Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Halldór Jón Han-sen barnalæknir
fæddist í Reykjavík
12. júní 1927. Hann
lést á líknardeild
Landspítala – há-
skólasjúkrahúss á
Landakoti 21. júlí
síðastliðinn.
Foreldrar Hall-
dórs voru Halldór
Hansen læknir, f. að
Miðengi á Álftanesi
25.1. 1889, d. 1975,
og Ólafía Vilborg
Þórðardóttir, f. að
Ráðagerði á Seltjarn-
arnesi 1.11. 1888, d. 1961. Halldór
var yngsta barn foreldra sinna.
Systkini hans voru 1) Sigrún Þór-
unn, f. 8.7. 1911, gift Sigbirni
Þórðarsyni, f. 1915; 2) Jón, f. 28.5.
1917; og 3) Rebekka (Ebba), f.
21.8. 1924, og eru þau öll látin.
Jón bróðir hans átti dótturina
Joan, f. 1943, sem lést 1946, en
systur Halldórs voru báðar barn-
lausar. Uppeldissystir Halldórs
var María Helgadóttir, f. í Kaup-
mannahöfn 10.4. 1909. Hún giftist
Bjarna Jóhannessyni og eignuð-
ust þau tvö börn, Halldór, f. 1932,
sem er látinn, og Ólafíu, f. 1934,
og er maður hennar Pálmi Krist-
inn Jóhannsson, f. 1933. Halldór
var sjálfur ókvæntur og barnlaus.
Að loknu embættisprófi í lækn-
isfræði við Háskóla Íslands hélt
Halldór til New York í kandidats-
nám þar sem hann sérmenntaði
sig síðan í barnalækningum og
barnageðlækning-
um. Eftir heimkom-
una frá Bandaríkj-
unum 1960 starfaði
hann sem héraðs-
læknir á Egilsstöð-
um í sex mánuði.
Hann fluttist síðan
til Reykjavíkur þar
sem hann starfaði á
Geðverndardeild
barna á Heilsu-
verndarstöð Reykja-
víkur og tók við yf-
irlæknisstöðu ung-
barnaeftirlitsins þar
1. júlí 1961, en þeirri
stöðu gegndi hann þar til hann
hætti fyrir aldurs sakir. Halldór
var um skeið formaður Félags ís-
lenskra barnalækna og stjórnar-
maður í Félagi norrænna barna-
lækna og var gerður heiðurs-
félagi í ýmsum læknasamtökum.
Halldór hafði ætíð mikinn áhuga á
tónlist, einkum sönglist, og átti
stórt hljómplötusafn með klass-
ískri tónlist. Hann skrifaði mikið
um söng og tónlistarmál jafnt í
dagblöð sem tímarit. Hann kenndi
við Söngskólann í Reykjavík um
langt árabil og var mikilvægur
listrænn ráðgjafi Tónlistarfélags-
ins í Reykjavík og Íslensku óper-
unnar, auk þess sem íslenskir
söngvarar nutu stuðnings hans
ætíð í ríkum mæli og sóttu til hans
hollráð.
Útför Halldórs fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku Halli minn. Nú er þinni síð-
ustu banalegu lokið.
Þrátt fyrir þennan langa aðdrag-
anda átti ég alveg eins von á að þú
stæðir þessa hrinu af þér eins og svo
oft áður. Fleiri „banalegur“ en þú
hefur legið held ég að fáir hafi lifað
af. Þitt fyrsta krabbamein var
nýrnakrabbamein, síðan tóku við
ristilkrabbamein og dæminu lokað-
irðu með eitlakrabbameini. Dr. Sig-
urður Björnsson krabbameins-
læknir reyndist þér vel í öllu og á
þakkir skildar.
Frá barnæsku varstu kvillasæk-
inn og rúmliggjandi og sendur utan
til hresssingar ásamt yngri systur
þinni, Ebbu. Jón var næstelstur
ykkar systkina, og eignaðist hann
dótturina Joan 1943 í Bandaríkjun-
um. Hann fórst í seinna stríði þegar
skipi hans var sökkt af þýskum kaf-
báti. Faðir þinn sótti Joan þangað
fljótlega eftir stríð, en hún lést að-
eins nokkrum mánuðum eftir kom-
una til Íslands í bílslysi.
Á heimilinu bjó Kristín Þorsteins-
dóttir, „Stína“, sem var stoð og
stytta heimilisins áratugum saman.
Þú varst í miklu uppáhaldi hjá
henni, og þegar heilsu hennar hrak-
aði fyrir aldurs sakir annaðistu hana
sem besti sonur.
Uppi á lofti var töfraheimur fyrir
okkur krakkana. Stína stjórnaði því
hverjum var „vogandi“ að hleypa
þangað upp. Okkur var leyft eftir
aldri og vinsældum hjá Stínu að
skoða háaloftið og „dótið“ þar. Mér
er persónulega minnistætt leikhúsið
þitt Halli minn, allar persónur og
leiktjöld lituð með „crayola“ litum í
réttum hutföllum og hreyfanleg.
Þú varst mikill heimilisvinur hjá
okkur Stebba og „aðalsprautari“
strákanna okkar. Þar sem ég var
einbirni var kunnátta mín í um-
önnun ungbarns „aum“ í byrjun.
Ungbörn gráta víst en það hafði ég
ekki hugsað út í. Það var því alltaf
um „líf og dauða“ að tefla þegar þú
varst kallaður til. „Komdu strax,
Halli!“ Þú komst og læknaðir mig
kannski meira en barnið.
Eftir „lækninguna“ áttum við ótal
margar ánægjustundir við eldhús-
borðið.
Takk fyrir allt og allt.
Þín frænka,
Agla Marta.
Genginn er mætur maður, Hall-
dór Hansen, frændi minn og besti
vinur. Ólafía, móðir Halldórs, og
Halldóra, móðuramma mín, voru
systur, yngstar af Ráðagerðissyst-
kinunum, börnum Þórðar útvegs-
bónda og Þórunnar húsfreyju í
Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Kært
var á milli systranna og því sam-
gangur allnokkur milli heimilanna á
Laufásvegi 24 og Smiðjustíg 11.
Minnisstæð eru jólaboðin á Laufás-
vegi 24 þangað sem stór hópur
frændsystkina var ávallt boðinn ár-
lega. Glatt var á hjalla og hlökk-
uðum við krakkarnir alltaf mikið til
þessara boða. Á gamlárskvöld kom
fjölskyldan, Halldór Hansen eldri,
Ólafía, Sigrún, Rebekka og Halldór
yngri, á Smiðjustíginn og héldum við
þar saman upp á áramótin. Á náms-
árum Halla á Íslandi stoppaði hann
stutt við á Smiðjustígnum um ára-
mót því skólafélagarnir hittust líka
en alltaf man ég eftir því sem lítil
stelpa hvað mér fannst þessi frændi
minn bæði fallegur og góður.
Halldór (Halli) var einstakur mað-
ur sem hafði samkiptahæfileika sem
fáum eru gefnir. Hann lét sig allt
varða og hafði einlægan áhuga á líf-
inu og öllum þátttakendum þess.
Tónlistarunnandi var hann í sér-
flokki og hafði ómæld og ómeðvituð
áhrif á samferðafólk sitt á ýmsum
aldri. Fyrir stuttu átti ég að skila til
Halla frá Þorvarði syni mínum, sem
búsettur er í Bandaríkjunum, að
hann hefði haldið að hann væri
„bólusettur“ fyrir óperuáhuga en nú
væri svo komið fyrir honum að hann
væri ólæknandi orðinn og ætti
margar óperur í pöntun. Halli hló
við og hafði gaman af. Halli og faðir
minn, Þorvarður R. Jónsson, voru
mjög góðir vinir og áttu þar sam-
eiginlegt áhugamál í tónlistinni.
Halli fylgdist vel með framgangi
hálfsystra minna, Steinunnar og
Ólafar, í tónlistarnámi þeirra en
báðar eru þær tónlistarmenn. Gott
var að leita til Halla með margs kon-
ar fyrirspurnir um lífsins gang og
ævinlega fór maður af hans fundi
skilningsríkari og fróðari um lífið og
tilgang þess.
Halli hélt yngsta syni mínum, sem
skírður er Halldór í höfuðið á hon-
um, undir skírn og er hann einnig
kallaður Halli. Mér er minnisstætt
þegar guttinn var fimm ára og
spurði mig: „Mamma, heiti ég Han-
sen líka?“ Mér er einnig minnisstætt
þegar Kristín, fóstra Halla, fórnaði
höndum yfir því að hann ætti að
halda barni undir skírn, almáttugur,
það gæti hann ekki. Við hlógum að
því heima að barnalæknirinn væri
ekki fær um að halda barni undir
skírn en ég held að Kristín hafi verið
að hugsa um hvernig skírnarkjóllinn
og umgjörðin í athöfninni tæki sig út
fyrst og fremst. Halli lét sér mjög
annt um skyldmenni sín og þegar
börnin voru lítil var hann undireins
kominn til að aðstoða ef eitthvert
þeirra veiktist eða eitthvað bjátaði á.
Komið var að leiðarlokum, það
vissi hann og einnig við öll sem elsk-
uðum hann. Friðsælt andlát fékk
hann mánudagskvöldið 21. júlí á
líknardeild LSH á Landakotsspítala
þar sem honum þótti mjög gott að
vera. Sagði hann mér að það væri
ekki hægt að hugsa sér að vera á
betri stað. Rigning hafði verið um
daginn en stytt upp og kvöldsólin
ljómaði þegar Halli kvaddi þennan
heim. Þegar ég gekk inn á sjúkra-
stofuna þar sem hann lá friðsæll í
rúmi sínu varð mér litið út um
gluggann og ég sá kvöldsólina
koparrauða umvefja turn Landa-
kotskirkju geislum sínum. Fann ég
fyrir djúpri og ólýsanlegri snertingu
hins æðra.
Far þú í friði, elsku frændi minn.
Þín
Edda.
Allt er þá þrennt er. Halldór
frændi minn og vinur hafði ekki
„þriðju banalegu sína“ af, eins og
hann komst sjálfur glettnislega að
orði um legu sína á líknardeild
Landspítalans í Landakoti. Hann
var lengi búinn að þjást af krabba-
meini og njóta góðrar umönnunar
starfssystkina sinna úr læknastétt
og annarra starfsmanna heilbrigðis-
kerfisins og hafði haft sigur fram að
þessu. Þegar ég heimsótti hann fyrir
skömmu sýndist mér ljóst að hverju
stefndi og kvöldið áður en ég frétti
af andláti hans hugðist ég líta til
hans áður en ég færi í stutta ferð
norður í land, en því miður varð ég
of seinn.
Það var einstaklega gaman að
ræða við frænda minn Halldór.
Þrátt fyrir veikindi sín var hann vel
með á nótunum og sérstaklega
minnugur á liðna tíð. Ættfræðin
kom ávallt við sögu þegar við hitt-
umst og mér fannst ég kynnast Guð-
ríði ömmu minni Þórðardóttur í
Ráðagerði dálítið í gegnum Halldór,
en hún var löngu látin áður en ég
fæddist. Ólafía Vilborg, móðir Hall-
dórs, var ömmusystir mín og Ráða-
gerðisfólkið því oft umræðuefni okk-
ar.
Við ræddum einnig um fleiri mál,
og naut ég meðal annars af ein-
stökum viskubrunni hans um tónlist
og tónlistamenn. Á síðasta fundi
okkar spurði ég hann um afstöðu
hans til dauðans og hvort hann
hræddist hann. Spunnust af þessu
miklar umræður og Halldór sann-
færði mig um að hann óttaðist ekki
að deyja, en lítið fékk ég út úr hon-
um um hvers hann vænti við þessi
óhjákvæmilegu tímamót sem við öll
stöndum einhvern tímann frammi
fyrir.
Heimsmaðurinn Halldór Hansen
er allur. Þökk sé öllum þeim er annt
þótti um hann og vörðuðu lífsleið
hans. Bestu þakkir til starfsfólksins
á líknardeilinni í Landakoti fyrir
umönnun alla og hlýlegt viðmót. Við
minntumst einmitt föður Halldórs
síðast þegar við hittumst, en sá
heiðursmaður Halldór Hansen eldri
var yfirlæknir á Landakoti á árun-
um 1948 til 1959.
Far í friði, kæri vinur.
Óli H. Þórðarson.
Halldór Hansen er sérstakur vel-
gjörðarmaður Listaháskóla Íslands.
Hann ánafnaði skólanum 11. desem-
ber 2001 tónlistarsafn sitt, og um
leið var með hans framlagi stofnaður
styrktarsjóður sem ber nafn hans.
Sjóðurinn hefur það mikilvæga hlut-
verk að styðja við uppbyggingu tón-
listarbókasafns skólans og verð-
launa nemendur fyrir
framúrskarandi árangur. Halldór
sýndi með þessu hvaða hug hann
hafði til uppbyggingar hins nýja
skóla og hvernig hann taldi að
jarðneskar eigur hans gætu nýst
sem best fyrir æsku landsins. Tón-
HALLDÓR
HANSEN Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
PÁLL SVERRIR GUÐMUNDSSON,
Skúlagötu 40,
áður Freyjugötu 5,
lést á Landspítala Fossvogi, deild A-7, að
morgni sunnudagsins 27. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 31. júlí kl. 13.30
Björgheiður Eiríksdóttir,
Sigríður Sverrisdóttir, Hlöðver Örn Rafnsson,
Eiríkur Egill Sverrisson, Sigrún Arnarsdóttir,
Erla Sverrisdóttir, Eggert Helgason,
Svanhvít Sverrisdóttir, Albert Klemenzson,
Ástrós Sverrisdóttir, Sigfús Bjarnason
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
JÓNA KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
Fálkagötu 1,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
miðvikudaginn 23. júlí verður jarðsungin frá
Háteigskirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 13.30.
Hannes Þorkelsson,
Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir,
Helga Hannesdóttir,
Bjarndís Hannesdóttir,
Gunnlaug Hannesdóttir, Hlynur B. Gunnarsson,
Anna Kristín Hannesdóttir, Helgi Helgason,
barnabörn,
Þorbjörn Bjarnason
og Þorsteinn Bjarnason.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR ÁSGEIRSSON
frá Blönduósi,
lést á heimili sínu, Hraunbúðum, Vestmanna-
eyjum, þriðjudaginn 29. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurborg Gísladóttir,
Ásgeir Þorvaldsson, Guðfinna Sveinsdóttir,
Hrefna Þorvaldsdóttir, Valgeir Benediktsson,
Olgeir Þorvaldsson, Sigríður Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Áskær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNAR FRIÐRIKSSON,
Hafnartúni 12,
Siglufirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 29. júlí.
Útför hans verður gerð frá Siglufjarðarkirkju
miðvikudaginn 6. ágúst kl. 14.00.
Kristrún Sigurbjörnsdóttir,
Jóhanna Hrefna Gunnarsdóttir, Sævaldur Jens Gunnarsson,
Sigurður Jón Gunnarsson, Silja Arnarsdóttir,
Dagur Gunnarsson, Hanna Viðarsdóttir,
Hanna Kristjana Gunnarsdóttir, Guðjón Betúelsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BENJAMÍN S. ANTONSSON
skipstjóri,
Snægili 9,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 28. júlí.
Margrét Ásgrímsdóttir,
Anton Benjamínsson, Björg Konráðsdóttir,
Bryndís Benjamínsdóttir, Haraldur Krüger,
Ásgrímur Þór Benjamínsson, Sigrún Brynjólfsdóttir
og barnabörn.