Morgunblaðið - 31.07.2003, Page 22
LANDIÐ
22 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
HÓLMVÍKINGURINN Kolbeinn
Skagfjörð Jósteinsson var í vor kos-
inn efnilegasti leikmaður Keflavíkur-
liðsins í körfubolta. Kolbeinn er fædd-
ur árið 1986 og verður því 17 ára á
þessu ári, en hann hefur leikið körfu-
bolta frá 4 eða 5 ára aldri og æft
skipulega frá 7 ára aldri.
Kolbeinn segir að sig minni að
fyrstu keppnisferðirnar hafi „ekki
gengið neitt sérstaklega vel,“ enda er
hann hógværðin uppmáluð. Það lá því
beinast við að spyrja hvort viðurkenn-
ingin hefði komið honum á óvart. „Jú,
auðvitað kemur þetta manni á óvart,“
svaraði hann að bragði. Aðspurður
sagðist Kolbeinn þakka þennan góða
árangur móður sinni, Sigrúnu Maríu
Kolbeinsdóttur, og Kristjáni Sigurðs-
syni sem hefur þjálfað körfubolta fyr-
ir UMF Geislann á Hólmavík síðustu
þrjú ár. „Þau komu mér á æfingar hjá
stóru liðunum
þegar ég var í 9.
bekk og Kristján
hefur undirbúið
mann vel undir
átökin fyrir
sunnan.“
Kolbeinn
þurfti ekki að
hugsa sig um
þegar hann var
inntur eftir því
hver væri hans uppáhaldsleikmaður
eða fyrirmynd í körfuboltanum:
„Anna María Sveinsdóttir. Hún er
örugglega besta körfuknattleikskona
Íslands frá upphafi.“
Kolbeinn er 177 cm á hæð sem þyk-
ir ekki mjög hávaxinn leikmaður á
mælikvarða körfuboltans, og spilar
því sem driplari eða skotbakvörður. Í
sumar vinnur hann við vegagerð á
Kletthálsi ásamt föður sínum, Jó-
steini Guðmundssyni, í vinnuflokki
verktakafyrirtækisins Fyllingar. Þar
er vissulega ekki hægt að leika körfu-
bolta innanhúss en Kolbeinn segist
halda sér í líkamlegu formi með
vinnunni ásamt því að skokka og
skjóta á körfu þegar færi gefst.
Tækniþjálfuninni reynir hann svo að
sinna þegar heim kemur þó helgar-
fríin séu fá yfir sumarið.
Það hefur vakið athygli á Hólmavík
að úr svo fámennum bæ skuli koma
efnilegasti leikmaðurinn í Keflavík,
sem margir vilja meina að sé eins
konar „mekka“ körfuboltans. En Kol-
beinn er ekki alveg ókunnugur Kefla-
vík því þar búa móðurforeldrar hans
og hjá þeim dvaldi hann síðastliðinn
vetur. Hann hyggst halda áfram námi
á íþróttabraut í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja næsta vetur. Framtíðar-
áformin eru þau að halda áfram í bolt-
anum og gera betur. „Auðvitað væri
draumurinn að komast í NBA,“ sagði
Kolbeinn að lokum.
Ungur Hólmvíkingur efni-
legastur í Keflavíkurliðinu
Hólmavík
Kolbeinn
S. Jósteinsson
AÐSTANDENDUR hátíðarinnar á
Góðri stund í Grundarfirði eru
ánægðir með hversu vel tókst til
með framkvæmdina. Fjölmenni var
og er áætlað að 4–5 þúsund manns
hafi verið á hátíðinni þegar flest
var. Veður var gott alla dagana, en
þó sérstaklega á laugardag og
seinnipart sunnudagsins.
Fjölmargir gistu á tjaldsvæðum
sem hafði verið fjölgað vegna hátíð-
arinnar og gestir voru nánast í
hverju húsi hjá ættingjum og vin-
um. Auglýstir dagskrárliðir voru
vel sóttir og ánægja með það sem í
boði var. Að sögn Hrafnhildar Jónu
Jónasdóttur, framkvæmdastjóra
hátíðarinnar, urðu engin óhöpp eða
leiðindi. „Það voru greinilega allir
komnir hingað til að eiga góða og
glaða stund,“ sagði Hrafnhildur.
Afhenti muni frá fjölskyldunni
Hátíðin hófst á föstudegi með at-
höfn í bókasafni Grundarfjarðar
þar sem Svanhildur Gunnarsdóttir
afhenti muni frá fjölskyldu sinni
sem komnir eru búi séra Jens
Hjaltalín, sem fóstraði ömmu Svan-
hildar og lést hjá henni í hárri elli.
Grillveisla var um miðjan dag hjá
Versluninni Tanga. Sögumiðstöð
var opnuð um kvöldið og fram fór
söngskemmtun með þátttöku 18
söngvara og 9 manna hljómsveitar í
Samkomuhúsinu. Um hádegi á
laugardag stóð Ungmennafélag
Grundarfjarðar fyrir víðavangs-
hlaupi. Formleg setning hátíðar-
innar fór síðan fram á hátíðarsvæð-
inu við Grundarfjarðarhöfn með
ávarpi Pálínu Gísladóttur sem bú-
sett hefur verið í Grundarfirði frá
því að byggð fór að myndast þar
fyrir 60 árum. Síðan tóku við
skemmtiatriði þar sem m.a. Halli og
Laddi skemmtu. Sölutjöld voru á
svæðinu og leiktæki fyrir börnin.
Um kvöldið var síðan söng-
skemmtun unga fólksins þar sem
ungir söngvarar úr Grundarfirði
sungu. Síðan var bryggjuball og
stórdansleikur með Írafár í Sam-
komuhúsinu. Á sunnudeginum var
boðið upp á gönguferðir og fram
fór dorgveiðikeppni á litlu bryggju
með mikilli þátttöku. Þyngsta fisk-
inn veiddi Atli Geir Jóhannsson 2
kg þorsk.
Á veitingahúsunum Krákunni og
Kaffi 59 var verulegur gestagangur
alla helgina en þau buðu upp á
dansleiki flest kvöld helgarinnar þá
hélt söngsveitin Sex í sveit tvenna
tónleika á Krákunni á föstudags-
kvöld og laugardag og var húsfyllir
báða daga.
Gleði og gaman á „Góðri stund“
Grundarfjörður
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Fjölmenni var á hafnarsvæðinu þar sem hátíðardagskrá fór fram. Hér fylgjast hátíðargestir með Halla og Ladda.
ÞAÐ var aldeilis uppi fótur og fit hjá krökkunum á Ár-
brautinni á Blönduósi fyrir skömmu er þau rákust á
þessa fiðruðu kúlu uppi í lerkitré. Töldu þau víst að hér
væri um uglu að ræða miðað við vaxtarlag og hlupu inn
til ömmu sinnar sem átti lerkitréð og sögðu henni tíð-
indin. Amma sem er veraldarvön sagði börnunum að
segja fréttaritara Morgunblaðsins umsvifalaust frá
þessu hvað og þau gerðu. Þegar þetta undarlega fyrir-
brigði var skoðað kom í ljós að hér var um sofandi
skógarþröst að ræða. Og svo sofandi var hann að hann
rumskaði ekki þrátt fyrir töluverðan skarkala barna og
ljósmyndara. Þrátt fyrir að uglan yrði að skógarþresti
þá eru uglur ekki langt undan því sjá má branduglupar
í móunum rétt fyrir ofan Blönduós þar sem hitaveitu-
leiðslan fer yfir Laxá á Ásum.
Skógarþröstur í
fastasvefni
Blönduós
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
! "
#$
%
&
'
'()
*'
+
,
-
+ - "*
#
#
. /!
0$
/
+
*1
#$
#$$- $
0$
+
&
2
!!
345
365
365
375
365
375
375
375
365
345
855
855
365
365
375
379
375
365
345
345
345
375
365
375
365
365
365
59
3:5
3;5
395
395
395
399
395
395
395
395
399
395
3;5
395
395
395
3:9
395
395
395
395
3:9
395
3:5
3:9
3;9
395
$
$*
375
375
3;5
365
349
345
349
855
8<5
365
855
365
8<5
835
835
3:5
365
375
335
365
889
*
7:5
785
755
685
735
;65
7<5
7:5
7<5
;:5
9<5
995
769
;:5
649
649
695
795
;55
785
(
*
375
355
385
395
375
385
355
3;5
3<5
395
855
855
855
395
395
355
+$
395
855
855
855
+$
855
+$
75
8<9
375
MESTA ferðahelgi ársins er að
skella á og má búast við því að
margir leggi land undir fót. Á
langri bílferð getur verið nauðsyn-
legt að taka sér matarhlé. Sumir
eru forsjálir, útbúa sér nesti fyrir
bílferðina og þegar hungrið sverf-
ur að setjast þeir út í guðsgræna
náttúruna með nestispakkann sinn.
Líklegt er þó að vegasjoppurnar
verði fyrir valinu hjá mörgum,
enda ágætt að stoppa við sjoppu,
teygja aðeins úr sér, taka bensín á
bílinn, innbyrða eina pylsu eða svo
og halda síðan áfram för.
Neytendasíðan gerði verðkönn-
un á hinum dæmigerðu „vega-
sjoppuveitingum“ í 27 sjoppum
víðsvegar um landið. Veitingarnar
sem um ræðir eru pylsa með öllu,
kók í ½ lítra plastflösku, stór ís í
brauðformi, hamborgari með sósu
og frönskum og að síðustu kaffi-
bolli. Sjoppurnar standa í flestum
tilfellum við þjóðveg 1 en þó er
gerð undantekning þegar vega-
lengdir milli sjoppa við þjóðveginn
eru orðnar langar. Þannig eru
Fjalladýrð í Möðrudal og Söluskáli
Olís á Höfn í Hornafirði tekin með
þó taka þurfi eilítinn krók út af
þjóðveginum til þess að nálgast
þær.
Minnstur verðmunur
á pylsu og kók
Samkvæmt könnuninni er
minnstur verðmunur á pylsu og
kók en meiru fer að muna þegar
farið er út í veitingar eins og ís,
hamborgara og kaffisopa. Pylsan
er ódýrust seld á 170 krónur en
átta sjoppur selja hana á því verði.
Dýrust er hún á 200 krónur í Foss-
hóli við Goðafoss og á Mývatni ehf.
Munurinn nemur tæpum 18 pró-
sentustigum. Kókflaskan kostar
minnst 140 krónur í Hyrnunni í
Borgarnesi og í Fossnesti á Sel-
fossi en mest kostar hún 165 krón-
ur í Eden í Hveragerði. Munurinn
er þar einnig 18%. Hægt er að fá
hamborgara með sósu og franskar
kartöflur fyrir 530 krónur í Mý-
vatni ehf. Í Skaftárskála og Víkur-
skála kostar slík máltíð hins vegar
895 krónur. Munurinn er 69%.
Mestur verðmunur
á ís og kaffi
Stór ís í brauðformi er dýrastur
í Esso Nesti á Akureyri og í Skóg-
arnesti á Egilsstöðum, kostar þar
230 krónur. Ódýrastur er hann í
Fossnesti á Selfossi, kostar þar
110 krónur. Munurinn nemur
110%. Það getur þó verið erfitt að
bera saman verðið á stórum ís því
enginn mælikvarði er til á stærð-
ina nema sá sem sjoppurnar setja
sjálfar.
Mjög misjafnt er hvað þarf að
láta út fyrir kaffisopann. Í sölu-
skálum Olís á Hellu og á Höfn fæst
hann frítt, einnig í Fossnesti á Sel-
fossi en dýrastur er hann í Eden í
Hveragerði, kostar þar 235 krónur.
Pylsa og kók
ódýrust í Fossnesti
Þeir sem hugsa sér að kaupa
máltíð sem samanstendur af pylsu,
kók og ís í eftirrétt borga minnst
fyrir þann rétt í Fossnesti á Sel-
fossi, eða 420 krónur en mest í
Eden í Hveragerði, eða 570 krón-
ur. Munurinn er 35%. Ef máltíðin
stendur hins vegar saman af ham-
borgara, frönskum, kókflösku og
kaffibolla er hagstæðast að stoppa
í Shellskálanum á Selfossi þar sem
slík máltíð fæst fyrir 815 krónur
en dýrust er hún í Skaftárskála og
Víkurskála á 1.245 krónur. Þar
munar 53 prósentustigum.
Mestur verðmun-
ur á ís og kaffi
Morgunblaðið/Einar Falur
Á ferðalögum er gott að teygja
úr sér og fá sér bita.