Morgunblaðið - 23.07.2003, Side 48

Morgunblaðið - 23.07.2003, Side 48
AÐDÁENDUR Elvis eru fjölmargir og er nýtt fjögurra diska safnbox, sem kom út í mán- uðinum vel til fallið til þess að gleðja þá. Á Elvis Close Up er hver diskur tileink- aður ákveðnu skeiði á ferli rokkkóngs- ins en alls inniheldur safnið 89 lög, sem ekki hafa verið gefin út áður. Þar sker safnboxið sig úr því mikið hefur verið gefið út af tónlist Presleys að und- anförnu en þá hefur ekki síst verið um að ræða endurútgefið efni. Fyrsti diskurinn inniheldur steríó- upptökur frá sjötta áratugnum en á sínum tíma komu lögin út í mónó. Þar má heyra „I Beg Of You“, „That’s When Your Heartache Begins“ og þrjár útgáfur af „Young And Beautiful“. Margir eiga eftir að hafa gaman af að heyra 19. töku fyrstu útgáfunnar af „Treat Me Nice“, sem er mjög ólík kvikmyndaútgáfunni, en hún var tekin upp 30. apríl 1957. Á öðrum disknum má heyra lög úr fjórum kvikmyndum kappans, G.I. Blues, Wild In The Country, Blue Hawaii og Flaming Star. Upptökurnar hafa ekki verið gefnar út opinberlega áður en þar má helst nefna töku sex af laginu „Slicin’ Sand“ frá 21. mars 1961. Upptakan þykir rokkuð og skemmtileg. Þriðji diskurinn er síðan tileinkaður upptökum í Nashville frá árunum 1960 til 1966 og fjórði diskurinn inniheldur upptöku frá tónleikum Presleys í Texas árið 1972. Víst er að aðdáendur eiga ekki síst eftir að hafa gaman af þessum fjórða diski því hann inniheldur tón- leikana í heild sinni í steríó- hljómi. Þess er vert að geta að með diskunum fjórum fylgir vegleg 47 blaðsíðna bók, sem inni- heldur fjölmargar myndir og upp- lýsingar um þá hluta ferils rokk- kóngsins ódauðlega, sem teknir eru fyrir í safnboxinu. nýju efni rokkkóngsins gefið út Fjögurra diska safnbox með Nærmynd af Elvis Safnboxið Elvis Close Up er komið út en það inni- heldur 89 áður óútgefnar upptökur. Rokkkóng- urinn Elvis er ekki þagnaður. 48 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.40 og 7. B i. 12Sýnd kl. 6, 8 og 10. with english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 10. B.i. 12 YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12  X-IÐ 97.7  DVKVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 HL MBL SG DVRoger Ebert Miðaverð kr. 800. Sýnd kl. 5.50. Bi.14. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. SG. DV B.i. 12 ára KRINGLAN Sýnd kl. 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. YFIR 42.000 GESTIR! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, og 8 KRINGLAN Sýnd kl. 6. GEIRMUNDUR VALTÝSSON – ORT Í SANDINN Ort í sandinn er skemmtileg viðbót í útgáfuflóru hins eina og sanna sveiflukóngs og þeg- ar öllu er á botninn hvolft hin ljúfasta upplifun. (AET) KK OG MAGNÚS EIRÍKSSON – 22 FERÐALÖG Maður er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri til að læra að meta þessar lummur að nýju og heyra hvað það var upphaflega sem gerði þær að þeim Íslandslögum sem þær eru. (SG) KANG, JENSSON, SVERRISSON, HEMSTOCK – NAPOLI 23 Þetta er bara góð tónlist. Og í raun bara spurning um að sperra upp eyrun og hlusta. Svo einfalt getur það – bless- unarlega – verið stundum. (AET) SPAÐAR – SKIPT UM PERU Eitt helsta „költ“- band landsins er því komið upp á yf- irborð jarðar! Arrgh! En það þýðir ekki að armæðast yfir því. Þannig fer fyrir mönnum sem aulast til að gera svona helv... góða tónlist! (AET) MAUS – MUSICK Frábær plata, sem enginn unnandi góðrar tónlistar ætti að láta framhjá sér fara. Vonandi skilja útlendingar það líka og gera Maus-menn fræga og ríka. Þeir eiga það skilið. Fjórar og hálf af fimm mögulegum. (ÍPJ) MÍNUS – HALLDÓR LAXNESS Á eftir að teljast til merkari platna í ís- lenskri rokksögu. Verðugur fyrsti handhafi rokknób- elsverðlaunanna. Ís- landsklukka íslenska rokksins. (SG) RADIOHEAD – HAIL TO THE THIEF Markvissari tilraunamennska, ag- aðri og þar af leiðandi meira gefandi. Örugglega ein af bestu plötum árs- ins. (SG)  METALLICA – ST. ANGER Krafturinn endurheimtur eftir 10 ára ládeyðu. Ætti að gleðja alla gamla aðdáendur, sem og ná í fjöl- marga nýja. (SG)  BEYONCÉ – DANGEROUSLY IN LOVE Tekst ætlunarverkið, að sanna að hún sé meira en sæt stelpa sem bæði kann að syngja og dansa. (SG)  THE MARS VOLTA – DE-LOUSED IN THE COMATORIUM Brjálaður kraftur, takmarkalaus sköpunargleði, jafnvel þótt þeir fyrr- um At The Drive-In félagar æði stundum framúr sér. (SG)  GÓÐAR HLJÓMPLÖTUR THE EXPLODING Hearts vöktu verðskuldaða eftirtekt á síðasta ári vegna frumburðar síns, Guitar Rom- antic. Tónlistin hrátt og melódískt pönkrokk, í anda Clash og skyldra sveita. Hafnaði platan því á mörgum topplistum gagnrýnenda í fyrra og sveitin var á miklu róli í ár en hún á rætur að rekja til norðvesturstrandar Bandaríkjanna. Hinn hörmulegi atburður gerðist hins vegar á mánudaginn að þrír með- lima hennar létust í bílslysi, þeir Matthew „Matt Lock“ Fitzgerald, Adam „Baby“ Cox og Jeremy „Kid Killer“. Bíll sveitarinnar valt nálægt bænum Eugene í Oregon og komust aðeins umboðskona sveitarinnar, Ratch Aronica, og gítarleikarinn Terry Six af. Sluppu þau með minni- háttar meiðsl. „Ég veit ekki af hverju við kom- umst af,“ segir Ratch. „Við vorum sof- andi en Matt var að keyra. Ég vakn- aði við það að Adam var öskrandi „stopp, stopp!“. Ég opnaði augun og þá var bíllinn reikandi til og frá á veg- inum. Matt reyndi hvað hann gat að koma bílnum aftur inn á veginn. En svo tók hann kollsteypu út af...“ Þrír meðlima Exploding Hearts látast í bílslysi Liars They Threw Us All in a Trench and Stuck a Monument On Top Mute Stórkostleg frumraun frá bandarísku síðpönksveitinni Liars. FÁAR hljómsveitir hafa vakið aðra eins athygli á síðustu árum og bandaríska rokksveitin Liars sem sendi frá sér fyrstu breiðskíf- una, They Threw Us All in a Trench and Stuck a Monu- ment On Top, á síðasta ári. Tón- listin er kraft- mikil pönkuð nýbylgja byggð að nokkru á tölvugerðum töktum og skreytt með allskyns óvenjulegum hljóðum og hljómum. Þessi frumraun Liars er æv- intýralega tilraunakennd á köflum, myljandi stuð og stemmn- ing. Platan er uppfull með gríp- andi laglínum og skemmtilegum sem eru um leið beittar og sker- andi. Aðra eins frumraun hef ég ekki heyrt síðan Clinic sendi frá sér sína fyrstu skífu fyrir fjórum ár- um. Frábær plata.  Árni Matthíasson Erlend tónlist Hrátt og harkalegt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.