Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 6
LÖGREGLA um allt land eykur um-
ferðareftirlit verulega um verslunar-
mannahelgina og starfa embættin ná-
ið saman. Umferðardeild ríkislög-
reglustjóra mun aðstoða lögregluna á
landsbyggðinni við eftirlit og þá verð-
ur fíkniefnalöggæsla hert verulega.
Einnig verða fjölmenn lögreglulið þar
sem útisamkomur verða haldnar og
fjöldi fíkniefnaleitarhunda verður að
störfum.
Umferðardeildin verður aðallega
með eftirlit á vegum á Suður- og
Norðurlandi og einnig á Vestfjörðum,
allt eftir því hvar umferð er mest.
Notaðir verða ómerktir og merktir
lögreglubílar og lögreglubíll með
áfengismæli verður einnig til taks
vegna eftirlits með ölvunarakstri.
Tjaldvagnar og
fellihýsi undir eftirliti
Lögreglan í Reykjavík verður með
eftirlit á vegum út úr borginni í sam-
vinnu við lögreglulið úr nærsveitum.
Samskonar samstarf er milli lög-
regluembættanna á Suðurlandi, Vest-
urlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi
auk hefðbundinnar samvinnu lög-
regluembættanna á Austurlandi.
Fylgst verður sérstaklega með hrað-
akstri, ölvunarakstri og einnig öku-
tækjum með tjaldvagna og fellihýsi.
Lögreglan á Vestfjörðum og Norð-
vesturlandi fylgist sérstaklega vel
með þjóðvegunum sem liggja til Ísa-
fjarðar en þar verður unglingalands-
mót UMFÍ haldið um helgina og er
búist við að margir komi akandi.
Sýslumenn sem Morgunblaðið
ræddi við í gær lögðu áherslu á að um-
ferðin gengi óhjákvæmilega hægar
um verslunarmannahelgi en um aðrar
helgar enda umferðin mun þyngri.
Framúrakstur væri því til lítils og auk
þess víða stórvarasamur.
Hert umferðar- og fíkniefnaeftirlit lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina
Hraðakstur og búnaður
bíla undir smásjánni
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJÖRG Júlíana Guðlaugsdóttir hélt upp á áttræð-
isafmælið sitt á miðvikudaginn en hún á 103 afkom-
endur; 13 börn, 46 barnabörn og 44 barnabarnabörn.
Afkomendurnir hafa hreiðrað um sig víða um heiminn
en þeir sem vettlingi gátu valdið samglöddust ættmóð-
urinni á afmælisdaginn.
Ingibjörg er fædd og uppalin í Svarfaðardal á Dalvík
en bjó lengst af á Selfossi. Nú býr hún á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi og er að sögn þeirra sem til þekkja
hraust til heilsunnar. Ingibjörg segir það ekki vand-
kvæðum bundið að halda tölu á afkomendunum þó
margir séu því að talan hækki bara þegar nýtt nafn
bætist við. Hún segist þó ekki muna alla afmælisdagana
enda er líklegt að þriðja hvern dag eigi einhver afkom-
enda hennar afmæli. Þeir heimsóttu hana margir á af-
mælisdaginn, eins og sjá má á myndinni.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hefur eignast 103 afkomendur
FYRIRTÆKIÐ NýOrka hefur hafið
samstarf við bandaríska fyrirtækið
Millennium Cell Inc. um rannsóknir á
mögulegri vinnslu natríumbórhydríðs
á Íslandi. Millennium Cell hefur þró-
að möguleika á notkun natríum-
bórhydríðs til vetnisflutnings, en að-
eins þarf að blanda efnið í vatn til að
leysa vetnið úr læðingi.
Að sögn Hjalta Páls Ingólfssonar,
verkefnisstjóra hjá Iðntæknistofnun,
hefur natríumbórhydríð verið hugsað
sem eldsneyti allt frá upphafi geim-
ferða, en ekki hentað á þeim vett-
vangi. „Við aukna umræðu um vetni
sem eldsneyti fór Millennium Cell að
þróa notkun þess til vetnisflutninga.
Með þessu fæst mjög þægilegt flutn-
ingsform vetnis, í föstu formi, líku
salti,“ sagði Hjalti í samtali við Morg-
unblaðið. „Eftir að vetnið hefur verið
leyst úr bóraxinu er hægt að endur-
nýta efnið til flutnings vetnis, svo að
ekki þarf sífellt nýtt bórax til vetn-
isflutninga,“ bætti Hjalti við.
Rannsaka nýtt flutningsform
Nú er til rannsóknar hvort hag-
kvæmt sé að framleiða natríum-
bórhýdríð úr bóraxi á Íslandi, en til
þess þarf raforku. Bóraxið yrði flutt
til landsins til vinnslu. „Verkefnið
snýst um að rannsaka hvaða aðferðir
hægt er að nota til framleiðslu efnis-
ins, og hvort hagkvæmar aðstæður
séu fyrir hendi á Íslandi,“ útskýrir
Hjalti. Auk NýOrku og Millennium
Cell koma Iðntæknistofnun og Há-
skóli Íslands að verkefninu. Rannís
styrkir verkefnið. Rannsóknir munu
leiða í ljós hvort hagkvæmara sé að
flytja vetni í formi natríumbórhýdríðs
eða í fljótandi formi líkt og nú tíðkast.
Kæling og geymsla vetnis í fljótandi
formi er kostnaðarsöm og vandasöm.
Einnig er natríumbórhydríð í föstu
formi ekki eldfimt, að sögn Hjalta, og
af þeim sökum öruggt til flutnings.
Nýjungar á sviði vetnisflutninga
Kanna vinnslu
bórax á Íslandi
BÓRAX er efnasamband natr-
íums, bórs, súrefnis og vatns, og
ein af náttúrulegum uppsprett-
um frumefnisins bórs. Bórax er
notað í glerung og sem mýkir
við lóðningu. Sömuleiðis er það
notað í áburð fyrir til dæmis kál-
tegundir, rófur og gulrætur.
Frumefnið bór (B), sem er svart-
ur málmleysingi, er einnig notað
í augnskolunarvökva, í sápu, til
sótthreinsunar og til lyfjagerð-
ar. Helsta uppspretta bórax er
kernit, steinefni sem unnið er úr
námum í Suður-Kaliforníu í
Bandaríkjunum.
Bórax
NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsókn-
ar undir stjórn vísindamanna við
Berkeley-háskólann sýna töluvert
mismunandi erfðaeiginleika í örver-
um sem búa við svipuð skilyrði en á
mismunandi stöðum, að því er kemur
fram á vefsíðu Science Daily. Þessi
niðurstaða fékkst með því að taka
sýnishorn af hitakærri örveru í Aust-
ur-Rússlandi og í Norður-Ameríku.
Örveran dregur nafn sitt af Íslandi
og kallast Sulfolobus Islandicus en
hún getur þrifist við mjög hátt hita-
og sýrustig. Hún fannst fyrst hér á
landi af þýska vísindamanninum
Karl Stetter fyrir um 10 til 15 árum.
Sú kenning hefur lengi verið uppi
að umhverfisskilyrði á hverjum stað
skýrðu breytileika örvera en ekki
landfræðileg staðsetning. Rann-
sóknin á Sulfolobus Islandicus leiddi
aftur á móti í ljós að töluverður
erfðafræðilegur munur var á örver-
unum þótt umhverfisskilyrðin væru
mjög svipuð.
Jakob K. Kristjánsson, lífefna-
fræðingur og forstjóri líftæknifyrir-
tækisins Prokaria, segir rannsóknir
af þessu tagi þegar hafa verið stund-
aðar hér á landi. Sýni héðan og er-
lendis frá hafi verið borin saman og
komið í ljós breytileiki milli örver-
anna, þrátt fyrir svipuð umhverfis-
skilyrði. „Hins vegar verður að hafa
mjög marga þætti í huga þegar um-
hverfisskilyrði eru borin saman,“
benti Jakob á í samtali við Morgun-
blaðið.
Styrkir rannsóknir hér á landi
Jakob segir niðurstöður þessarar
rannsóknar fagnaðarefni. Þær ýti
stoðum undir rannsóknir á örverum
hér á landi og auki verðmæti þeirra.
„Fjölbreytileiki örvera er mjög mik-
ill og staðfesting á að landfræðilegur
breytileiki sé fyrir hendi styrkir
rannsóknir hér á landi og gerir þær
sérstæðari en ella. Það eykur verð-
mæti rannsóknanna að vita til þess
að erfðaefni örvera hér á landi þarf
alls ekki að vera eins og annars stað-
ar við svipuð umhverfisskilyrði. Nið-
urstöðurnar eru hvetjandi og styrkja
stöðu auðlindarinnar,“ sagði Jakob
að lokum.
Nýjar niðurstöður
auka verðmæti örveraRÍKISÚTVARPIÐ hefur stað-ið að svæðisútvarpssendingum
á Suðurlandi í samvinnu við Út-
varp Suðurlands á Selfossi und-
anfarin fjögur ár. Útvarp Suð-
urlands hætti starfsemi í maí sl.
en hefur áfram séð um svæð-
isútvarp fyrir Ríkisútvarpið.
Í undirbúningi er að setja
upp starfsstöð Útvarpsins í
húsinu Miðgarði við Austurveg
á Selfossi og unnið er að ráðn-
ingu frétta- og dagskrárgerð-
armanns. Hlé verður því gert á
svæðisútvarpi fyrir Suðurland
frá og með deginum í dag,
föstudeginum 1. ágúst.
RÚV
undirbýr
starfsstöð
á Selfossi
ÞJÓNUSTUVAKT Félags íslenskra
bifreiðaeigenda (FÍB) verður í
gangi alla helgina og miðast þjón-
ustan við að aðstoða bíleigendur á
ferðalagi sem þurfa á þjónustu bíla-
verkstæðis að halda eða vantar
varahlut í bílinn.
Samtals verða 12 bílar á vegum
FÍB á ferðinni um helgina, að sögn
Stefáns Ásgrímssonar hjá FÍB.
Þjónustan er bæði fyrir félagsmenn
FÍB og aðra ferðamenn. Ef menn
lenda í vandræðum geta þeir hringt
í skrifstofu FÍB í síma 562-9999.
Þegar ekki er vakt á skrifstofunni
svarar FÍB aðstoð í síma 5-112-112.
Ókeypis skoðun á fellihýsum
Vátryggingafélag Íslands og
Frumherji bjóða upp á ókeypis út-
tekt á fellihýsum, hjólhýsum og
tjaldvögnum í skoðunarstöð Frum-
herja við Hestháls í Reykjavík í dag
kl. 8 til 22. Er eigendum gefinn
kostur á að ganga úr skugga um
hvort allur búnaður sé í lagi.
Morgunblaðið/Kristinn
Starfsmenn Frumherja athuga hvort fellihýsi sé ekki í fullkomnu lagi.
FÍB með hjálparþjón-
ustu um helgina
Herða stórlega leit að fíkniefnum
FÍKNIEFNAEFTIRLIT verður hert verulega um helgina. Lögreglu-
lið víða um land hafa fíkniefnaleitarhunda í sínum röðum og eru þeir
á annan tug á landsvísu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglu-
stjóra stýrir embættið m.a. í samvinnu við tollstjórann í Reykjavík,
fíkniefnaeftirliti um þessa helgi og hefur lagt til teymi fíkniefna-
lögreglumanna og leitarhunda sem aðstoða lögreglu á landsbyggð-
inni. Því til viðbótar hefur ríkislögreglustjóri, með stuðningi dóms-
málaráðuneytisins, komið upp hópum sérþjálfaðra lögreglumanna úr
fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og frá lögreglunni í Hafnar-
firði. Þeir munu skipta með sér verkum og fara um landið og vera lög-
reglu á hverjum stað til aðstoðar.
Sérstaklega verður fylgst með útisamkomum um land allt og stöð-
um þar sem fólk safnast saman til að ferðast með flugvélum eða rút-
um á samkomustaðina, s.s. Þorlákshöfn og Bakkaflugvelli.