Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR
44 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FORRÁÐAMENN Golfklúbbs Akureyrar hafa óskað
eftir því við Golfsamband Íslands, GSÍ, að stigamót á
Toyota-mótaröðinni sem fram átti að fara á velli GA,
Jaðarsvelli, 9.-10. ágúst nk. fari fram á öðrum golfvelli.
Ástæðan er sú að margar flatir Jaðarsvallar eru í
slæmu ásigkomulagi og á heimsíðu GSÍ, golf.is, er sagt
að mat heimamanna hafi verið á þá leið, að best væri að
annar völlur yrði notaður að þessu sinni.
Forráðamenn Golfklúbbs Reykjavíkur brugðust
fljótt við og verða gestgjafar mótsins að þessu sinni og
fer Mastercard-mótið því fram á Grafarholtsvelli dag-
ana 9.-10. ágúst og klúbburinn hefur tekið að sér að
halda fimmta og jafnframt næstsíðasta stigamót ársins
og verður það haldið á Grafarholtsvelli. Fyrsta stiga-
mótið fór fram á Korpúlfsstöðum, það næsta var á Leir-
unni, það þriðja á Garðavelli á Akranesi og fjórða
stigamótið er jafnfram Íslandsmótið í höggleik. Sjötta
og síðasta stigamót ársins fer fram á Hvaleyrarvelli.
Stigamót GSÍ flutt
frá Jaðarsvelli
VALSMENN fengu í gær liðsstyrk frá Danmörku, er
Thomas Maale, 28 ára sóknarmaður, gekk í raðir
þeirra. Hann lék áður með Fremad Amager. Jón S.
Helgason, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í
samtali við Morgunblaðið að tekist hefðu samningar
við Danann um miðjan dag og hann yrði væntanlega í
leikmannahópi Vals sem heldur til Vestmannaeyja á
morgun til leiks við ÍBV. Maale er annar leikmaðurinn
sem Valsmenn fá í vikunni því Skagamaðurinn Ellert
Jón Björnsson gekk einnig til við þá á dögunum. Ellert
Jón er sókndjarfur útherji og ljóst er að þessir tveir
leikmenn munu styrkja Hlíðarendaliðið fyrir loka-
átökin í deildinni. Valur hefur gert 13 mörk í sumar og
er í 8. sæti deildarinnar með tólf stig, aðeins stigi frá
fallsæti.
Fyrrverandi félagi Maale hjá Fremad Amager,
Kristian Gade Jörgensen, gekk til liðs við Skagamenn
fyrr í vikunni.
Daninn Thomas
Maale til Vals
Þorvaldur telur að það sé góðþróun að undanúrslitaleikirn-
ir séu spilaðir á þjóðarleikvang-
inum í Laugardal. „Eina sem hægt
er að gagnrýna er að leikirnir
verða spilaðir í miðri viku en það
hefði verið mun auðveldara fyrir
stuðningsmenn KA að koma til
Reykjavíkur um helgi,“ sagði Þor-
valdur Örlygsson.
Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði
ÍA, telur að sigur í bikarkeppninni
sé eini möguleiki Skagamanna á
titli á tímabilinu. „Staða okkar
Skagamanna í deildinni er ekki
glæsileg og því er kærkomið að við
séum í undanúrslitunum. Akranes
er mikið bikarlið og áhorfendur
okkar hafa oft náð upp góðri
stemningu á Laugardalsvellinum
og það verður gaman að kljást við
KA-menn. KA hefur staðið sig vel
í bikarkeppninni undanfarin ár og
liðið er verðugur andstæðingur.
Sigur í bikarkeppninni er líklega
eini möguleiki okkar á titli í sumar
en við þurfum hins vegar að taka
okkur saman í andlitinu á Íslands-
mótinu áður en við förum að hugsa
um bikarleikinn,“ sagði Gunnlaug-
ur Jónsson.
Liðið sem fagnar sigri í Bik-
arkeppni KSÍ, VISA-bikarkeppni
karla mun fá að launum eina og
hálfa milljón króna og liðið sem
lendir í öðru sæti fær fimm hundr-
uð þúsund krónum minna. Liðin í
þriðja og fjórða sæti fá 800.000
krónur, liðin í fimmta til áttunda
sæti fá 500.000 og félögin í níunda
til sextánda sæti fá 300.000 krón-
ur.
ÍBV eða Valur fær 300.000 krón-
ur en þau mætast í úrslitum bik-
arkeppni kvenna. Liðið sem lendir
í öðru sæti fær 150.000 og liðin í
þriðja og fjórða sæti fá 100.000
krónur.
Ekkert verra
að mæta ÍA
„ÞAÐ er ekkert verra að mæta ÍA en FH eða KR. Í raun skiptir það
engu máli hvaða lið við hefðum fengið því öll þessi lið eru sterk. ÍA
er sjálfsagt það lið sem hefur glæsilegustu bikarsöguna en okkur
hefur gengið ágætlega hingað til í undanúrslitunum,“ sagði Þor-
valdur Örlygsson, þjálfari og leikmaður Akureyrarliðsins KA, sem
mætir ÍA í undanúrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum
þriðjudaginn 9. september, en daginn eftir leika þar FH og KR.
ÞRÍR leikmenn úr efstu deild
karla voru úrskurðaðir í gær í eins
leiks bann vegna fjögurra gulra
spjalda. Sinisa Kekic, Grindavík,
Slobodan Milicic, KA, og Sigurður
Sæberg, Val, fara allir í bann næsta
föstudag og geta því leikið með liðum
sínum á morgun.
ÚR 1. deildinni voru þeir Davíð
Logi Gunnarsson, Haukum, og
Haukur Úlfarsson, Víkingi, úr-
skurðaðir í eins leiks bann vegna
fjögurra gulra spjalda.
REAL Madrid hefur ákveðið að
hætta við að kaupa argentíska varn-
armanninn Gabriel Milito frá CA
Independiente í Argentínu. Milito
meiddist illa fyrir tveimur árum og
forráðamenn Madrid telja að of
miklar líkur séu á því að hann meið-
ist illa aftur.
ENSKA 1. deildarliðið Preston
North End vonast til að geta selt
gamla varamannbekkinn sem David
Beckham sat á fyrir á aðra milljón
ísl. króna. Beckham sem gekk til liðs
við Real Madrid frá Manchester
United fyrr í sumar lék með Preston
fyrir tæpum tíu árum og gerði þar
sitt fyrsta deildarmark. Talsmaður
frá Preston segir að bekkurinn sé til-
valinn í bakgarðinn.
FULHAM hefur fengið hinn 44 ára
gamla markvörð, Dave Beasant, til
reynslu og mun kappinn fara með
liðinu í æfingaferð til Austurríkis.
Beasant hefur leikið með fjölda liða í
Englandi á löngum ferli m.a.
Wimbledon, Chelsea, Nottingham
Forrest og Brighton nú síðast.
HANNAH Stockbauer frá Þýska-
landi varð heimsmeistari í 1.500
metra skriðsundi kvenna í gær í
Barcelona er hún kom fyrst í mark á
tímanum 16.00,18 mínútum sem er
mótsmet en heimsmetið á Janet Ev-
ans 15.52,10 mín. Hayley Peirsol frá
Bandaríkjunum varð önnur á
16.09,64 mín. og Jana Henke landi
sigurvegarans varð þriðja á 16.10,13
mín.
IAN Thorpe frá Ástralíu var
nokkuð frá heimsmeti sínu er hann
kom fyrstur í mark í úrslitum í 200
metra skriðsundi en Thorpe synti á
1.45,14 mín en heimsmetið er 1.44,06
mín. Pieter Van Den Hoogenband
frá Hollandi varð annar á 1.46,85 mín
og Grant Hackett frá Ástralíu fékk
bronsverðlaun en hann synti á
1.46,85. Thorpe og Hoogenband
hafa verið sigursælustu sundmenn
síðustu ára og eiga eftir að mætast í
fleiri keppnisgreinum á HM.
XUEJUAN Luo sigraði í 100
metra bringusundi í gær á HM í
Barcelona er hún synti á 1.06,80
mín. Heimsmetið er 1.06,37 mín. en
það er í eigu Leisel Jones frá Ástr-
alíu en hún varð þriðja í sundinu á
1.07,47 mín. Silfrið fékk Amanda
Beard frá Bandaríkjunum sem synti
á 1.07,42 mín.
FÓLK
Morgunblaðið ræddi við WillumÞór í gær um möguleika KR
á að komast áfram í Evrópukeppn-
inni. „Mér líst
ágætlega á leikinn á
morgun og ég er
hæfilega bjartsýnn.
Við vitum hvað þeir
geta og nú þýðir ekkert annað en
að sigra þá, það er á hreinu.“
Hvernig ætlarðu að leggja leik-
inn upp?
„Við þurfum að leika mjög skyn-
samlega því Pyunik er sterkt lið.
Við þurfum að vera tilbúnir að
pressa þá en um leið þurfum við að
passa okkur að opna okkur ekki í
vörninni. Ef við fáum mark á okkur
þurfum við að skora þrjú mörk til
að komast áfram og það yrði ekki
létt verk.“
Hefurðu trú á því að Pyunik
muni sækja stíft eða sitja til baka?
„Ég er ekki viss um að það henti
þeim að sitja til baka. Þeir eru van-
ir því heima fyrir að sækja mjög
stíft og þeim hefur gengið mjög vel
þegar þeir hafa spilað öflugan
sóknarbolta. Leikmenn Pyunik
leika mjög skemmtilegan fótbolta
en þeir eru teknískir og kraftmikl-
ir. Þeir sækja mjög hægt í upphafi
sóknar og halda boltanum mjög vel
og leika þá 5-3-2 leikkerfi. Þegar
þeir eru komnir í góða sendinga-
stöðu keyra þeir hratt og af mikl-
um krafti upp vængina og skilja þá
bara eftir þrjá leikmenn í vörninni.
Báðir kantmennirnir æða upp völl-
inn og miðjumennirnir stinga sér
inn fyrir vörnina og það getur ver-
ið mjög erfitt að verjast því. Þetta
er ekkert ósvipað og að horfa á lið
frá Brasilíu og Argentínu en það
hefur sína veikleika eins og önnur
lið.“
Hvar liggja helstu sóknarmögu-
leikar KR-inga?
„Í fyrri leiknum fengum ágætis
marktækifæri þegar Pyunik missti
boltann þegar þeir reyndu að
sækja hratt að okkur. Þegar það
gerðist voru þeir aðeins þrír eftir í
vörninni og við verðum að nýta
okkur það þegar þetta gerist.“
Vonastu eftir köldu veðri á
Laugardalsvellinum á morgun?
„Ég vona að það verði kalt í
veðri og það væri fínt ef það yrði
sterkur vindur á annað markið.
Leikmenn Pyunik eru mjög óvanir
því að leika í veðri eins og er á Ís-
landi en þeir spila oft í 35 til 40
stiga hita í Armeníu.“
Eru ekki allir Íslendingar KR-
ingar á morgun?
„Ég held að á morgun munu allir
Íslendingar styðja KR og ég geng
út frá því. Ég vona að áhorfendur
fjölmenni á Laugardalsvöllinn. Það
verður engin svikinn af því að
horfa á armenska liðið og ég held
að þetta verði mjög fjörugur leik-
ur,“ sagði Willum Þór.
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, ræðir
um möguleika KR gegn Pyunik Jerevan
Þurfum að
leika skyn-
samlega
„VIÐ þurfum að leika mjög skynsamlega gegn Pyunik en það er
raunhæfur möguleiki fyrir okkur að sigra Armenana,“ sagði Willum
Þór Þórsson, þjálfari KR, í samtali við Morgunblaðið. KR-ingar
mæta armenska félaginu Pyunik Jerevan í síðari leik liðanna í for-
keppni Meistaradeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld klukkan
20:00. Fyrri leiknum lauk með 1:0 sigri Pyunik í Armeníu og því eru
möguleikar KR á að komast áfram bærilegir. Þetta er í fyrsta sinn
sem armenskt félagslið leikur gegn íslensku félagsliði í Evrópu-
keppni í knattspyrnu.
Willum Þór Þórsson
Eftir
Atla
Sævarsson
Morgunblaðið/Kristinn
Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, sækir að marki FH í
bikarleiknum í Kaplakrika á mánudaginn. Hafnfirðingurinn
Daði Lárusson og danskur samherji hans Tommy Nielsen eru
til varnar, en þeir eiga næst við KR-inga í undanúrslitum. Báðir
leikirnir í undanúrslitum fara fram á Laugardalsvelli.