Morgunblaðið - 23.07.2003, Side 32

Morgunblaðið - 23.07.2003, Side 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Andréssonfæddist 4. des- ember 1921 á Snotrunesi, Borgar- firði eystra. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Valgerður Jónsdótt- ir, f. 26. sept. 1890, d. 18. júní 1967, og Andrés B. Björns- son, f. 10. sept. 1893, d. 20. apríl 1974. Andrés var ættaður úr Fellum en Val- gerður úr Borgarfirði eystri. Systkini Jóns eru: Björn, f. 3. mars 1919, Elín Björgheiður, f. 16. feb. 1920, d. 6. apríl 1998, Vilborg, f. 14. sept. 1924, Skúli, f. 26. maí 1928, Anna Þuríður, f. 15. júní 1930, d. 8. júlí 1943. Fósturbróðir Vilmundur, f. 5. júlí1938. Árið 1947 kvæntist Jón Jónu S. Sigurðardóttur frá Merki, Borgar- firði eystri, f. 30. maí 1924, d. 16. júlí 1979. Foreldrar hennar voru Una Kristín Árnadóttir frá Eiða- þinghá, f. 4. ágúst 1895, d. 21. apr- íl 1943, og Sigurður Einarsson frá Borgarfirði eystri, f. 5. júlí 1889, Hrafn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri, f. 24. feb. 1961. Börn þeirra eru: Sigurður Hrafn, f. 11. okt. 1988, Arnar, f. 12. mars 1991, og Jóna Þórey, f. 8. júní 1995. Sambýliskona Jóns sl. 30 ár var Jólín Ingvarsdóttir, f. 1. nóv. 1924, hennar börn: Árni Sigurðsson, maki Sólrún Ingimundardóttir, Ingvar Sigurðsson, sem er látinn og Aðalbjörg Sigurðardóttir, maki Ástgeir Þorsteinsson. Jón var fæddur og uppalinn á Snotrunesi, Borgarfirði eystri. Jón og Jóna fluttust suður árið 1947 og hófu búskap í Hafnarfirði en flutt- ust í Kópavog árið 1951 og bjuggu við Álfhólsveg. Jón fluttist til Hafnarfjarðar árið 1970 og bjó þar til æviloka, síðasta árið bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jón stundaði almenna verka- mannavinnu en var einnig sjómað- ur í allmörg ár. Árið 1967 hóf hann störf í Sundlaug Kópavogs við opnun laugarinnar og var sundlaugarvörður þar í rúm 20 ár. Á yngri árum keppti Jón í lang- hlaupum og var hann mjög áhuga- samur um allar íþróttir. Hann var mikill áhugamaður um bridge og spilaði hvenær sem færi gafst, lengst af reglulega með félögum í Kópavogi og hin síðari ár með eldri borgurum í Reykjavík og Kópavogi. Jón verður jarðsunginn frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. d. 7. des. 1939. Jón og Jóna skildu, börn þeirra: 1) Birgir, f. 28. júní 1947, d. 24. maí 1959. 2) Valgerður, hjúkrunarfræðingur, f. 12. sept. 1949, maki: Sævar Lýðsson, lög- fræðingur, f. 2. des. 1944. Börn þeirra eru: Birgir, f. 30. apríl 1972, sambýliskona: Sigrún Dóra Sævins- dóttir, börn: Fannar Skúli, f. 2. júlí 1998, stúlka, f. 11. júní 2003; Guðmundur, f. 31. júlí 1978, sambýliskona Helena Björk Jónasdóttir; Hildur, f. 20. sept. 1979, sambýlismaður Davíð Logi Gunnarsson; Jón, f. 17. jan. 1983, unnusta Guðrún Ásta Arnardóttir; Atli, f. 29. nóv. 1986. 3) Kristín, kennari, f. 22. ágúst 1951, maki: Bjarni Bjarnason, húsgagnasmið- ur, f. 5. ágúst 1951. Börn þeirra eru: Hlín, f. 1. apríl 1971, Jóna, f. 20. mars 1974, maki: Stefán Jóns- son, barn: Soffía, f. 25. des. 1999; Bryndís, f. 10. feb. 1984, unnusti Haraldur Guðmundsson. 4) Sig- rún, deildarsérfr. og bæjarfulltrúi, f. 22. ágúst 1960, maki: Pétur Í dag kveðjum við tengdaföður minn, Jón Andrésson, fyrrverandi sjómann og sundlaugarvörð. Hann var Austfirðingur í húð og hár. Leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum 30 ár- um þegar við Valgerður, elsta dóttir hans, byrjuðum saman. Jón var heið- arlegur, traustur og góður maður. Á sínum yngri árum stundaði hann íþróttir af kappi, einkum hlaup og fót- bolta, og vann til margra verðlauna. Síðari hluta ævinnar sneri hann sér að bridge og var slyngur spilamaður og keppti um árabil með frábærum árangri. Hann fylgdist með íþróttum alla tíð og missti ekki ákefðina og keppnisskapið þó á bjátaði nú á seinni árum. Jón missti sjónina fyrir átta ár- um en hafði örlitla hliðarsjón og hélt áfram að spila bridge fram undir það síðasta. Jón var alla tíð ungur í anda og voru helstu spilafélagar hans og vinir um 25 til 30 árum yngri. Jón var góður sögumaður og hafði yndi af að segja frá ýmsum atvikum frá sínum yngri árum og hermdi gjarnan eftir þeim sem komu við sögu. Þá voru ýmis tilsvör hans hnytt- in og fjörleg og til þeirra vitnað. Jón átti 11 barnabörn, fylgdist vel með þeim og sýndi þeim áhuga og rækt- arsemi. Þá átti hann þrjú langafa- börn. Á Skúlaskeiðinu bjó hann um árabil með sambýliskonu sinni, Jólínu Ingvarsdóttur, og eftir að við Val- gerður fluttum í Hafnarfjörð 1978 má segja að þar hafi verið annað heimili barna okkar, því þar komu þau við ef leið lá hjá og heimsóknir tíðar. Hann borðaði venjulega hjá okkur á hátíð- isdögum og lék þá við hvern sinn fing- ur. Hann var börnunum mjög kær og heimsóttu þau hann reglulega í veik- indum hans, en hann náði sér aldrei á strik eftir aðgerð sem hann gekkst undir í vor. Jón var mjög greiðvikinn maður og taldi ekki eftir sér að skjót- ast austur fyrir fjall eða lengra ef því var að skipta. Hann var mikið á ferð- inni og átti Lada-bíla í nokkur ár. Því varð þessi vísa til: Alltaf segir Jón minn já, jafnan öllum veitir. Honum liggur lífið á Lödu sína þeytir. Jón var mikill sóldýrkandi og fóru þau Jólín þrisvar til fjórum sinnum á ári í sólarlandaferðir síðustu áratugi allt þar til heilsan fór að bila. Jón fluttist á Hrafnistu í Hafnar- firði í fyrrahaustog hlaut þar einkar góða umönnun og þakkar fjölskylda hans starfsfólkinu fyrir alúðina. Þá var Jólín hans stoð og stytta fram undir það síðasta. Blessuð sé minning Jóns Andrés- sonar. Sævar Lýðsson. Jón Andrésson tengdaföður minn þekkti ég síðustu 16 æviár hans. Það voru góð kynni og ánægjuleg. Jón lét sér umhugað um dætur sín- ar og fjölskyldur þeirra. Meðan heils- an leyfði kom hann akandi í heimsókn í Kópavoginn, svona til að kanna stöð- una. Hann var ávallt tilbúinn að skutla börnum eða barnabörnum út og suður eftir því sem þörf var á og lét sig ekki muna um að renna austur fyrir fjall í þeim tilgangi. Eftir að sjónin dapraðist og Jón hætti að geta ekið notaði hann símann og sló oft á þráðinn til að spyrja frétta. Stundum var spjallið stutt, en stundum var far- ið yfir þjóðmálin eða sportið í leiðinni. Jón hafði mikinn áhuga á bridge sem og öðrum íþróttum. Fylgdist hann vel með enska boltanum sem og öllum sínum barnabörnum hvaða íþróttagrein sem þau stunduðu. Kom maður sjaldan að tómum kofunum hjá Jóni þegar íþróttir bar á góma, enda sjálfur fyrrum afreksmaður í hlaup- um. Jón var fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra. Þar þekkti hann hverja þúfu. Minnisstætt er þegar við ókum með Jóni um Borgarfjörð fyrir nokkrum árum. Þá sá hann lítið, en hafði samt alla staðhætti á hreinu og með hverju kennileiti fylgdi auðvitað saga. Varð Arnari syni mínum, þá níu ára, að orði að það yrði ekki nærri eins gaman fyrir hann að verða afi eins og það væri fyrir afa Jón, því hann myndi ekki hafa frá neinu eins merkilegu að segja frá því hann var lítill og afi Jón gat sagt sínum barna- börnum. Blessuð sé minning Jóns Andrés- sonar. Pétur Hrafn Sigurðsson. Elsku afi Jón. Hér sit ég að kafna úr hita með bumbuna út í loftið og tár- in í augunum. Það er margt sem kem- ur upp í hugann þegar ég hugsa til þín núna þegar þú hefur ákveðið að hverfa frá okkur. Allar stundirnar sem ég eyddi hjá þér í lauginni. Mér fannst ég svo stór þegar ég fékk að hjálpa til við að raða lyklunum og hvað ég var alltaf montin þegar þú komst og laumaðir að mér tímabandi með nýjum lit svo ég gæti verið lengur niðri í lauginni. Ekki má gleyma ferðinni austur sem ég fór með ykkur Jólín og öllum stundunum á Skúlaskeiðinu. Ég man bara eftir að hafa verið skömmuð einu sinni og það var þegar ég stokkaði einn bridsspila- stokkinn of mikið á miðjum spiladegi. Þig langaði oft að fá að kenna mér að spila brids en mér fannst meira spennandi að læra að baka pönnsur inni í eldhúsi hjá Jólín. Þú varst líka alltaf að hvetja mig til að fara að æfa frjálsar þegar ég var krakki en ég lét ekki til leiðast og fram á fullorðinsár spurðir þú mig af hverju ég hefði ekki farið að hlaupa eins og hún mamma mín. Ég gat aldrei svarað þér en ætli svarið liggi ekki í spurningunni, ég vildi ekki gera eins og mamma, ég hef alltaf valið að fara mínar eigin leiðir. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín mikið og finnst voða erfitt að geta ekki komið og kvatt þig en ég er hér í Lundi og bíð eftir að litli bumbubúinn minn komi í heiminn. Við Stefán og Soffía sendum öllum ættingjum heima okkar innilegustu kveðjur og, afi, þú bætist núna í englahópinn minn sem vakir yfir mér og fjölskyld- unni minni. Saknaðarkveðjur. Þín dótturdóttir, Jóna. Elsku afi Jón, þú hefur kvatt þenn- an heim eftir viðburðaríka ævi. Þú kvaddir í faðmi fjölskyldunnar og á slíkri stundu brjótast fram margar minningar. Þú lést þér annt um okkur barnabörnin og hvattir okkur til dáða eins og nesmanni sæmdi þar sem lífs- gleðin og keppnisandinn var í fyrir- rúmi. Þér var umhugað um að okkur gengi vel í námi, starfi og íþróttum, fylgdist með þínu fólki í keppni, seinna var það hefð að þú hringdir strax að lokinni keppni og í lok próf- tímabila. Farið var yfir gang mála, hver væru næstu markmið, þér þótti mikilvægt að setja markið hátt og stefna til sigurs. Frásagnargleði þín var frábær. Sögur af uppeldisárum á Borgarfirði eystri eru óborganlegar hvort sem um prakkarastrik, skemmtanir, vinnumennsku, yfirnáttúruleg fyrir- bæri eða hetjudáð var að ræða þar sem oft var teflt á tæpasta vað. Frá- sagnir þínar hafa verið okkur hvatn- ing til að reyna okkur á þessum slóð- um. Þú furðaðir þig á nýtísku útbúnaði til gönguferða og hve sein við vorum í för, miðað við ykkur á ár- um áður, en varst engu að síður stolt- ur af áhuga okkar á æskustöðvum ykkar ömmu. Þó að heilsan væri farin að leika þig grátt þá verður ættarmót- ið á Snotrunesi 2001 okkur ávallt minnisstætt þar sem þú bættir enn í sögusafnið við mikla kátínu. Ekki má gleyma sögum af afrekum í frjálsum íþróttum og brids, af harðjöxlum á sjó sem slógu hvert Íslandsmetið af öðru og ferðalögum ykkar Jólínar. Okkur systrunum fannst mikið sport að fara til afa í Kópavogslaugina þar sem þú gekkst um bakkana, brúnn á hörund, á klossum og ermalausum bol óháð veðráttu. Það var alltaf notalegt að vera hjá ykkur Jólín, mikið spjallað um pólitík og íþróttir, tekið í spil, fylgst með helstu kappleikjum og maulað á pönnsum, brúnköku og Ópali. Elsku Jólín, mamma, Vallý og Sirra, aðrir ættingjar og vinir, minn- ingin um afa Jón lifir. Hlín og Bryndís Bjarnadætur. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur og eftir standa ótal góðar minningar um þig. Það var alltaf gott og gaman að koma í hlýjuna á Skúlaskeiðinu til ykkar Jólínar. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur með kræsingum, og oft- ar en ekki gripið í spil. Þú varst mikill spilamaður eins og kunnugt er og voru fáir sem stóðust þér snúning við spilaborðið nema þá helst við systk- inin í Ólsen Ólsen á aðfangadag er við biðum eftir að klukkan slægi sex. Þú hefur alltaf staðið við bakið á okkur í gegnum súrt og sætt. Fylgd- ist vel með okkur í íþróttunum og hvattir okkur. Sagðir okkur sögur úr lífi þínu sem voru fyndnar og skemmtilegar enda varstu mjög orð- heppinn. Við eigum eftir að rifja þess- ar sögur upp aftur og aftur í framtíð- inni. Við ferðuðumst mikið saman og eru ógleymanlegar sumarbústaðaferðirn- ar, þar var oft mikið brallað, farið í golf, sund og fleira skemmtilegt. Við sitjum hér saman og rifjum upp allar þær stundir sem við áttum með þér, elsku, besti afi. Við varðveitum þær í hjarta okkar og hugsum hlýlega til þín. Við söknum þín. Takk fyrir allt. Guðmundur, Hildur, Jón og Atli. Það er skrýtið að afi Jón skuli vera dáinn. Hann var orðinn veikur og gamall en samt er það skrýtið að við skulum aldrei hitta hann aftur. Afi var mikill spilakall og það var gaman að spila við hann. Hann vann stundum en kenndi okkur líka hvern- ig væri best að spila til að vinna. Afi átti alltaf Ópal handa okkur. Honum fannst gaman að horfa á íþróttir í sjónvarpinu og var oft mjög spenntur við sjónvarpið þegar hann var að horfa á beinar útsendingar. Hann vildi líka vita hvernig okkur gekk þeg- ar við vorum að keppa í íþróttum og að sýna fimleika. Afi sagði okkur stundum sögur frá því þegar hann var strákur á Snotru- nesi. Hann var voða fljótur að hlaupa og gerði margt fyndið með bræðrum sínum fyrir austan. Ferðin austur með afa á ættarmótið fyrir þremur árum var mjög skemmtileg. Þá sagði hann okkur margt merkilegt um fólk- ið á Borgarfirði eystri og hvernig var að eiga heima þar í gamla daga. Afi Jón var góður afi sem okkur þykir vænt um. Nú líður honum vel hjá Guði. Bless, elsku afi Jón. Sigurður Hrafn, Arnar og Jóna Þórey. Okkur langar að minnast Jóns Andréssonar, eða afa langa eins og hann er kallaður á okkar heimili. Afi langi var kannski ekki réttnefni mið- að við hæð Jóns, en það féll vel að hans húmor. Sérstaklega eru minnisstæðar samverustundir sem við áttum með honum á ættarmóti á Borgarfirði eystri. Ferðin þangað var hans síð- asta austur á æskuslóðirnar. Afi langi naut sín vel við að leiða fjölskylduna um fjörðinn og víkurnar í kring. Þótt hann væri búinn að tapa sjón að mestu átti hann ekki í vandræðum með að benda á kennileiti og átti sögu um nær hverja þúfu sem varð á vegi okkar. Við minnumst göngu upp á Hólmann, þar sem þeir stóðu vinirnir, afi langi og Fannar Skúli, og horfðu yfir fagran fjörðinn. Á kvöldin áttum við síðan góðar stundir þar sem afi langi sagði dætrum sínum og barna- börnum sögur af strákapörum fram eftir nóttu. Sögurnar hans væru sannarlega efni í bók. Í einni af síðustu heimsóknum okk- ar til afa langa drógum við fram inn- rammað safn verðlaunapeninga sem hann átti. Þá birti yfir honum, röddin styrktist og við spjölluðum um afrek- in. Allt voru þetta verðlaun sem afi langi hlaut fyrir 800, 3000 og 5000 metra hlaup á sínum yngri árum, utan einn. Það var peningur fyrir hástökk sem vakti sérstaka athygli okkar og kátínu hjá afa, glettnin skein úr and- liti hans. Auðvitað var honum í fersku minni hvað hann stökk hátt. Já, það er sannarlega margs að minnast þegar við hugsum til hans og verður það eflaust oft rifjað upp í framtíðinni. Við þökkum fyrir sam- verustundirnar. Birgir og Sigrún Dóra. Frændi, að heilsast og kveðjast er lífsins saga … og nú ert þú horfinn sjónum okkar og haldinn á vit feðra þinna þar sem bíða önnur og ný verk- efni sem ég veit að þú mætir af sömu auðmýkt og lítillæti og einkenndi alla þína háttu í lifanda lífi … og áfram skröltum við … umvafin minningunni um góða og sanna fyr- irmynd, mann sem aldrei mátti vamm sitt vita, orðvar, heiðarlegur og raun- góður og hvers manns hugljúfi, engin geðluðra þó, og ávallt geislandi af kímni og næmu auga fyrir hinu óvænta og spaugilega. Margt flýgur fyrir hugskotssjónum … sagan af greifanum í útlöndum, keppandanum sem þú þekktir allt að því bara af afspurn enda fór hann hægar yfir, sú af kapphlaupi ykkar bræðra og tófunnar sem mætti sínu skapadægri, sögurnar af strákapör- um og glensi á leiðinni að heiman inn á og frá Bakkagerði, og sundprófið góða sem þú útvegaðir pabba svo sælum og glöðum … Já, þetta mannlíf er undarlegt fyll- erí þegar grannt er skoðað … og dauðinn … það undarlega fyrirbæri kemur ávallt í opna skjöldu … Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (Laxness, úr Sjálfstæðu fólki.) Þakka þér allt, gæskur. Ég mun áfram koma til Jólínar þinnar og rifja upp sannar og lognar sögur og njóta návistar hennar. Þið tvö saman voruð … já, þið bara voruð. Falleg. Takk. Samúðarkveðjur senda fjölskyldur okkar bræðra og móðir okkar, og systir þín Vilborg, henni og frænkum okkar elskulegum, Valgerði, Kristínu og Sigrúnu og fjölskyldum. Andrés Sigurvinsson. Í eyra mér niðaði nætur og daga hinn nafnlausi sjór. Yfir döggvota jörð undir draumbláum himni gekk sorg mín með hörgult hár. Og sorg mín fór höndum um hug þinn nakinn í hundrað ár. (Steinn Steinarr.) Hvíl í friði. Hinsta kveðja. Sigurveig og Erlingur Örn, Lína Dögg og Otto, Sigurður og Harpa Kristín. JÓN ANDRÉSSON MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.