Morgunblaðið - 31.07.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 31.07.2003, Síða 6
Nú standa öll spjót á Berglindi Ragnarsdóttur og Bassa frá Möðruvöllum en þau eru í þriðja sæti í fjórgangi og verður það þeirra verk að sækja gull. lengra. Daníel Ingi Smárason varð í ellefta sæti á Tyson frá Búlandi enn hann er jafnframt efstur ungmenna og fær því væntanlega gullverðlaun og telst því með réttu heimsmeistari ungmenna í fjórgangi en þau eru verðlaunuð sérstaklega fyrir árang- ur í forkeppninni. En það voru Svíar sem fyrstir unnu til gullverðlauna á mótinu er Johan Haggberg sigraði með tals- verðum yfirburðum í gæðingaskeiði á stóðhestinum Aski frá Hakans- garden. Hlutu þeir 9,08 sem mjög líklega er met í þessari grein. Magn- ús Skúlason, sem keppir fyrir Sví- þjóð, varð annar á Mjölni frá Dalbæ með 8,50. Sigurður Sæmundsson landsliðs- einvaldur sagðist ánægður með dag- inn og fyrsta gullið sem vannst. Um gæðingaskeiðið sagði hann að þetta hafi nú bara verið aukagrein þar sem ljóst var fyrirfram að möguleik- arnir væru engir á sigri, í mesta lagi að komast í verðlaunasæti sem ekki tókst. Hvað fjórgangnum viðkæmi sagði hann að við mættum vel við una, þetta hefði verið gríðarleg sterk keppni og sagðist hann aldrei hafa horft á eins sterka keppni fjór- gangshesta. Hann taldi að Berglind og Bassi ættu alveg möguleika á sigri og benti á að hann hefði nánast aldrei tapað í úrslitum. Í FYRSTA skipti eygja Norðmenn von á gulli í fjórgangi á Heimsmeist- aramótinu í hestaíþróttum í Herning þegar Stian Pedersen skaust í fyrsta sætið á gæðingnum Jarli frá Mið- krika með stórglæsilegri sýningu og 8,13 í einkunn. Eftir því sem næst verður komist er hér um met- einkunn að ræða. Hestur þessi vakti verulega athygli fyrir tveimur árum á HM í Austurríki þá aðeins sex vetra gamall og nú kemur hann fram eins og útsprungin rós í sínum fegursta búningi. Gamla kempan Andreas Trappe kemur næstur á Svarti vom Hochwald sem er sonur Týs frá Rappenhof sem Trappe gerði garðinn frægan á á HM 1991. Berglind Ragnarsdóttir er í þriðja sæti á Bassa frá Möðruvöllum með 7,70 en sá rauði var mun betri en hann hefur verið undanfarið og lík- lega betri en nokkru sinni fyrr. Í fjórða sæti er svo Karly Zingsheim, Þýskalandi, á Dökkva frá Mosfelli með 7,60 og Eric Andersen, Noregi, tryggði sér síðasta örugga A-úrslita sætið á Trú von Wetsinge með 7,47. Jóhann R. Skúlason er í sjötta sæti á Snarpi frá Kjartansstöðum með 7,43 og Styrmir Árnason á Hamri frá Þúfu er í níunda sæti með 7,30 en miklar vonir voru bundnar við þá síðasttöldu í fjórgangi og því nokkur vonbrigði að þeir skuli ekki hafa náð Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Daníel og Tyson unnu fyrsta gull Íslendinga Herning. Morgunblaðið. FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Verona, einnar fegurstu borgar Ítalíu á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til einnar fegurstu borgar Ítalíu á hlægilegu verði. Að auki getur þú valið um úrval hótela í hjarta Verona og bílaleigubíla frá Avis á einstaklega hagstæðu verði. Munið Mastercard ferðaávísunina Ítalía 6. ágúst frá kr. 19.950 5 eða 12 dagar Verð kr. 19.950 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 32.200 / 2 = 16.100.- Skattar kr. 3.850.- Samtals kr. 19.950.- pr. mann. Gildir út 6. ágúst, heim 11./18. ágúst Almennt verð kr. 20.950.- Úrval hótela í boði. Lægsta verð á bílaleigubílum. Síðustu sætin SÍÐDEGIS í gær var haldinn fundur hjá sýslumannsembættinu í Vest- mannaeyjum þar sem farið var yfir alla helstu þætti er varða öryggismál á þjóðhátíð. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, sagði að allur und- irbúningur gengi mjög vel. Á loka- fundinum í gær voru fulltrúar frá lög- reglu, kirkju, heilbrigðisstéttum, félagsþjónustunni, flugmálayfirvöld- um, gæslunnar á þjóðhátíð og þjóðhá- tíðarnefnd. Fleiri sátu fundinm þ.á m. bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Allir þessir aðilar hafa hlutverki að gegna við hátíðarhöldin og segir Karl Gauti að samstarfið hafi gengið vel hingað til og telur að allir aðilar séu vel búnir undir að takast á við þau mál sem upp kunna að koma á þjóðhátíð. Ágreiningur um löggæslukostnað Karl Gauti segir að alltaf komi upp ágreiningsmál um einstaka atriði en á fundinum afhenti sýslumaður fulltrú- um þjóðhátíðarnefndar rökstuðning fyrir kostnaði við löggæslu um þjóðhátíð. Þjóðhátíðarnefnd hefur gert ágreining um kostnaðinn og íhugar að kæra úrskurð sýslumanns til æðra úrskurðarvalds. Líklegt er að sýslumaður og þjóðhátíðarnefnd gangi frá samkomulagi um löggæslu en að þjóðhátíðarnefnd geri fyrirvara um kostnaðartölur. Flugmálastjórn hefur gefið út regl- ur um tilhögun flugs til og frá Vest- mannaeyjum um verslunarmanna- helgina. Áætlað er að umferðarþungi á Vestmannaeyjaflugvelli verði mjög mikill á mánudag en á síðustu árum hafa á bilinu sex til átta hundruð flug- tök og lendingar átt sér stað á flug- vellinum á mánudegi eftir þjóðhátíð. Þessi mikli umferðarþungi, auk mikilla mannaferða í kringum flug- vallarsvæðið, kallar á aukin viðbúnað flugumferðarstjóra og eins þeirra sem sjá um að gæta almenns öryggis á flugvellinum. „Það er verið að ítreka þær reglur sem eru í gildi og benda flugmönnum eins hreyfils flugvéla á að velja sér viðeigandi hæð. Þá er verið að segja frá breytingum á stjórnun á flug- hlaðinu [svæðin við flugstöð] í Eyjum. Þetta er mun meiri umferð en venju- lega á flugvellinum; bæði í Vest- mannaeyjum og á Bakka,“ segir Sig- urleifur Kristjánsson hjá Flugmálastjórn. Búist er við að um fjórtán hundruð farþegar komi frá flugvellinum á Bakka en svo virðist sem minna hafi verið um bókanir með Íslandsflugi og Flugfélagi Íslands en síðustu ár. Árni Birgisson, öryggismálastjóri á Vestmannaeyjaflugvelli, segir að mikið sé gert til að tryggja öryggi á flugvellinum þá daga sem hátíðin stendur yfir. „Okkar viðbúnaður lýt- ur að því að tryggja öryggi á flughlaði bæði í Vestmannaeyjum og á Bakka- flugvelli. Þetta er þríþætt verkefni. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að fólk fari sér ekki að voða á flughlaðinu við komu og brottför. Í öðru lagi þarf að hafa viðbúnað á flugstöðvunum þar sem stundum hefur myndast mikill troðningur þar. Í þriðja lagi erum við vitaskuld með viðbúnað ef eitthvað fer úrskeiðis í flugi,“ segir Árni. Mikill undirbúningur vegna öryggis á þjóðhátíð í Eyjum Sérstakar reglur vegna umferðar á flugvelli Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sýslumaður í Vestmannaeyjum hélt í gær fund þar sem farið var yfir ör- yggismál á þjóðhátíð. Á þriðja tug manna voru á fundinum þar sem farið var yfir ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að tryggja öryggi gesta. áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Í júní sl. var 5.081 að meðaltali á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum eða 3,2% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði. Tveir milljarðar í atvinnuleysisbætur Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun námu greiðslur atvinnuleysisbóta fyrstu sex mánuði þessa árs 2.005 m.kr., en voru á sama tímabili í fyrra 1.202 m.kr. sem er rétt rúmlega 800 m.kr. aukning milli ára. Árið 2002 námu greiðslur at- vinnuleysisbóta samtals 2.608 m.kr. Í ljósi þess að atvinnuleysi eykst venjulega á haustmánuðum gerir Vinnumálastofnun nú ráð fyrir að heildargreiðslur atvinnuleysisbóta á árinu 2003 verði á bilinu 3.700–3.900 milljónir. Sú fjárhæð er langt um- fram þá upphæð sem gert var ráð 5.035 voru skráðir atvinnulausir á landinu öllu í gær samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Til saman- burðar voru 5.313 manns á atvinnu- leysisskrá í lok júnímánaðar, 2.381 karl og 2.932 konur. Miðað við þess- ar forsendur mælist atvinnuleysi 5,2% minna á landsvísu um þessi mánaðamót borið saman við síðustu mánaðamót. Samkvæmt tölum gær- dagsins voru konur á atvinnuleysis- skrá 2.875 og karlar 2.160. Frank Friðrik Friðriksson, deild- arsérfræðingur hjá Vinnumálastofn- un, segir breytinguna milli mánaða óverulega og viðbúið að atvinnu- ástandið batni yfir sumarið, m.a. í ljósi árstíðarsveiflu. Hins vegar séu mun fleiri konur atvinnulausar eða 4% af vinnuafli í júnímánuði miðað við 2,7% karla. Alls voru 3.530 að meðaltali at- vinnulausir í júlí 2002 eða 2,3% af fyrir í fjárlögum fyrir árið 2003 sem var 2.472 milljónir króna. Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hag- fræðingur hjá ASÍ, segir líklegt að í ljósi aukinna umsvifa hjá verktök- um, t.d. í tengslum við vegafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu misseri, muni tengd þjónusta aukast og þar með framboð á vinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Efl- ingu og VR hefur dregið úr umsókn- um um atvinnuleysisbætur undan- farna mánuði. Ingunn segir að svo virðist sem botninum hafi verið náð. „Menn eiga von á að sjá [atvinnu- leysis]tölurnar lækka töluvert þegar skólarnir hefjast aftur og það dragi úr atvinnuleysi sem því nemur.“ Hún bendir á að lítið sé um ný- ráðningar í júlí og fram í ágúst vegna sumarleyfa. Hins vegar sé fjölgun í tímabundnum störfum t.d. hjá veit- ingahúsum og hótelum. 5.035 manns skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun í gær Ekki dró mikið úr at- vinnuleysi í júlímánuði GÍSLI Sigurðsson, flugvéla- og svif- flugusmiður, var jarðsettur frá Stóra- Ási í Hálsasveit í gær. Kista hans var borin í flugvél Íslandsflugs á Reykja- víkurflugvelli um hádegisbil í gær, sem flutti hana að Húsafelli. Kistuna báru (f.v.) Andrés Sigurðs- son, yfirmaður smíðaverkstæðis Flugmálastjórnar, Þorbjörn Einars- son, trésmiður hjá Flugmálastjórn, Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugsfélags Íslands, Stefán Sig- urðsson, varaformaður Svifflugs- félagsins, og Einar Trúmann Einars- son, vinnuvélastjóri hjá Flugmálastjórn (í hvarfi á myndinni).Morgunblaðið/Golli Útför Gísla Sigurðssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.