Morgunblaðið - 23.07.2003, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
AÐ MINNSTA kosti 12manns særðust er tværsprengjur sprungu í hót-elum í spænsku sumar-
leyfisbæjunum Benidorm og Alic-
ante í gærmorgun, en talið er að
ETA, aðskilnaðarsamtök Baska,
hafi staðið fyrir þeim.
Fyrri sprengjan sprakk á hóteli í
miðbæ Alicante og særðust átta
manns, þar af tveir alvarlega. Flest-
ir eru þeir erlendir ferðamenn úr
spænskuskóla í nágrenninu. Nokkr-
um mínútum síðar sprakk sprengja
á Hótel Nadal á Benidorm og særð-
ust þar fjórir lögreglumenn sem
voru að girða bygginguna af.
Spænskar sjónvarpsstöðvar sýndu
lögreglumenn hjálpa blóðugu fólki í
sjúkrabíla.
Rétt fyrir sprengingarnar hafði
dagblaðinu Gara í Baskalandi borist
símtal þar sem ónafngreindur mað-
ur sem sagðist tilheyra ETA til-
kynnti um sprengjurnar. Því var
búið að rýma hótelin er þær
sprungu, hálftíma fyrr en tilkynnt
hafði verið.
Sprengingin í Alicante varð í her-
bergi á fyrstu hæð hótelsins en sam-
kvæmt netútgáfu El Mundo segir
lögreglan að drengur um tvítugt
sem hafði meðferðis græna tösku
hafi komið á hótelið og pantað gist-
ingu til tveggja nátta. Hann hafi því
næst farið upp á herbergi og skilið
eftir töskuna með sprengjunni í og
haft sig svo á brott. Sprengjan á
Benidorm var einnig skilin eftir í
tösku í einu herbergi hótelsins.
Í gær hóf Batasuna, hinn bannaði
stjórnmálarmur ETA, að dreifa
bæklingum á fjórum tungumálum til
að kynna málstað aðskilnaðarsinna
meðal erlendra ferðamanna.
Öryggisgæsla verði hert
Spænsk stjórnvöld segja að þeir
sem beri ábyrgð á sprengjutilræð-
unum á Benidorm og Alicante verði
eltir uppi og þeim refsað
þess fullviss að við munum
þá, sem standa á bak við
burði, í fangelsi,“ sagði Jo
Aznar, forsætisráðherra Sp
Angel Acebes, innan
herra Spánar, sagði að
gæsla á ferðamannastöð
hert til muna í kjölfar á
Kvaðst hann ætla að fe
svæðisins til að skoða af
sprenginganna. Juan Cost
málaráðherra Spánar, s
Spánn væri öruggt land fy
menn og fordæmdi ETA
ógna öryggi Spánar, s
þegna og erlendra ferðama
Spænski Sósíalistaflo
stærsti stjórnarandstöð
Spánar, sendi frá sér yfirlý
sem ríkisstjórninni var heit
við að berjast gegn ofbeld
um. Þá fordæmdi flokkur
fyrir að halda fast við ste
engu myndi skila.
Er óttast að hafin sé ný s
herferð ETA sem hefur
beint spjótum sínum að fe
ustu, helstu gjaldeyris
Spánverja. Á síðasta ár
bílsprengja í sumarleyf
Santa Pola, stutt frá Alican
létust sex ára gömul stúlka
ur á sextugsaldri
Tólf sárir eftir sprengingar í Alicante og á Benidor
Óttast nýja
sprengjuherfer
Madrid. AFP.
Fjölmargir Íslendingar dveljast á þessum
slóðum en sluppu allir ómeiddir. Þó mátti
litlu muna, enda sumir þeirra mjög nálægt
hótelunum sem voru sprengd.
Eyðileggingin blasir við eftir sprenginguna í Nadal-hótelinu á Benidorm í gærmorgun.
SPRENGINGIN á Hótel Nad-al á Benidorm í gærmorgunheyrðist vel upp á annað hótel
í nágrenninu þar sem 40 Íslendingar
dvelja á vegum ferðaskrifstofunnar
Sumarferða. Aðeins er um 10 mín-
útna gangur á milli hótelanna
tveggja og varð Íslendingunum
hverft við er þeir sáu hinn mikla við-
búnað lögreglunnar. Fjórir lög-
reglumenn særðust í sprengingunni
sem kom strax í kjölfar annarrar
sprengingar í spænsku hafnarborg-
inni Alicante, sem er í 30 mínútna
akstursfjarlægð frá Benidorm. Þar
særðust átta manns.
Einvarður Jóhannsson fararstjóri
hjá Sumarferðum ók framhjá Hótel
Nadal aðeins 2 mínútum áður en
sprengingin sprakk um kl. 10 að ís-
lenskum tíma. „Ég átti erindi niður
á strönd til að ná í dót og um það
leyti lokaði lögreglan götum í kring,“
segir hann.
Eftir að viðvörun frá hryðju-
verkamönnunum um sprengjuna
barst lögreglu var hafist handa við
að rýma hótelið og nærliggjandi göt-
ur og mun sprengjan hafa sprungið
30 mínútum fyrr en sagt hafði verið.
„Sprengingin heyrðist vel inn á
hótelið okkar og hálftíma síðar var
búið að innsigla vettvanginn og lög-
regluþyrlur og -bílar hvarvetna.
Mér skilist að anddyri hótelsins og
neðsta hæð þess hafi skemmst og að
nokkrir lögreglumenn hafi
við að leita að sprengjunni e
lægja hana.“
Íslenskur fararstjóri ók framhjá sprengistaðnum
Sprengingin
heyrðist vel upp á
Íslendingahótel
SYNIR SADDAMS ALLIR
Það eru mikil tíðindi ef rétt reyn-ist, að synir Saddams Huss-eins, þeir Uday og Qusay, hafi
fallið í skotbardaga við bandaríska
hermenn í borginni Mosul í gærmorg-
un. Herforinginn Ricardo Sanchez
skýrði frá því í gærkvöld að Banda-
ríkjastjórn væri sannfærð um að lík er
fundust að bardaganum loknum væru
í raun af sonum Saddams.
Það var töluvert áfall fyrir Banda-
ríkjamenn að ná ekki að handsama
Saddam og syni hans meðan á Íraks-
stríðinu stóð eða strax að því loknu.
Raunar má segja að það sama gildi um
leiðtoga talibana og Al-Qaida-samtak-
anna í Afganistan. Þrátt fyrir að tekist
hafi með skjótum hætti að koma ógn-
arstjórnunum í Kabul og Bagdad frá
völdum vofir enn yfir sú staðreynd að
helstu leiðtogar þessara stjórna, ann-
ars vegar Saddam Hussein og synir
hans og hins vegar Mohammad Omar,
skuli enn leika lausum hala, að ekki sé
minnst á Osama Bin Laden, sem einn-
ig tókst að komast undan hersveitum í
Afganistan.
Þeir Uday og Qusay báru ekki síður
ábyrgð en faðir þeirra á ógnarstjórn-
inni í Írak. Lýsingar þær sem borist
hafa á framferði þeirra í gegnum árin
eru hreinlega viðurstyggilegar. Talið
er að þeir beri persónulega ábyrgð á
pyndingum og fjölda morða auk þess
sem Uday var yfirmaður Fedayeen-
sveitanna er notaðar voru til að berja
niður andstöðu í landinu. Fall þeirra
mun væntanlega eiga ríkan þátt í að
rjúfa hið andlega tangarhald er ógn-
arstjórnir á borð við þær í Írak hafa
ávallt á þegnum sínum.
Líklegt má telja að þann skæru-
hernað, er háður hefur verið gegn her-
liði Bandaríkjanna í Írak síðastliðnar
vikur, megi að miklu leyti rekja til
stuðningsmanna Saddams, sem reiðu-
búnir eru að berjast í þeirri vissu að
fyrrum leiðtogi þeirra sé enn á lífi. Ef-
laust eru fyrrum liðsmenn Fedayeen
og annarra sérsveita Íraksstjórnar-
innar fyrrverandi fjölmennir í hópi
þeirra er staðið hafa að baki síendur-
teknum árásum á hermenn.
Fall þeirra Uday og Qusay hlýtur að
vera reiðarslag fyrir þennan hóp að
ekki sé minnst á Saddam sjálfan sé
raunin sú að hann sé enn á lífi, líkt og
margt bendir til. Smátt og smátt
þrengist hringurinn utan um leifar
ógnarstjórnarinnar og varla annað en
tímaspursmál áður en hún verður að
öllu leyti horfin.
Það er forvitnilegt að í nýlegri
breskri skoðanakönnun meðal íbúa í
Írak kom fram að meirihluti þeirra
var hlynntur veru bandaríska innrás-
arliðsins í landinu. Óánægja íbúanna
beindist að óörygginu og ógnaröldinni
í landinu. Forsenda þess að hægt verði
að binda enda á það ástand er ríkt hef-
ur að undanförnu er að stöðva skæru-
hernað stuðningsmanna Saddams.
Takist það verða Bandaríkjamenn að
sýna að þeim hafi verið alvara er þeir
lýstu því yfir að þeir hygðust koma á
réttlæti og stöðugleika í Írak. Þegar
stríðið í Írak verður metið í framtíð-
inni verður ekki síst horft til þess,
hvernig staðið var að uppbyggingu í
landinu.
Þar verða önnur ríki heims einnig
að leggja sitt af mörkum, ekki síst þau
er lýstu yfir stuðningi við aðgerðirnar
gegn stjórn Saddams. Stöðugleiki í
Írak er forsenda þess að hægt verði að
koma á stöðugleika í þessum heims-
hluta, þar með talið samkomulag í ára-
tugalöngum deilum Ísraela og araba.
SPRENGJUR Á SÓLARSTRÖND
Sprengjutilræði ETA, hryðjuverka-samtaka baskneskra aðskilnaðar-
sinna, á sólarströndum Spánar í gær
eru enn eitt dæmi þess hversu langt
samviskulausir einstaklingar eru
reiðubúnir að ganga til að vekja at-
hygli á málstað sínum. Tvær sprengj-
ur sprungu með skömmu millibili á
hótelum á vinsælum ferðamannastöð-
um, annars vegar í borginni Alicante
og hins vegar á Benidorm.
Á annan tug slasaðist í tilræðunum
tveimur, þar af ferðamenn frá Svíþjóð,
Rússlandi, Þýskalandi og Hollandi
auk Spánverja. Ungur Hollendingur
liggur í dái eftir sprenginguna á Alic-
ante.
Markmið tilræða af þessu tagi er að
valda óhug og skelfingu. Með því að
ráðast að saklausum ferðamönnum,
sem eru deilum Baska með öllu óvið-
komandi, er verið að reyna að koma
höggi á efnahag Spánar. Tilgangurinn
er að hræða fólk frá því að sækja land-
ið heim. Samtökin hafa síðastliðið ár
staðið fyrir nokkrum tilræðum á vin-
sælum ferðamannastöðum, m.a. á
Alicante og í Pamplona.
Svipuðum aðferðum hefur verið
beitt af öðrum samtökum víðs vegar
um Evrópu, s.s. Írska lýðveldishern-
um á Bretlandseyjum. Á níunda ára-
tugnum efndu hryðjuverkasamtök til
herferðar í Frakklandi sem beindist
meðal annars að fjölförnum og vinsæl-
um stöðum í París.
Sprengjutilræðin á Benidorm og
Alicante snerta marga Íslendinga.
Hundruð Íslendinga ferðast á þessar
slóðir í hverri viku yfir sumarið og
urðu margir þeirra varir við afleiðing-
ar sprengingarinnar í gær. Það að ís-
lensk stúlka skuli hafa verið í húsi
áföstu því er sprengjan sprakk í í Alic-
ante sýnir jafnframt fram á að hættan
af hryðjuverkum beinist gegn Íslend-
ingum ekki síður en öðrum þjóðum
heims.
Fréttir sem þessar vekja ótta í
brjósti þeirra sem heima sitja og vita
af ættmennum sínum á svæðinu. Það
er einmitt markmið samtaka á borð
við ETA. Þau nærast á skelfingunni
sem grípur um sig vegna voðaverk-
anna. Hryðjuverk eru hins vegar aldr-
ei réttlætanleg. Sprengjutilræðin á
Costa Blanca auka ekki skilning á og
samúð með málstað Baska. Þvert á
móti.
Þeir sem beita aðferðum sem þess-
um eiga ekkert erindi í siðuðum sam-
félögum. Spænsk yfirvöld hafa heitið
því að taka á málinu af fyllstu hörku og
handsama þá er stóðu að tilræðunum.
Tilræði sem þessi minnar okkur á
hvílík meinsemd hryðjuverk eru,
hvort sem þeir sem að þeim standa
kenna sig við Al-Qaida, ETA eða önn-
ur samtök. Baráttan gegn þessari
meinsemd er eitthvert mikilvægasta
verkefni heimsbyggðarinnar á sviði
öryggismála.