Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 4

Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stokkhólmur www.icelandair.is/stokkholmur Ganga um gamla bæinn – í Gamla Stan er margt forvitnilegt að sjá. Byggingar, styttur, söfn og veitingahús. Í Stokkhólmi þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Birger Jarl, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustu gjöld. Brottfarir 18. okt. og 20. feb. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 Central Station Sergels Torg Gustov Adolfs Torg Karl XII's Torg Skeppsholmen Riddarholmen Stadsholmen Karl Johans Torg Vasagatan Kun gsga tan Kungsgatan Kun gste nsga tan Radisson SA S Royal Vikin g Birger Jarl Hamngatan Skeppsbron G otgatan Sveavägen Birger Jarisgatan Tule gatan Normalm Södermalm Gamla Stan D D rottninggatan Skansen Karlaplan Ju ng fr ug at an St ur eg at an G re v Tu re ga ta En ge lb re kt s- ga ta n Karlavägen Biblioteksgatan Valhallavägen Verð frá 34.900 kr. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina www.icelandair.is SLÁTURLEYFISHAFAR eru orðnir þreyttir á bið eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um fækkun og úreldingu sláturhúsa en vonast enn til að áform um úreldingu nái fram að ganga í haust. Ákvörðun um málið má ekki koma mikið seinna en um miðjan mánuðinn ef hún á ekki að koma of seint til að hægt verði að úrelda áð- ur en slátrun hefst í haust, segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. „Þetta er komið á síðasta séns,“ segir hann. „Ég held að það skipti öllu máli að þetta gerist sem hrað- ast. Menn eru að sóa miklu fé með því að slátra í svo mörgum húsum. Ég held að þetta sé tækifæri sem menn þurfa að nýta til að ná fram langþráðri hagræðingu í þessum geira.“ Aðeins 6 af 17 sláturhúsum þar sem sauðfé var slátrað í fyrra upp- fylla kröfur Evrópusambandsins um útflutning. Í niðurstöðum skýrslu sláturhúsanefndarinnar kemur fram að miklum sparnaði megi ná fram með því að slátra sauðfé á færri stöðum á landinu. Talsvert fjármagn þarf til úreld- ingar sláturhúsa, og nefndin leggur til að samtals verði varið 220 millj- ónum króna í úreldingu á tveimur árum. „Að komast á síðasta snúning“ „Ef þetta á að nást í haust er þetta að komast á síðasta snúning,“ segir Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra. „Hvað haustið varðar þá þarf að klára þetta sem fyrst eigi það að hafa áhrif í haust.“ Guðni vildi ekki tjá sig um hvort af þessu yrði, en sagðist vonast til að málið verði afgreitt í ríkisstjórn sem fyrst. Aðspurður af hverju mál- ið hafi dregist svo lengi segir Guðni þetta er mál stórt og flókið. Hann segir þó að engin loforð hafi verið gefin til sláturleyfishafa um að af þessu verði í haust. „Ef þeir hafa miklar væntingar til málsins, getur þetta komið sér illa fyrir þá, en þeir hafa ekki fengið nein fyrirheit um að þetta gerist í ár. Þeir verða að vinna eftir sínum áherslum.“ Jón Helgi segir að hann viti til þess að að minnsta kosti fimm slát- urhús hafi sýnt mögulegri úreld- ingu áhuga. Hann segir að einnig sé verið að herða reglur og að út sé komin reglugerð þar sem er þrengt mjög að þeim sláturhúsum sem ekki hafa hangandi fláningslínu. Borgnesingar bíða ákvörðunar ráðuneytisins Axel Ólafsson, framkvæmdastjóri Borgarnes kjötvara, segir það slæmt hversu mikið ákvörðun um úreldingu hefur dregist: „Þetta er mikið óöryggi, það að geta ekki svarað bændum.“ Axel segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slátr- un á sauðfé í Borgarnesi í haust, og segir að það verði ekki gert fyrr en hugmyndir ráðuneytisins um úreld- ingu liggi fyrir. Sláturhúsin bíða enn ákvörðunar um úreldingu sláturhúsa Óljóst um úreldingu í greininni í haust Landbúnaðar- ráðherra segir málið stórt og flókið UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að gera ýmsar breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjón- ustunni sem tengjast sumar því að Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, sem hefur verið fastafulltrúi Íslands hjá SÞ frá árinu 1998, tekur við starfi aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóða- bankans jafnframt því að vera yfir- maður skrifstofu landanna í höfuð- stöðvum bankans í Washington. Hjálmar W. Hannesson, sem verið hefur sendiherra Íslands í Ottawa frá 2001, tekur við starfi fastafull- trúa Íslands hjá SÞ. Guðmundur Ei- ríksson sendiherra, sem var dómari við Hafréttardómstól SÞ, tekur við starfi sendiherra Íslands í Ottawa. Kristinn F. Árnason, sem verið hefur sendiherra í Osló, tekur við starfi skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu. Stefán Skjaldarson sendi- herra, sem hefur verið skrifstofu- stjóri alþjóðaskrifstofu, tekur við starfi sendiherra Íslands í Osló. Sturla Sigurjónsson sendiherra, sem verið hefur skrifstofustjóri varnar- málaskrifstofu, tekur við starfi skrif- stofustjóra alþjóðaskrifstofu. Breytingar á skipan sendiherra FULLTRÚAR hljómsveitanna Í svörtum fötum, Land og synir og Sálin hans Jóns míns tóku við svif- diskum frá karlahópi Femínista- félags Íslands í gær. Á svifdiskunum stendur „Nauðgar vinur þinn?“ en það er eitt af slagorðum Femínista- félagsins í baráttunni gegn nauðg- unum. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu eru nauðg- anir ekki algengari um verslunar- mannahelgi en hverja aðra helgi en hins vegar hafi umræðan þróast í þá átt að nauðganir hafa verið taldar eðililegur fórnarkostnaður útihá- tíða. Gegn þessu vill félagið sporna en þá er mikilvægt að karlar taki af- stöðu til ofbeldisins þar sem 96–99% kynferðisofbeldismanna eru karlar. Að sögn Guðmundar Jónssonar, í Sálinni hans Jóns míns, mun hljóm- sveitin kasta svifdiskunum út til gesta á Þjóðhátíð í Eyjum og leggja þannig baráttunni gegn nauðgunum lið. „Við viljum vekja athygli á hversu ljótt og viðurstyggilegt þetta er. Við vonum að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og skemmti sér saman í sátt og samlyndi,“ segir Guðmundur. Hreimur Örn Heimisson, í Landi og sonum, og Jón Jósep Snæbjörns- son, í hljómsveitinni Í svörtum föt- um, segja mikilvægt að taka afstöðu gegn nauðgunum.„Við ætlum að halda þessum diskum á lofti þar sem við spilum um helgina og taka þann- ig þátt í baráttunni,“ segir Hreimur Örn. „Það er óumflýjanleg stað- reynd að nauðganir hafa fylgt útihátíðum og við viljum svo sann- arlega taka afstöðu gegn þeim. All- ar háværar raddir hafa áhrif,“ segir Jón Jósep en þeir eru báðir sam- mála um að hlutverk þeirra sem fyr- irmyndir sé mjög mikilvægt. Að sögn Arnars Gíslasonar, sem er í karlahópi Femínistafélagsins, er þetta samstarfsverkefni karlahóps og ofbeldisvarnarhóps. „Við strák- arnir í hópnum viljum snúa okkur að hinum strákunum í landinu því að við lítum á nauðganir sem sam- félagslegt vandamál. Slagorðið „Nauðgar vinur þinn?“ vísar til þess hvað hver og einn getur gert til að koma í veg fyrir fleiri nauðganir. Við viljum beina fókusnum á strák- ana. Ekki bara þannig að stelpur eigi að passa sig heldur að strákar passi upp á vini sína.“ Að sögn Arnars tóku meðlimir hljómsveitanna mjög vel í það að taka þátt í baráttunni. „Þetta eru fyrirmyndir og það er frábært að þeir vilja sýna að þeim standi ekki á sama um nauðganir.“ Meðlimir karlahópsins munu vera á BSÍ og á Reykjavíkurflugvelli á morgun, föstudag, og spjalla við unga stráka sem eru á leið á útihá- tíðir. „Við viljum heyra þeirra skoð- anir á nauðgunum. Ef okkur tekst að virkja strákana geta þeir lyft grettistaki í þessari baráttu,“ segir Arnar. Nokkrir karlmenn ætla að taka þátt í baráttunni gegn nauðgunum Mikilvægt að karlar taki afstöðu Morgunblaðið/Arnaldur Arnar Gíslason og Hjálmar Sigmarsson afhentu í gær Jónsa, Hreimi og Guðjóni svifdiskana. íusdóttir að frávísunarkrafan byggðist fyrst á fremst á því að rannsóknin hafi tekið ógnarlangan tíma og dregist óhæfilega. Auk þess hafi áður verið ákært vegna þriggja málverka þrátt fyrir að rannsókn málsins hafi greinilega ekki verið lokið. Hæstiréttur dæmdi Pétur Þór í sex mánaða fangelsi vegna mynd- anna þriggja árið 1999 og dæmdi BÁÐIR sakborningarnir í stóra málverkafölsunarmálinu hafa nú áfrýjað dómunum sem þeir hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur til Hæsta- réttar. Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómslögmaður, sem varði Pétur Þór Gunnarsson í héraði, seg- ir að þess sé aðallega krafist að mál- inu verði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en til vara að skjól- stæðingur hennar verði sýknaður. Pétur Þór var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa vísvitandi selt fjögur fölsuð málverk og var dæmdur til að greiða 1⁄8 hluta af málsvarnarlaunum og málskostn- aði. Hann var ákærður vegna sölu á 93 myndum, þar af einni í félagi við Jónas Freydal Þorsteinsson. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði Rut Júl- hann til að greiða háar sektir. Ragn- ar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður verður verjandi Péturs Þórs fyrir Hæstarétti. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Jónas Freydal Þorsteinsson áfrýjað dómnum fyrir sitt leyti. Fastlega má búast við því að ríkissaksóknari gagnáfrýi. Báðir sakborningar í málverkafölsunarmálinu ætla að áfrýja til Hæstaréttar Krefst frávísunar frá dómi BÚIN hefur verið til sérstök útgáfa af vefjum mbl.is sem ætluð er blind- um og sjónskertum. Á þessum vefj- um er letur stærra en venjulegt er og notendur geta valið um þrjár mis- munandi leturstærðir ásamt því að geta valið um fjóra mismunandi bak- grunnsliti. Til þess að breyta um let- urstærð og bakgrunnsliti þarf að smella á tengilinn Stillingar. Hægt er að tengjast vefnum með því að smella á tengilinn Auðlesinn mbl.is undir hausnum Efni á forsíðu mbl.is. Sama tengil verður einnig að finna fyrst um sinn undir hausnum Nýtt á mbl.is sem einnig er á forsíðu mbl.is. Þá má einnig tengjast vefn- um með slóðinni: http://www.mbl.is/ mm/greinilegur Sérútgáfa vefja mbl.is fyrir blinda og sjónskerta ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.