Morgunblaðið - 01.08.2003, Page 16

Morgunblaðið - 01.08.2003, Page 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FYRSTU vestur-afrísku friðar- gæsluliðarnir verða sendir til Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, á mánudag. Kom það fram hjá fram- kvæmdastjóra Efnahagssamtaka Vestur-Afríkuríkja í gær að loknum skyndifundi samtakanna í Accra í Ghana. „Fyrstu hermennirnir verða send- ir til Monróvíu á mánudag,“ sagði Mohamed ibn Chambas en Nígeríu- stjórn ætlar að leggja til 1.500 her- menn af alls 3.000. Í yfirlýsingu, sem gefin var út að loknum fundi Vestur- Afríkuríkjanna, segir, að Charles Taylor, forseti Líberíu, verði að vera farinn úr landi ekki síðar en á fimmtudag í næstu viku en hann á kost á hæli í Nígeríu. Upphaflega hafði verið áætlað að senda friðargæslulið til Líberíu í júní er uppreisnarmenn og stjórnvöld höfðu undirritað vopnahléssam- komulag en það var rofið jafnharðan. Óöldin í Líberíu hefur líklega kostað tugi þúsunda manna lífið og ástandið í Monróvíu, höfuðborg landsins, er skelfilegt. Fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna liggur nú tillaga Banda- ríkjastjórnar um heimild fyrir al- þjóðlegt friðargæslulið í Líberíu en ekki er vitað hvort Bandaríkjamenn muni hafa bein afskipti af ástandinu í landinu nú þegar Vestur-Afríkuríkin hafa ákveðið að skerast í leikinn. Reuters Yfirmaður væntanlegs friðargæsluliðs í Líberíu, Festus Okonkwo (t.v.), hershöfðingi frá Nígeríu, kom til höfuðborgarinnar Monróvíu í fyrradag til að kanna aðstæður. Von er á sjálfu herliðinu til landsins á mánudag. Friðargæslulið sent til Líberíu Fyrstu hermenn- irnir til Monróvíu á mánudag Accra. AFP. ÍSRAELSKA þingið samþykkti í gær frumvarp til laga sem meinar Palestínumönnum sem giftast ísr- aelskum borgurum um ísraelskan ríkisborgararétt. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 atkvæðum gegn 25. Einn þing- maður sat hjá. Arabískir þingmenn höfðu gagn- rýnt frumvarpið harðlega áður en kosningin fór fram en þeir segja það mismuna fólki eftir kynþætti auk þess sem það lýsi kynþáttahatri. Gideon Ezra, sem hefur umsjón með samskiptum við þingið, varði frumvarpið í gær á þeirri forsendu að 30 Ísraelar hefðu fallið fyrir hendi Palestínumanna sem hafi öðl- ast ísraelskan ríkisborgararétt með hjónabandi. Þá hefur ísraelska ör- yggislögreglan blandað sér í málið og hefur yfirmaður hennar, Avi Dichter, tjáð þingmönnum að lög- gjöfin sé „nauðsynleg til að tryggja öryggi Ísraels“ að því er ísraelska útvarpið greindi frá. Orna Cohen fulltrúi minnihlutans á þinginu segir slík úrræði jafngilda „fjöldarefsing- um“. Áætlað er að 1,1 milljón Palest- ínumanna sé með ísraelskan ríkis- borgararétt. Ísraelar sakaðir um kynþáttahatur Réttur til ríkisborgara- réttinda takmarkaður Jerúsalem. AFP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur, þrátt fyrir mikla leit, enn ekki tekist að hafa upp á háttsettum íröskum vísindamönnum sem geta stutt þá réttlætingu þeirra fyrir Íraksstríð- inu að Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, hafi ráðið yfir ólögleg- um gereyðingarvopnum. Þetta kem- ur fram í vefútgáfu Washington Post í gær. Að því er háttsettir bandarískir embættismenn og þingmenn greina frá hefur enginn þeirra fjögurra háttsettu írösku vísindamanna, né fjöldi lægra settra vísindamanna, sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa yfirheyrt getað rennt stoðum undir fullyrðingar Bandaríkja- manna um að Saddam Hussein hafi unnið að umfangsmikilli gereyðing- arvopnaáætlun. Að sögn embættismannanna er þetta raunin þrátt fyrir að yfir- heyrslurnar hafi farið fram við afar ólíkar aðstæður. Það er, sumir vís- indamennirnir hafa af fúsum vilja fallist á að veita upplýsingar á með- an aðrir hafa verið yfirheyrðir í gæsluvarðhaldi. Allir eiga vísinda- mennirnir það sameiginlegt að halda því fram að frá árinu 1998, þegar eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Írak, hafi engar áætlanir verið um framleiðslu kjarnavopna í landinu. Þá neita þeir því jafnframt allir að sýkla- og efna- vopn hafi verið framleidd eða falin í landinu síðustu árin. Árangurslausar yfirheyrslur um vopnaeign Íraka GARÐABÆR og Hjallastefnan und- irbúa nú stofnun einkarekins grunn- skóla í Garðabæ þar sem hugmynda- fræði og kennsluhættir Hjalla- stefnunnar verða höfð að leiðarljósi. Skólinn verður að öllum líkindum í húsnæði Vistheimilisins á Vífilsstöð- um. Formlegar viðræður standa enn yfir milli Hjallastefnunnar og Garða- bæjar, en allar líkur eru á því að áformin verði að veruleika að sögn Ásdísar Höllu Bragadóttur, bæjar- stjóra Garðabæjar. Segir hún und- irbúning að stofnun grunnskólans hafa átt sér stað í nokkurn tíma. „Garðabær hefur í samvinnu við Hjallastefnuna verið að undirbúa stofnun barnaskóla, þar sem Hjalla- stefnan er rekstraraðili. Nú eru við- ræður við Landspítalann um leigu á húsnæði vistheimilisins á Vífilsstöð- um á lokastigi, enda er það mjög heppilegt fyrir rekstur barnaskóla og umhverfið yndislegt.“ Hjalla- stefnan hefur rekið stærsta leikskóla Garðabæjar, leikskólann Ása, í tvö ár og segir Ásdís Halla reynsluna af Ásum hafa verið mjög góða og for- eldrar séu afar ánægðir. „Í ljósi þessarar góðu reynslu treystum við okkur til þess að ganga til samstarfs við Hjallastefnuna um grunnskóla. Gert er ráð fyrir því að þarna verði um að ræða skóla fyrir fimm til átta ára börn og til að byrja með væri ein- ungis kennt yngstu bekkjum, fimm og sex ára börnum og svo bætast hinir árgangarnir inn ár frá ári. Fyrst í stað verður um að ræða leik- skólastarf með áherslu á kennslu, en sex ára börnin væru formlega skráð inn í grunnskóla. Við lítum á það sem svo að það sé mjög mikilvægt að fjölga valkostum í skólastarfi. Á undanförnum árum hefur fjölbreytnin aukist mjög á leik- skólastiginu og það er tímabært að auka fjölbreytnina á grunnskólastig- inu líka. Það er sérkennilegt að einkaaðilar hafa ekki stofnað neinn grunnskóla eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskólunum af ríkinu og tímabært að það sé gert.“ Nýr og óþvingaður valkostur Hugmyndir Hjallastefnunnar um rekstur barnaskóla fela í sér ýmsar nýjungar sem ekki eru í boði í öðrum skólum í Garðabæ. Þar má nefna lestrar- og stærðfræðikennslu fimm ára barna, áherslu á jafnrétti kynjanna, enskukennslu allt frá fimm ára aldri og tölvukennslu. „Ég veit að sumum þykir sérstakt að drengir og stúlkur séu hvor í sinni deildinni og það er mjög eðlilegt, en ég hef séð það í leikskólanum á Ásum að samstarf kynjanna er sérstaklega gott. Þau læra að bera virðingu hvort fyrir öðru og ég hef séð að aðferðir Hjallastefnunnar styrkja samskipti kynjanna.“ Ásdís Halla leggur áherslu á að væntanlegur barnaskóli yrði í öllum tilfellum nýr valkostur fyrir börn og foreldra þeirra, því engum yrði gert skylt að stunda nám í honum. Enn- fremur séu hugmyndir um skóla- starf Hjallastefnunnar ekki svo um- fangsmiklar að þær trufli upp- byggingu annarra skóla í Garðabæ, svo sem hinn væntanlega nýja grunnskóla á Sjálandi. „Ástæðan fyrir því að við förum í þetta samstarf er fyrst og fremst til þess að fjölga valkostum, vegna þess að við höfum nú þegar mjög góða grunnskóla hér í Garðabæ, sem við erum mjög stolt af, en aukin fjöl- breytni getur ekki annað en styrkt skólakerfið í heild sinni.“ Jafnréttisuppeldi og jákvæð samskipti Að sögn Margrétar Pálu Ólafs- dóttur, frumkvöðuls Hjallastefnunn- ar, hafa margir foreldrar barna af Hjallaleikskólum óskað eftir því að börnin geti haldið áfram í sams kon- ar umhverfi og sams konar aðferðum þegar í grunnskóla komi. „Það er einlæg löngun okkar sem höfum ver- ið að vinna með Hjallastefnuna að þróa okkar hugmyndafræði áfram með eldri börn. Við teljum jafnframt að það sé full þörf fyrir nýbreytni og þróun innan grunnskóla og að Hjallastefnan gæti verið öflug viðbót við það sem fyrir er. Við viljum að leikskólar og grunnskólar þróist í takt við tímann og að hætt sé að horfa á þá sem tvo gjörólíka heima.“ Hjallastefnan gengur út á jafn- réttisuppeldi þar sem kynin eru að- skilin að hluta. Margrét Pála segir það vera til þess að mæta kynjunum á þeirra eigin forsendum og gefa bæði stúlkum og drengjum færi á að vinna eins og þeim finnst best. „Um leið notum við kynjaskiptinguna líka til að styrkja þau og breikka hefð- bundin kynhlutverk.“ Börnin vinna einnig í blönduðum hópum daglega þar sem þau eru markvisst þjálfuð í jákvæðum samskiptum við hitt kyn- ið. „Í mastersrannsókninni minni við KHÍ mældist munur á Hjallabörn- um og öðrum börnum en Hjallabörn- in voru jákvæðari og öruggari í sam- skiptum við hitt kynið.“ Tungumála- og tölvunám fyrir 5 og 6 ára börn Í Hjallaleikskólunum er lögð mikil áhersla á skapandi hæfni og náttúru- legan og einfaldan efnivið. Helming- ur námsins fer fram utandyra í tengslum við náttúruna en Margrét Pála segir að það sama verði uppi á teningnum í grunnskólanum. Í Hjallaskólanum verður haldið áfram með svipaða þróun og hefur verið á Hjallaleikskólunum. T.d. er stefnan að bjóða upp á undirbúning að tungumálanámi og tölvunámi fyr- ir 5 og 6 ára börn. Skólinn yrði lítill og fámennir bekkir en undirbúning- ur fyrir stofnunina hefur verið í gangi í langan tíma. „Við höfum unn- ið í mjög góðu samstarfi við bæjaryf- irvöld í Garðabæ og Ásdís Halla á heiður skilinn, hún er búin að beita sér fyrir að þessi nýi valkostur verði að veruleika með virkum stuðningi sínum við málið. Bæjaryfirvöld Í Hafnarfirði hafa einnig sýnt mjög já- kvæðan áhuga og fylgjast grannt með þróun mála. Skólinn verður að sjálfsögðu starfræktur á grundvelli aðalnámskráa leik- og grunnskóla auk laga og reglugerða um þessi skólastig. Okkar hugmynd er ein- göngu að auðga flóruna. Við viljum auðvitað sjá alla skóla sem góða skóla með mikilli fjölbreytni og marga valkosti þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Margrét Pála. Hugmyndir um nýjan einkaskóla í Garðabæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Vistheimilið á Vífilsstöðum mun að öllum líkindum hýsa nýja starfsemi í haust, þegar grunnskóli Hjallastefnunnar flytur þar inn. Hjallastefnan hefur kennslu í yngstu bekkjum Garðabær TENGLAR .............................................. http://www.hjalli.is/ GLEÐI og glaumur réðu ríkjum í Hlíðaskóla í gær þegar unglingarnir í Regnboganum héldu Regnbogahá- tíð. Litið var yfir farinn veg sumars- ins og glaðst yfir ánægjulegum sam- vistum og góðri vinnu. Ýmis skemmtiatriði voru flutt og tóku bæði starfsmenn og leiðbeinendur þátt í þeim flutningi við mikinn fögn- uð viðstaddra. Veittur var fjöldi verðlauna fyrir ýmis afrek í starfi. Boðið var upp á andlitsmálningu og léttar veitingar auk þess sem keppt var í boccia og keilu. Regnboginn, sem á rætur að rekja aftur til ársins 1999, er samstarfs- verkefni vinnuskólans og ÍTR. Um er að ræða atvinnutengt tómstunda- úrræði fyrir fatlaða unglinga þar sem þeim er gefinn kostur á að vinna við hlið annarra unglinga í vinnuskól- anum. Miðgarður og Félagsþjónust- an koma einnig að verkefninu. Heiður Baldursdóttir, umsjónar- kona Regnbogans, segir að þar sem unglingarnir séu metnir með hálfs dags vinnugetu, vinni þau hálfan daginn með vinnuskólanum, ýmist fyrir eða eftir hádegi, hinn helming- inn af deginum fari þau síðan í ýmsa leiki og ferðir. „Krakkarnir hafa fengið að prófa ýmiss konar vinnu, til dæmis að kenna á leikskóla og vinna í Nóatúni. Einn strákur fékk að vinna á mjólkurbíl og annar fékk að fara í heimsókn til Sveppa á FM 957. Þau fara líka í heimsóknir á ýmsa vinnustaði og kynnast þeim, til dæm- is Morgunblaðinu. Í tómstundastarf- inu er svo meðal annars farið að sigla og í sund og ýmislegt af því sem er í boði hjá ÍTR.“ Að sögn Kristins Ingvarssonar, verkefnastjóra Sérsveitar Hins hússins, hefur starfsemi fyrir fatlaða fengið tækifæri til að þróast í kjölfar versnandi atvinnuástands. „Reykja- víkurborg hefur sett meiri peninga í atvinnusköpun fyrir ungt fólk. Hluti þessara fjárveitinga fer meðal ann- ars í það að byggja upp jákvætt at- vinnu- og tómstundastarf fyrir fatl- aða. Þannig má segja að samdrátt- urinn í efnahagslífinu hafi jákvæðar hliðar sem birtast í betri þjónustu við fatlaða.“ Regnbogahátíð í Hlíðaskóla Morgunblaðið/Arnaldur Unglingarnir í Regnboganum voru litskrúðugir eins og vera ber. Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.