Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BYGGJA MEIRA Á GAZA
Ísraelar auglýstu útboð á rétti
til að byggja 22 nýjar byggingar á
Gazasvæðinu í gær en það er
fyrsta útboðið þar í tvö ár. Þá var
lokið við að byggja fyrsta hluta
múrs á milli svæða Palestínu-
manna og Ísraela.
Aukin löggæsla
Lögregla um allt land mun auka
umferðar- og fíkniefnaeftirlit um
komandi helgi. Fjölmennt lið lög-
reglu mun verða á útisamkomum og
margir fíkniefnahundar á ferð.
Einnig verður lögð sérstök áhersla á
að fylgjast með tjaldvögnum og felli-
hýsum, og koma í veg fyrir ölvunar-
og hraðakstur.
Einn aðili rannsaki málið
Ríkissaksóknari álítur það fara
þvert gegn markmiðum um skil-
virkni og hagkvæmni í rannsóknum
á meintum brotum á samkeppn-
islögum að lögregla og samkeppn-
isyfirvöld rannsaki sama málið sam-
hliða.
Páfi í herferð
Páfagarður hóf herferð gegn
hjónaböndum samkynhneigðra í
gær. Eru kaþólskir stjórnmálamenn
varaðir við því að ýta undir svo
„ósiðlegt“ athæfi en gefin var út 12
síðna yfirlýsing um málið í gær þar
sem kaþólskir fá leiðbeiningu um
hvernig á að taka afstöðu í málinu.
Gengið ekki eina skýringin
Vandi sjávarútvegsins verður ekki
skýrður með hækkun gengis krón-
unnar eingöngu. Einnig er um að
ræða sérstakan vanda í ýmsum
greinum og lægra afurðaverð til
vinnslunnar. Seðlabankinn sér ekki
ástæðu til að lækka vexti að svo
komnu máli.
Leyniþjónustan efaðist
Bandaríska leyniþjónustan CIA
dró í efa fullyrðingar bresku stjórn-
arinnar um að Írakar hefðu reynt að
kaupa úran í Afríku og gætu beitt
sýkla- og lífefnavopnum á innan við
45 mínútum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 32/38
Viðskipti 11/12 Bréf 40
Erlent 14/16 Skák 41
Höfuðborgin 16 Staksteinar 42
Akureyri 18/19 Dagbók 42/42
Suðurnes 20 Kirkjustarf 43
Landið 24 Leikhús 48
Listir 24/25 Fólk 48/53
Umræðan 26/27 Bíó 51/53
Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54
Viðhorf 32 Veður 55
* * *
Með Morgunblaðinu í dag fylgja blöð-
in „Vetrarsól“ frá Úrvali-Útsýn og
„Vesturland“ frá Ferðamálasamtök-
um Vesturlands. Blöðunum er dreift
um allt land.
SAMBAND íslenskra sveitarfélaga
hefur óskað eftir aðkomu fulltrúa
menntamálaráðuneytisins að ágrein-
ingi um kostnaðarskiptingu sveitar-
félaga við rekstur tónlistarskóla og
hvernig fjárhagsstuðningi skuli hátt-
að samkvæmt lögum. Viðræðunefnd
um þetta efni hefur störf í ágúst.
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra segir að Reykjavíkurborg
sé ekki heimilt að neita greiðsluþátt-
töku vegna framhaldsskólanema
sem stunda nám við tónlistarskóla
Reykjavíkur og hafa lögheimili utan
höfuðborgarsvæðisins. Honum sýn-
ist sem ekki sé lagastoð fyrir einhliða
ákvörðun borgarinnar í þessu efni.
Tómas segir að frá árinu 1989 hafi
greiðsluskylda vegna launakostnað-
ar tónlistarskóla hvílt á sveitarfélög-
unum einum. Ef starfssvæði skól-
anna nái yfir tvö eða fleiri
sveitarfélög eigi að semja um skipt-
ingu á launakostnaði. Á grundvelli
þessara laga hafi samkomulag milli
sveitarfélaga verið gert, m.a. á höf-
uðborgarsvæðinu, og einhliða
ákvörðun um að slíta því hafi ekki
lagastoð. Lögin leggi ríka áherslu á
jafnan rétt allra til tónlistarnáms.
Ráðherra segir að ef kröfur komi
fram um endurskoðun á kostnaðar-
skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga
þá sé það annað mál sem verði að
skoða sérstaklega. Hann vill ekkert
um það segja hvort það komi til
greina að ríkisvaldið taki þátt í
kostnaði við tónlistarnám.
Mismunun byggð
á búsetu óheimil
Kostnaðarþátttaka í tónlistarnámi
VATN flæddi um öll gólf í eldri
álmu Árbæjarskóla eftir að vatnsrör
á annarri hæð skólans tók að leka,
líklega seint í fyrrakvöld. Tjónið er
talsvert, m.a. á þakplötum og gólf-
dúkum en ekki er ljóst hvort tölvu-
búnaður eða raflagnir hafa
skemmst. Iðnaðarmaður, sem kom
til vinnu við skólann um klukkan
hálfsjö í gærmorgun, tilkynnti um
lekann.
Þorsteinn Sæberg skólastjóri seg-
ir að aðkoman hafi verið svakaleg. Á
öllum gólfum eldri álmu skólans,
samtals um 600–700 fermetrar, hafi
verið 2–3 sentimetra djúpt vatn og
vatn hafi dropið niður um loftið.
Ljóst sé að þúsundir lítra af vatni
hafi lekið út um rörið. Sem betur fer
hafi vatnið ekki verið heitt heldur
volgt og því ekki myndast vatnsgufa
en þá hefði tjónið án efa orðið enn
meira. Slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins var þegar kallað út og beitti
það öflugum dælum og vatnssugum
til að þurrka vatnið upp. Þorsteinn
segir að ekki sé hægt að leggja mat
á tjón fyrr en húsgögn og aðrir hlut-
ir hafi fengið að þorna. Þá þurfi að
kanna hversu mikið af loftplötum og
loftklæðningu hafi skemmst. Síð-
degis í gær draup enn úr loftunum.
Þorsteinn vonast til að vatnstjón-
ið muni ekki valda truflunum á
skólastarfi, allt verði gert til að
tryggja að þær verði sem allra
minnstar.
Um 2–3 sentimetra djúpt
vatn á öllum gólfum
Morgunblaðið/Júlíus
Vatnið flæddi um öll herbergi í eldri álmu Árbæjarskóla.
Þúsundir lítra af vatni láku um Árbæjarskóla
Í LÖGUM um innflutning dýra er
mælt fyrir um að dýr sem flutt
eru til landsins án heimildar skuli
tafarlaust lógað og skrokkum
þeirra eytt. Sigurður Örn Hans-
son, aðstoðaryfirdýralæknir, seg-
ir að þar sem lögin séu svo skýr
hafi verið óhjákvæmilegt að aflífa
kött sem frönsk hjón fluttu með
sér til landsins í óleyfi. Eins og
greint var frá í Morgunblaðinu í
gær stöðvaði lögreglan á Blöndu-
ósi fólkið við Þrístapa á mánu-
dag.
Spurður um hvort til greina
hafi komið að flytja köttinn í ein-
angrunarstöðina í Hrísey segir
Sigurður að lögin séu afar skýr
að þessu leyti, dýrum sem flutt
eru ólöglega til landsins skuli taf-
arlaust lógað. Þegar dýr séu flutt
til landsins þurfi þau að uppfylla
ýmis skilyrði um bólusetningar
og standast heilbrigðisskoðanir
áður en þau séu sett í einangrun í
nokkrar vikur. Fólkið hafi brotið
allar þessar reglur með því að
taka köttinn með sér frá Frakk-
landi en það kom til landsins með
Norrænu. Hann minnir á að kett-
ir geti borið með sér ýmsa smit-
sjúkdóma, m.a. hundaæði sem sé
landlægt í Frakklandi en hafi
aldrei greinst á Íslandi. Hann
segir það nánast einsdæmi að
gæludýr sé flutt inn með þessum
hætti. Hundar hafi komið með
flugi til Keflavíkurflugvallar án
innflutningsleyfis en þá sé yf-
irleitt reynt að senda þá til baka
fremur en aflífa þá. „Það er ekk-
ert skemmtilegt að standa í þessu
en lagafyrirmælin eru algjörlega
skýr,“ segir hann.
Brákað rifbein
Lögreglan á Blönduósi stöðvaði
húsbíl fólksins eftir að lögreglu-
menn sáu köttinn í bílnum á
mánudagskvöld. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu neitaði
fólkið lögreglu um að leita í bíln-
um og þurfti hún að afla sér leit-
arheimildar hjá dómara til að
fara inn í hann. Rætt var við
fólkið á lögreglustöðinni en eftir
að farið var með köttinn til hér-
aðsdýralæknisins þar sem hann
var aflífaður, fylltist maðurinn
ofsareiði. Að sögn lögreglu varð
ekki hjá því komist að handtaka
hann, og reyndar eiginkonu hans
líka, og voru þau bæði vistuð í
fangaklefa. Í átökunum brákaðist
maðurinn á rifbeini og var það
jafnvel talið brotið.
Starfsmaður franska sendiráðs-
ins ræddi við fólkið um morg-
uninn. Samkvæmt upplýsingum
þaðan féllust þau á að borga sekt
fyrir að flytja köttinn inn með
óleyfilegum hætti.
Aðstoðaryfirdýralæknir segir hafa verið
óhjákvæmilegt að lóga franska kettinum
„Skal tafarlaust lógað
og skrokkum eytt“
SAUÐFJÁRSLÁTRUN er hafin
hjá Sláturfélagi Suðurlands á Sel-
fossi. Slátrað verður tvo daga í
næstu viku og svo vikulega fram að
hefðbundinni sláturtíð sem hefst um
miðjan september. Fyrr í þessari
viku var 660 fjár slátrað og segir
Sverrir Ágústsson, sláturhússtjóri
SS á Selfossi, að féð hafi verið
vænt.
„Þetta voru snemmfædd lömb,
fædd í apríl og komu flest austan úr
Rangárvallasýslu. Meðalvigtin var
13,7 kíló sem er bara ansi gott í júlí-
lok,“ segir Sverrir. Stærstur hluti
kjötsins var fluttur út ferskur til
Danmerkur en nokkuð af lærum og
hryggjum fór á innanlandsmarkað.
Meira unnið en áður
Kjötið sem flutt var út var meira
unnið nú en það hefur áður verið.
Bæði voru sendir út heilir skrokkar,
grófhlutar og úrbeinuð stykki í
smásölupakkningum. Er kjötið nú í
fyrsta skipti sent út sjóleiðis í kæld-
um gámi og vonast Sláturfélagið til
þess að með því fyrirkomulagi auk-
ist bæði sala og verðmæti þess sem
flutt er út.
Gert er ráð fyrir að vinnsla SS á
Hvolsvelli fái á næstu vikum leyfi
frá Evrópusambandinu til vinnslu
og pökkunar á lambakjöti til þess
að auka framleiðslugetuna. Reynt
verður að flytja sem mest út en
verðmæti fersks kjöts er mun meira
erlendis en hér heima auk þess sem
ferskt kjöt er verðmeira en frosið.
Sverrir segir að slátrunin fari
venjulega hægt af stað en aukist
þegar líði á sláturtíðina. Í fyrra hafi
um 2.000 fjár verið slátrað á dag
þegar sláturtíðin stóð sem hæst.
Hrund Lárusdóttir, eftirlitsdýra-
læknir hjá SS, að störfum.
Slátrun hafin
hjá SS á Selfossi
Stærsti
hlutinn
fluttur til
Danmerkur
F Ö S T U D A G U R 1 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B
TÍMINN OG VATNIÐ/2 MÉR FINNST ULLIN ÆÐI/3 ÉG ER
EKKI STRÍÐSFÍKILL/4 SKORIÐ Í TRÉ Í SVEIT/6 SUNGIÐ OG
SPILAÐ DAGINN ÚT OG INN/7 AUÐLESIÐ EFNI/8
HVER hefði trúað því að óreyndu að
legghlífar kæmust aftur í tísku? Fyrir
svo skömmu síðan þótti fátt eins hallær-
islegt og þessir prjónuðu strokkar sem
krumpuðust niður kálfa. En tískan er
ólíkindatól og nú vefja þessar
hlífar sig aftur um leggi, litrík-
ar sem aldrei fyrr og ekki laust
við að sumir fái dulítið nost-
algíukast og detti aftur inn í
diskótímabilið. En það er ein-
mitt frá dansinum sem legghlífarnar
koma. Dansarar nota þær til að halda lið-
um og vöðvum heitum á æfingum. Leik-
konan Jane Fonda sagði einmitt ein-
hvern tíma að hún bæri þessa vafninga á
fögrum leggjum sínum af því að þá liði
henni eins og alvörudansara.
Og hver man ekki eftir bíómyndinni
Flashdance þar sem aðalleikkonan
Jennifer Beals flaggar einmitt legg-
hlífum í frægum dansatriðum? Bæði
fyrrverandi kryddpían Geri Halliwell og
þokkadísin Jennifer Lopez hafa litið til
fyrrnefndrar kvikmyndar í tónlistar-
myndböndum sínum nýlega. Mörg önnur
merki eru um að tíska níunda ártugarins
gangi aftur þessa dagana. Skærir litir
fata og fótabúnaðar sem og glans- og
glimmeráferð hvers konar er einn angi
af þessu og nú má meira að segja sjá
fólk með sítt að aftan.
En hvernig tekur ungdómur 21. aldar
við legghlífunum? Verslunin Spútnik er
ein þeirra sem selur fyrirbærið
og Dagbjört Ylfa Geirsdóttir,
sem er starfskraftur þar, segir
legghlífar mjög vinsælar hjá
stelpum á aldrinum 11 til 19 ára.
„Neonlitageðveikin virðist ekki
höfða til stráka því þeir kaupa ekki
legghlífar til að klæðast þeim sjálfir. En
stelpurnar eru yfirleitt í sokkabuxum í
öðrum neonlit eða röndóttum undir
legghlífunum. Þær eru í stuttum bux-
um eða pilsi við, en sumar fara í legg-
hlífarnar yfir síðbuxur.“
Hún segist ekki hafa orðið vör við að
fólk á fertugsaldri kaupi sér legghlífar
en fólk í þeim aldurshóp skreytti sig
forðum með þeim og þá voru það ekki
síður strákar en stelpur. Poppararnir
Nick Kershaw og Howard Jones voru
til dæmis ófeimnir við að skarta
legghlífum. En merkilegt nokk, þeir
sem ekki muna legghlífarnar falla
fyrir þeim í dag. Hinum finnst þær
ennþá óborganlega hallærislegar.
Legghlífar ganga aftur
Ekki er nauð-
synlegt að
vera endilega
í legghlífum í
sama lit á báð-
um fótum.
Líkams-
ræktar-
drottn-
ingin Jane
Fonda
hélt
tryggð við
legghlífar.
Upphaflega
æfingabún-
aður dansara
Sokkabuxur og
legghlífar frá
Spútnik. Mögu-
leikarnir á sam-
setningu skó-
búnaðar,
sokkabuxna og
legghlífa eru
margskonar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
Jasper rúm me› stillanlegum botni og
heilsud‡nu, fáanlegt í kirsuberi e›a eik.
Stær›ir 90x200 cm e›a 90x210 cm.
Me› Apple heilsud‡nu kr. 99.800,-
Me› heilsud‡nu kr. 119.900,-
Ótrúlegt ágústtilbo› til eldri borgara!
Horft á sjónvarp