Morgunblaðið - 01.08.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.08.2003, Qupperneq 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 19 Um verslunarmannahelgina held- ur hljómsveitin Mór tvenna tónleika á Akureyri. Þeir verða á laugardags- og sunnudagskvöld og hefjast kl. 21 í Hlöðunni við Litla-Garð. Hljóm- sveitina skipa Þórhildur Örvars- dóttir söngkona, Kristján Edelstein á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Halldór Gunnlaugur Hauksson á trommur. Á tónleikunum flytja þau efnisskrá með íslenskum þjóðlögum í frumlegum popp-djassútsetn- ingum. Á NÆSTUNNI Þórunn Ósk Marinósdóttir víólu- leikari heldur tónleika í Ketilhús- inu í hádeginu í dag, föstudaginn 1. ágúst kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Áskel Másson, J.S. Bach og Paul Hindemith. Í dag kl. 18–20 verður uppákoma á Akureyri sem hefst á torginu við verslunina Frúin í Hamborg og mun berast á vinnustofu Aðal- heiðar S. Eysteinsdóttur í listagili. Þetta verður síðasta sýningin af 40 sem Aðalheiður hefur staðið fyrir víða um heim undanfarna 39 daga. Þema uppákomunar er tregi og hefst með brúðkjólasýningu frá Frúnni í hamborg. Hjálmar Brynj- ólfsson leikur á harmónikku og leiðir dömurnar með brúðarmars- inum á vinnustofu Aðalheiðar. Þar mun Arnbjörg Valsdóttir syngja dægurlög og Þórunn Ólafsdóttir flytja tregaljóð. Á vinnustofunni verða til sýnis verk sem Aðalheiður hefur unnið að undanförnu. Að- alheiður hvetur sem flesta að taka þátt í treganum og mæta stundvís- lega kl.18.00 á torgið. Í DAG NÚ þegar mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er að ganga í garð eru ökumenn minntir sér- staklega á það að horfa fram á veg- inn og standa saman gegn umferð- arslysum. Jón Oddgeir Guðmunds- son á Akureyri hefur gefið bíla- bænina út í rúm 30 ár og hana er að finna í þúsundum ökutækja. Jón Oddgeir sagði það vel við hæfi á þessum tímamótum að minna ökumenn á orð bílabænar- innar. „Orð hennar hafa talað til margra sem hafa viljað aka of greitt og þeim er einnig ætlað að minna bílstjóra á ábyrgð þeirra í umferð- inni. Við skulum vona að menn aki varlega og að helgin verði slysa- laus.“ Jón Oddgeir hefur einnig gefið út öskju með „orði guðs til þín“ og dagatal með ritningargreinum fyrir alla daga ársins. Þá stendur hann fyrir Orði dagsins þar sem fólk get- ur hringt í símsvara, 462 1840, og hlustað á kristilega hugleiðingu. Bílabænin í þúsundum ökutækja Bílstjórar minntir á ábyrgð sína BRESKA skemmtiferðaskipið Adonia lagðist að Oddeyrarbryggju snemma í gærmorgun. Skipið er engin smásmíði, eða rúmlega 232 metra langt, um 32 metra breitt og 77.500 brúttótonn. Þetta er jafnframt stærsta skip sem lagst hefur að bryggju á Akureyri. Með skipinu eru tæplega 2.000 farþegar, flestir frá Bretlandi og í áhöfn eru um 870 manns. Flestir farþeganna stigu upp í hópferðabíla og héldu í skoðunarferðir austur fyrir Akureyri. Á milli 1.300 og 1.400 farþegar fóru í bíltúr á 26 stórum hópferðabílum. Helm- ingurinn fór í Mývatnssveit en aðrir að Goðafossi og í Laufás. Aðeins tvisvar áður hafa skip af svipaðri stærð komið til Akureyrar en þau lágu bæði við festar á Pollinum. Adonia kom til frá Reykjavík en hélt frá Akureyri til Þrándheims í Noregi um miðjan daginn. Morgunblaðið/Kristján Risaskip við bryggju Dagana 14. til 17. ágúst nk. verður í 4. sinn haldið söngnámskeið að Rimum í Svarfaðardal undir heitinu Söngur í Svarfaðardal 2003. Dóra Reyndal söngkennari við Söngskól- ann í Reykjavík og Dario Vagliengo frá Mozarteum-tónlistarháskólanum í Salzburg verða aðalkennarar en þau eru mörgum ungum, íslenskum söngvurum og söngnemendum að góðu kunn. Námskeiðið verður sem fyrr á masterklassformi og og fer kennslan fram í hóp- og einkatímum. Unnið verður með söngtækni og túlkun jöfnum höndum og lýkur með tónleikum í Dalvíkurkirkju. Gist verður að Skeiði í Svarfaðardal og fer skráning fram þar hjá Myriam Dalstein í síma 466 1636. Á NÆSTUNNI N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 0 0 0 0 • s ia .is Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000. Ferðamenn velkomnir! Virkjunarsvæði eru kjörin fyrir ferðamennsku og útivist. Ímynd Íslands er hreint land og náttúrulegt.  Umhverfisvæn og sjálfbær orkuvinnsla er einn af  hornsteinum þeirrar ímyndar. „Hvað er með Ásum?“ S‡ning í Laxárstö› í A›aldal. Höggmyndir og fró›leikur um go›in og heimsmynd fleirra. Opi› alla eftirmi›daga. Verið einnig  velkomin í Kröflu,  Blöndu, Búrfell  og Hrauneyjafoss! Fáðu orð í eyra – leggðu orð í belg! Umræ›an um virkjanir og umhverfismál á s‡ningu í Ljósafossstö› vi› Sog. Opi› alla eftirmi›daga. Kynnist Kárahnjúkaframkvæmdunum og náttúrunni norðan Vatnajökuls Uppl‡singami›stö› í félagsheimilinu Végar›i í Fljótsdal. Opi› alla daga í sumar frá kl. 10-16. Kórsöngur í Laxárstöð! Laugardaginn 2. ágúst kl. 14.00 mun stúlknakór frá Neustadt í fi‡skalandi syngja fyrir gesti. Stö›in er opin alla helgina frá kl. 13.00 til 18.00. A›gangur ókeypis – veri› velkomin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.