lítur út fyrir að öll þau
þrjátíu börn sem eru að hefja leik-
skólavist hér verði komin hingað
fyrir fyrstu vikuna í september.
Foreldrum hefur þótt sumarið góð-
ur tími fyrir börnin að byrja í leik-
skólanum þegar veður er gott og
þeir hafa góðan tíma til að vera með
þeim í aðlögun,“ segir Sigríður.
Stefanía Sæmundsdóttir, formað-
ur foreldrafélagsins á Hagaborg,
segir foreldra almennt mjög
ánægða með sumaropnunina. „Þeir
kunna mjög vel að meta þessa þjón-
ustu enda kemur hún sér vel fyrir
marga. Ég hef einnig heyrt það á
foreldrum að þeir eru ánægðir með
það starf sem fer fram á sumrin.
Mér finnst Sigríður eiga mikið hrós
skilið fyrir það að stuðla að því að
hægt sé að hafa leikskólann opinn
yfir sumartímann,“ segir Stefanía.
Leikskólinn Hagaborg opinn allt sumarið
Þjónar hagsmunum allra
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigríður Sigurðardóttir, leikskólastjóri á Hagaborg, ásamt fríðum hópi leikskólabarna.
Vesturbær
Eigandi Grandhótels og Hótels Reykjavíkur
Tekur á leigu nýtt
hótel í Aðalstræti 16
ÓLAFUR Torfason, eigandi Hótels
Reykjavíkur og Grandhótels, hefur
tekið á leigu rekstur hótels sem fyr-
irhugað er að rísi við Aðalstræti 16 og
ljúka á við í apríl 2005. Framkvæmd-
araðili og eigandi hótelsins er eign-
arhaldsfélagið Innréttingarnar, sem
að standa Minjavernd og fasteigna-
félagið Stoðir.
Nafn hins nýja hótels verður Hótel
Reykjavík - Aðalstræti og gildir leigu-
samningurinn, sem í er kaupréttar-
ákvæði, til 15 ára.
Að sögn Ólafs mun hann fyrst um
sinn áfram gegna starfi hótelstjóra á
Grandhóteli en reiknar með að snúa
sér alfarið að rekstri nýja hótelsins
þegar fram í sækir. Hann verður þó
ekki hótelstjóri þess. Ólafur hefur
starfað í hótelrekstri um ellefu ára
skeið og gegnt starfi hótelstjóra á
Grandhóteli frá árinu 2001.
Stefnt er að því að hefjast handa við
jarðvinnu í tengslum við hótelfram-
kvæmdirnar í Aðalstræti í næsta
mánuði og á þeirri vinnu að ljúka í
desember en þá verður hafist handa
við uppsteypun hússins. Að sögn
Ólafs má reikna með að 25–30 manns
starfi á Hóteli Reykjavík - Aðalstræti.
ÚTBOÐI á byggingarrétti í fyrsta
áfanga Norðlingaholts er lokið, en í
fyrsta áfanga voru boðnar út 22
einbýlishúsalóðir, 6 fjölbýlishúsa-
lóðir og 2 lóðir fyrir samtengd tví-
býlishús. Ágúst Jónsson, skrif-
stofustjóri hjá borgarverkfræðingi,
segir að verið sé að vinna úr tilboð-
unum en þó nokkur hafi borist.
Hann bætir við að öllum hafi verið
heimilt að bjóða í lóðirnar, jafnt
einstaklingum sem félögum.
„Við höfum aldrei verið með
beinlínis uppboð á lóðum þótt menn
hafi kallað þetta ýmsum nöfnum.
Eini munurinn á Grafarholti og út-
boðinu nú er sá að í Grafarholti var
sett fast verð á byggingarrétt fyrir
einbýlishús og einstaklingar og
fjölskyldur gátu sótt um einbýlis-
húsalóð en ekki lögaðilar. Síðan dró
sýslumaður úr þessum innsendu
umsóknum og ef menn stóðust
greiðslumat fengu þeir að velja sér
lóð í þeirri röð sem umsóknirnar
voru dregnar út,“ útskýrir hann.
Í Norðlingaholti voru allar lóð-
irnar boðnar út og síðan var unnið
út frá tilboði hæstbjóðanda. Ágúst
bendir á að einbýlishúsalóðirnar í
Norðlingaholti séu því að jafnaði
dýrari heldur en í Grafarholti.
„Hér eru það umsækjendurnir
sjálfir sem verðleggja, ef svo má
segja, og því er ekki að neita að
þarna koma boð sem eru talsvert
hærri heldur en við var miðað í
Grafarholti.“
Hann leggur áherslu á að tölu-
verð breidd hafi verið í tilboðunum.
Gengið var út frá lágmarksboði í
byggingarrétt einbýlishúsalóða og
segir hann að boð hafi borist alveg
niður undir lágmarksverð, sem var
3.610.000 krónur. Þegar hann er
spurður um lóðaverð í Grafarholti
segir hann að erfitt sé að bera
verðið saman því lengra sé síðan
lóðum var úthlutað í Grafarholti.
„Við fengum umsóknir um 6 lóðir í
Grafarholtinu nýlega. Ef miðað er
við vísitöluna í apríl hafa lóðirnar
verið á bilinu frá 3,2 milljónum
króna upp í 3,9 milljónir, þetta fer
aðeins eftir lóðum. Lágmarksboð í
Norðlingaholti er 3.610.000 svo
þetta er á svipuðu róli. Tilboðin
sem við fengum fóru samt yfir 5
milljónir króna í nokkrum tilvikum,
en flest hljóðuðu upp á 4,5 milljónir
til 5 milljóna króna,“ segir Ágúst.
Hann segir það skipta máli í
þessu sambandi að Reykjavíkur-
borg standi ekki ein að útboðunum
í Norðlingaholti, heldur sé sala
byggingarréttarins samstarfsverk-
efni borgarinnar og Rauðhóls ehf.
„Það samdist þannig á milli borg-
arinnar og þessa fyrirtækis að
bjóða út allar lóðirnar. Það má í
sjálfu sér halda því fram ef maður
horfir á þessar tölur að borgin hafi
verið að láta þessar lóðir í Graf-
arholti undir markaðsverði. Þetta
einkafyrirtæki, sem er í samstarfi
við borgina með byggingarréttinn,
er kannski ekki tilbúið í svoleiðis.
Það er ef til vill meginmunurinn.“
22 aðilar buðu í fjölbýlishúsalóð-
irnar í Norðlingaholti og lóðir fyrir
samtengdu tvíbýlishúsin, alls 97 til-
boð í 8 lóðir.
34 aðilar buðu í einbýlishúsalóð-
irnar, alls 278 tilboð í 22 lóðir.
Greinilegt er að mikill áhugi er fyr-
ir lóðum með útsýni yfir Bugðu
(Móvað 15–35) því bæði bárust í
þær lóðir fleiri tilboð og hærri.
Útboð lóða í Norðlingaholti
Hátt verð á ein-
býlishúsalóðum
Norðlingaholt – Grafarholt
BÓKASAFN Seltjarnarness var opnað í nýju
húsnæði á Eiðistorgi hinn 17. júní síðastlið-
inn. Á einum mánuði hefur aðsókn að safn-
inu stóraukist. „Á þessum rúma mánuði sem
við höfum haft opið á Eiðistorgi hafa yfir 140
manns orðið nýir safnfélagar og það er nátt-
úrlega mjög mikið á einum mánuði,“ segir
Elsa Hartmannsdóttir bókasafnsfræðingur.
Hún segir að fólk komi alls staðar að á
safnið, meðal annars sé stutt fyrir Vest-
urbæinga að sækja safnið á Eiðistorgi. Safn-
ið kaupi mikið af enskum vasabrotsbókum
sem séu mjög vinsælar og margir komi lang-
ar leiðir til að verða sér úti um þær. „Það er
pínulítil sérstaða hjá okkur að við kaupum
mikið af þeim. Það eru alls konar bækur,
bæði spennusögur, ástarsögur og hvað
eina.“
Að sögn Elsu var bókasafnið lokað í þrjár
vikur er flutningurinn var undirbúinn.
„Safnið var áður til húsa í sama húsi og
Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi og Tón-
listarskólinn. Nýja húsnæðið er um 1.000 fer-
metrar og þetta er alveg geysilega mikill
munur því þetta er um helmings stækkun. Á
gamla staðnum höfðum við bækur í geymslu
en nú komum við öllu fyrir,“ leggur hún
áherslu á. Hún bætir jafnframt við að not-
endatölvunum hafi verið fjölgað úr tveimur í
átta og það sé mjög mikill munur.
Á Bókasafni Seltjarnarness starfa sex
starfsmenn og einn sumarstarfsmaður. Opn-
unartíminn á nýja safninu er hinn sami og
áður. Elsa segir að mest sé að gera á mánu-
dögum en þá er opið lengst eða til kl. 22. „Ég
veit ekki af hverju það er mest að gera á
mánudögum, það hefur bara alltaf verið
þannig,“ segir hún.
Aðsókn að bókasafninu hefur
stóraukist á einum mánuði
Morgunblaðið/Arnaldur
Öll aðstaða Bókasafns Seltjarnarness hefur batnað til muna eftir flutninginn.
Seltjarnarnes