Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI átti fund með for-
svarsmönnum Samkeppnisstonunar fyrr í vik-
unni, þar sem rætt var með hvaða hætti Sam-
keppnisstofnun ætti að vísa rannsókn á
málefnum olíufélaganna til lögreglu ef tilefni
væri til þess. Fram kemur á minnisblaði Ríkis-
lögreglustjóraembættisins eftir fundinn að af
hálfu Samkeppnisstofnunar hafi verið
bent á að í gildandi lögum um stofnunina og
starfsemi hennar sé ekki kveðið á um með
hvaða hætti stofnunin eigi að gera lögreglu
grein fyrir því sem stofnunin verður áskynja í
athugunum sínum og kann að varða einstak-
linga og/eða lögaðila refsiábyrgð. Þá hafi heldur
ekki myndast hefð eða verklag um framsend-
ingu mála frá Samkeppnisstofnun.
Af hálfu saksóknara efnahagsbrotadeildar
ríkilslögreglustjóra var bent á að rétt sé að taka
mið af starfsaðferðum og löggjöf annarra stofn-
ana sem líkt og Samkeppnisstofnun gegna eftir-
litshlutverki á sérstökum sviðum og hafa til
þess rúmar lagaheimildir líkt og skattayfirvöld
og Fjármálaeftirlitið.
„Mál frá skattayfirvöldum berast með kæru,
en samkvæmt lögum um Fjármálaeftirlitið er
gert ráð fyrir að stofnunin tilkynni um þá hátt-
semi sem hún hefur orðið áskynja um og talin er
refsiverð. Þótt sá eðlismunur sé á að skatta-
yfirvöld kæri en Fjármálaeftirlitið tilkynni um
háttsemi er í báðum tilvikum gerð grein fyrir
kæru eða tilkynningu í skriflegum erindum og
með greinargerð sem fjallar um hina ætluðu
refsiverðu háttsemi og þau gögn sem fylgja og
talin eru styðja mat á þeim atvikum sem um
ræðir og erindið varða,“ sagði á minnisblaðinu.
Skattrannsóknarstjóri getur af
sjálfsdáðum hafið refsimeðferð
Ekki er að finna sambærileg ákvæði í sam-
keppnislögum eða reglum um málsmeðferð
samkeppnisyfirvalda um að stofnunin geti vísað
málum sem til rannsóknar eru og leiða í ljós
meinta refsiverða háttsemi til lögreglu.
Mælt er fyrir um það í 35. grein reglugerðar
um starfsemi skattrannsóknarstjóra ríkisins að
skattrannsóknarstjóri geti af sjálfsdáðum
ákveðið að hefja refsimeðferð annaðhvort með
því að vísa máli til opinberrar rannsóknar og
venjulegrar sakamálameðferðar eða með því að
vísa því til sektarmeðferðar fyrir yfirskatta-
nefnd og annast hann þá kröfugerð af hálfu hins
opinbera fyrir nefndinni. Ákvörðun skattrann-
sóknarstjóra um upphaf refsimeðferðar er óháð
því hvort málsmeðferð fyrir ríkisskattstjóra eða
eftir atvikum yfirskattanefnd er lokið eða ekki.
Í 38. grein reglugerðarinnar er talið upp í
hvaða tilvikum skattrannsóknarstjóri getur vís-
að máli til opinberrar rannsóknar. Þar segir:
„Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur vísað
máli til opinberrar rannsóknar í eftirfarandi til-
vikum:
1. Ef líkur eru á að ætlað undanskot nemi veru-
legum fjárhæðum og varði við 262. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19/1940, með
áorðnum breytingum.
2. Ef rökstuddur grunur er um að verknaður
hafi verið framinn með sérstaklega vítaverð-
um hætti eða við aðstæður sem auka mjög
saknæmi brotsins.
3. Samkvæmt ósk skattaðila ef skattaðili vill
ekki hlíta því að mál hans verði afgreitt af yf-
irskattanefnd, sbr. 35. gr. og 37. gr.
4. Ef upplýsingaskyldu er ekki gegnt, hvort
sem um er að ræða skattaðila sjálfan eða ann-
an aðila sem ekki gegnir upplýsingaskyldu,
sbr. 94. gr. laga nr. 75/1981, 38. gr. laga nr.
50/1988, um virðisaukaskatt og 25. gr. laga
nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra
gjalda.
5. Ef skattaðili hefur áður orðið uppvís að skatt-
svikum með dómi eða sætt sektum yfir-
skattanefndar, enda hafi það brot verið fram-
ið innan síðustu fimm ára.
6. Ef rökstuddur grunur er um að háttsemi geti
talist meiri háttar brot gegn lögum nr. 145/
1994, um bókhald og lögum nr. 144/1994, um
ársreikninga, og 262. gr. almennra hegning-
arlaga nr. 19/1940.
Við mat skattrannsóknarstjóra ríkisins á því
hvort máli skuli vísað til opinberrar rannsóknar
og sakamálameðferðar getur hann, auk þess
sem í 1. mgr. er talið, tekið mið af því hvort um
hefur verið að ræða skipulega eða langvarandi
brotastarfsemi, harðan brotavilja, eða brot af
öðrum ástæðum er svo alvarlegt að eðlilegt sé
að mati skattrannsóknarstjóra ríkisins að vísa
málinu til opinberrar rannsóknar hjá lögreglu.
Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur vísað
máli til opinberrar rannsóknar á hvaða stigi
rannsóknar sem er. Ef háttsemi er talin varða
við 262. gr. almennra hegningarlaga skal vísa
máli til opinberrar rannsóknar svo fljótt sem
kostur er.“
Í lögum og reglum um starfsemi Fjármála-
eftirlitsins er einnig að finna skýr lagaákvæði
sem kveða á um í hvaða tilvikum eftirlitsstofn-
unin getur vísað málum sem til athugunar eru
til lögreglu ef grunur vaknar um refsiverða
háttsemi.
Skv. 9. grein laga um opinbert eftirlit með
fjármálastarfsemi nr 87/1998 skal Fjármálaeft-
irlitið athuga rekstur eftirlitsskyldra aðila svo
oft sem þurfa þykir. „Þeim er skylt að veita
Fjármálaeftirlitinu aðgang að öllu bókhaldi
sínu, fundargerðum, skjölum og öðrum gögnum
í vörslu þeirra er varða starfsemina sem Fjár-
málaeftirlitið telur nauðsynlegan. Vegna starf-
semi sinnar getur Fjármálaeftirlitið gert vett-
vangskannanir eða óskað upplýsinga á þann
hátt og svo oft sem það telur þörf á,“ segir þar.
Í 12. gr. laganna segir síðan: „Ef brot eru al-
varleg og hinn eftirlitsskyldi aðili hefur að mati
Fjármálaeftirlitsins með refsiverðum hætti
gerst brotlegur við lög ber Fjármálaeftirlitinu
að greina ríkislögreglustjóra frá þeim. Kröfur,
athugasemdir og fyrirhugaðar aðgerðir Fjár-
málaeftirlitsins skv. 4. mgr. 9. gr., 11. gr. og 1.
mgr. þessarar greinar skulu þegar í stað til-
kynntar viðskiptaráðherra, þeim ráðherra sem
annars fer með viðkomandi málaflokk og stjórn
hins eftirlitsskylda aðila eða viðkomandi aðila ef
stjórn er ekki til að dreifa.“
Til samanburðar eru svo lagaákvæði og regl-
ur sem kveða á um undir hvaða kringumstæð-
um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hef-
ur að eigin frumkvæði rannsókn á meintum
sakamálum. Í reglugerð nr. 406/1997 um rann-
sókn og saksókn efnahagsbrota segir að efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra annist rann-
sókn efnahagsbrota og saksókn þeirra í héraði.
„Deildin getur tekið við málum á sínu sviði frá
staðarlögreglu, en einnig hafið rannsókn að eig-
in frumkvæði.
Í fyrirsvari deildarinnar er saksóknari, sem
annast meðferð mála í umboði ríkislögreglu-
stjóra.
Ríkissaksóknari getur gefið saksóknara fyr-
irmæli um einstök mál, kveðið á um rannsókn
máls, mælt fyrir um framkvæmd rannsóknar og
fylgst með henni,“ segir þar.
Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að efna-
hagsbrotadeildin geti hafið rannsókn máls að
eigin frumkvæði. Deildin skal, ef þess er kostur,
gera viðkomandi lögreglustjóra viðvart um
rannsókn áður en hún hefst. Deildin getur einn-
ig ákveðið að taka í sínar hendur rannsókn sem
hafin er hjá lögreglustjóra.
Ekki ákvæði um skyldu
Póst- og fjarskiptastofnunar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur m.a. með
höndum eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrir-
tækja og póstrekenda, þar með talið fjárhags-
stöðu þeirra, og skal fylgjast með því að starf-
semi þeirra sé í samræmi við lög og aðrar
reglur. Ný lög um starfsemi stofnunarinnar
tóku gildi 25. þessa mánaðar (l. nr. 69/2003) og
er þar fjallað um eftirlitsúrræði stofnunarinnar
og viðurlög ef lög eru brotin. Ekki er hins vegar
að finna sérstök ákvæði í þeim lögum eða reglu-
gerðum um hvort og þá með hvaða hætti stofn-
unin skal gera lögregluyfirvöldum viðvart um
meinta refsiverða háttsemi.
Í ákvæðum hinna nýju laga um eftirlitsúr-
ræði stofnunarinnar kemur fram að Póst- og
fjarskiptastofnun geti við rannsókn máls gert
nauðsynlegar athuganir á starfsstað fjarskipta-
fyrirtækja sem úthlutað hefur verið réttindum
eða hjá rekstrarleyfishafa í póstþjónustu og
lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að
ætla að brotið hafi verið gegn lögunum, lögum
um fjarskipti, lögum um póstþjónustu eða
reglum eða ákvörðunum stofnunarinnar. Við
þessar aðgerðir skal fylgja ákvæðum laga um
meðferð opinberra mála um leit og hald á mun-
um,“ segir í 5. grein laganna.
Lögreglurannsókn á niðurstöðum mála hjá eftirlitsstofnunum getur hafist með ýmsum hætti
Ólíkar reglur
um tilkynningar
til lögreglu
Ekki er kveðið á um það í lögum eða reglum um starf-
semi Samkeppnisstofnunar með hvaða hætti stofnun á
að vísa málum til lögreglu. Skýr ákvæði eru hins vegar
um hvernig standa skuli að slíku í lögum og reglugerð-
um um eftirlit og rannsóknir á vegum Skattrannsókn-
arstjóra ríkisins og Fjármálaeftirlitsins.
BINDIDISFÉLAG ökumanna stóð
í gær fyrir kynningu á umferðar-
öryggisverkefni sem félagið stend-
ur fyrir um verslunarmannahelg-
ina. Kynning á verkefninu fór
fram á athafnasvæði Flytjanda við
Klettagarða og var þar til sýnis
bíll sem lent hafði í veltu á um 90
km hraða auk þess sem gestum
var boðið að upplifa bílveltu af
eigin raun í veltibíl félagsins.
Einnig var hægt að setja upp „ölv-
unargleraugu“ en sá sem setur
þau upp upplifir umhverfið eins og
maður með 1,5 prómill af áfengi í
blóðinu.
Markmið Bindindisfélags öku-
manna með verkefninu er að vekja
athygli ökumanna á mikilvægi
þess að hafa fulla athygli við akst-
urinn. Flest umferðarslys má
rekja til mistaka ökumanna, t.d.
hraða- eða ölvunaraksturs, að-
gæsluleysis eða að akstri sé ekki
hagað eftir aðstæðum.
Félagið leggur mikla áherslu á
að ökumenn aki hvorki undir
áhrifum áfengis né eftir langa
vöku eins og oft vill gerast um
verslunarmannahelgi og leggur
sérstaka áherslu á að ökumenn á
aldrinum 17–25 ára keyri varlega
og hafi hugann við aksturinn.
Morgunblaðið/Golli
Skemmtikraftarnir í Smaladrengjum fengu að upplifa bílveltu í veltibíl Bindindisfélags íslenskra ökumanna í gær.
Bindindisfélag íslenskra ökumanna
hvetur ökumenn til að sýna árvekni
SAMTÖK verslunar og þjónustu og
Rás 2 standa fyrir vali á verslunar-
manni helgarinnar um næstu helgi
líkt og undanfarnar tvær verslunar-
mannahelgar. Að mati Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur er val á
verslunarmanni helgarinnar, út frá
því hvernig menn vinna á frídegi
verslunarmanna, alger öfugmæli.
Samtök verslunar og þjónustu vísa
þeirrri gagnrýni á bug.
Í tilkynningu frá SVÞ segir að
hlustendur Rásar 2 geti tekið þátt í
valinu með því að hringja inn og velja
þann verslunarmann sem þeir telja
að eigi skilið að njóta heiðursins.
Verslunarmenn gegni lykilhlutverki
um verslunarmannahelgina, mestu
fríhelgi ársins, og að mikið reyni á
góða þjónustu þeirra til að ferðamenn
fái notið frísins eins og best verði á
kosið. Verslunarmaður helgarinnar
hlýtur í verðlaun innanlandsferð fyrir
tvo með Flugfélagi Íslands og gist-
ingu í tvær nætur auk kvöldverðar á
einhverju Foss-hótelanna. Að auki
sæmir SVÞ viðkomandi verslunar-
mann viðurkenningarspjaldi sem
hengt er upp í versluninni.
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur lýsir á heimasíðu samtakanna
furðu sinni á vali á verslunarmanni
helgarinnar. Tilurð frídags verslun-
armanna megi rekja til ársins 1894
þegar kaupmenn og verslunarstjórar
buðust til að gefa starfsmönnum frí-
dag og tók VR að sér að skipuleggja
daginn með hátíðarhöldum. Val Rík-
isútvarpsins og samtaka atvinnurek-
enda í verslun á verslunarmanni árs-
ins, út frá hvernig menn vinna á
frídegi verslunarmanna, séu því alger
öfugmæli.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri SVÞ, segir að með framtakinu
sé fyrst og fremst verið að sýna fram
á þýðingu verslunar og verslunar-
manna á Íslandi. „Ímynd verslunar
og verslunarmanna er ekki góð í
þjóðfélaginu. […] Okkur finnst að
þegar athyglin beinist að verslunar-
mönnum á þessari helgi, sé rakið að
reyna að undirstrika þýðingu þeirra
með því að draga fram einstaklinga
sem fólki finnst standa sig vel.“
Sigurður minnir á að í kjarasamn-
ingum við VR sé gert ráð fyrir að fólk
vinni þessa helgi og fái álag ofan á
kaup þann dag eins og gildi um aðra
hátíðisdaga.
Verslunarmaður
helgarinnar
valinn á Rás 2
„Alger öfugmæli“ að mati Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur