Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 4
LEIÐIN að gullverðlaunum heims-
meistaramótsins ætlar ekki að verða
þrautalaus fyrir Íslendinga í þetta
skiptið. Hvorki Sigurði V. Matthías-
syni né Vigni Jónassyni tókst að ná
fyrsta sætinu í forkeppni fimmgangs,
Vignir er í þriðja sæti á Klakki frá Bú-
landi með 7,17 en Sigurður í því fjórða
á Fálka frá Sauðárkróki með 7,07.
Eigi að síður má segja að fimmgangs-
keppnin hafi verið keppni Íslendinga
því tveir Íslendingar verma tvö fyrstu
sætin, Sigfús B. Sigfússon á Hrafn-
faxa frá Vestra-Geldingaholti í því
fyrsta með 7,40 en hann keppir fyrir
Svíþjóð. Gunnar Hafdal keppir hins
vegar fyrir Danmörku á Ljósvaka frá
Akureyri og eru þeir í öðru sæti með
7,30.
Það er vissulega huggun harmi
Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum í Herning
Harðsótt leið í sigursætin
Morgunblaðið/Vakri
Vignir Jónasson og hesturinn Klakkur frá Búlandi náðu þriðja sætinu í forkeppni í fimmgangi.
gegn að þetta skulu þó vera Íslend-
ingar sem skákuðu liðsmönnum ís-
lenska liðsins en ljóst má vera að hart
verður barist í úrslitunum á sunnu-
dag, sannkallaður Íslendingaslagur.
Gleðitíðindin eru hins vegar þau að
Eyjólfur Þorsteinsson hefur með
góðri frammistöðu í dag í fimmgangn-
um tryggt sér heimsmeistaratitil ung-
menna á hryssunni Súlu frá Hóli og
gott betur en það því þau eru í sjö-
unda sæti og munu því keppa í B-úr-
slitum á laugardag og er ekki annað
að sjá en þau eigi alla möguleika á að
tryggja sér sæti í A-úrslitum. Guð-
mundur Björgvinsson sem keppir
fyrir Danmörku hafnaði í sjöunda
sæti ásamt Eyjólfi á Hlyni frá Kjarn-
holtum. Fyrir ofan þá í sjötta sæti
með 6,83 er þýska stúlkan Katja
Kleer á Skaura vom Wiesenhof. Önn-
ur þýsk dama, Nina Heller, er svo í
næsta sæti fyrir neðan þá félaga með
6,77 á Hrönn frá Godemoor.
Í kynbótadómum í morgun varð
Sjóli frá Dalbæ efstur í flokki stóð-
hesta sex vetra og eldri með 8,61 í að-
aleinkunn en ekki er langt í næsta
hest, Ask från Håkansgården, sem er
nýbakaður heimsmeistari í gæðinga-
skeiði en hann er með 8,59. Knapi á
Sjóla er Daníel Jónsson en Johan
Häggberg frá Svíþjóð sýndi Ask.
Annar hestur frá Íslandi sem sýndur
er í þessum flokki varð þriðji en það
er Góður-Greifi frá Stóra-Hofi sem
Johannes Hoyos frá Austurríki sýndi
en hann hlaut í einkunn 8,40.
Öll frekari úrslit og umfjöllun má
sjá á mbl.is.
Herning. Morgunblaðið.
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMANLÖGÐ álagning tekjuskatts
og útsvars fyrir árið 2003 nemur 121,6
milljörðum kr. og hækkar um 7% í
heild milli ára, rúmlega 6½% á hvern
skattgreiðanda. Álagningin nam
113,7 milljörðum kr. árið 2002, en til
samanburðar nam hún 98 milljörðum
kr. árið 2001. Álagningin árið 2003
skiptist eins og síðustu ár því sem
næst jafnt milli ríkis og sveitarfélaga.
Álagðir tekjuskattar einstaklinga,
þ.e. tekjuskattur, sérstakur tekju-
skattur og fjármagnstekjuskattur,
nema 61,6 milljörðum kr. en álagt út-
svar til sveitarfélaga nemur 60 millj-
örðum kr. Heildarfjöldi framteljenda
við álagningu 2003 var 226.462 og
fjölgaði um 0,7% milli ára. Er það
minni fjölgun en verið hefur undan-
farin ár.
Þessar upplýsingar koma fram í
fréttatilkynningu frá fjármálaráðu-
neytinu um álagningu skatta. Álagn-
ingarseðlar hafa verið póstlagðir en á
þeim koma fram upplýsingar um
álögð gjöld vegna síðasta árs; þær
bætur sem framteljendur eiga rétt á,
vangreidd gjöld og endurgreiðslur
vegna ofgreiddrar staðgreiðslu á
árinu 2002.
Tekjuskatts- og útsvarsstofn
landsmanna var 461 milljarður kr. ár-
ið 2002 og hækkaði því um 6,2% frá
árinu 2001 eða um 5,6% að meðaltali á
hvern framteljanda með tekjur.
Framtalin laun og aðrar tekjur hækk-
uðu um 7,4% milli áranna 2001 og
2002 og námu 452,7 milljörðum síðara
árið. Hækkunin á hvern einstakling
sem hafði laun nam 6,1%. Skv. frétta-
tilkynningu ráðuneytisins hækkaði
launavísitala um 7,1% á sama tíma.
Kemur þar fram að minni hækkun
tekjuskattsstofns en launavísitölu eigi
sér skýringar í minni atvinnuþátt-
töku, auknu atvinnuleysi og minni
vinnutíma árið 2002 en árið 2001.
Álagt útsvar hækkar meira
Svk. upplýsingum frá ráðuneytinu
hækka álagðir tekjuskattar til ríkis-
sjóðs um 6,8% milli ára, en þar af
hækkar álagning almenns tekju-
skatts, þ.e. án sérstakra tekjuskatta
og fjármagnstekjuskatts, um 5,5% á
hvern framteljanda. Hækkunin er þó
talsvert undir launavísitölu, sem var
um 7,1% eins og áður sagði, en skv.
ráðuneytinu stafar það af lækkun
tekjuskattshlutfalls um 0,33% eða úr
26,08% í 25,75%.
Álagt útsvar hækkar um 7% milli
ára eða um 6,7% en bent er á að vegið
meðaltal útsvarsprósentunnar hafi á
tímabilinu hækkað um 0,11% eða úr
12,68% í 12,79%.
Samanlögð álagning tekjuskatts og útsvars
Hækkar um 7%
FRAMTALDAR skuldir heimil-
anna jukust um 7,1% frá árslokum
2001 til ársloka 2002, en það er
skv. upplýsingum frá fjármála-
ráðuneytinu helmingi minni
skuldaaukning en varð milli ár-
anna 2000 og 2001. Framtaldar
skuldir heimilanna námu um 586,5
milljörðum kr. í árslok 2002, en
þar af er 401 milljarður talinn
vegna íbúðakaupa.
Til samanburðar voru framtald-
ar skuldir heimilanna um 547 millj-
arðar í árslok 2001 og um 477
milljarðar í árslok 2000.
Eigendum fasteigna fjölgar
Framtaldar eignir heimilanna
námu, skv. ráðuneytinu, um 1.500
milljörðum kr. í lok síðasta árs, en
þær höfðu verið um 1.400 millj-
arðar kr. í árslok 2001. Nemur
hækkunin 6,5%. Skv. upplýsingum
ráðuneytisins munar þarna mestu
um eignaaukningu í fasteignum
heimilanna. Þær eru 2⁄3 af öllum
eignum og verðmæti þeirra óx um
7,3%. Þá fjölgaði fjölskyldum og
einstaklingum sem eiga fasteignir
um 1,4% á árinu 2002.
Eignaskattar lækka
um meira en helming
Eignarskattur var lækkaður um
helming árið 2002 og sérstakur
eignarskattur felldur niður. Vegna
þess lækka álagðir eignarskattar,
skv. fjármálaráðuneytinu, um
meira en helming milli ára eða úr
3,8 milljörðum kr. fyrir árið 2001 í
1,8 milljarða kr. fyrir árið 2002. Á
sama tímabili fjölgaði hins vegar
framteljendum eignarskatts um
3,5%.
Minni skulda-
aukning heimilanna
GREIÐSLUR ríkissjóðs vegna
vaxta- og barnabóta nema 10,4
milljörðum kr. á þessu ári, þar af
kemur 5,1 milljarður til útborg-
unar um mánaðamótin. Bætur
hækka samtals um 12,8% frá því í
fyrra. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu fjármálaráðuneytisins
um álagningu skatta.
Fram kemur að vaxtabætur
nemi tæplega 5,4 milljörðum kr.
og hækki um 13,5% frá því í
fyrra og að barnabætur nemi um
5 milljörðum kr. í ár og hækki
um rúmlega 500 milljónir kr. frá
því í fyrra eða um 12%. Þeim sem
fá vaxtabætur fjölgar um 5,6%
milla ára og þeim sem fá barna-
bætur fjölgar um 6,3%.
Skv. upplýsingum fjár-
málaráðuneytisins má einkum
rekja fjölgun barnabótaþega til
þess að nú er kominn til fram-
kvæmda þriðji og síðasti áfangi
sérstakra breytinga á barnabóta-
kerfinu sem samþykktar voru ár-
ið 2000. Í þeim fólst m.a. að dreg-
ið yrði úr tekjutengingu bótanna
auk þess sem þær voru hækk-
aðar.
Vaxta- og barna-
bætur hækka
ÓMERKT pilla sem innihélt gervi-
blóð var greind sem e-pilla í skyndi-
greiningu lögreglunnar í sumar og
olli miklu uppnámi hjá fjölskyldu í
Reykjavík, þar til hið sanna kom í
ljós við frekari efnagreiningu. Pillur
af þessari tegund eru seldar sem
leikföng í verslunum og eina slíka
fann móðir 10 ára stúlku í herbergi
dóttur sinnar á meðan hún var í
sumarfríi og gat ekki leitað skýr-
inga hjá dóttur sinni fyrr en síðar.
Móðirin vissi ekki hvernig pillan
barst inn á heimilið og hjá lögregl-
unni fékk hún að vita að pillur svip-
aðar þeirri sem hún fann líktust
þeim e-pillum sem eru í umferð um
þessar mundir. Við skyndigreiningu
lögreglunnar voru vísbendingar um
að um e-pillu eða morfín væri að
ræða en þegar hún var efnagreind
hjá rannsóknastofu HÍ í lyfjafræði
kom í ljós að ekki var um eiturlyf að
ræða. Á meðan niðurstöðu efna-
greiningar var beðið þjakaði óvissan
móðurina og segist hún ekki fella
sig við að slík leikföng séu í ómerkt-
um umbúðum. Á boxi utan um pill-
urnar er innihaldslýsing en ekki á
pillunum sjálfum. „Ég hefði viljað
sjá svona leikfang í öðru formi en
pilluformi,“ segir móðirin. „Þar sem
mikið er um eiturlyf í umferð og
brögð að því að verið sé að plata þau
inn á börn og unglinga, vekur það
vissulega ótta hjá foreldrum að
finna svona pillu í fórum barna
sinna. Þetta er líka spurning um
hvort löglegt sé að hafa svo mikil lit-
arefni í leikföngum, ekki síst í ljósi
þess að það er nýbúið að taka svo-
kallaða Hulk-frostpinna af markaði
vegna of mikils magns af litarefn-
um. Þegar ég fann pilluna var mér
ekki stætt á því að kveða upp þann
úrskurð á staðnum að þetta væri
bara leikfang og varð að eyða óviss-
unni með því að láta lögregluna fá
hana. Ég fékk mjög góða þjónustu
hjá lögreglunni og henni var ekki
síður brugðið þegar pillan greindist
sem eiturlyf. Auk þess er öll sú fyr-
irhöfn sem af þessu hlaust vissulega
íþyngjandi fyrir foreldra og lögregl-
una.“
Ómerktar pillur vekja
ugg hjá foreldrum
Morgunblaðið/Jim Smart
Blóðpillurnar eru látnar renna í
munni og þegar þær blandast
munnvatninu verður útkoman sú að
þær líkjast blóði.
BAUGUR hefur nú yfir að ráða
82,3% hlutafjár í bresku leikfanga-
versluninni Hamleys og hefur fram-
lengt yfirtökutilboð sitt um sjö daga.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem
birt var í gærkvöldi í kauphöllinni í
London.
Baugur hefur í félagi við stjórn-
endur hjá Hamleys gert yfirtökutil-
boð í allt hlutafé Hamleys. Tilboðið
hljóðar upp á 254 pens á hlut, sem er
101% yfir verði bréfanna eins og það
var um miðjan mars, eða áður en til-
kynnt var um væntanlegt yfirtöku-
tilboð. Heildarverð allra hlutabréfa
Hamleys er á þessu verði um 58,7
milljónir punda, um 7,3 milljarðar
króna.
Baugur með 82,3% í Hamleys