Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 9
Bankastræti 14, sími 552 1555
Fallegar peysur og
silkipeysur frá
Síðustu dagar útsölunnar
Lokað á morgun, laugardag
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00.
50% afsláttur
Glæsilegur
ferðafatnaður á hálfvirði
Engjateigi 5, sími 581 2141.
http://www.micasa.is
Spænskt húsgagnaúrval
Túnfisksteikur
1.500 kr. kg.
Harðfiskur, barinn og óbarinn mikið úrval
Getum vacumpakkað fyrir útileguna
Mikið úrval af grillfiski sem auðvelt er að
taka með í ferðalagið
Stór Hornafjarðarhumar
3.600 kr. kg.
Fiskkóngurinn mælir með í útileguna
Fiskbúðin Vör
Höfðabakka 1 • sími 587 5070
Öll verð pr/kg
Ný sending Daniel Hechter bolir
Mikið úrval
Póló- og rúllukragabolir kr. 2.500
Laugavegi 34, sími 551 4301
ÞJÓÐARÁTAK Vátryggingarfélags
Íslands gegn umferðarslysum hefur
staðið yfir undanfarnar vikur og
lýkur því nú í ágúst. Aðrar áherslur
hafa verið í átakinu nú en áður og
sjónum beint að afleiðingum slysa
og þeim sem koma að slysum en
birst hafa auglýsingar með fólki
sem komið hefur að umferðaslysum,
t.d slökkviliðsmanni að klippa í
sundur ónýtan bíl og bílstjóra sem
dregur burt bíla sem lent hafa í
árekstri.
Að sögn Ragnheiðar Davíðsdótt-
ur, forvarnarfulltrúa hjá Vátrygg-
ingarfélagi Íslands, voru aðrar leiðir
farnar í auglýsingum nú en áður,
leitað var til fagmanna sem koma að
umferðarslysum með einum eða
öðrum hætti og hafa því aðra sýn á
umferðarslys. „Við vildum vekja at-
hygli á því hve margir koma að bíl-
slysi og sýna að bílslys er ekki bara
einkamál þess sem slasast heldur
snertir þetta vini hans og ættingja
og marga aðra. Þetta er þriðja árið
sem við stöndum fyrir þjóðarátaki
VÍS og hingað til höfum við leitað til
þjóðþekktra einstaklinga en við
ákváðum að fara aðra leið að þessu
sinni.“ Ragnheiður segir að auglýs-
ingarnar, sem birst hafa í blöðum
undanfarnar vikur, hafi vakið sterk
viðbrögð og að auglýsingarnar hafi
jafnvel komið óþægilega við fólk.
VÍS hefur einnig staðið fyrir aug-
lýsingum í sjónvarpi að undanförnu
um ungan mann. Honum gengur allt
í haginn þar til hann ekur drukkinn,
kemst einn lífs af og er lamaður það
sem eftir er ævinnar. Auglýsingin
er í kaldhæðnislegum tón, t.a.m. er
talað um hvað strákurinn er hepp-
inn að geta setið og horft út um
gluggann það sem eftir er ævinnar.
Í lok auglýsingarinnar segir svo að
taka verði heppnina úr umferð.
Hefur vakið sterk viðbrögð
„Þessi auglýsing hefur einnig
vakið sterk viðbrögð,“ segir Ragn-
heiður. „Það er alltaf spurning
hvernig eigi að ná til ungs fólks. Við
ákváðum að setja upp ákveðinn
raunveruleika og sýna fram á að
stundum geta slysin breytt lífi fólks
ótrúlega mikið. Ég þekki það af eig-
in raun frá ungu fólki að örkuml og
lömun er það versta sem ungt fólk
getur hugsað sér, í hugum margra
er það verra en dauðinn. Viðbrögðin
sem við fengum voru sterk, enda
hefðum við ekki verið ánægð með
neitt annað, einhliða lof eða engin
viðbrögð hefðu til dæmis verið von-
brigði fyrir okkur,“ segir Ragnheið-
ur.
Þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum stendur yfir
Horft til afleiðinga
slysa meir en áður
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Anton Ársæll Gunnarsson dregur burt ónýta bíla af slysstað. Hann er einn
þeirra sem komið hafa fram í auglýsingum tengdum þjóðarátaki VÍS.
NÝJA Þjórsárbrúin er óðum að
taka á sig mynd, en svona leit hún
út séð úr lofti á dögunum þegar
Guðmundur Viðarsson ljósmyndari
og Elíeser Jónsson flugmaður áttu
leið þar hjá. Elíeser rekur Flugstöð-
ina ehf. og hafa þeir félagar tekið
myndir í frístundum af hinum ýmsu
framkvæmdasvæðum til að fylgjast
með þróun þeirra en það gefur
skemmtilegt yfirlit yfir sögu fram-
kvæmdanna þegar fram líða stund-
ir. „Við höfum verið meira til gam-
ans að fylgjast með framkvæmdum
úr lofti. Myndirnar eru teknar beint
niður, þetta eru ekki kortagerðar-
myndir, heldur almennar ljós-
myndir,“ segir Guðmundur.
Hann segir að þeir fari með stutt-
um fyrirvara og taki myndir af því
helsta sem sé að gerast og fari jafn-
framt aftur að nokkrum tíma liðn-
um. Þeir hafa tekið svona myndir í
fjögur ár. „Landmælingar voru
mikið í þessu hér áður fyrr en eru
hættir því og kaupa þetta annars
staðar frá. Við höfum til dæmis hug
á að fara aftur og taka myndir af
Þjórsárbrú.“
Ljósmynd/Guðmundur Viðarsson
Fylgst
með fram-
kvæmdum
úr lofti
BERGÞÓR Ólason hefur verið ráðinn
aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra. Bergþór er 28
ára gamall, fædd-
ur á Akranesi en
ólst upp í Borgar-
nesi. Bergþór er
að ljúka viðskipta-
fræðinámi frá Há-
skóla Íslands.
Bergþór hefur
starfað sem ráð-
gjafi hjá Lýsingu
hf. og þar á undan
hjá Heklu hf. sam-
hliða námi. Berg-
þór hefur setið í stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna (SUS) síðan
1999 og var formaður Egils, félags
ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi,
1997-1999. Bergþór var formaður Ís-
landsdeildar NESU (samtök nor-
rænna viðskipta- og hagfræðinema)
1999-2000 og í stjórn Mágusar, félags
viðskiptafræðinema, 1999-2000.
Jakob Falur Garðarsson, sem
gegnt hefur starfi aðstoðarmanns
Sturlu, er að hefja störf fyrir sam-
gönguráðuneytið í sendiráði Íslands í
Brussel.
Nýr aðstoðar-
maður sam-
gönguráðherra
Bergþór Ólason að-
stoðarmaður sam-
gönguráðherra.
UMRÆÐA um lyf og lyfjanotkunn
beinist allt of oft að háum lyfjakostn-
aði en sjaldan hugsað út í að með
réttri notkun lyfja sé verið að spara
mikla peninga í framtíðinni, að mati
nýstofnaðs áhugahóps um lyfjahag-
fræði sem ætlar að berjast fyrir já-
kvæðari umfjöllun um lyfjamál.
„Sú umræða sem á sér stað í þjóð-
félaginu um lyfjamál yfirleitt er
mjög einsleit,“ segir Davíð Ingason,
lyfjafræðingur og formaður áhuga-
hóps um lyfjahagfræði. „Hún virðist
ganga algerlega út á það að lyf séu af
hinu illa. Við lyfjafræðingar upplif-
um það þannig. Einnig að lyf séu
ekkert annað en kostnaður.“
Davíð segir að auðvelt sé að sjá ná-
kvæmlega lyfjakostnað svo það sé
auðvelt að nota háar tölur í því sam-
hengi sem skýringar á miklum
kostnaði: „Ég hef á tilfinningunni að
stundum þurfi að finna einhvern
blóraböggul þegar rætt er um mik-
inn kostnað við heilbrigðiskerfið.“
Jákvæðar hliðar lyfjanotkunar
vilja gjarnan gleymast, að sögn Dav-
íðs: „Það sem við viljum tala um líka
er að þarna er mikinn hagnað að
sækja. Það er engin tilviljun að upp-
skurðir vegna magasára eru nánast
horfnir í dag. Þetta voru mjög al-
gengar skurðaðgerðir og kostuðu
þjóðfélagið mikla peninga. Þessar
aðgerðir eru nánast horfnar, og er
það árangur réttrar lyfjanotkunar.“
Davíð segir að það sama eigi við um
sumar tegundir hjartaáfalla, sem
hefur fækkað mikið eftir að farið var
að nota háþrýstilyf á réttan hátt.
Áhugahópurinn mun meðal ann-
ars standa fyrir fræðslufundum inn-
an Lyfjafræðingafélagsins, fjalla um
rannsóknir sem sýna fram á áhrif
réttrar lyfjanotkunar.
Áhugahópur um lyfjahagfræði vill jákvæða umræðu
Segir umræðuna of einsleita
ATVINNA mbl.is